Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Side 10
10
DV. LAUGARDAGUR 31.MAÍ 1986.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÚLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjórar: JÚNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 450 kr.
Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr.
Mikilvægur dagur
Kjördagur sveitarstjórnarkosninga er ekki síður mik-
ilvægur kjósendum en kjördagur alþingiskosninga.
Mennirnir, sem kosnir verða, eru aðrir - og málefnin,
sem kosið er um, eru önnur. Hvort tveggja er í sveitar-
stjórnarkosningum nær daglegu lífi kjósenda.
Sveitarfélögin reka djúgan hluta hinnar almennu
þjónustu við borgarana, bæði verklegrar og félagslegr-
ar. Þau dreifa vatni, hita og rafmagni til fólks, reisa
og reka skóla og heilsugæzlustöðvar í samstarfi við rík-
ið, og sjá um dagvistun fyrir börn og aldraða.
í DV einum fjölmiðla hafa birzt frásagnir forvígis-
manna framboðslistanna í tæplega 60 sveitarfélögum
um helztu baráttumálin í þessum kosningum. Þar hefur
komið fram, að áherzlan er afar misjöfn, áhugaefnin
ólík. Kjósendur hafa því um eitthvað að velja.
Sumir hafa lagt mesta áherzlu á verklegar fram-
kvæmdir, svo sem gatnagerð. Aðrir hafa meiri áhuga á
félagslegri þjónustu, svo sem barnaheimilum. Enn aðrir
telja mest virði að efla atvinnu á staðnum, svo sem með
þátttöku í hlutafélögum eða öðrum atvinnurekstri.
Þótt frambjóðendur hafi tilhneigingu til að segjast
hafa áhuga á öllu, er samt ljóst af máli þeirra, að sum-
ir þættir eru ofar í hugum þeirra en aðrir. Kjósendur
munu væntanlega hafa hliðsjón af samræminu milli
eigin áhugasviðs og áhugasviðs frambjóðenda.
Einnig er töluverður munur á stöðu sveitarfélag-
anna. í sumum er atvinna tæp og þar vilja margir láta
sveitarfélagið styðja atvinnutækifærin. I öðrum hefur
félagsleg þjónusta setið á hakanum. I enn öðrum eru
það verklegu framkvæmdirnar. Engir staðir eru eins.
í ljósi þessa er skiljanlegt, að sveitarfélög séu borin
saman í kosningabaráttunni. Til dæmis hafa verið birt-
ar tölur með sambanburði á biðlistum dagvistunarrýmis
barna. Slíkan samanburð mætti raunar gera á mörgum
öðrum sviðum, kjósendum til glöggvunar.
Helzt skortir á, að frambjóðendur hafi nógu víðan
sjóndeildarhring. Margir sjá aðeins þau mál, sem hafa
verið til umræðu árum saman. Þeir át.ta sig ekki á, að
ýmis önnur mál munu verða lykilmál á næstu árum.
Sum þeirra kunna að ráða örlögum einstakra byggða.
Hversu margir frambjóðendur í fiskiplássum gera sér
t.d. grein fyrir, að þeir staðir, sem hafa aðstæður og
framtak til að koma sér upp fiskmarkaði, munu soga
til sín útgerð og tilheyrandi atvinnulíf frá hinum stöð-
unum, sem verða seinni til í þessari merku nýjung?
Breytingarnar í þjóðfélaginu eru orðnar svo örar,
hraðinn svo mikill, markaðurinn svo straumþungur, að
mikil byggðaröskun er óhjákvæmileg á næstu árum.
Byggðirnar og sveitarstjórnirnar verða afar misjafnlega
búin undir þátttöku á markaðstorgi framtíðarinnar.
Slík framsýni byggist á víðsýni, sem skort hefur víða
í orðum frambjóðenda í þessari kosningabaráttu - eins
og raunar jafnan áður. Sumir eru líka fyrir löngu orðn-
ir fangar eigin áróðurs og áróðurs málgagnanna. Það
gildir bæði um reykvíska frambjóðendur og aðra.
