Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Side 16
16 DV. LAUGARDAGUR 31.MAÍ 1986. Félagsmálaráðuneytið óskar eftir að taka á leigu 1200-1500 fermetra húsnæði á höfuð- borgarsvæðinu fyrir starfsemi Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Húsnæðið þarf að hafa gott aðgengi fyrir fatlaða. Tilboð sendist félagsmálaráðuneytinu, Arnar- hvoli, fyrir 15. júní nk. Nánari upplýsingar veittar í félagsmálaráðu- neytinu í síma 25265. Innritun í framhaldsskóla í Reykjavík Tekið verður á móti umsóknum um námsvist í fram- haldsskóla í Reykjavík dagana 2. og 3. júní næstkom- andi í Miðbæjarskólanum í Reykjavík, Fríkirkjuvegi 1, kl. 9.00-18.00 báða dagana. Umsókn skal fylgja Ijósrit eða staðfest afrit af prófskír- teini. í Miðbæjaskólanum verða jafnframt veittar upplýsing- ar um þá framhaldsskóla sem sækja á um þar, en þeir eru: Ármúlaskóli (bóknámssvið, viðskiptasvið, heil brigðis- og uppeldissvið). Fjölbrautaskólinn í Breiðholti. Iðnskólinn í Reykjavík. Kvennaskólinn í Reykjavik (uppeldissvið). Menntaskólinn við Hamrf 'ilíð. Menntaskólinn í Reykjavík. Menntaskólinn við Sund. Réttarholtsskóli (fornám). Verslunarskóli íslands. Vélskóli íslands. Þeir sem ætla að sækja um námsvist í ofangreinda framhaldsskóla eru því hvattirtil að leggja inn umsókn sína í Miðbæjarskólanum 2. og 3. júní næstkomandi. SELJUM NÝJA OG NOTAÐA BÍLA Tegund Arg. BMW 524 TD automatic 1984 BMW 520i automatic 1982 BMW 520 1980 BMW 518 1982 BMW 518 1081 BMW 323i 1981 BMW 320i 1983 BMW 320 1979 BMW 318i 1983 BMW 318i 1982 BMW 316 1982 BMW 315 1982 Renault 5 TL 1981 Renault 4 TL 1982 Vegna mikillar sölu undanfarið vantar bíla á söluskrá. okkur nýlega Opið laugardag 1—5. KOMIÐ SKOÐIÐ OG REYNIÐ VIÐSKIPTIN Geislandi bömí regnfótum Þó stundum geri íjarlægð íslands frá öðru byggðu bóli landsmönnum erfitt fyrir mega þeir þó líka prísa sig sæla f'yrir að vera norður við ysta haf. Það eru áhöld um það hvort neikvæðu hliðamar em fleiri en hinar jákvæðu. Vegna fjarlægðarinnar getum við t.d. státað af vel varðveittu tungumáli, hreinum og uppmnalegum hrossa- stofni og síðast en ekki síst góðu og fersku andrúmslofti, - enn sem komið er. Það hefur ekki farið hjá því að það hafi flökrað að manni nú á dögunum að stökk'm upp í næstu flugvél heim til íslands. - Þegar gmndir Þýska- lands og loft höfðu orðið fyrir geisla- flóði sem barst með vindum frá Ukrainu. í sama mund og fólki var gert viðvart hvaða hætta væri á ferð- um tóku himnamir að öskra; þrjú kvöld í röð logaði himinninn af elding- um og þrumumar sigldu síðan í kjölfarið. - Fyrsta morguninn vom þau boð látin út ganga í skólanum bama minna að um stundarsakir væri mjólk ekki dreift í matarhléi þeirra vegna þess hún væri geislavirk. Um leið var reynt að skýra út fyrir þeim orsakir geislunarinnar og í hveiju hún væri fólgin. Þegar þau komu heim að skóla loknum spurðu þau foreldra sína hvort verið gæti að þessi geislun ætti eitthvað skylt við kjamorkustyijöld. - Hveiju á maður að svara til þess að hræða þau ekki? - Auðvitað er þetta allt sama tóbakið. Um kvöldið þegar þau vom háttuð og búið var að slökkva ljósið hjá þeim tók himinninn að loga og þrumumar urðu svo kröftugar að rúður glömmðu í gluggum. Bömin urðu skelfingu lost- in enda óvön slíkum fyrirgangi heiman af íslandi. Þau hlupu fram á gang og spurðu hvort kjamorkustyijöldin væri hafin. Þau gátu í fljótu bragði ekki gert greinarmun á hræringum náttúr- unnar annars vegar og hins vegar fyrirgangi manna, valdagræðgi, óum- burðarlyndi og striti hans og áráttu að komast inn að innsta eðli efnisins. - Þau em alin upp í fjandsamlegum heimi þar sem unnið er gegn náttúr- unni, og í senn fá þau ósjálfrátt á tilfinninguna að stríð sé náttúmlög- mál. í sjónvarpinu læra þau t.d. að Austrið sé vont og Vestrið gott. í skól- anum em þau á hinn bóginn minnt á að bera virðingu fyrir umhverfi sínu, undir slagorðinu sem verið er að brýna fyrir Þjóðverjum um þessar mundir: „Við þörfnumst náttúmnnar, en hún ekki okkar“. Sandkassaleikir bannaðir Daginn eftir að mjólkurdrykkja var bönnuð hófu yfirvöld að vara fólk við ýmsu því sem hætta væri á að geisla- virkt væri. Þegar bömin komu heim úr skólanum þann daginn hafði þeim verið tjáð að foreldrar þeirra ættu að lesa með þeim nokkrar ráðleggingar sem kæmu í síðdegisblaðinu, en þar stóð m.a.: Hjalti Jón Sveinsson skrifar frá Þýskalandi. 1) Neytið ekki fersks grænmetis. 2) Drekkið ekki yfirborðsvatn. 3) Böm ættu ekki að leika sér í sandkössum; við leik á völlum ættu þau að varast húðsnertingu við jörðu. 4) Þvoið böm- um ykkar rækilega hátt og lágt eftir að þau hafa verið utandyra. 5) Varist útivem meðan rignir og gætið þess að vera í vatnsheldum klæðnaði. 6) Takið ekki inn töflur sem innihalda joð nema eftir samráð við lækni. 7) Fullorðnu fólki ætti að vera garðvinna hættulaus ef ýtmstu varkámi er gætt, hafðir hanskar og stígvél. 8) íþrótta- iðkun á malarvöllum ber að forðast. 9) Bændum er ráðlagt að halda kúm sínum í fjósi fyrst um sinn þó svo þeir séu að verða heylitlir o" erfitt sé að hemja gripina inni \ :ð í oóða veðrinu og hlýindunum. Þegar þetta er skrifað er búið að nema flestar þessar reglur úr gildi. Samt harðneita bömin að drekka mjólk og vatn, - segja að kók sé miklu hollara. Þau kjósa helst að klæðast regnfatnaði þó svo sólin skíni. Það kostar mikla baráttu að fá þau til að fara út í blíðuna í stuttbuxum og erma- lausum bol. - Þau segjast ekki fyrir Bændur og búkonur í Beienbach brosa mót sólu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.