Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Blaðsíða 14
14
DV. LAUGARDAGUR 31.MAÍ 1986.
ORKUBÓT
LIKAMSRÆKT
GRENSÁSVEGUR 7*
Sími: 39488
Aerobic 3var í viku, mánud., miðvikud. og föstud.,
hefst 4. júní kl. 18.00 og 20.00. Tækjasalur opinn frá
kl. 11-13 og 16.30-22 virka daga, laugardaga frá kl.
10-17 og sunnudaga frá 13-17. Ljósalampar og gufu-
bað á staðnum.
Upplýsingar og innritun í síma 39488.
fSEYÐISFJARÐAR-
KAUPSTAÐUR
AUGLÝSIR
Grunnskólinn:
Lausar eru stöður íþróttakennara, sérkennara
og handmenntakennara. Upplýsingar gefur
Albert í símum 97-2172 og 97-2365 eða
Þórdís í síma 97-2291.
Tónlistarskólinn:
Tóniistarkennara vantar - helst blásara. Upp-
lýsingar gefur Sigurbjörg í síma 97-2188.
Leikskólinn:
Þar bíða núna 60 börn spennt eftir tveim
fóstrum. Upplýsingar gefur Lilja í símum 97-
2298 eða 97-2350.
Hringið og kynnið ykkur hvað við Seyðfirð-
ingar bjóðum upp á.
Bæjarstjórinn.
Galant GLS árg. 1985
Nissan Sunny Gl árg. 1985
Fiat Regata 100 S árg. 1985
Lada Sport árg. 1985
Mazda 626 GLX árg. 1985
VW GolfGL árg. 1984
Saab 900 GLIárg. 1984
Fiat Uno 45 S árg. 1984
Pajero, stuttur, árg. 1983
Saab 900 Gi árg.1982
DMW 315 318Í árg.1982
Nissan Sunny árg. 1983
Honda Accord EX árg. 1983
Honda Civic árg. 1983
Volvo 240 árg. 1983
Volvo 244 árg. 1982
m/öllu
sem nýr
m/sóllúgu
sem kemst allt
dísil
þýskur gæðingur
fallegur bill
lítill og sætur
disil
sænskt gæðastál
fínirfákar
japönsk lipurð
einn fyrir þig
yndi allra
pottþéttur
stöðutákn
og margt margt fleira.
Vantar bíla á skrá, höfum kaupendur.
Bílasalan Hlið,
Borgartúni 25, neðan við CASA,
s. 12900-17770.
Menning Menning Menning
Matariegir listamenn við opnun sýningarinnar: f.v. Maaretta Jaukkuri (aftan frá), Kristján Guðmundsson, Bjöm Roth,
Dieter Rot og ónefndur finnskur listamaður.
Bein í köldum ofhi
Eða myndlistarveislan sem hvarf
Það er ekki á margra vitorði að
nokkrir íslendingar bjuggu til sér-
kennilega myndlistarsýningu í Svea-
borg í Finnlandi um daginn. Því er
rétt að koma á framfæri frekari upp-
lýsingum um það fyrirtæki. Sýningin
bar nafnið Bein í köldum ofni, þátttak-
endur voru Dieter Rot, nokkrir ís-
lenskir vinir hans, þ.e. Jón Gunnar
Ámason, Rúrí, Kristján Guðmunds-
son, Sólveig Magnúsdóttir og sonur
Dieters, Bjöm Roth.
Ég hitti að máli þá Jón Gunnar og
Bjöm Roth að Korpúlfsstöðum og bað
þá að segja mér allt af létta.
Jón Gunnar: Sko, þetta byrjaði allt
á Biennalinum í Feneyjum 1982. Þá
sýndum við Kristján Guðmundsson
fyrir íslands hönd og Dieter sýndi fyr-
ir hönd Sviss. Með okkur vom Rúrí,
Sólveig Magnúsdóttir og Bjöm var
þama með föður sínum til að setja upp
sýningu hans. Við þekktumst náttúr-
lega og notuðum tækifærið til að
skemmta okkur.
