Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Blaðsíða 20
20 DV. MÁNUDAGUR 28.APRÍL 1986. Önnumst nú einnig ails konar smáprentun Prentun á númeruöum sjálfkalkerandi reikningumi Fljót og góöþjónusta./ l'liistns lif 671900 FÉLAG STARFSFÓLKS oöoí IVEITINGAHÚSUM m/ vP' auglýsir eftir umsóknum félagsmanna um dvöl í sum- arhúsum að Húsafelli og Svignaskarði. Umsóknir þurfa að berast fyrir 9. maí. Úthlutað verður 14. maí. Stjórn orlofsheimilasjóðs. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Starfsfólk óskast til eftirtalinna starfa við Heilsuvernd- arstöð Reykjavíkur. Við heimahjúkrun: Hjúkrunarfræðingar til sumarafleysinga á dag-, kvöld- og næturvaktir. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 22400. Við Heilsugæslustöð Hlíðasvæðis, Drápuhlíð 14-16. Læknafulltrúi í 100% starf. Stúdentspróf eða sambæri- leg menntun áskilin ásamt góðri vélritunar- og ís- lenskukunnáttu. Tveir starfsmenn við símavörslu og móttöku í 60% starf hvor. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri heilsugæslu- stöðva í síma 22400. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum, sem þar fást, fyrir kl. 16 mánu- daginn 5. maí. Þær eru bara minnisvarði um liðinn tima húsarústimar á Ártúni á Kjalamesi og í baksýn sést upp eftir Blikdalnum. Blikdalur Mannskaðafoss Mörgum finnst Esjan fallegt fjall og er hún oftast kölluð „höfuð- prýði“ Reykjavíkur eða bæjarfjall. Esjan er hííðabrött, hömrótt íiið eíra en skriðurunnin hið neðra. Hún er gerð úr basalti og móbergslögum á víxl. Austan við Grafardal gnæfir Hátindur (909 m), sem lengi var tal- inn hæsti tindur Esjunnar en nákvæmari mælingar sýndu að bungan upp og norður af Kistufelli er hærri eða 916 m (sumir segja 918 m) og þar er nú hápunktur fjallsins. Utivist Gunnar Bender Margir hafa gengið á Esju og haft gaman af því í góðu veðri er hægt að sjá víða af henni, útsýnið getur verið einstakt. Algengustu göngu- leiðir á Esju em frá Mógilsá á Þverfellshom og frá Esjubergi á Kerhólakamb. Við munum nú ijalla um Mannsk- aðafoss sem er í Blikdalsá. Hann er upp af Ártúni á Kjalamesi. Dalurinn nefiiist Blikdalur, stundum Bleik- dalur eða Blikadalur, en Blikdalur er hann neíndur í jarðabókinni frá 1704 og fleiri fomum heimildum. Þegar menn aka þjóðveginn má sjá húsarústir bæjarins Ártúns fyrir mynni Blikdals. Hann er nú í eyði og hús að falli komin. Bærinn hefur greinilega lokið sínu hlutverki en hann var notaður við myndina Síð- asti bærinn í dalnum. Það hefði kannski mátt varðveita þennan gamla torfbæ því hann kann einn sína sögu og hún er án efe merkileg. Það er ennþá hægt að bjarga honum. Blikdalur þykir vorfagur en mýr- lendur nokkuð með veisum og lindum. Hann er 6 km langur og tekur töluverðan tíma að labba hann en það er þess virði. Hlíðamar em víða brattar og innst em hamrabelti með miklum fossaföllum, sérstaklega í vorleysingum. Eftir dalnum rennur Blikdalsá og hefur gengið erfiðlega að rækta lax í henni en menn vona að það sé að koma. í henni veiddust 90 laxar síðastliðið sumar. Lengi var haft í seli á dalnum og bæir svo sem Brautarholt og Saur- bær áttu þar, auk selstöðu, fjámpp- rekstur og hestagöngu. Hafa selin líklega verið innst inni í dalnum því þess er getið að selvegur frá Saurbæ hafi þótt bæði langur og erfiður. Neðst í Blikdal rennur áin í gljúfrum og á einum stað svo þröngum að næstum því má stökkva þar yfir. Þar heitir Mannskaðafoss og Mannsk- aðahylur. Segir sagan að þar hafi eitt sinn smalar tveir staðið sinn hvorum megin við gljúfrið og kallast á. Saurbæjarsmalinn, sem var stærri og þróttmeiri, brá hinum um hug- leysi þar sem hann þyrði ekki að stökkva yfir gljúfrið sem þó ekkert væri. Orðum sínum til áréttingar stökk hann sjálfur yfir til hins. Er hann ætlaði sömu leið til baka var- aði hann sig ekki á að hinn barmur- inn var nokkm hærri. Féll hann í gljúfrið og fannst lík hans löngu síð- ar rekið niðri á vaðinu neðan við gljúfrin en þar var alfaraleið. Eftir það var ekki heiglum hent að vera þar einn á ferð eftir að skyggja tók ó kvöldin. Já, það hefur ýmislegt gerst í Blik- dal og gaman að ganga þar, húsa- rústir gamla torfbæjarins þjóna hestum sem afdrep en búendum forð- um og víða hægt að sjá margt merkilegt. Mannskaðafossinn er tignarlegur en fara verður varlega í kringum hann, þá er öllu óhætt. G. Bender. Heímíld: Útivist númer 10, grein Einars Hauks Kristjánssonar: Esjan. Mannskaðafossinn. DV-myndir G. Bender. Borqarvídeo,' ó^Kárastíg 1 videotæki alla daga þegar leigðar eru 3 myndir eða fleiri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.