Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Side 6
6 DV. LAUGARDAGUR 31.MAÍ 1986. Peningamarkaður Utlönd Utlönd Utlönd Allt á huldu með leiðtogafund stórveldanna Bandaríkjamenn segja að allt sé óbreytt með tyrirhugaðan leiðtogafund, en Sovétmenn eru tvístígandi. Það fór þó vel á með þjóðarleiðtogunum tveimur, er þeir hittust i Genf í nóvember. Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað inn- stæður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70-74 ára með 6 mánaða fyrirvara og 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarnir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn- vextir eru 15% og ársávöxtun 15%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 10% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði án úttektar upp í 16%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 13,64% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,6% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,75% í svoncfnda vaxtaleið- réttingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 14,5% nafnvöxtum og 15% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún hetri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 10,5‘X. nafnvöxtum og 10,8‘X. ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5% vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvem mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir .30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun eða ávöxtun 6ja mánaöa verðtryggðs reiknings revnist hún betri. Af hverri úttckt dragast 0.7'X, í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 100 ára afmælisreikningur er verðryggð- ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25% og breytast ekki á meðan reikningurinn verð- ur í gildi. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, (yrst 8%. eftir 2 mánuði 8,25%, 3 mánuði 8.50'X„ 4 mánuði 9'%„ 5 mánuði 9,5% og eftir 6 mánuði 12%, eftir 12 mánuði 12.5‘X» og eftir 18 niánuöi 13%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verötryggöum reikningum gildir hún um hávaxtareikninginn. 18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir og verötryggöir og gefa 7.5 og 8% vexti. Utvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggöra reikninga í bankanum. nú 12.4%, eöa ávöxcun 3ja mán- aöa verötryggös reiknings með 1% nafnvöxt- um sé hún betri. Samanburður er gerður mánaöarlega en vextir færöir í árslok. Sé tekiö út af reikningnum gilda almennir spari- sjóösvextir. 8'X„ þann mánuö. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. I>á ársfjóröunga sem innstæða er óhrevfö eöa aöeins hefur verið tekið út einu sinni eru reiknaöir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaöhvort 12.9‘X, eöa einsogá verðtryggðum 6 márnaöa reikningum meö 3% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæö reiknast almennir spari- sjóösvextir. 8.5‘X„ og eins á alla innstæðuna innan þcss ársfjóröungs þegar tekið hefur veriö út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé þaö óhreyft næsta heila ársfjóröung. Vextir færast fjórum sinnum á ári og leggjast viö höfuöstól. I>eir eru alltaf lausir til útborgunar. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- trvggöur og meö ávöxtun 6 mánaöa reikninga meö 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaöa er geröur samanburöur á ávöxtun meö svokölluöum trompvöxtum, 12,5%. með 13% ársávöxtun. Miðaö er viö lægstu inn- stæðu í hverjum ásfjóröungi. Reynist tromj)- vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyföar innstæður inn- an mánaöar bera Irompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða. annars almenna spari- sjóösvexti. 8‘X,. Vextir færast misscrislega. 12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vél- stjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði, óverðtryggða en á 15.5% nafnvöxtum. I>eir eru færöir einu sinni á ári og ársávöxtun er því einnig 15,5%. 18 mánaða reikningar 5 sparisjóða eru með innstæðu bundna óvcrðtryggða í 18 mánuði en á 14,5% nafnvöxtum og 15.2% ársávöxtun. Sparisjóðimir í Keflavík. Hafn- arfirði, Kópavogi, Borgamesi og Sparisjóður Reykjavíkur bjóða þessa reikninga. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um. hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem eru 50 þúsund að nafnverði. Þau eru: Heföbundin, til mest 14 ára. Með þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, fjög- urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur, vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14 ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert. Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð- stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til- tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%. Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í einu lagi við innlausn. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfín eru ýmist verðtryggð eða óverð- tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er al- mennt 12 16% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til einstaklinga 782 þúsundum króna, 2 4 manna fjölskyldna 994 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.161 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.341 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 391 þúsund krónur til einstaklings, annars mest 195 þúsund. 2 4 manna fjölskylda fær mest 497 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 248 þúsund. 5 manna fjölskylda eða stærri fær mest 580 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 290 þúsund. Lánstími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða ‘Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að láns- rétti er 30 60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150 1000 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5% vöxtum. Lánstími er 15. 42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextimir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tímabilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því 10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verð- bólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún getur jafnvel orðið neikvæð. Liggi 1000 krónurnar inni í 6 + 6 mánuði á 10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eftir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni 6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir em frá 01.04.1986 2,25% á mánuði eða 27% á ári. Vísitölur Lánskjaravísitala í apríl 1986 er 1425 stig en var í mars 1428 stig og í febrúar 1396 og janúar 1364 stig. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 2. ársfjórðungi 1986 er 265 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3924 stig á grunni 100 frá 1975. Húsaleiguvisitala hækkaði um 5% 01.04. en um 10% næst þar áður, frá 01.01. Þessi vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar sem við hana er miðað sérstaklega í samning- um leigusala og leigjenda. Embættismerm í Hvíta húsinu ví- suðu í gær á bug staðhæfingu sovésks blaðamanns um að líkur séu litlar á að liðtogafúndur stórveldanna verði haldinn á þessu ári. Segja þeir að reiknað sé með því að fúndur verði haldinn. „Við reiknum fastlega með því að fundur verði haldinn í Bandaríkjunum á þessu ári og að honum verði fylgt eftir með fundi í Moskvu, og vinnum samkvæmt því, sagði talsmaður Hvíta Hússins. Hann sagði, að samkomulag þeirra Reagans og Gorbachevs frá þvi í Genf í haust, væri í fúllu gildi Talsmaðurinn sagði jafnframt, að bandaríkjastjóm hefði ekkert heyrt frá Kremlarherrum um nánari dag- setningu á fundinum. Þessar athugasemdir voru svar við yfirlýsingu sovésks embættismanns í Vestur-Þýskalandi í gær, að leiðtoga- fúndur væri ólíklegur væri ólíklegur nema Bandaríkin breyttu afetöðu sinni gagnvart austur-vestur sam- skiptum og afvopnunarmálum. Valentin Falin, yfirmaður Novosti fréttastofunnar, sagði blaðamönnum á blaðamannafundi, að Sovétmenn hefðu aðeins áhuga á leiðtogafundi, ef hann leiddi af sér raunhæfan árang- ur, en bandaríkjastjórn hefði sýnt að hún hefði ekki áhuga á að ná sam- komulagi um stóm málin. „Ef Bandaríkjamenn breyta ekki af- stöðu sinni er ég ekki viss um að það komi til leiðtogafundar á þessu ári“, sagði hann. Falin sakaði Bandaríkin um að reyna að leggja stein í götu sáttaum- leitana milli stórveldana, og að þau hefðu ekki staðið við samkomulagið frá því í nóvember, að báðir aðilar Danska þingið samþykkti í gær með 76 atkvæðum gegn 5 að setja við- skiptabann á Suður-Afríku vegna kynþáttaaðskilnaðarstefriu suður-afrí- skra stjómvalda. Sextíu og þrír þingmenn sátu hjá. Lögin, sem taka gildi 15. júní, vom studd af vinstri flokkunum, sem em í stjómarandsstöðu. Ríkisstjómar- Bræður í 10 ára Tveir bræður vom í gær dæmdir í 10 ára fangelsi hvor fyrir hlutdeild þeirra í