Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Blaðsíða 6
6 DV. MÁNUDAGUR 28.APRÍL 1986. Peningamarkaðurinn Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað inn- stæður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70-74 ára með 6 mánaða fyrirvara og 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarnir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingvim. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 15% og ársávöxtun 15%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 10% en 2% bætast við eftir hverja þijá mán- xiði án úttektar upp í 16%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 13,64% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja. mánaða verð- tryggðs reiknings reynisthún betri. Afhverri úttekt dragast 0,75% í svonefnda vaxtaleið- réttingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 14,5% nafnvöxtum og 15% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 10,5% nafnvöxtum og 10,8% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3% vöxt- um. Hærri ávöxtunin gildir hvern mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 1% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 100 ára afmælisreikningur er verðtryggð- ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25% og breytast ekki á meðan reikningurinn verð- ur í gildi. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 8%, eftir 2 mánuði 8,25%, 3 mánuði 8, 50%, 4 mánuði 9%, 5 mánuði 9,5% og eftir 6 mánuði 12%, eftir 12 mánuði 12,5% og eftir 18 mánuði 13%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún um hávaxtareikninginn. 18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 13%, eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxtum sé hún betri. Samanburður er gerður mánað- arlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir sparisjóðs- vextir, 8%, þann mánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. IJá ársfjórðunga, sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni, eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort 12,9'X. eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 8,5%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Vextir færast fjórum sinnum á ári og leggjast við höfuðstól. Þeir eru alltaf lausir til útborgunar. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 12,5%, með 13% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ársfjórðungi. Reynist trompvextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður innan mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 8%. Vextir færast misserislega. 12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vél- stjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði, óverðtryggða en á 15,5% nafnvöxtum. Þeir eru færðir einu sinni á ári og ársávöxtun e; því einnig 15,5%. 18 mánaða reikningar. Nokkrir stærri sparisjóðanna eru með innstæðu bundna óverðtryggða í 18 mánuði en á 14,5% nafn- vöxtum og 15,2% ársávöxtun. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem eru 50 þúsund að nafnverði. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, fjög- urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur, vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14 ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert. Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð- stól. Gengistryggð skírteini eru til fímm ára. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til- tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%. Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í einu lagi við innlausn. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfm eru ýmist verðtryggð eða óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er almennt 12 16% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til einstaklinga 782 þúsundum króna, 2-4 manna fjölskyldna 994 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.161 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.341 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 391 þúsund krónur til einstakl- ings, annars mest 195 þúsund. 