Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Side 18
18
DV. LAUGARDAGUR 31.MAÍ 1986.
Rokkspildan
Rokkspildan
Texti: Þorsteinn J. Vilhjálmsson
Mynd: Snorri Sturluson
Röddin -
bergmálar
í húsasundum
og bráðum víðar.
Quarterflash, harden my heart, heyr-
ist í íjarlægð. Um leið og Snorri
Sturluson yngri opnar útidymar að
Bergþórugötu 3 berst tónlistin út í
hverfið. Þessi húsakynni eru strangt
ti! tekið æfmgahúsnæði Kuklsins.
Djúkboxið í horninu á þeirra tryggasti
fylginautur, skáldið Sjón. En til bráða-
birgða hefur Röddin hér aðsetur. Þessi
sterka og kraftmikla Rödd sem áður-
nefndir Quarterflash komast ekki í
hálfkvisti við.
Rrafturinn sá sami
Róbert Alan gítarleikari, Davíð
Freyr Traustason söngvari, Einar Á.
Ármann trommuleikari og Ossur Haf-
þórsson bassaleikari hétu einu sinni
einu nafhi Voice en ekki lengur. Rödd-
in markar upphaf nýs tíma. Þeir segja
fortíðina nánast útrætt mál.
„Við viljum helst ekki tala um Vo-
ice,“ játa þeir hreinskilnislega.
- Hvers vegna ekki, er fortíðin
svona skuggaleg?
„Nei, allavega ekki svo. Það varbara
kominn upp svo mikill móraU gagnvart
Voice. Fólk dæmdi okkur strax og við
byijuðum og gaf okkur engin tækifæri
eftir það.“
- Röddin markar þá annað upphaf?
„Já, að vissu leyti, þó vitaskuld hafi
átt sér stað þróun á þessum tveimur
árum. Tónlistin í dag er meira gríp-
andi, sum lögin melódískari en áður.
En krafturinn er sá sami.“
- Krafturinn já, hvaðan fáiði alla
þessa orku?
„Hún fylgir gleðinni. Þetta er ein-
faldlega svo g:aman. Við höfum allir
mikla þörf fyrir að láta eitthvað ske,
gera eitthvað í málunum. Það er alltof
mikil deyfð í tónlistinni hér, að undan-
skildu Kuklinu. Við erum í raun eina
starfandi rokkbandið á íslandi í dag.“
Það væri hægt að eyða endalausu
púðri í umræður um íslenska tónlist.
En við tímum ekki plássinu enda yrði
slík umræða til einskis og fáum til
góðs. Við látum nægja stutta athuga-
semd frá fjórmenningunum:
„Ástandið í íslensku tónlistarlífi er
orðið svo slæmt að við þurftum að
flytja inn gítarleikarann, Róbert Alan,
frá Bandaríkjunum. Við pöntuðum
hann hjá Guitar institute of techno-
logy hafi menn áhuga, skammstafað
GIT.“
- Það síðasta sem heyröist frá Vo-
ice sálugu var á Músíktilraunum.
Hvers vegna tókuð þið þátt í þeim,
nú eruð þið ekki neinir nýgræðing-
ar i músík?
„Okkur vantaði einfaldlega verkefni.
Svo vorum við gráðugir í listahátíðar-
konsertinn í júní. Það er ekkert
smávegis tækifæri. En í rauninni voru
þetta mistök. Við höfðum ekkert í
Músíktilraunir að gera. Okkur vegnaði
ekkert sérstaklega í keppninni og sætt-
um þar að auki mikilli gagnrýni fyrir
hvemig við komumst í sjálf úrslitin.
Músíktilraunimar eru eins og fótbol-
taleikur þar sem hver heldur með sínu
liði. En í fótbolta vinnur hins vegar
yfuieitt besta liðið og þar ráða áhorf-
endur ekki úrslitum."
- Hvað tók svo við eftir MT-kapp-
leikinn?
„Þá tók Röddin við. Við breyttum
nafninu vegna þess að okkur fannst
að jákvætt fyrir bandið. Við breyttum
vorki um klæðnað né skoðanir.“
Hippaleg hreinskilni
- Jákvætt fyrir bandið segiði. En
hvers vegna var þessi mórall út í
Voice?
„Það kemur margt til. Bæði er að
mórallinn milli hljómsveita hér er al-
mennt mjög lélegur. Eins erum við
alltof hreinskilnir. Við segjum alltaf
það sem við meinum. Það er ekki vin-
sælt. Við erum heldur ekki teknir góðir
og gildir vegna þess hve ungir við er-
um. Það tekur mjög á taugarnar.“
- Þið hafið verið sakaðir um að
vera örgustu pönkarar, í mjög nei-
kvæðri merkingu?