Óhjákvæmilegt er, að þeir, sem hafa áróðursrit fram-
boðslistanna, allt frá Morgunblaðinu yfir til Þjóðvilj-
ans, að daglegu kosningafóðri, sem þeir taka mark á,
verði ruglaðir í ríminu og lítt hæfir til ákvarðana. Gild-
ir það bæði um frambjóðendur og þá, sem kjósa þá í dag.
Mikilvægast er, að kjósendur átti sig á, að þetta er
ekki dagur minni háttar kosninga, heldur dagur mikil-
vægra ákvarðana, sem munu hafa áhrif á framtíð allra.
Jónas Kristjánsson
Hvaðan kemur
óhamingjan?
Bertrand Russel segir einhvers
staðar að hann hafi verið svo van-
sæll, leiðst svo lífið þegar hann var
fimm ára, að hann hafi horft fram á
ævi sína með hryllingi. Hann reikn-
aði út að hann yrði hugsanlega
sjötugur: Sextíu og fimm ár í enda-
lausum leiðindum! hugsaði hann.
Og þegar þessi verðandi heimspek-
ingur og lífslistarmaður var á milli
tektar og tvítugs velti hann því al-
varlega fyrir sér að fremja sjálfe-
morð, því hvorki sá hann tilgang né
ánægjuvott í þessu lífi.
- Aðeins áhugi minn á stærðfræði,
löngun mín eftir að læra meira, varð
til þess að ég geymdi mér snöruna,
sagði hann löngu seinna. Russell
komst hátt á tíræðisaldur, varð ein-
hver þekktasti heimspekingur
aldarinnar og kunni einnig margt
fyrir sér í stærðfræði. Og var víst
lengst af hamingjusamur, þótt hann
hefði áhyggjur af þróun heimsmála
og þroska samferðamanna sinna.
Russell var á því að því minna sem
maður hugsaði um sjálfan sig því
meiri líkur væru á að maður gæti
orðið bærilega hamingjusamur.
Naflaskoðun þar af leiðandi bara til
vandræða. Og um að gera að koma
sér upp heilbrigðu áhugamáli hið
fyrsta, því annars er hætta á að illa
fari, eins og sagan af honum með
snöruna bíðandi eftir sér á meðan
hann reiknaði dæmið til enda er til
marks um.
Staðlað mannlíf
í borgarsamfélögum okkar tíðar
blasir óhamingjan víða við. Maður
sér hana í andlitum fólksins sem
maður mætir á krossgötum og hún
er svo greinileg í augum bílstjóranna
sem aka f lestum til og frá vinnu
ellegar rúlla í skemmtiferð eftir
markaðri braut. Venjuleg helgarum-
ferð kringum stórar iðnaðarborgir
Evrópu eða Ameríku er hreinasta
martröð - og eins og fundin hafi
verið upp stór vél til þess að steypa
óhamingju manna niður í. Hér á Is-
landi blasir annar hversdagur við -
sem eigi að síður ber svipmót iðnað-
arsamfélaga hins vestræna heims.
Manneskjan er skrítið dýr: hún
leitar inn á aðalbrautimar, ræktar
með sér almannaróminn og hinn
hversdagslega smekk smáborgarans,
jafnframt því sem hún kvakar og
tístir um sjálfetæðan vilja og frelsi
einstaklingsins. Við vitum það vel
að hinum frjálsu einstaklingum
fækkar eftir því sem aðalbrautir
samfélagsins breikka.
A sólríkum sumardegi, þegar þeir
hafa ræst hringekjuna fyrir austan
Fjall og allar ísvélar ganga liðugt,
gefur að líta karla og konur og böm
í bílum sínum að leita sér skemmtun-
ar. Mannskapurinn er augljóslega í
þokkalegum efhum. Og rennur fram
hringveginn á æskilegum meðal-
hraða, stansar á æskilegum við-
komustöðum og um kvöldmatarleyt-
ið á sunnudegi, þegar sól er feirin
í talfæri
Gunnar Gunnarsson
að lækka á lofti, er varla hægt að
sjá veginn yfir Hellisheiði fyrir bíl-
um. Þeir mjakast ofan Fjallið í áttina
til höfuðstaðarins þar sem bráðlega
mun krauma í þúsund pottum.
