Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Blaðsíða 36
36 DV. LAUGARDAGUR 31.MAÍ 1986. Knattspyrna unglinga - Knattspyrna unglinga - Knattspyrna unglinga 2. flokkur A: Víkingar meistarar - unnu ÍR 11-0 Vikingar urðu Reykjavíkurmeistar- ar i 2. fl. A þegar þeir sigruðu ÍR á Vikingsvelli sl. mánudag, 110. Áður voru Víkingar búnir að sigra í B- liðinu. Vikingar hafa því eignast tvö- falda Reykjavíkurmeistara bæði í 2. og 3. fl. Báðir þessir flokkar eru skip- aðir mjög góðum einstaklingum, eins og úrslitin gefa til kynna. Óhætt er þvi að fullyrða að það séu bjartir timar framundan hjá Víkingi því drengirnir gerðu meira en bara að sigra í Reykjavíkurmótinu, þeir sýndu oftiist skemmtdega knatt- spyrnu og árangursríka. IR-ingar áttu ekkert svar við kröftug- um leik Víkinga í fyrmefndum leik. Mörk Víkinga gerðu þeir Sveinbjörn Jóhannesson, Eiríkur Benónýsson. Björn Einarsson og Gísli Jóhannsson, 2 mörk hver Guðmundur Pétursson, Stef- án Aðalsteinsson og Axel Axelsson, 1 mark hver. - Vegna þrengsla verður mynd af Reykjavíkurmeisturum Víkings í 2. flokki birt síðar. -HH 2. flokkur A: Valsliðið að hressast - sigraði ÍR. 5-0 Fimmtudaginn 22. maí sl. léku Vals- menn gegn ÍR-ingum í 2. fl. A. Leikur- inn fór fram á Valsvelli. Hlíðarenda- strákamir hafa átt fremur erfitt uppdráttar í Reykjavíkurmótinu. - En nú virðist vera að rofa til því þeir sýndu í þessum leik að þeir eru til alls vísir í íslandsmótinu. Sérstaklega var siðari hálfleikur skemmtilegur. Fyrsta mark leiksins kom á 12. mín. Það gerði Þorvaldur Skúlason af Þórður Bogason, framherji i 2. fl. Vals. Reykjavíkurmótið of langt! Væri ekki hyggilegra að hafa Reykjavíkurmót yngri flokka styttra svo að liðin gætu búið sig betur undir íslandsmótið. íslands- mótin eru þegar hafm og Reykja- vikurmótin i fullum gangi. Þvi ekki að breyta keppnisfyrirkomu- lagi Reykjavíkurmóta í riðla- keppni i hveijum flokki og leika síðan til úrslita um sæti, i likingu við hraðmót. Sömuleiðis var alls- endis óþarfi að lengja leiktimann í Reykjavíkurmótinu. -HH stuttu færi með fastri spymu. 10 mín. síðar bætti Þórður Bogason við öðru marki Vals. Fátt markvert gerðist annað í fyrri hálfleik, og í sumum til- vikum var ekki laust við að áhuga og vilja skorti til að framkvæma hlutina. Staðan í hálfleik því 2 0, Val í hag. í síðari hálfleik snerist dæmið við og oft. sást vel útfært spil beggja liða, þó sérstaklega hjá Val. Páll Poulsen kom Val í 3-0 með sér- lega skemmtilegu marki snemma í s.h. skaut yfir markvörð ÍR-inga, Þorleif Óskarsson, sem var helst til of framar- lega. 4. markið gerði Þórður Bogason, skallaði laglega í markið eftir skemmtilegan undirbúning Kristjáns Þórs Kristjánssonar, sem plataði 3 ÍR-inga og gaf fyrir markið. Þórður skoraði einnig 5. markið með góðu skoti undir lokin. Þórður var því með þrennu í þessum leik. Tilkoma þeirra Kristjáns Þ. Kristj- ánssonar, Páls Poulsens og Birgis Össurarsonar styrkir Valsliðið mjög, og áttu þeir allir góðan dag. Einar Páll Tómasson var traustur í vöm- inni, einnig Kristján Karlsson. Jón