Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Side 11
DV. LAUGARDAGUR 31.MAÍ 1986.
11
ég að kjósa?
sagan segir manni nokkuð um kapp-
ið sem þá var í pólitíkinni og
hörkuna sem skipti fólki í flokka.
Sennilega þættu þeir menn skrítnir
sem tækju upp á slíkum öfgum í dag
en Sigurbjöm var hvorki skrítinn
né öfgafullur. Hann var einfaldlega
trúr sínum flokki, studdi hann og
kaus í gegnum þykkt og þunnt.
Ellert B. Schram
skrífar:
Nú er öldin önnur. Sagt er að átta
þúsund ungir kjósendur gangi að
kjörborðinu í fyrsta skipti í þessum
sveitarstjómarkosningum. Enginn
veit hvað þetta unga fólk kýs og
mér er til efs að það viti það sjálft
fyrr en inn í kjörklefann er komið.
Sumir kjósa sjálfsagt eins og pabbi
og mamma, aðrir af sannfæringu um
það að einn flokkur sé betri en ann-
ar, en langflestir láta kylfu ráða
kasti. En það eru ekki aðeins hinir
ungu sem era óákveðnir. í skoðana-
könnunum hefur hvað eftir annað
komið fram að allt upp í helmingur
aðspurðra vill ýmist ekki svara eða
er ekki búinn að gera upp hug sinn.
Það er þessi stóri hópur kjósenda
sem tekist hefur verið á um. Það er
þessi hópur sem ræður úrslitum
kosninganna.
Hvað breytist?
Flestir geta verið sammála um að
kosningamálin séu fá og smá. Kosn-
. ingastefhuskrár eru fátæklegri en
oftast áður. Vissulega era það ein-
staka mál sem flokkana greinir á
um í skipulagsmálum, atvinnu- og
skólamálum, húsnæðis- og lóðamál-
um og öðram daglegum sveitar-
stjómarmálum. Það er og deilt um
forgangsröð einstakra verkefna. En
i raun og vera snýst þessi kosninga-
barátta í flestum sveitarstjórnum um
menn frekar en málefhi. I mesta lagi
er þetta prófsteinn á stöðu flokkanna
og í því sambandi er það athyglis-
vert hversu mörg framboð hafa
komið fram þar sem listum er teflt
fram í nafhi óháðra borgara. Það
undirstrikar að fólki þyki kannski
nóg um flokkakryt í litlum plássum
þegar bæjarbúar ættu frekar að sam-
einast um hagsmuni byggðarlagsins
án tillits til flokkspólitísks ágrein-
ings. Út í frá spyr maður sjálfan sig
hvaða máli það skipti hvort meiri-
hlutinn á ísafirði, Selfossi eða
Seyðisfirði sé myndaður af Fram-
sóknarflokki, Alþýðuflokki og Sjálf-
stæðisflokki, frekar en Sjálfstæðis-
flokki, Alþýðubandalagi og óháðum.
Breytir það öllu fyrir þá í Ólafsvík
hvort einn eða fleiri fulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins komast í bæjarstjóm
eða stendur allt og fellur á Sauðár-
króki með þvi að Alþýðubandalagið
komi þar að manni eða ekki? Er það
lykilatriði á Akranesi að Alþýðu-
flokkurinn nái tveim mönnum eða
þrem?
Kannski móðga ég nú allt það
ágæta fólk sem hefur metnað til að
ná kjöri en sannleikurinn er samt
sá að þegar til lengdar lætur verða
ekki sjáanlegar breytingar á að-
stöðu, uppbyggingu eða aðdráttar-
afli kaupstaðanna, hvort sem það er
þessi flokkurinn eða hinn sem bætir
við sig manni eða ekki. Því miður.
Undantekningamar era á þeim
stöðum þar sem einn flokkur hefur
hreinan meirihluta. Þar era línumar
skýrari.
Með þessu er ekki sagt að kosning-
ar séu óþarfar. Þvert á móti. Kosn-
ingar skapa aðhald, bæjaryfirvöld
verða að gera grein fyrir störfum
sínum og í kosningum mótast nýjar
hugmyndir og nýjar tillögur um
framtíð byggðarlagsins fæðast.
