Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Blaðsíða 25
DV. LAUGARDAGUR 31.MAÍ 1986. 25<-- Hin hliðin Hin hliðin Hin hliðin • Pétur Pétursson myndi gefa tvær milljónir til líknarmála ef hann ynni þær í happdrætti. DV-mynd Brynjar Gauti. „Hef mikinn áhuga á líknarmáluni - segir Pétur Pétursson knattspymumaður „Það er alveg óráðið hvað ég geri í framtiðinni. Það gæti alveg eins farið svo að ég léki hér á landi með Skaganum í sumar en til þess þarf leyfi frá Antwerpen og það er ekki víst að það verði auðfengið," sagði Pétur Pétursson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspymu, er við gómuðum hann eftir Iandsleik ís- lendinga gegn Tékkum á Laugar- dalsvelli á fimmtudagskvöldið. Pétur hefur vakið nokkra athygli hér heima í þetta sinn og þá kannski ekki síst fyrir mikið ljóst hár en sagt er að stelpurnar á Spáni haldi ekki vatni yfir háraburði Skagastráksins og Pétur sé jafnvel vinsælli en sjálfur forsætisráðherrann. Hvað um það. Hér kemur hin hliðin á Pétri Péturs- syni. FULLT NAFN: Pétur Pétursson. MAKI: Ég er einn og stakur eins og er. BÖRN: íris Dögg, sem er 6 ára, og Tara, sem er 11 mánaða. BIFREIÐ: Á enga eins og er. Laun: Lifi af þeim. HELSTI VEIKLEIKI ÞINN: Er mátulega kæmlaus. HELSTIKOSTUR ÞINN: Sama svar og síðast. MESTA GLEÐI í LÍFINU: Þegar ég eignaðist dætur mínar tvær. MESTU VONBRIGÐI í LÍFINU: Að komast ekki til Benfica á sinum tíma HELSTA ÁHUGAMÁL: Tónlist. BESTA BÓK SEM ÞÚ HEFUR LES- IÐ: Hvernig á að hætta að reykja. BESTA PLATA SEM ÞÚ HEFUR HLUSTAÐ Á: Hún kemur út 16. júní og er með Bjama Tryggvasyni. Hún mun heita „Mitt lif, bauðst eitthvað betra?“ Þetta er meiriháttar músik. HVAÐ MYNDIR ÞÚ GERA EF ÞÚ YNNIR TVÆR MILLJÓNIR í HAPP- DRÆTTI? Gefa þær til liknarmála. HVAÐ MYNDIR ÞÚ GERA EF ÞÚ YRÐIR ÓSÝNILEGUR í EINN DAG? Reyna að skora fullt af mörkum ef kostur væri. UPPÁHALDSMATUR: Soðin ýsa með hamsatólg og tómatsósu. UPPÁHALDSDRYKKUR: ískaldur bjór eða íslenskt appelsín. UPPÁHALDSSKEMMTISTAÐUR: Hollywood. UPPÁHALDSBLAÐ: Morgunblaðið. UPPÁHALDSTÍMARIT: Melody Maker UPPÁHALDSSTJÓRNMÁLAMAÐ- UR: Albert Guðmundsson. UPPÁHALDSHLJÓMSVEIT: Hljómsveit Bmce Springsteen Umsjón: Stefán Kristjánsson UPPÁHALDSSÖNGVARLBmce Springsteen, hann er meiriháttar góður. UPPÁHALDSFUGL: Fálkinn. UPPÁHALDSLITUR: Gulur. UPPÁHALDSFÉLAG í ÍÞRÓTTUM: Akranes HVER VAR FYRSTIBÍLLINN SEM ÞÚ EIGNAÐIST OG HVAÐ KOST- AÐI HANN? Það var BMW 316 og hann kostaði um 250 þúsund krónur. EF ÞÚ YRÐIR BÓNDI Á MORGUN MEÐ HVAÐA SKEPNUR VILDIR ÞÚ HELST BÚA? Ég myndi helst vilja stofna nautabú. HVAÐA PERSÓNU LANGAR ÞIG MEST TIL AÐ HITTA? Bmce Springsteen. HLYNNTUR EDA ANDVÍGUR RÍK- ISSTJÓRNINNI: Hef ekkert vit á þessu. HLYNNTUR EÐA ANDVÍGUR NÚ- VERANDI MEIRIHLUTA í BORGARSTJÓRN? Hef ekkert vit á þessu heldur. EF ÞÚ STARFAÐIR EKKI SEM KNATTSPYRNUMAÐUR HVAÐ VILDIR ÞÚ ÞÁ HELST GERA? Ég myndi helst vilja vinna innan um þroskaheft böm, ég hef mikinn áhuga á sliku og hef lengi haft. EF ÞÚ ÆTTIR EKKI HEIMA Á ÍS- LANDI HVAR VILDIR ÞÚ ÞÁ HELST BÚA? Rio de Janeiro í Brasil- íu. MYNDIR ÞÚ TELJA ÞIG GÓÐAN KNATTSPYRNUMANN? Ég tel mig hafa góða kosti en einnig stóra galla. Ég hef þroskast mikið sem knatt- spymumaður á siðustu ámm. FALLEGASTI STAÐUR Á ÍS- LANDI: Akurevri í fallegu veðri. FALLEGASTI