Þór Andrésson var sterkur á miðjunni og Þórður Bogason ávallt hættulegur uppi við markið. Hjá IR-ingum var Tómas Bjömsson miðjumaður bestur. Þórarinn Guð- jónsson, Gunnar Rúnarsson og Kristj- án Halldórsson sýndu að þeir geta meir ef svo ber undir. Elí Másson lét fremur lítið að sér kveða. Ömgglega eiga bæði þessi lið eftir að bæta sig mikið í íslandsmótinu. Fróðlegt verður að fylgjast með fram- gangi þeirra þar. -HH Móðir og sonur frá Akranesi Myndin er fekin uppi í Mosfellssveit þegar Akureyringar léku gegn Aftureld- ingu i Faxaflóakeppninni 8. maí sl. Halldór Magnússon heitir hinn ungi Skagamaöur og leikur með 6. fl. Með honum á myndinni er móðir hans, Þóranna Halldórsdóttir, en hún segist fylgjast með drengjunum eins og hún mögulega geti því það sé reglulega skemmtileg og góð upplyfting. Halldór stóð sig mjög vel í leiknum eins og góðum Skagamanni sæmir og má örugglega mikils af honum vænta i framtiðinni. Það er reyndar engin furða þótt Akumesingar nái góðum árangri í knattspyrnu með stuð- ningsmenn á borð við Þórönnu. DV-mynd HH (j. jli. n. ÍR—Leiknir 7-1 5. FL. Leiknir og ÍR (A) léku á Fellavelli sl. þriðjudag. ÍR-strák- amir voru í miklum ham og sigruðu, 7-1. 5. fl. ÍR hefur komið mjög á óvart í þessu Reykjavíkur- móti og er eíst að stigum með 11 stig og einn leik eftir gegn Fylki I sem verður á mánudag kl. 19.00 á z Fylkisvelli. Framarar hafa 10 stig • I og eiga eftir leik gegn Val í dag á I - Valsvelli kl. 10.30. Sigri ÍR Fylki - I á mánudag verða þeir Reykjavík- urmeistarar. -HH KR-Valur 6-1 KR og Valur léku í 5. fl. (A) Rvk- mótsins sl. þriðjudag. KR-ingamir Ivom í banastuði að þessu sinni I og sigmðu 6-1. Mörk KR gerðu: " Bjöm Viktorsson 2, Andri Sveins- son, Jón Ó. Sæmundsson, Ottó I Ottósson og Mikael Nikulásson * 1. mark hver. Mark Vals gerði I hinn snaggaralegi Einar Kristj- • ánsson. -HH I ÍR-Valur 3-3 I ÍR og Valur léku 21. maí sl. í 5. Ifl. (A) á ÍR-velli. Valsstrákamir sýndu mjög góðan baráttuvilja, ■ | því um miðbik leiksins vom IR- I ingar með 3ja marka fomstu en I Valsstrákunum tókst að vinna það upp og jöfnuðu undir lok leiksins. Það var vel af sér gert hj á strákun- | um þar sem ÍR-ingar em með mjög I ■ sterkt lið í 5. fl. Mörk ÍR gerðu . | Jóhannes Jóhannesson, Kjartan _ Kjartansson og Amar Valsson. - | Mörk Vals: Finnur Hilmarsson, Ólafur Biynjóifsson og Guðmund- ur Biynjólfeson. ÍR-ingar standa Ibest að vígi í mótinu, eiga að leika I sinn síðasta leik gegn Fylki á * I mánudag og sigri þeir verða þeir I 1 Reykjavíkurmeistarar. ■ mmm mmm m mmm mmm mmm m^m mm I 5. flokkur A: Besti leikur Þróttar til þessa - sigraði Leikni, 2-1 Sl. laugardag léku á Fellavelli Leiknir og Þróttur i 5. fl. A. Þetta var mikill baráttuleikur. Fyrsta mark leiksins kom spenna í fyrri hálfleik og gerðu Leiknisstrákarnir það eftir stifa sókn, en markið skoraði Sigurður PáU Páls- son. Þótt hart væri sótt á báða bóga urðu mörkin ekki fleiri i fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik komust Þróttarstrák- amir heldur betur í gang og gerðust mjög