Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Blaðsíða 44
Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 31. MAÍ 1986. Riffilkúla - í höfuð á dreng Það lá við að stórslys yrði í Akra- hreppi í Skagafjarðarsýslu á fímmtu- dagskvöldið. Tveir ungir drengir voru þá að handleika skotvopn. Riffdkúla fór í höfuðið á öðrum drengnum, und- ir skinn og út aftur, án þess að skaða hann alvarlega. Drengurinn var fluttur á sjúkrahús- ið á Sauðárkróki þar sem hann var lagður inn til rannsóknar. Læknar sögðu að það hefði ekki munað miklu illa hefði farið. -SOS Tónleikum aflýst: Burchuladze fær ekki . vegabréfs- áritun Tónleikum rússneska bassans Paata Burchuladze á Listahátið 6. júní hefur verið aflýst. Rússneski bassinn fær ekki vegabréfsáritun hingað til lands. „Umboðsmaður hans tjáði mér að Burchuladze hefði 10 sinnum sótt um vegabréfsáritun en alltaf fengið neit- un,“ sagði Jean-Pierre Jacquillat, aðalstjómandi Sinfóníuhljómsveitar Islands, í samtali við DV. „Það verður því ekkert af tónleikunum en við erum að reyna að fá búlgarskan söngvara í hans stað. Óvíst er hvort það tekst.“ Engin skýring hefur fengist á þess- ari afstöðu sovéskra stjómvalda til Burchuladze og Listahátíðar. Sovéski bassinn hefúr að undanfömu dvalið í Vínarborg við upptöku á hljómplötu og umsókn hans um vegabréfsáritun hingað til lands verið hafnað í sovéska sendiráðinu þar í borg. -EIR LOKI Þá vita Hafnfirðingar hvar sturta skal ruslinu! Lögfræðingur meðal kærðra í erfðaskrármáli: Mætti með tvö Ijúg- vitni að erfðaskrá - skrífuðu undir erfðaskráwottorð að manni látnum Ákæra hefur verið borin fram í Bæjarþingi Hafnarfjarðar á hendur Qórum mönnum vegna rangs fram- burðar fyrir rétti í erfðaskrármáli. Einn mannanna er lögfræðingur, annar skjólstæðingur hans og hinir tveir báru ljúgvitni, sögðust hafa orðið vitni að því að maður, sem er látinn, hafi munnlega gefið eigur sínar. Þeir skrifuðu síðan undir erfðaskrárvottorð eftir að maðurinn var látinn. Við yfirheyrslur viðurkenndu mennimir tveir að hafa farið með rangan framburð fyrir rétti fyrir til- mæli arfþega. Voru aldrei vitni að því þegar erfðaskráin var gerð. Grunur leikur á að lögmaðurinn hafi vitað að vitnin bám rangan framburð fyrir rétti. Lögmaðurinn hefur neitað að hafa vitað að skjól- stæðingur hans bar ljúgvitni. Þetta mál hefur verið í rannsókn að undanfömu og við þá rannsókn hefúr ekkert komið fram sem bendir til að um fölsun á undirskrift hins látna hafi verið um að ræða. -sos „Þetta eru glæsilegustu sorphaugar sem ég hef séð,“ sagði Þorgeir Ástvaldsson, forstöðumaður rásar 2. „Eg hygg að skiltið hafi borist með hafnfirskum stjórnmálamönnum sem komu hingað til að flytja mál sitt í svæðisútvarpinu. Ekki er þó ráðgert að skiltið standi um aldur og ævi.“ Sem betur fer hafa sorphreinsunarmenn úr Hafnarfirði ekki enn komið auga á skiltið og því ber nýja útvarps- húsið enn við himin. Að öðrum kosti hefði það horfið á nokkrum dögum - á kaf í hafnfirskt drasl. -EIR DV-mynd PK Veðrið á morgun: skúrir Nú er lægð vestur af landinu sem þokast austur. Hægur vindur leikur þvi um landið á morgun, gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands en þurrt verður á austanverðu landinu. Þar ætti jafnframt að sjást til sólar. Hiti verður á bilinu 8-14 stig. Hallvarð- ur í sæti Þórðar? Nokkur háæruverðug embætti eru nú laus til umsóknar, þar á meðal embætti póst- og símamálastjóra, eitt sæti hæstaréttardómara og embætti ríkissaksóknara. Þar hættir Þórður Bjömsson. Margir eru nefndir sem hugsanlegir umsækjendur um ríkis- saksóknarastarfið. Þeirra á meðal Bragi Steinarsson saksóknari og Hall- varður Einvarðsson rannsóknarlög- reglustjóri. Talið er að Hallvarður hafi góðan byr i þetta embætti, bæði vegna núver- andi stöðu sinnar og tengsla við flokk dómsmálaráðherra, Framsóknar- flokkinn. f samtali við DV sagði Hallvarður að það yrði að koma i ljós að loknum umsóknarff esti hvort hann sækti um ríkissaksóknaraembættið. Af svarinu má draga þá ályktun að hann sé því ekki afhuga. HERB Amarflug: Gerir samning við franskt flugfélag um farþegaflug Amarflug undirritaði samning við franska flugfélagið Minerve í fyrradag í París um að Amarflug sjái um far- þegaflutninga fyrir félagið frá París og Marseille til ýmissa borga í Suður- Evrópu og Kanada. „Þetta er mjög hagstæður samning- ur sem kom mjög snöggt upp á borðið hjá okkur. Samningurinn mun standa í fjórar til fimm vikur og möguleiki á að hann standi yfir í sex vikur,“ sagði Goði Sveinsson hjá Amarflugi, sem undirritaði samninginn í París í gær. Amarflug byijar farþegaflugið í dag. DC 861 flugvél félagsins er á leið til Parísar. Tvær áhafnir Amarflugs verða notaðar að meðaltali í þetta leiguflug. Þess má geta að Minerve er eitt stærsta flugfélag Frakklands. „Þessi samningur kemur okkur mjög vel,“ sagði Goði. -SOS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.