KVENMAÐUR SEM ÞÚ HEFUR SÉÐ: Hófi. FALLEGASTA LAND SEM ÞÚ HEFUR FERÐAST TIL: Sviss eða Austurríki. FYLGJANDI EÐA ANDVÍGUR BJÓRNUM: Ég er andvígur því að leyfa bjórinn hér á landi. HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA í SUMARFRÍINU? Vera með dætmm mínum og ferðast um ísland EF ÞÚ YRÐIR HELSTIRÁÐAMAÐ- UR ÞJÓÐARINNAR Á MORGUN HVERT YRÐI ÞITT FYRSTA VERK? Koma á atvinnumennsku í knattspyrnunni hér á landi. ANNAÐ VERK: Gera átak í líknar- málum, til dæmis með því að byggja athvarf fyrir þroskaheft böm. HVAÐA RÁÐHERRAEMBÆTTI MYNDIR ÞÚ VELJA ÞÉR? Ætli maður myndi ekki skella sér beint í forsætisráðherrann. HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA Á MORGUN? Ég ætla að horfa á Brasil- íu Spán í sjónvarpinu og siðan fer ég með dætur mínar upp á Akranes og eyði deginum þar í faðmi fjöl- skyldunnar. -SK Seljum 1 dag Saab 900 GLE árg. 1983, 4ra dyra, Ijósblár, sjðlfsk. + vökvast., raf- magnslæsingar, topplúga o.fl., ekinn aðeins 26 þús. km, sem nýr bíll. Verð kr. 450 þús. Saab 99 GL ðrg. 1979, 2ja dyra, gulur, belnskiptur, 4ra gfra, ekinn 114 þús. km. Mjög fallegur. Verð kr. 180 þús. Saab 900 GLI árg. 1982, 4ra dyra, svartur, belnskiptur, 5 gira, ekinn 40 þús. km. Góður bill. Verð kr. 340 þús. Saab 900 GL árg. 1981, 3ja dyra, rauður, beinskiptur, 4ra gira, ekinn 95 þús. km. Góður bíll. Verö kr. 295 þús. Opið laugardag kl. 12-16. Ath. breyttan opnunartíma. TÖGGURHR UMBOÐ FYFUR SAAB OG SEAT Bíldshöfða 16, símar 681530 - 83104. Sveitarstjóri Samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar Ölfushrepps samanber Stjórnartíðindi B 13 1977 númer 139 skal hreppsnefnd kjósa sveitarstjóra eftir hverjar almennar hreppsnefndarkosningar að undangenginni opinberri auglýsingu um starfið. Ráðningartímabil hans er hið sama og kjörtímabil hreppsnefnda. Starf sveitarstjóra í Ölfushreppi er því auglýst laust til umsóknar frá og með 15. júní 1986. Umsóknum skal skilað á skrif- stofu Ölfushrepps, Selvogsbraut 2, Þorlákshöfn, fyrir 15. júní með upplýsingum um menntun og fyrri störf. Nánari upplýsingar gefa oddviti í síma 99-3757 og sveitarstjóri á skrifstofutíma í síma 99-3800. Hreppsnefnd Ölfushrepps. IÐNSKÓUNN I REYKJAVÍK Innritun fyrir 1986-1987 Innritun fer fram dagana 2.-5. júni, að báðum dögum meðtöldum. Innritað verður I eftirtalið nám: 1. Samningsbundið iðnnám. 2. Grunndeild málmiðna. 3. Grunndeild tréiðna. 4. Grunndeild rafiðna. 5. Grunndeild háriðna. 6. Grunndeild fataiðna. 7. Grunndeild bókiðna. 8. Framhaldsdeild í vélvirkjun og rennismíði. 9. Framhaldsdeild í rafvirkjun og rafvélavirkjun. 10. Framhaldsdeild i rafeindavirkjun. 11. Framhaldsdeild í bifvélavirkjun. 12. Framhaldsdeild í bifreiðasmíði. 13. Framhaldsdeild í húsasmíði. 14. Framhaldsdeild í húsgagnasmíði. 15. Framhaldsdeild í hárgreiðslu. 16. Framhaldsdeild í hárskurði. 17. Framhaldsdeild i bókiðnum. 18. Fornám. 19. Almennt nám. 20. Tækniteiknun. 21. Meistaranám. 22. Rafsuðu. 23. Tölvubraut. 24. Tæknifræðibraut. 25. öldungadeild í bókagerðargreinum. 26. Öldungad. í grunnn. rafiðna og rafeindavirkjun. Innritun fer fram í Iðnskóla Reykjavíkur frá kl. 10.00- 18.00 alla innritunardagana og í Miðbæjarskólanum 2. og 3. júní. Iðnskólinn í Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.