Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Blaðsíða 13
DV. MÁNUDAGUR 28.APRÍL 1986. 13 Raddir neytenda Aðhald þegar allt er skrHiað niður „Þá er mars loksins liðinn með pásk- um, flensu og öðru tilheyrandi. Við hjónin fengum bæði flensu - sitt hvorai tegundina til tilbreytingar og penicill- in og kvefblanda kostuðu 719 kr. Samt greiðir Sjúkrasamlagið eitthvað. Ég var mjög ánægð með bréf frá tryggingafélaginu mínu um að ég þyrfti ekki að borga bíltrygginguna í ár. Það munar um minna. Fróðlegt væri að vita hvort öll tiyggingafélög sendi viðskiptavinum sína svona gleðileg bréf. Núna er ódýrt að kaupa efni og sauma. Ég fór í versl. Seymu og keypti efni á útsölu. Efhi í jakka kostaði 1204 kr. og í pils og blússu með fóðri, tvinna og rennilás kostaði í kringum 1300 kr. Saumakonan tók 3000 kr. fyrir allt saman. Svo keypti ég tvö kjólaefni sem kostuðu um 1500 kr. og kostaði kr. 3000 að sauma báða kjólana, ófóðraða að vísu. Þetta kalla ég vel sloppið miðað við verð á tilbúnum fatnaði í verslunum. Lögfræðikostnaður við skatta- skýrsluna var kr. 8000. Sennilega er það taxtinn. Skattar kr. 24.240, víxlar 34.868, hitaveitan, lokagreiðsla fyrir leiðslu inn í húsið kr. 41.760. Páska- innkaup með afslætti í Vörumarkað- inum kr. 7.918 kr. Þetta eru helstu kostnaðarliðimir í mars og þykir vel sloppið. Það er mjög gott að fylgjast með útgjöldunum og veitir líka aðhald þeg- ar allt er skrifað niður og sent til Neytendasíðunnar. Fróðlegt er að fylgjast með hvað hinar húsmæðumar em hressar eða óhressar með. Ég þakka fyrir smágreinamar um krydd- jurtimar. Með sumarkveðju." Við þökkum bréfritara kærlega fyrir skemmtilegt bréf. Tökum undir að það borgar sig að kaupa efhi og láta sauma, jafhvel þótt maður þurfi að kaupa saumaskapinn út. Við sáum kjól í búðarglugga á dögunum. Hann var úr einhvers konar léreftskenndu efni og kostaði 11 þús. kr. Sömu tölur í febrúar og mars „Þá sendi ég loks upplýsingaseðla fyrir febrúar og mars og finnst mér þeir þurfi smáskýringar við,“ segir m.a. í bréfi frá Sigríði í Reykjavík. Hún er með meðaltalstölu upp á 2933 kr. báða mánuðina! „Tölumar úr liðnum mat em alveg þær sömu og er það algerlega óvart. Matarkostnaður er víst lágur í báð- um þessum mánuðum, a.m.k. miðað við meðaltalið hjá ykkur. Þó finnst mér upphæðin vera alveg nógu há þegar maður borgar fyrir vöruna. Oft kemur það fyrir að ég athuga kassakvittunina vel þegar ég týni upp úr pokunum eftir mnkaupaferð. Mér finnst tölumar svo ótrúlega háar mið- að við magnið sem maður kaupir, en allt kemur fyrir ekki. Kassakvittunin passar alltaf. Ég gæti auðveldlega farið með miklu hærri upphæð fyrir mat en maður verður að neita sér um ýmislegt ef peningamir eiga að duga svo það er bara að bíta á jaxlinn og vona að tím- amir og heimilishagimir fari að batna. Ég þakka svo fyrir mjög svo ágæta neytendasíðu og margt fróðlegt þar.“ lceberg í álpappír Kæra neytendasíða! Getur þú sagt mér hvemig best er að geyma icebergsalat, eftir að komið er með það heim og búið að taka af því. Einnig hvemig best er að geyma papriku eftir að búið er að taka af henni. Bestu kveðjur og þakkir fyrir mörg notadrjúg ráð í gegnum tíðina. Grænmetisæta. í álpappír Það er gott að vefja álpappír þétt um salathausinn, þá geymist hann mjög vel í kæliskápnum. Einnig er gott að pakka papriku í álpappír. Við þökkum góðar kveðjur. -A .Bi STÆRSTIOG GLÆSILEGASTI SÝNINGARSALUR LANDSINS Benz 280 SEL árg. 1979, ekin 90 þús. km, dökkblár, ráðherrabilt i sérflokki. Verð kr. 880.000,- Toyota Tercel 4x4 árg. 1984, ekinn 25.000 km. Verð kr. 380.000,- Citroen Axel árg. 1986, ekinn 2.000 km, sem nýr, mikið af aukahlutum, grásans. Verð kr. 290.000,- Benz 230 E árg. 1984, ekinn 19.000 km, með öllu, sflfurgrár. Verð kr 890.000,- Honda Civic, ekinn 36.000 km, blár. Honda Acord EX árg. 1983, eklnn Verð kr. 320.000,- 60.000 km, blár. Verð kr. 440.000,- Volvo 244 GL árg. 1979, eklnn 88. 000 km, gulur. Verð kr. 250.000,- Mazda 3231500, sjálfsklptur, eklnn 23.000 km, rauðbrúnn. Verð kr. 295.000,- Suzuki Fox 4x4 árg. 1985, ekinn 21.000 km, svartur. Verð kr. 480. 000,- Opel Kadett árg. 1985, ekinn 13.000 km, hvitur. Verð kr. 380.000,- BMW 323I árg. 1982, ekinn 46.000 Datsun King Cab 4x4 árg. 1983, km, mikiö af aukahlutum, gullsans. ekinn 74.000 km, 5 gira, vökvastýri, Verð kr. 490.000,- gránsans. Verð kr. 440.000,- Subaru E 104x4 sendibíll árg. 1985, ekinn 15.000 km, rauður. Verð kr. 350.000,- Jaguar XJ 4,2 árg. 1976, ekinn 102. 000 km, hvitur með öllu, bíll i sér- flokki. Verð kr. 580.000,- Subaru 1600 DL árg. 1982, ekinn 45.000 km, grásans. Verð kr. 250. 000,- Range Rover árg. 1981, ekinn 54. 000 km, grásans. Verð kr. 760.000,- OTRULEG SALA og kaupendur í kippum. Bílinn í salinn - og bíllinn er farinn Lágmúla 7 - Sími 68-88-88 (bak við Vörumarkaðinn).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.