Kjósa mann, ekki flokk
I Reykjavík er harðast barist, enda
er þar slegist eins og endranær um
það hvort Sjálfstæðisflokkurinn
heldur meirihluta sínum - eða öllu
heldur hvort Davíð verður áfram
borgarstjóri eða ekki. Það var til að
mynda eftirtektarvert þegar DV
spurði nokkra vegfarendur á
fimmtudaginn um úrslit kosning-
anna. Tveir af sex spáðu því að
Davíð mundi sigra - ekki Sjálfstæð-
isflokkurinn - heldur Davíð.
Að undanfömu hefur nokkuð ve-
rið kvartað yfir því að andstæðingar
Sjálfstæðisflokksins beindu spjótum
sínum aðallega að borgarstjóranum
og nánast engu né engum öðrum.
En er það nema von, svo mjög sem
Sjálfstæðisflokkurinn hefur per-
sónugert þessar kosningar í Reykja-
vik? Sem auðvitað er ekki vitlaust
því Davið hefur staðið sig frábærlega
vel sem borgarstjóri og er vinsæll
vel.
Auglýsingin, sem birtist í Morgun-
blaðinu í gær, er kannski besta
dæmið um þá áherslu sem lögð er á
persónu Davíðs í þessum kosningum.
Níu þekktir listamenn, sem flestir
hveijir hafa talist til annarra flokka
en Sjálfstæðisflokksins. lýsa yfir
stuðningi við Davíð. Þeir kjósa
menn en ekki flokka. Þeir kjósa
Davíð.
Þessi sfuðningsvfirlýsing er vera-
legur búhnykkui' - alveg eins og
fjarvera D-listans á DV-fundinum á
mánudaginn var alvarlegar búsifjar.
Mér er engin launung á því að hún
olli mér vonbrigðum. Og svo er um
fleiri. Það var misráðin ákvörðun
sem pirraði marga.
En veraldarvanir menn og sjóaðir
í pólitík láta ekki eitt axarskaft
ragla sig í ríminu. Þess vegna er
mér heldur engin launung á því að
stuðningur minn við D-listann er
afdráttarlaus, af þeirri praktísku og
einföldu ástæðu að undir stjóm Dav-
íðs og hans manna er Reykjavík vel
stjórnað. Allt tal um einræði og ofrí-
ki eins manns er móðursýkislegt og
á ekki heima í lýðræðislandi. Það
fellur um sjálft sig enda þótt alltaf
megi deila um einstaka ákvarðanir.
Enginn er óskeikull.
Á listum minnihlutaflokkanna er
margt gott fólk í framboði. Einkum
rennur mér blóðið til skyldunnar og
ég óska Bryndísi alls góðs og ekki
væri það verra þótt hún næði kjöri,
svo framarlega sem það er ekki á
kostnað meirihlutans og Davíðs!
Hvað um það. í dag lýkur langri
og strangri kosningabaráttu. Von-
andi nýta sem flestir atkvæðisrétt
sinn. Vonandi kjósa allir rétt. Von-
andi verða úrslitin eins og endranær
- að allir hrósa sigri. Líka þeir sem
tapa.
Ellert B Schram
í dag er gengið að kjörborðinu.
Kosningar era alltaf nokkur við-
burður og raunar hátíðarstund. í
gamla daga klæddist fólk sparifötun-
um, pússaði sig upp og greiddi
atkvæði með viðhöfa. Nú til dags
era það færri sem draga fram betri
fötin, en enginn vafi er á því að fólk
tekur kosningar alvarlega og finnur
að þær skipta máli, bæði atkvæðið
og kjósandinn - við sjálf. Það er
ekki svo oft sem það gerist! Inni í
kjörklefanum er maður einn með
sjálfum sér, krossar eins og manni
sýnist. Verst hvað það er fljótgert!
Kosningar eru leynilegar og í því
felst bæði ábyrgð og trúnaður. í at-
kvæðisseðlinum era fólgin mann-
réttindi, mikilvæg mannréttindi, sem
við eigum að meta, virða og nota.
Enginn á okkur í kjörklefanum, eng-
inn veit hvemig við kjósum, enginn
nema samviskan og dómgreindin.
