Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Blaðsíða 30
30 DV. MÁNUDAGUR 28.APRÍL 1986. Efstu fimm í fjórum gangtegundum í unglingaflokki, Hörður Á. Haraldsson t.v., Heiðar Eiríks- Efstu knapar í töltkeppni í bamaflokki. F.v. Hjömý Snorradóttir, Róbert Petersen, Gísli Geir Gylfa- son, Ama Kristjánsdóttir, ívar Þórisson og Bjami Sigurðsson. son, Hákon Pétursson og Þorvaldur Þorvaldsson. DV myndir EJ. Gömlujaxlamir í verðlaunasætum * íþróttadeild hestamannafélagsins Fáks hefur verið mjög virk í vor.Þegar hafa verið haldin þrjú mót á hennar vegum og einnig hefur deildin gefið út blaðið Póstfax sem er blað í léttum dúr, ætlað að mestu leyti íyrir hest- húsasvæði Fáks. Um síðustu helgi hélt íþróttadeildin opið íþróttamót. Þátttakendur voru fjölmargir frá hin- um ýmsu félögum á höfuðborgarsvæð- inu. Margir nýir hestar komu þar fram en knapamir voru flestir þeir sömu og vant er. Sigurvegaramir vom ekki feimnir við verðlaunaafhendingu enda flestir vanir að taka við verðlaunum. Forkeppni fór fram að mestu á laugar- deginum en úrslit á sunnudeginum. Börn Endumýjun er ávallt mest í bama- flokki. Nýir knapar koma fram og gera garðinn frægan. Bamaflokkur nær yfir knapa 12 ára og yngri en eft- ir það færast bömin í unglingaflokk. Þau atriði sem bömin gera með hesta sína em örlítið frábmgðin því sem knapar í öðrum flokkum gera. Til dæmis verða þau að ríða tvisvar sinn- um hraðaprógrammið í töltkeppninni. Ég hélt nú satt að segja að það væri erfiðara að eiga við hraðabreytingam- ar heldur en að láta klárinn gösla á yfirferðartölti.Mér hefúr sýnst ýmsir fullorðnir eiga fullt í fangi með hraða- breytingamar þannig að það kemur spánskt fyrir sjónir að bömin skuli þurfa að eiga við þær tvisvar sinnum. Að þessu sinni sigraði í töltkeppninni Hjörný Snorradóttir á Kasmír. Róbert Petersen varð annar á Þorra, Gísli Geir Gylfason þriðji á Skáta, Hákon Pétursson fjórði á Tvisti og Þorvaldur Þorvaldsson fimmti á Flugu. í fjómm gangtegundum í bamaflokki sigraði Hákon Pétursson á Tvisti, Gísli Geir Gylfason varð annar á Skáta, Róbert Petersen þriðji á Þorra, Sigurður Matthíasson fjórði á Dótlu og Elín Sveinsdóttir fimmta á Feng. Róbert Petersen varð stigahæstur knapa í bamaflokki og hann sigraði einnig í íslenskri tvíkeppni. Unglingar Það em oft glettilega góðir reið- menn í unglingaflokki. Það hefur sést á þvi að þegar unglingamir koma upp í flokk fullorðinna hafa þeir reynst drjúgir við verðlaunasöfn- un. í töltkeppni unglinga sigraði Hörður Á. Haraldsson á Háfi, Heiðar Eiríksson varð annar á Von, Bjami Sigurðsson þriðji á Ljósfara, Ásgeir Ásgeirsson fjórði á Seifi og ívar Þóris- son fimmti á Gáska. í fjórum gangteg- undum sigraði Hörður Á. Haraldsson einnig á Háfi. Heiðar Eiríksson varð annar á Von, Ama Kristjánsdóttir þriðja á Gimsteini, ívar Þórisson fjórði á Gáska og Bjami Sigurðsson fimmti á Ljósfara. Hörður Á. Haraldsson var mjög sigursæll í þessum flokki því auk þess að sigra í töltkeppninni og í fjór- um gangtegundum varð hann stiga- hæstur knapa og vann íslenska tvíkeppni. Fullorðnir Tæplega fjömtíu knapar vom skráð- ir til leiks í töltkeppni fullorðinna og annað eins í fjórar gangtegundir. Keppnin gekk vel fyrir sig en nokkuð erfiðlega gekk að koma keppninni af stað. Það virðist vera vandamál á hverju hestamóti. Ætti þó ekki að þurfa að vera slíkt vandamál sem það er ef stjómendur væm nógu röggsam- ir. Helstu úrslit urðu þau