2-4 manna fjölskylda fær mest 497 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 248 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 580 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 290 þúsund. Láns- tími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóðurákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30 60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150 1000 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5% vöxtum. Lánstími er 1&-42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknað- ir í einu Jagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextimir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tíma- bilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því 10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún getur jafnvel orðið neikvæð. Liggi 1000 krónurnar inni í 6 + 6 mánuði á 10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eft- ir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni 6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru frá 01.04.1986 2,25% á mánuði eða 27% á ári. Vísitölur Lánskjaravísitala í apríl 1986 er 1425 stig en var í mars 1428 stig og í febrúar 1396 og janúar 1364 stig. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 2. ársfjórðungi 1986 er 265 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3924 stig á grunni 100 frá 1975. Húsaleiguvísitala hækkaði um 5% 01.04. en um 10% næst þar áður, frá 01.01. Þessi vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar sem við hana er miðað sérstaklega í samning- um leigusala og leigjenda. VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 21 -30.04. 1986 INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM SJA SfRLISTA ll ll ÍfHiíií lllf If ti innlAn úverðtryggd SPARISJÖÐSBÆKUR Óbundin innstæða 9.0 9.0 8.0 8.5 8.0 9.0 8.5 8.5 8.5 8.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 10,0 10.25 10.0 9.0 8.5 10.0 8.5 9.0 10.0 9.0 6 mán.uppsögn 12.5 12.9 12.5 9.5 10.5 10.0 10,0 12.0 10.0 12 mán.uppsögn 14.0 14.9 14.0 11.0 12.6 12.0 SPARNAÐUR - LANSRÉnURSparað3-5 mán. 13,0 13.0 8.5 10.0 8.0 9.0 10.0 9.0 Sp.6mán.ogm. 13.0 13.0 9.0 11.0 10,0 10.0 TÉKKAREIKNINGAR Avisanareikníngar 6.0 6.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 Hlaupareikningar 4.0 3.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 INNLÁN VERÐTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 6 mán.uppsógn 3.5 3.0 2.5 3.0 3.5 2.5 3.0 3.0 3.0 innlAn gengistryggð GJALOEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 8.0 7.5 6.5 7.0 6.5 7.5 7.0 7.0 6.5 Sterlingspund 11.5 11.5 10.5 11.0 11.5 11.5 11.5 11.5 10.5 Vestur-þýsk mörk 4.5 4.0 3.5 4.0 3.5 4.0 3.5 3.5 3.5 Danskar krónur 8.0 9,5 7.0 8.0 7.0 7.5 7.0 7.0 7.0 útlAn úverðtryggð almennirvIxlar (forvextir) 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 VIÐSKIPTAVÍXLAR 3) (forvextir) kge 19.5 kge 19.5 kge kge kge kee ALMENN SKULDABRÉF 2} 15.5 15.5 15.5 15,5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 VIÐSKIPTASKULDABRÉF3) kge 20.0 kge 20,0 kge kge kge kge HLAUPAREIKNINGAR VflRORAnUR 9.0 9.0 9.0 9.0 7,0 9.0 9.0 9.0 9.0 ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ SKULOABRÉF Að 21/2 ári 4.0 4.0 4.0 4,0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Lengrien21/2ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.U 5.0 5.0 5.0 ÚTLÁNTILFRAMLEIÐSLU sjAneðanmAlsi) 1) Lán til framleiðslu á innanlandsmarkað eru á 15,0% vöxtum. Vegna útflutn- ings, í SDR 8%, í Bandaríkjadollurum 8,25%, í sterlingspundum 11,5%, í vestur- þýskum mörkum 6%. 2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2%, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. 3) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskipta- skuldabréfum, á þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá flestum stærstu sparisjóðunum. Viðskipti______________Viðskipti______________Viðskipti Gnskir aðilar vilja kaupa Rangá og SeHbss - verð á kaupskipum hefur lækkað Grískir aðilar hafa verið hér á landi að undanfömu til að skoða skipin Rangá og Selfoss. Viðræður um sölu á skipunum eru nú í gangi á milli Grikkjanna og Eimskipafélagsins sem á skipin. Bæði þessi skip vom áður í eigu Haískips. Að sögn Eimskips- manna mun fljótlega fást úr því skorið hvort af kaupunum verður. Ekki fékkst gefið upp