Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Blaðsíða 25
DV. MÁNUDAGUR 28.APRÍL 1986. 25^ Iþróttir íþróttir Iþróttir Iþróttir Mikil íþróttahátíð í Höllinni. Tískusýning frá Henson, íþróttafréttamenn glíma við stjóm HSÍ og klappstýmr koma fram í fýrsta skipti hériendis í kvöld verður mikil íþróttahátíð í Laugardalshöll en hápunktur hennar verður viðureign danska handknatt- leiksliðsins Ribe, sem þeir Gunnar Gunnarsson og Gísli Felix Bjarnason leika með, og úrvalsliðs sm íþrótta- fréttamenn hafa valið. Hátíðin hefst klukkan átta með leik íþróttafréttamanna og stjórn hand- knattleikssambands íslands og leika liðin væntanlega handknattleik. Dómari verður Bjössi bolla og verður þetta frumraun hans í dómarahlut- verkinu. Heyrst hefur að stjórn HSÍ hafi æft í laumi í yfir þijár vikur fyr- ir leik þennan þannig að búast má við að lið stjórnarinnar geti staðið eitthvað örlítið í liði íþróttafrétta- manna en frekar er það þó ólíklegt. • Hápunktur kvöldsins verður síð- an leikur Ribe og úrvalsliðsins sem íþróttafréttamenn völdu. Tekið skal fram að leikmenn Víkings og Stjörn- unnar komu ekki til greina i liðið vegna nálægðar úrslitaleiksins í bik- arkeppninni en hann fer fram á miðvikudagskvöldið. Úrvalsliðið sem leikur gegn Ribe í kvöld verður þann- ig skipað: Jens Einarsson, Fram Guðmundur A. Jónsson, Þrótti Geir Sveinsson, Val Þorbjörn Jensson, Val Júlíus Jónasson, Val Jakob Sigurðsson, Val Egill Jóhannesson, Fram Hermann Björnsson, Fram Dagur Jónasson, Fram Óskar Ármannsson, FH Héðinn Gilsson, FH Á íþróttahátíðinni í Höllinni í kvöld koma einnig fram klappstýrur sem æft hafa af kappi undanfarið en framkoma slíkra fyrirbrigða er ný- lunda hér á landi. Þá verður tísku- sýning þar sem sýndur verður sportfatnaður frá Henson. Leikur Per Skárup með gegn Ribe? Sá möguleiki er fyrir hendi að danski handknattleiksmaðurinn Per Skárup, sem nú hefur nýverið skrifað undir þjálfarasamning hjá Fram, leiki með úrvalsliðinu gegn Ribe í kvöld. Skárup lék í áraraðir með danska landsliðinu en hefur ekki leikið með danska landsliðinu und- anfarin tvö ár vegna deilna við Leif Mikkelsen landsliðsþjálfara. -SK hélt Bayem titlinum er Werder tapaði í Stuttgart - Uerdingen í þriðja sæti og Lárns Guðmundsson skoraði tvívegis. Er í liði vikunnar Frá Atla Hilmarssyni, fréttaritara DV í V-Þýskalandi: Það má með sanni segja að Bayern Munchen hafi stolið meistaratitlin- um frá Werder Bremen. Eftir að hafa leitt deildina allt keppnistímabilið tapaði Bremen titlinum til Bayern á markamun eftir æsispennandi loka- umferð. Með þessum sigri sínum hefur Bayern Munchen jafnað met Núrnberg og unnið vestur-þýska meistaratitilinn 9 sinnum alls. Það voru 70 þúsund áhorfendur mættir á ólympíuleikvanginn í Munchen til að fylgjast með viður- eign heimamanna við Gladbach. Þó að leikmenn Bayern hefðu meiri áhuga á leik Stuttgart og Bremen tókst þeim að skora sex mörk gegn engu marki Gladbach. Eftir aðeins 14 sekúndur skoraði Lothar Matt- haeus og Hoeness bætti við öðru marki í fyrri hálfleik. í síðari hálfleik skoraði Hoeness annað mark en Ro- land Wohlfart skoraði tvö mörk og Mathy eitt og tryggðu þeir þannig stórsigur Bayern. Eftir leikinn var hinn frábæri þjálf- ari Bayern, Uto Lattek, sem þarna vann sinn sjöunda meistaratitil, í mikilli sigurvímu: „íþróttalega séð voru þetta einhverjar mest spenn- andi mínútur í lífi mínu. Ég sárvor- kenni Otto Rehhagel, þetta hlýtur að vera ægilegt áfall, að vera á toppnum allt árið og tapa síðan á síðustu mínútu. Kærar þakkir til Stuttgart, leikmenn þar sýndu að þeir eru sannir atvinnumenn,“ sagði Lattek eftir