Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR 31.MAÍ 1986. New York er borgin sem aldrei sefur. Þar er meira líf og New fjör en á nokkrum öðrum stað i veröldinni. Yoik Ferðamál Ferðamál Ferðamál -finnirðu ekki eitthvað við þitt hæfi í New York ertu einfaldiega bara leiðinlegur! „Að heimsækja ekki New York er líkt og að lifa í fortíðinni en ekki nú- tíðinni," sagði góður maður eitt sinn. Undir þessi orð hans geta líklega margir tekið því New York er sá stað- ur sem flesta ef ekki alla dreymir um. Þar „er það. Það er því engin til- viljun að þar vilja allir starfa, sama á hvaða sviði þeir eru. Þar er fleira fólk, meiri möguleikar, meira líf en nokkurs staðar í veröldinni. Leikarar, hönnuð- ir, gagmýnendur og ýmsir listamenn, svo einhverjir séu nefiidir, flykkjast þangað og dá borgina. í New York býr fólk frá öllum heims- homum og einkennist borgin vissu- lega af því. Það er kannski dálítið einkennilegt en dagsatt engu að síður að þar búa fleiri ítalir en í Feneyjum og fleiri írar en í Dublin. Enda færðu allt, í bókstaflegri merkingu orðsins, í New York, hvort sem um er að ræða vöru eða þjónustu. Vanhagi þig um ungverska andlitslyftingu, franska handsnyrtingu, ástralska hárgreiðslu eða nudd að hætti Svía þá er það ekk- ert mál. Nefndu réttinn sem þú hreifst einu sinni af í kínverskri matreiðslu- bók, þú færð hann. Ferðamaðurinn, sem kemur í fyrsta skipti til New York, kann að fyllast skelfingu - en sú fólksmergð, hávaði og skitur! Fyrstu dagana mun hann líklega ráfa um göturnar og sjá sig um, svona rétt aðeins til að átta sig á þessu öllu. En betra er að eyða ekki miklum tíma í þvílíkt heldur setja sig í stelling- ar og hefjast handa við að upplifa New York fyrir alvöru. Margir ætla sér að prófa allt á skömmum tima - líkt og þeir hafa komist upp með i London eða öðrum Evrópuborgum - en það getur enginn þó hann dvelji í mánuð eða lengur. Þess vegna skaltu bara taka það rólega og gera það sem hugurinn girnist helst í það skiptið. Að versla í New York Jæja, þú hefur hugsað þér að versla í New York. Þá er sko sannarlega um - Fyrri hluti - auðugan garð að gresja. Flestir eru þó sammála um að nokkuð dýrt sé að versla í borginni en þurfirðu ekki að spá í aurana þá geturðu fengið nóg af fallegum og vönduðmn vörum. Margur ferðamaðurinn í New York hefur látið sér nægja „gluggagláp" - að skoða bara í glugga og verslanir - sem er mun ódýrari kostur en jafh- framt mjög skemmtilegur. Við Madison Avenue og Fifth Avenue eru fallegustu verslanimar. Þar er að finna öll helstu tískuhúsin, þekktu og fínu merkin, Cartier, Dior o.fl., einnig aðeins ódýrari ítalskan og franskan tískufatnað, svo sem frá Armani og Kenzo, eða lítt þekktari merki. Á 19. öldinni bjuggu auðkýfingar Banda- ríkjanna við þessar götur, enda em margar byggingamar mjög fagrar. Ferðamenn vilja ólmir komast í stór- verslanir á borð við Bloomingdales, við Lexington og 59. götu, sem er einna þekktust þeirra. Þar er úrvalið alveg gífurlegt og allt 1. flokks vörur. Þú færð allt frá matvörum og fatnaði til glæsilegra húsgagna og heimilistækja. Sælkerum bendi ég á jarðhæðina. Þar em seldar matvömr og allt sem þarf til matargerðar, frá öllum heimshom- um. Að vísu er ekkert gífurlegt úrval af hráefni heldur lagt mikið upp úr kryddi og öðm sem einkennir matar- gerðarlist hvers einstaks lands. Af stórverslunum má einnig nefha Saks, sem er mjög glæsileg verclun, og Macys sem er þekkt fyrir frábært vömúrval og góða þjónustu. Hafirðu áhuga á góðum bókabúðum get ég bent t.d. á Bames & Nobles við 5. götu og 18. stræti. Hún er ein stærsta sinnar tegundar og ættu allir bóka- ormar að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Það gildir um þessa verslun, sem og um þær stórverslanir sem nefridar hafa verið, að þar kíkirðu ekki inn aðeins í hádeginu. Gefðu þér góðan tíma í þvílíkum verslunum ætlirðu á annað borð að fá eitthvað út úr heim- sóknunum í þær. Myndavélar, alls kyns tölvur, útvarps- tæki og annað í þeim dúr em þær vömr sem hægt er að finna „út um allt“, svo vægt sé tekið til orða. Versl- anir sem selja þess konar vaming em miklu fleiri við götur New York borg- ar heldur en verslanir sem selja Coca Cola. Verðið á sömu tegundunum get- m- verið alveg ótrúlega misjafnt eftir verslunum og ætlir þú að verða þéi úti um eitthvert þessara tækja skaltu ekkert vera að flýta þér en hafa held- ur augun opin. Eftir nokkra daga sérðu ömgglega draumamyndavélina þína á hlægilegu verði. En umfram allt, hafðu aldrei mjög mikla peninga á þér er þú ferð í verslunarleiðangur og passaðu vel upp á það sem þú þó hefur í vasanum. Næsta laugardag munum við halda áfram að spá í áhugaverða staði í New York sem vert er að gefa gaum. -RóG. HUBERTUSGARÐHÚSGÖGN Ef þig langar í vönduð og sterk garðhús- gögn líttu þá til okkar. Höfum til sýnis og sölu garðhúsgögn sem framleidd eru úr sérvöldum afrískum viði, tilvalin fyrir íslenskar aðstæður. Við sýnum að Ásbúð 96, Garðabæ, á kvöldin og um helgar. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 83485 (á daginn) og 43702 (á kvöldin). LÚKAS D. KARLSSON, Síðumúla .29, box 8475. ATKVÆÐASEÐILL ísönglagakeppni Reykjavfkurboigar Hafið atkvæðaseðilinn við hendina þegar lögin verða flutt í Sjónvarpinu í kvöld. Gefið aðeins einu lagi atkvæði með því að setja X í rammann fyrir framan nafn lagsins. □ BÆMNNNÖNN (Björgvin Halldórsson syngur) □ BREYTER BORG UM SVIP (Helga Möller syngur) □ HÚNREYKJAVÍK (Björgvin og Helga syngja) □ SAMVISKAN (Björgvin syngur) □ UNGA REYK JAVÍK (Helga syngur) Póstleggið atkvæðaseðilinn í allra síðasta lagi á hádegi miðvikudaginn 4. júní. Utanáskrift: Söngvakeppni Reykjavíkurborgar Austurstræti 16,101 Reykjavik

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.