„Nei, pönkarar emm við ekki þó
okkur finnist í góðu lagi að vera öðru-
vísi. Hinu er ekki að leyna að tónlistin
byggir á 77 rokki sem auðvitað er ekta
Bretapönk. En það er bara grunnur-
inn. Síðan blandast við önnur áhrif.“
- Ejns og hver?
* „Ýmislegt, bæði gamalt og nýtt.
Smiths, Þeyr, Jesus and the Mary ca-
in, Husker du, Cure, við höfum mjög
misjafnan tónlistarsmekk."
- En ef þið byggið á pönki eruð þið
þá ekki mörgum árum á eftir tí-
manum?
„Nei, sjáðu, við höfum einungis orðið
fyrir áhrifum frá pönkbylgjunni. Við
erum ekki að kópíera neitt. Við fórum
okkar eigin leiðir. Tónlist Raddarinnar
á ekki að líkjast neinu og gerir það
heldur ekki.
En okkur finnst ekkert niðurlægj-
andi ef fólk segir okkur spila pönk og
kallar okkur pönkara. Er ekki til fullt
af hippum ennþá?
Dekmböm?
Áður var nefhdur til sögunnar Snorri
Sturluson yngri. Hann tengist Rödd-
inni sem umboðsmaður.
„Þannig var að ég var að taka mynd-
ir af Voice í kringum hjálpartónleik-
ana í Arseli," útskýrir Snorri. „Ég
hafði látið þess getið í útvarpsviðtali
að ég vonaði að Voice ætti eftir að ná
langt. Þeim barst það til eyma og buðu
mér starfið. Ég þáði það með þökkum."
Snorri var ekki fyrsti maður til að
ljá máls á því að Voice væri efnileg.
Það hafa margir fleiri gert. Röddin
breytist í andvarp:
„Okkur vantar nauðsynlega meiri
krítík á það sem við erum að gera.Það
er ekki nógu gott að fá bara jákvæða
gagnrýni. Við erum mjög kröfuharðir
á sjálfa okkur og viljum að fólk segi
umbúðalaust hvað því finnst um tón-
listina. 1 dag erum við eins og dekur-
böm sem aldrei hafa verið skömmuð.
Við komumst upp með allt! Slíkt kær-
um við okkur alls ekki um.“
Snorri tók sem sagt við stjóm mála,
nafninu var breytt og nú bíða ný verk-
efni á næstu grösum. Plata er í deigl-
unni.
„Við ætlum að hafa hana eins hráa
og mögulegt er. Hinn grýtti og harði
vegur tónlistarinnar verður áfram fet-
aður, með einstaka frávikum þó. Við
höldum okkar striki þó í stúdíó sé kom-
ið.“
- Hafiði fengið útgefanda?
„Nei. Útgáfufyrirtækin standa ekki
lengur undir nafni. Þau láta sér nægja
að flytja inn videomyndir og steingeld-
ar plötur. Nýjabrum sér um útgáfu og
dreifingu. Það eru við. Við sláum allir
saman í plötuna og ætlum að kynna
hana sjálfir með konsertum, merkjum,
bolum og saltstöngum."
- Og hvað kemur platan til með að
heita?
„Ný andlit. Eru það ekki orða
sönnu?"
97 metrar eftir
„Platan verður nákvæmlega 12
tommur að ummáli og inniheldur 4
lög. Þau heita: Meira en músík, Heitur
snjór, Social society og uppáhaldslagið
þitt, Illgresi, er það fjórða."
- Það lag fær vonandi að halda sínu
fágaða yfirbragði?
„Já, það er gott dæmi um að Röddin
getur líka verið lág og blíð.“
- Hvenær verðið þið óþekktu andlit-
in þekkt? Hvenær kemur platan út?
„Við erum í miðjum upptökum núna.
Fólk þarf í mesta lagi að bíða í tvo
mánuði. Ekki lengur."
- Hveiju búist þið við að platan
brevti?
„Öllu. Við höfum tröllatrú á sjálfum
okkur og því sem við erum að gera.
Ef við tryðum ekki á Röddina gerði
það enginn. Svo einfalt er það.“
- Þið eruð svona sjálfsöruggir?
„Við verðum að vera það. Annars
gætum við alveg eins hætt strax.“
- Og hvert er markmiðið?
„Markmiðið er að ná eins langt og
kostur er. Enginn hefur komist þangað
ef út í það er farið. Við viljum helst
komast á leiðarenda ef það er hægt
tónlistarlega, án þess að það bitni á
tónlistinni. Þetta er eins og 100 metra
sprettur. Platan er startið. Þegar hún
kemur út eru fyrstu 3 metramir að
baki.“