hvaða verð er boðið i skipin en samkvæmt upplýsingum DV em 20 milljónir króna ekki óraun- hæft verð fyrir skip eins og Rangá. Lágt verð á kaupskipum Verð á kaupskipum heíúr lækkað mikið á undanfömum árum. Að sögn Þorkels Sigurlaugssonar hjá Eimskip hefur eftirspumin minnkað og verð almennt lækkað. Til saman- burðar má nefna að þegar Rangá var keypt kostaði hún yfir 100 milljónir króna á núgildandi verðlagi. Skipið hefur auð- vitað elst í millitíðinni. Það er orðið 15 ára og komið yfir léttasta skeiðið. Nýlegt skip, 150-200 gáma stórt, sem er hagkvæm stærð í millilandasigling- um, kostar í dag á bilinu 100-150 núlljónir. Slík skip fást ekki hérlendis og er þau helst að fá í Þýskalandi eða Danmörku en í báðum þessum löndum hefúr mikið verið smíðað af skipum í þeim stærðarflokkum sem henta hér- lendis. Fá skip til sölu Það virðist ekki vera mikið upp úr þvi að hafa að reka skipasölu um þess- ar mundir og lítið var um skip á skrá hjá þeim fasteignasölum sem DV hafði samband við. Það eru þó engar smá- upphæðir sem um er að tefla í skipa- viðskiptum og skipta sölulaunin oft hundruðum þúsunda. Að sögn Skúla Ólafssonar hjá Eignahöllinni kostar nýlegt fiskiskip eins og Bjami Ólafs- son frá Akranesi ekki undir 150 milljónum króna. Skipið væri því mið- ur ekki til sölu og góð fiskiskip illfáan- leg. Eftirspumin væri svona mikil eftir fiskiskipum vegna þess að ekki fengist leyfi til að flytja þau inn og alltof dýrt að láta smíða þau hér á landi. Ekki sagðist Skúli hafa nein kaupskip á skrá en sagðist geta útvegað slík skip erlendis frá með stuttum fyrirvara. -EH Hafskip skuldaði viöskiptabanka sínum 808,5 milljónir króna: Útvegsbankinn tapar 412 milljónum Samkvæmt athugun bankaeftirlits- ins stóðu skuldir Hafskips hf. við Útvegsbankann í 808,5 milljónum króna í janúar. Mat eftirlitsins var þá það að bankinn myndi tapa 412 millj- ónum á þessu eina fyrirtæki, sem nú er til gjaldþrotaskipta. Ekki er víst að þetta sé endanleg tala. Frestur til þess að lýsa kröfum í þrotabú Hafskips rennur út 15. maí. Fyrsti skiptafundur verður 20. júní. Þá er búist við að skýrist ýmis vaf'aat- riði í málefnum búsins. í upplýsingum viðskiptaráðuneytis ins um þetta mál kemur fram að heildarskuldbindingar Hafekips í Út- vegsbankanum hafi numið 8,4% af útlánum, endurlánuðu erlendu lánsfé og ábyrgðum bankans þann 5. desemb- er. Það var daginn áður en fyrirtækið var lýst gjaldþrota. í lok ársins 1985 var eigið fé Útvegs- bankans 115 milljónir króna. Hins vegar liggur ekki fyrir hvert endurmat þess sé nú. En af samanburði við vænt- anlegt tap vegna Hafekipsviðskip- tanna má búast við að ríkissjóður verði að rétta Útvegsbankanum hnefa af seðlum. í þeirri mynd eru einnig breytingar á bankakerfinu og þar með sameining Útvegsbankans og ein- hverrar eða einhverra annarra bankastofnana. HERB Fasteignaverð lækkaði um 20% Fasteignaverð lækkaði um 20,6% frá lokum ársins 1984 til loka ársins 1985 miðað við fast verðlag. Á sama tíma- bili lækkaði útborgunarhlutfallið lítils háttar og hlutur verðtryggðra lána lækkaði. Þetta kemur fram í frétt frá Fasteignamati ríkisins. Fasteignaverð í krónutölu mælt hækkaði hins vegar aðeins um tæplega 10% á milli áranna. Vísitala byggingarkostnaðar og lán- skjaravísitala hækkuðu á sama tímabili um 38 til 39%. Söluverð íbúða í fjölbýlishúsum í Reykjavík breyttist lítið á fjórða árs- fjórðungi 1985. Helst virðast litlar íbúðir hafa hækkað. íbúðaverð reikn- að á föstu verðlagi var í árslok hið lægsta frá því í janúar 1984. Hver fermetri í eins til tveggja her- bergja íbúðunum er hlutfallslega dýrastur. Meðalsöluverð á 55 fermetr- um í október til desember 1985 var 1540 þúsund og útborgunarhlutfallið 72%. Söluverð á hvem fermetra er því um 29.000 krónur. Þriggja herbergja íbúðir, að meðalstærð 75 fermetrar, kostuðu 1800 þúsund, fjögurra her- bergja 100 fermetra íbúðir 2240 þúsund og íbúðir stærri en 120 fermetrar 2540 þúsund. Hæsta útborgunarhlutfallið var á fjögurra herbergja íbúðum eða tæp 75% en það lægsta á þriggja her- bergja íbúðunum, tæplega 70%. -EH K Þróun á fasteignaverði á föstu verð- lagi. Söluverðið var sett 100 stig 1. janúar 1984.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.