Fari einhver of hratt - eða víki af
vegi og taki til við að hegða sér
öðmvisi en meðalgunnumar og jón-
amir í bílalestinni eiga að venjast,
er litið í þá sömu átt með vorkunn,
hneykslun eða fyrirlitningu: Við
skemmtum okkur eftir samþykktu
mynstri, höldum okkur við viðtekn-
ar venjur, erum sem líkust hvert
öðm.
Hvernig er hamingjan?
Skyldi lífehamingjan felast í þvi
að hafa nóg að bíta og brenna, búa
í sæmilega lýðfijálsu landi og mega
taka til máls stöku sinnum?
Hugsum okkur að vankantar á
okkar samfélagi yrðu skomir af: arð-
rán og misrétti af öllu tagi yrði
afhumið; við hættum að ala sjálf
okkur upp í dýrkun ofbeldis og
stríðsleikja, hættum að daðra við
fánýtan múgsmekk og snerum okkur
að göfugum hlutum eins og menntun
bama okkar, hugsuðum ekki um
annað en réttlætið í samfélaginu,
viðgang vísinda og lista og hugsuð-
um um lífegátuna. Værum við ekki
þar með búin að höndla hamingj-
una?
Sem stendur bráðliggur okkur á
því að fundið verði upp kerfi sem
kemur í veg fyrir styijaldir. Og
reyndar er líka nauðsynlegt að ein-
hver finni upp stóra regnhlíf sem ver
okkur fyrir geislavirku ryki sem
stafar af almennri notkun kjam-
orkuvera. Og í hinni daglegu pólitík
hversdagsins á íslandi þurfum við
að hafa áhyggjur af tölu þorskfisks-
ins í sjónum, fiölda sauðkindarinnar
sem nagar grasrót landsins og við
þurfum að koma höndum yfir svindl-
arana á meðal okkar, þessa
fjárglæframenn sem vaða fram
espaðir í mikilmennskubrjálseði og
brenglaðri siðgæðisvitund okkar.
Bertrand Russel fjallar um vanda-
mál veraldarinnar sem óhamingju-
samt hversdagsfólk verður að leysa.
Vandamál heimsins em stór, segir
Russell, en þau verða ekki leyst á
meðan einstaklingamir em óham-
ingjusamir. Og stingur svo upp á því
að fundið verði kerfi til að koma i
veg fyrir almenna hversdagsóham-
ingju, sem hann fullyrðir að venju-
legt fólk í hinum þróuðu menningar-
ríkjum okkar heimshluta þjáist af,-
Þessi daglega óhamingja er óþol-
andi, segir Russell - vegna þess að
orsakir hennar blasa ekki við. En
ástæðumar em þó þekktar: misskil-
in sjónarmið, brengluð heimsmynd,
brenglað siðgæði, slæmar lífevenjur
og lystarleysi gagnvart heilbrigðum
árangri og hversdagsgleði - löngun
til að ná því sem hægt er að ná.
Russell vildi með öðrum orðum finna
upp nýjan staðal yfir lífehamingju,
einhveija mælistiku sem allir gætu
notað.
Sáluhjálp eða skemmtun
Kosningabaráttan hefúr verið for-
vitnileg síðustu vikumar. Ég gerði
mér það til dundurs eitthvert kvöld-
ið að snúa við formerkjum nokkurra
framboðsræðna. Ég sá ekki betur en
að pólitískur vilji hægrimanna og
vinstri væri ákaflega svipaður: eini
munurinn var sú röð sem verkefnin
vom sett í. Og trúlega er innanlands-
pólitíkin einhvers konar heilbrigt
áhugamál og þar með sáluhjálp fyrir
það fólk sem í henhi stendur - ein-
hvers konar aðferð til að tefja fyrir
snömnni sem annars myndi herðast
að. Og um leið er hún skemmtun
fyrir okkur hin. Sáluhjálpin/felst
greinilega í því að mannfólkicí horfi
fram á við, stefni að einhverju. Ann-
ars fer það að rýna í naflann á sér
og þá er voðinn vís.