hneykslismáli sem skók aust- urríska víniðnaðinn á síðasta ári. Héraðsdómari í Krems í Austurríki dæmdi þá bræður, Richard Grill, 54 ára, og Josef Grill, 57 ára, seka um stórkostlegt viðskiptasvindl. skyldu forðast að skapa ný vandamál í samskiptum stórveldanna. Sovétríkin aflýstu í síðasta mánuði fundi Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Shevaidnadze, ut- anríkisráherra Sovétríkjanna, sem átti flokkamir fjórir, sem em í minnihluta, sátu hjá. Poul Schlúter forsætisráðherra sagðist vera alfarið andvígur kyn- þáttaaðskilnaðarstefnunni og bætti við: „Það er ekki Suður-Afríka sem einangrast með þessum lögum, heldur Danmörk". dæmdir fangelsi Efnafræðingur, sem vann fyrir þá, var dæmdur í 5 ára fangelsi og birgða- vörður þeirra hlaut tveggja ára skil- orðsbundinn dóm. Þeir höfðu allir verið ákærðir fyrir að blanda frostlegi út í 6 milljón lítra af víni til að gera það sætara. Frostlög- ur getur valdið lifrar- og heilaskaða. að vera til undirbúnings leiðtogafúnd- ar, til að mótmæla loftárásum Banda- rfkjanna á Líbýu. Ekki hefúr verið neitt ákveðið um það hvenær þessi fúndur verður aftur settur á dagskrá. Heimtaði umgengn- isrétt við píanó Hjón nokkur í Kalifomiu, sem deilt hafa um forræði yfir tveimur flyglum, hafa komist að farsælu samkomulagi. Hvort þeirra fær einn flygil og spila þau hér eftir einleik í stað þess að leika tvíhent. Newton Friedman, 46 ára, sem staðið hefur í skilnaði við konuna sína, Carol, sem er 60 ára, fór frarn á það við dómstóla, að honum yrði dæmdur umgengnisréttur við tvo flygla, Steinway og Bösendorfer, sem hann átti, eftir að hann fór að heiman og fiutti inn á hótel. Eiginkona hans mótmælti beiðni hans, og hélt því fram að þetta myndi trufla friðhelgi heimilis hennar. „Samkvæmt nýja samkomulag- inu geta þau bæði leikiö tónlist,“ sagði lögfræðingur eiginmannsins. „Hér er um skipt forræði að ræða,“ sagði lögfræðingur frúar- innar, og bætti við, „Hugsið ykkur bara hvemig það væri að koma heim með fulla poka af matvörum úr búðinni og þurfa að horfa á eig- inmann ykkar spila á píanó í nokkra klukkutíma.“ VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 21.-31.05 1986 INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM SJA SÉRLISTA il i! íi ii li liliiilfií INNLÁN ÓVERÐTRYGGÐ SPARISJ0OSBÆKUR Óbundin innstæða 9.0 9.0 8.0 8.5 8.0 9.0 8.5 8.5 8.5 8.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mán uppsogn 10,0 10.25 10.0 9.0 8.5 10.0 8.5 9.0 10.0 9.0 6 mán.uppsogn 12.5 12.9 12.5 9.5 11.0 10.0 10.0 12.0 10,0 12 mán.uppsogn 14,0 14.9 14.0 11.0 12.6 12.0 SPARNAÐUR- LANSRÉTTURSparað J-5mán. 13.0 13.0 8.5 10.0 8.0 9.0 10.0 9.0 Sp 6 mán og m 13.0 13.0 9.0 11.0 10.0 10,0 TÉKKAREIKNINGAR Avisanareikningar Hlaupareikningar 6.0 4.0 6.0 3.0 2.5 2.5 3.0 3.0 4.0 4.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 3.0 3.0 3.0 INNLÁN VERÐTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1,0 1.0 1.0 6 mán.uppsogn 3.5 3.0 2.5 2.5 3.5 2.5 3.0 3.0 3.0 INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 7.0 7.5 6.0 6.0 6.0 6.5 6.25 6.5 6.25 Sterlingspund Vestur-þýsk mörk Danskar krónur 11.5 4.0 7.5 10.5 4.0 7.5 9.5 3.5 7.0 9.0 3.5 7.0 9.5 3.5 7.0 10.5 3.5 7.5 10,5 3.5 7.0 11.5 9.5 3.5 3.5 7.0 7.0 IITLÁN ÓVERÐTRYGGÐ ALMENNIR VlXLAR (forvextir) 15.25 15.25 15.25 15.25 15 25 15.25 15.25 15.25 15,25 VIÐSKIPTAVIXLAR3) (forvextir) kge 19.5 kge 19.5 kge k9« k|Je kjt AlMENNSKULDABRÉF2) 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15,5 15.5 15.5 15.5 VIÐSKIPTASKULDABRÉF 3) kge 20,0 kge 20,0 kge kge kge kge HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRATTUR 9.0 9.0 5.0 9.0 7.0 9.0 9.0 9.0 9.0 ÚTLÁNVERÐTRYGGD SKULOABRÉF Að 21/2 árí 4.0 4,0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Lcngri en 2 1/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 ÚTLÁN TIL FRAMLEIÐSLU SJÁNEÐANMÁLSl) 1) Lán til framleiðslu á innanlandsmarkað eru á 15,0% vöxtum. Vegna útfiutn- ings, í SDR 8%, í Bandaríkjadollurum 8,5%, í sterlingspundum 11,75%, í vestur- þýskum mörkum 6,25%. 2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2%, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. 3)Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, á þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig bjá flestum stærstu sparisjóðunum. Danir setja stopp á Suður-Afríku Austumska vínhneyksliö:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.