Einmitt í ljósi þessa sjálfstæðis og
þessarar leyndar er það dálítið
kostulegt þegar flokkamir og fjöl-
miðlamir era að reikna fylgið út
fyrirfram, rétt eins og þeir geti geng-
ið að því vísu. Vera má að þeir hafi
fengið lítið eða mikið fylgi í síðustu
kosningum. Verá má að skoðana-
kannanir bendi til að fylgið verði tíu
prósent eða fimmtíu prósent. En þeg-
ar allt kemur til alls standa allir
flokkar á núllpunkti þegar körstaðir
era opnaðir. Það era kjósendumir
sjálfir en ekki flokkarnir eða skoð-
anakannanimar sem krossa á
kjörseðilinn.
Tvísýnt endatafl
Flestir eru sammála um að kosn-
ingabaráttan hafi verið dauf og
frambjóðendur haft sig lítt í frammi.
Langlíklegasta skýringin er auðvit-
að sú að allt fram til þess síðasta
hefur verið talið öraggt hver úrslitin
verði. Að minnsta kosti gildir það
um Reykjavík þar sem skoðana-
kannanir og vinsældir borgarstjór-
ans hafa bent til þess að Sjálfstæðis-
flokkurinn haldi öragglega
meirihluta sínum. Nú allra síðustu
dagana heíúr þetta verið að breyt-
ast. Andstæðingum Sjálfstæðis-
flokksins hefur hlaupið kapp í kinn
og sjálfstæðismenn tvístíga í óvissu.
Úrslif, sem áður vora talin öragg,
era komin í íúllkomna tvísýnu.
Þetta þarf engum að koma á óvart.
í stjómmálum gerast skrítnir hlut-
ir og það er margt sem getur haft
áhrif á atkvæði kjósendanna. í því
liggur leyndardómur almennra
kosninga. Málatilbúnaður, kosn-
ingaloforð, frammistaða einstakra
frambjóðenda, áróður - allt hefur
þetta sitt að segja. Enginn vafi er á
því að kjósendur eru miklum mun
sjálfstæðari og óháðari flokkum og
frambjóðendum en þeir vora fyrir
áratug eða áratugum. Línumar voru
líka miklu skarpari á milli flokka
og stefnumála en þær eru í dag. Það
er ekki langt síðan vel skipulagðir
stjómmálaflokkar gátu merkt upp
kjörskrámar og aflað upplýsinga um
meginþorra kjósenda. Maður þekkti
mann, nágrannar kunnu deili hver
á öðrum, fjölskyldur kusu eins og
kosningasmalar voru á hverju strái
með fortölur eða fögur loforð. Og þá
lágu menn ekki á skoðunum sínum
í pólitíkinni heldur fylgdu flokkum
sínum eins og trúflokkum eða knatt-
spymufélögum.
Með bundið fyrir augun
Hér í blaðinu er spjallað við
nokkra gamalreynda
kosningasmala, menn sem hafa
stjómað sínum maskínum eins og
herforingjar og era jafrivel mikil-
vægari í kosningum heldur en sjálfir
frambjóðendurnir.
Sigurbjöm Þorkelsson í Vísi var
kunnur maður i Reykjavík fyrr á
þessari öld. Hann var mikill kosn-
ingasmali fyrir Sjálfstæðisflokkinn á
sinni tið og þjóðsagan segir að hann
hafi þekkt velflesta samborgara sína,
ekki aðeins með nafúi heldur líka
af útliti og pólitísku litarafti. Sigur-
bjöm segir frá því i endurminningum
sínum að hann hafi haldið upp á tíu
ára brúðkaupsafmæli sitt með því
að fara með fjölskyldunni í bíltúr
austur í sveitir. Þegar nálgaðist
Laugarvatn kom babb í bátinn því
heiðursmaðurinn og sjálístæðismað-
urinn Sigurbjöm neitaði harðlega
að berja augum skólahúsið á staðn-
um en það hafði Jónas frá Hriflu
látið byggja. Jónas og íhaldið elduðu
grátt silfur saman og Sigurbjörn
taldi ekki koma til greina að eyði-
leggja þessa brúðkaups- og sumar-
ferð með því að fara þar um sem
erkióvinurinn hafði látið eitthvað
af sér leiða.
Endirinn varð sá að meðan ekið
var um Laugardalinn og framhjá
Laugarvatni var breidd kápa yfir
höfuð Sigurbjöms, að kröfu hans
sjálfs, þangað til skólabyggingarnar
vora komnar í hvarf!
Sigurbjöm hendir gaman að þess-
ari stífni sinni og skoðanafestu en
Hvaðá