Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Blaðsíða 27
DV. MÁNUDAGUR 28.APRÍL 1986. 27 lattleikur unglinga Einnig voru oft dæmd skref og ruðn- ingur á okkar menn. Leikmenn ís- lenska liðsins voru einnig nokkuð mistækir í sendingum. í síðari hálfleik hélst þessi munur en um miðjan síðari hálfleikinn fóru íslendingar að saxa á forskotið og náðu að minnka muninn í 2 mörk, 18-16, og íslendingar voru í sókn. En í þröngu færi varði markvörður Svía enn. Skömmu síðar voru tveir leik- menn íslenska liðsins reknir af lei- kvelli og eftir það voru Svíar einráðir á vellinum og sigruðu stórt, 27-19. Bestu leikmenn íslands í þessum leik voru Konráð Ólafsson, Ólafur Kristj- ánsson og Hafsteinn Bragason. I næsta leik var leikið gegn Noregi. ísland var yfir fram í miðjan síðari hálfleik og sýndi ágætan'leik. Þá var 3 leikmönnum vísað af leikvelli á að- eins 30 sekúndum og við það hrundi leikur liðsins eins og gefur að skilja og skoruðu Norðmenn næstu 5 mörk. Sigruðu þeir síðan með 25 mörkum gegn 23. Þessar brottvísanir urðu til þess að íslensku strákamir misstu ein- beitinguna og við það náðu Norðmenn að jafna og komast tvö mörk yfir. Hélst sá munur út leikinn. Brott- rekstramir vom fyrir saklaus brot og hefði varla verið dæmt aukakast á athæfið hér heima. Bestu leikmenn liðsins í þessum leik vom Konráð, Ólafur, Bjarki Sigurðsson og Haf- steinn Bragason. í þriðja leik íslenska liðsins var leik- ið gegn Grænlendingum. Allt frá upphafi var um einstefnu að ræða á mark Grænlendinga og var mikið skorað úr hraðaupphlaupum. Græn- lendingar tóku þátt í Norðurlanda- mótinu í fyrsta skipti og vantar þó enn getu til að standa í hinum liðunum. Bestu leikmenn íslenska liðsins vom Konráð, Ólafur, Hafsteinn, Bjarki og Halldór Ingólfsson. Markverðimir vörðu ágætlega enda vom sum sko- tanna, sem á markið komu, ekki erfið viðureignar. Gegn Danmörku, sem var leikur um þriðja sætið, höfðu íslend- ingar frumkvæðið frá upphafi. í þessum leik fékk Halldór Ingólfsson tækifæri til að spreyta sig og nýtti hann það til fullnustu, skoraði 7 mörk og reif hina leikmenn liðsins með sér. Reyndar náðu Danir að jafna, 15-15, en þá skoraði Stefán Steinsen 2 mikil- væg mörk og sigur vannst, 21-17. Halldór Ingólfsson var maður þessa leiks. Skoraði hann 7 mörk úr 8 til- raunum og gaf margar fallegar línu- sendingar. Aðrir sem stóðu sig vel vom Konráð og Bjarki, en Einar Ein- arsson og Stefán Steinsen lokuðu vöminni af snilld. Markverðimir vörðu ágætlega, Sigtryggur í fyrri hálfleik og Bergsveinn í þeim si'ðari. Færeyingar áttu aldrei möguleika gegn Islendingum í sfðasta leik þjóð- anna. Mestur varð munurinn 12 mörk en leikurinn endaði 29-19 eftir að stað- an í hálfleik hafði verið 16-6. Flestir leikmenn íslenska liðsins stóðu sig vel í þessum leik en nokkurt kæruleysi varð í leik liðsins í síðari hálfleik. Fyrir keppnina gerði íslenska liðið sér vonir um að sigra á mótinu. Það tókst ekki og má ef til vill rekja það til þess að nokkrir lykilmenn liðsins stóðu sig mjög illa. Ennfremur var dómgæslan nokkuð önnur en menn em vanir heima. Skref og mðningur vom dæmd í tíma og ótíma og í vam- arleiknum vom leikmenn tíndir af vellinum eins og fiskar úr sjó. Við þetta misstu leikmenn einbeitingu og skomðu ekki úr góðum færum. Konráð Ólafsson úr KR var tví- mælalaust maður liðsins. Hann skoraði mörk úr hraðaupphlaupum, úr homi, af línu og fyrir utan og einn- ig stóð hann sig vel í vöm - „framtíð- armaður". Ólafur Kristjánsson, Bjarki Sigurðsson og Hafeteinn Bragason stóðu sig einnig vel. Sá leikmaður, sem mest kom á óvart, var Halldór Ingólfe- son úr Gróttu. Hann lék ekki tvo fyrstu leikina en stóð sig vel í leikjun- um þar á eftir. Skoraði hann mörk úr öllum skottilraunum sinum utan einni og gaf margar fallegar línusendingar sem gáfú mörk. Markverðimir vom vaxandi í þessu móti, sýndu aldrei stórkostlega mark- vörslu en vörðu yfirleitt þau skot sem þeir áttu að veija. Svíar vom með besta lið keppninnar að þessu sinni en lið íslendinga og Norðmanna vom mjög áþekk. UIKALL íslenskar björgunar- og hjálparsveitir eru kallaðar út oft á hverju ári. í flestum tilfellum fær útkallið góðan endi - okkur berast góðar fréttir. En reynslan hefur sýnt, að auk þekkingar og reynslu getur réttur búnaður skipt sköpum. Stöðug endurnýjun þarf að eiga sér stað til þess að góður árangur náist. Til að afla fjár fyrir starfsemi hjálparsveitanna og til tækjakaupa, efnum við til stórhappdrættis. í boði verða 135 stórvinningar og 3000 aukavinningar. Markmið okkar er að hafa til taks harðsnúnar sveitir, hvenær sem hjálparbeiðni berst. STERKAR HJÁLPARSVEITIR - STERK.4R LÍKUR Á GÓÐUM FRÉITUM. 135 STÓRVIINNINGAR »3000» I HJÁLPARPAKKAR Á700KR.STYKKIÐ FORD ESCORT CL 5 GÍRA SHARP581 MYNDBANDSTÆKI PFAFF1171 SJÁLFÞRÆÐANDIMEÐ OVERLOCK SPORI PIONEERSllO HLIÖMTÆKJASAMSTÆÐUR A| LANDSSAMBAND ÍMJ HJÁLPARSVEITA SKÁTA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.