leikinn. Franz Beckenbauer, landsliðsþjálf- ari Vestur-Þjóðverja, fylgdist með leiknum: „Bremen tapaði ekki titlin- um í dag heldur í síðustu leikjum, t.d. þegar liðið gerði jafntefli á heimavelli við Gladbach og Bayern. Það sýndi sig að leikmenn Bayern eru með meiri reynslu,“sagði Bec- kenbauer. Ásgeir með góðan leik Bremen byrjaði leikinn við Stutt- gart með þá Norbert Maier og Frank Neubarth á bekknum - Rudi Völler lék með í fyrri hálfleik en átti ekki góðan dag. Stuttgart skoraði fyrra mark sitt á 22. mínútu. Ásgeir náði þá boltanum á miðjum velli og braust upp að endamörkum. Gaf síðan fyrir á Júgóslavann Pasic sem lagði bolt- ann fyrir Allgöwer sem skoraði. Eftir markið átti Werder meira í leiknum og Stuttgart bjargaði á marklínu. Stuttgart var samt sterkari aðilinn og á 51. mínútu skoraði Allgöwer sitt annað mark. Hann fékk sendingu • Dieter Hoeness - tvö mörk gegn Gladbach. frá Muller, var alveg frír og skoraði með góðu skoti af 20 metra færi. Bremen setti nú allt í sóknina en tókst ekki að skora fyrr en á 80. mínútu þegar Burgsmúller náði að skora með skalla. Síðustu mínúturn- ar pakkaði Stuttgart í vörn og náði að halda fengnum hlut. Leikmenn Werder sátu hins vegar eftir með sárt ennið en þeir urðu einnig í öðru sæti 1982 og 1984. Ásgeir og Allgöw- er voru bestir hjá Stuttgart og fengu báðir 3 í einkunn. Otto Rehhagel, þjálfari Werder Bremen, var að vonum vonsvikinn eftir leikinn: „Því miður töpuðum við þessum leik í dag á persónulegum mistökum leikmanna minna en Stuttgart átti sigurinn skilinn. Lið þeirra var betra í dag. Við erum auð- vitað leiðir og sárir yfir því hvernig þetta fór. Við áttum í erfiðleikum vegna meiðsla allt tímabilið. Það hafði mikið að segja en við stöndum saman hér hjá Bremen og ætlum að spila góðan bolta aftur næsta leik- tímabil," sagði Rehhagel. Lárus skoraði tvö og er í liði vikunnar Lárus Guðmundsson er í miklum ham þessa dagana. Hann skoraði sig- urmark Uerdingen gegn Eintracht Frankfurt á fimmtudagskvöldið og á laugardaginn skoraði hann tvö mörk í 5-2 sigri Uerdingen á Dússeldorf. Fungel skoraði einnig tvö mörk fyrir Uerdingen. Atli og Lárus léku báðir með allan tímann og fékk Atli 4 í einkunn en Lárus 3. Lárus var valinn í lið vikunnar hjá Welt am Sonntag. Dortmund leikur um fallsæti Um önnur úrslit .í lokaumferð vest- ur-þýsku knattspyrnunnar er það helst að segja að Leverkusen tryggði sér sæti í Evrópukeppninni með því að gera 2-2 jafntefli við Schalke. Hahnover og Saarbrúcken voru þeg- ar fallin fyrir síðustu umferðina en þrátt fyrir 4-1 sigur á Hannover þarf Borussia Dortmund að leika um áframhaldandi veru sína í Bundes- ligunni við lið úr annarri deildinni. Stefan Kuntz hjá Bochum, sem hefur verið keyptur til Uerdingen, varð markahæstur með 22 mörk. Einu marki meira en Karl Allgöwer hjá Stuttgart. -SMJ • Lárus Guðmundsson - skorar nú í hverjum leik. Lokastaðan í inni var þannig. Bayern Werder Uerdingen Gladbach Stuttgart Leverkusen Hamborg Mannheim Bochum Schalke Kaiserslautern Núrnberg Köln Dússeldorf Frankfurt Dortmund Saarbrucken Hannover vestur-þýsku deild- 34 21 7 34 20 9 34 19 7 34 15 12 34 17 7 34 15 10 34 17 5 34 11 11 34 14 4 34 11 8 34 10 10 34 12 5 34 9 34 11 34 7 34 10 34 6 34 5 6 82-31 49 5 83-41 49 8 63-60 45 7 65-51 42 10 69-45 41 9 63-51 40 12 52-35 39 12 ÍI-4Í 33 16 55-57 32 15 53-58 30 14 49-54 30 17 51-54 29 14 46-59 29 16 54-78 29 13 35-49 28 16 49-65 28 19 39-68 21 21 43-92 18 Suóuriandsbraut 16 Sími 9135200 Gunnar Ásgeirsson hf. Ribe leikur gegn úrvali í kvöld Lokastaðan í Bundesligunni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.