að í hlýðni- keppninni sigraði Sigurbjöm Bárðar- son á Gára, Erling Sigurðsson varð annar á Hannibal, Hanni Heiler þriðja á Bonnu, Ragnar Petersen fjórði á Stelk og Gylfi Geirsson fimmti á Vindli. í fjómm gangtegundum sigraði Sigurbjöm Bárðarson á Gára, Georg Kristjánsson varð annar á Herði, Gunnar Amarson þriðji á Ljósfara, Orri Snorrason fjórði á Kórali og Sig- urður Ævarsson fimmti á Yl. Keppnin í úrslitum í töltkeppninni var æsi- spennandi. Orri Snorrason kom inn sem efsti maður með Kóral en varð fyrir því óláni að tvær skeifui hrutu af fótum Kórals og varð Orri þá að hlífa hestinum og lentu þeir í þriðja sæti. Sigurbjöm Bárðarson vann tölt keppnina á Gára, Georg Kristjánsson varð annar á Herði, Orri þriðji, Sig- urður Ævarsson fjórði á Y1 og Gunnar Amarson fimmti á Ljósfara. í fimm gangtegundum blönduðu tvær stúlkur sér í baráttuna. Tómas Ragnarsson sigraði á Berki, en Hanni Heiler á Bonnu og Rúna Einarsdóttir á Þokka urðu í öðm og þriðja sæti og muna elstu bændur ekki eftir að konur hafi orðið jafnframariega í fimm gangteg- undum. Eriing Sigurðsson varð fjórði á Þrym og Hreggviður Eyvindsson fimmti á Sleipni. Erling Sigurðsson varð stigahæstur knapa og sigraði hann. einnig í skeiðtvíkeppni. Orri Snorrason sigraði í íslenskri tví- keppni. Mótið fór vel fram að mestu leyti. Veðrið var gott en stundataflan stóðst ekki alveg. Yfirleitt byrja mót ekki fyrr en tuttugu mínútum til hálftima of seint og þegar keppnisgreinar og knapar em margir má ekkert út af bregða. Annars standa mótin yfir fram á kvöld og áhorfendur nenna ekki að hanga yfir mótunum. Nú fór keppnin fram á hinum nýja keppnisvelli Fáks sem var gerður fyrir fjórðungsmótið sem haldið var í fyrrasumar. Áhorf- endur geta setið í bílum sínum og horft á mótið og er það vel. EJ. ÚTBOÐ - PRENTUN Námsgagnastofnun óskar eftir tilboði í prentun og heftingu æfingabóka í skrift. Um er að ræða sex hefti, 32 bls. hvert, í 10.000 ein- taka upplagi og eitt hefti i 5.000 eintaka upplagi, samtals 65.000 eintök. Tilboðum skal skila fyrir kl. 11 f.h. fimmtudaginn 15. maí nk. á skrifstofu vora að Tjarnargötu 10 í Reykja- vík, þar sem þau verða þá opnuð. Útboðsgögn og nánari upplýsingar veitir Bogi Ind- riðason, deildarstjóri útgáfudeildar. NÁMSGAGNASTOFNUN Tjarnargötu 10, Reykjavik. Sími 28088. AUGLÝSING FRÁ ÚRELDINGARSJÓÐI I nýsamþykktum lögum á Alþingi um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun sjávarútvegsins er ákveðið að starf- semi Úreldingarsjóðs fiskiskipa Ijúki 14. maí 1986. Stjórn sjóðsins hefur því ákveðið að auglýsa eftir umsóknum úr sjóðnum. Umsóknarfrestur er til 8. maí 1986. Stjórn sjóðsins mun fyrir 14. maí 1986 taka ákvörðun um styrkveitingar á grundvelli þeirra reglna sem nú gilda um sjóðinn og þeirra umsókna sem berast til stjórnar sjóðsins fyrir 8. maí 1986. Það skip sem hlýtur styrk til úreldingar, skal fyrir 20. júlí 1986 tekið varanlega úr rekstri samkvæmt reglum sjóðsins. Með umsókn skal fylgja veðbókarvottorð, ársreikning- ur seinasta árs og yfirlit yfir skuldastöðu. Umsóknir um styrki úr sjóðnum skal senda Sam- ábyrgð íslandá á fiskiskipum, Lágmúla 9,108 Reykja- vík. Úreldingarsjóður fiskiskipa. Tómas Ragnarsson rennir Berki á skeið í fimm gangtegundum. Orri Snorrason með skeifumar tvær sem hrutu af hófum Kórals sem horfir sorgmæddur á. Hjömý Snorradóttir og Kasmír í léttri töltsveiflu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.