Reyndar skemmtum við okkur svo
vel að við ákváðum að híttast aftur
til að skemmta okkur.
En það dróst, eins og gerist og geng-
ur. Svo fékk Dieter boð frá Sveaborg
um að sýna þar og velja með sér
nokkra íslenska listamenn. Þá fannst
honum upplagt að taka upp þráðinn
þar sem ffá var horfið. Feneyjahópur-
inn afréð að hittast nokkrum sinnum,
til að borða, drekka og skemmta sér.
Hvem fund átti að taka upp á mynd-
band og síðan átti að sýna mynd-
böndin stanslaust í Sveaborg.
Þrjátíu klukkustundir af matar-
veislum
Bjöm Roth: Maaretta Jaukkuri frá
Sveaborg hafði nefnilega lýst yfir
áhuga á að fá myndbandasýningu,
fremur en „venjulega" listsýningu.
„Við fórum svo í gang með þetta,
hittumst, borðuðum og drukkum og
tókum upp rúmlega þijátíu klukku-
stundir aff svona efhi.
Svo fórum við að fá bakþanka út af
þessu. Maaretta hefði kannski fengið
skömm í hattinn, ef við hefðum farið
að troða upp með eintóm myndbönd,
það hefði verið of framúrstefhulegt
fyrir Finna (hlær dátt).
Við komum okkur saman um mála-
miðlun, við mundum öll sýna eigin
myndverk, en síðan ætluðum við að
opna sýninguna með matarveislu, sem
við tækjum upp á myndband.
Myndbandið var svo hægt að sýna
í tengslum við sýninguna.
Jón Gunnar: Við Dieter og Kristján
vorum þama með sömu verk og á Bi-
ennalinum, en Rúrí, Bjöm og Sólveig
sýndu nýleg verk. Sólveig, kona
Kristjáns, hafði held ég ekki fengist
Myndlist
AÐALSTEINN
INGÓLFSSON
við myndlist áður, en það var allt í
fína lagi.
Nú, svo var bara skeiðað til Hels-
inki. Við vorum með helling af íslensk-
um mat með okkur til að borða við
opnunina, og þar sem tollurinn var í
verkfalli var þetta ekkert mál, ma’r.
Alfriðaðir salir
Bjöm Roth: Það gekk svo tiltölulega
vel að koma öllum þessum ólíku verk-
um upp. Þeir Sveaborgarar voru mjög
hjálpsamir. Til dæmis vantaði Kristján
tvenns konar möl í eitt verk, og þá
var bara gerður út leiðangur með
ströndum Finnlands til að sækja rétta
gerð af möl fyrir hann.
En salimir í Sveaborg eru erfiðir við
að eiga, það er ekki hægt að gera
mikil sprell þar.
Jón Gunnar: Svo em þeir alfríðaðir,
ma’r, það má ekkert bora þama í veggi
eða negla, þá fá þeir slag. Við létum
okkur nú hafa það að bora og negla,
það var ekki hægt að koma verkum
okkar Rúríar upp öðruvísi. Aumingja
Maaretta stóð bara í næsta herbergi
og nagaði á sér neglumar á meðan.
Bjöm Roth: Gleymdu ekki sýning-
unni utan á sýningarsalnum.
Jón Gunnar: Já, svo hengdum við
allar frummyndir að öllum verkum í
skránni utan á salinn. Þar áttu þær
að veðrast eðlilega og hverfa með tí-
manum.
Bjöm Roth: Opnunin fór mjög vel
fram. Við vorum með íslenskan mat
og átum hann með finnskum gestum,
Verk Dieters Rot á sýningunni. Kvikmyndavélar sýna stöðugt kafla úr lífi lista-
mannsins árið 1982, á veggjum sitt hvorum megin í salnum.