aðgangsharðir við mark Leiknis. Það var svo á 10. mín. sem Guðni Ingvason jafnaði íyrir Þrótt af miklu harðfylgi. Þróttarar sóttu öllu meir og oft sáust góðir samleiks- kaflar hjá þeim, einkum náðu oft vel saman þeir Guðni Ingvason og Hlynur Haraldsson. Undir lok leiksins tókst Þrótturum að ná forustunni með mjög skemmtilegu marki sem Guðni Ingvason gerði. Hann lék á tvo vamarmenn og skaut þrumuskoti í stöng og inn. Lokatölur þessa leiks urðu því 2-1 fyrir Þrótt, sem em réttlát úrslit. Þróttarliðið sýndi í þessum leik góða knattspymu og er mér óhætt að segja að þetta sé besti leikur þess í langan tíma. Mest áberandi í liði Þróttar vora að þessu sinni þeir Guðni Ingvason með 2 mörk, og sýndi hann auk þess að hann getur ýmislegt fleira en skorað mörk (því drengurinn er teknískur og byggði hann oft upp gott Guðni M. Ingvason, 5. fl. Þrótti, gerði bæði mörkin gegn Leikni sl. laugar- dag. DV-mynd HH. spil), og Hlynur Haraldsson, sem átti einn- ig frábæran leik, sömuleiðis Kristján Helgason og Reynir Ólafsosn. Hjá Leikni átti Óskar Alfreðsson góðan leik í markinu. Einnig þeir Davíð Jónsson, Sigurður Páll, Halldór Þorkelsson og Magnús Sigurðsson. - Leiknisliðið hefur komið mjög á óvart í Reykjavíkurmótinu með góðri frammistöðu sinni. -HH Myndin er frá leik Leiknis og Þróttar í 5. fl. A, sem fram fór sl. laugardag. Dómari í þessum leik var Þorsteinn Friðþjófsson og dæmdi hann frábærlega vel, en Þorsteinn var að dæma fyrir Val. Á mynd- inni sést Þorsteinn vera að veita Hlyni Haraldssyni Þróttarleikmanni tiltal og að sjálfsögðu hefur Þorsteinn spurt um nafn. En það er einmitt þannig sem á að gera hlutina. Allt fór vel - enda hafði Þorsteinn mjög góð tök á leiknum. Reynir Ólafsson, Þrótti, t.h. við dómarann fylgist náið með. DV-mynd HH Dómari vikunnar í leik ÍR og Víkings í 3. flokki A sl. laugardag, sem Víkingar unnu og urðu þar með Reykjavíkurmeistarar, var dómarinn frá Fylki, Andreas Lúðvíksson, 20 ára. Hann byrjaði sem dómari 17 ára og er búinn að dæma um 100 leiki. Andreas skilaði hlutverki sínu alburðavel í fyrr- nefndum leik. Yfirferðin góð. Nákvæmni hans og einbeiting var til fyrirmyndar. Einnig beitti hann hagnaðarreglunni af skynsemi. Rólegt yfirbragð Andreasar, samfara ákveðni og öryggi við ákvarðana- tökur, setti skemmtilegan svip á leikinn. -HH KnaHspyrnufélagið Valur varð 75 ára 11. mai sl. Af þvi tilefni voru þessir dreng- ir heiðraðir, en þetta er körfuboltalið Vals í mini-bolta sem varð Reykjavikur- meistari rétt fyrir afmælishátiðina. i fremstu röð frá vinstri: Hjálmar Sigurðsson fyrirliði, Ólafur T. Brynjólfsson, Guðmundur G. Brynjólfsson, Ágúst Auðunsson og Þórhallur Ágústsson. - Miðröð frá vinstri: Jónas Valdimarsson, Óli Rafn Jónsson, Ólafur Theódórsson, Óttar Sæmundsson og Almar Þór Þorgeirsson. Aftasta röð frá vinstri: Torfi Magnússon þjálfari, Ragnar Þór Jónsson þjálfari, Lárus Hólm, form. körfuknattleiksdeildar Vals, og Brynjólfur Lárentsíiic^- umsjónarmaður. DV-mynd í tilefhi af 75 afmæli Vals

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.