Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Blaðsíða 23
DV. LAUGARDAGUR 31.MAÍ 1986.
23 .
í hvaða tollflokk fara atkvæði?
Helgi Guðmundsson er kosningastjóri Alþýðubandalagsins á Akureyri.
Hann hefur unnið við kosningasmölun í um 25 ár. „Það hefur orðið mikil
breyting á kosningastarfinu frá því sem áður var.“ DV-mynd JGH
Svo ágætt
efþið
hefðuð haft G
áfram en
ekkiD
Jón G. Hauksson, DV, Akureyri:
„Þetta var sérlega glaðleg kona,
fullorðin, og við spjölluðum mikið
saman þegar ég var að skila henni
heim frá kjörstað. Nú, er heim til
hennar var komið, og ég stöðvaði
bílinn, leit hún skyndilega mjög
íbyggin á mig og sagði: Mér finnst
það skrítið að þið skylduð breyta um
bókstaf, mér hefði fundist það svo
ágætt ef þið hefðuð haft G áfram en
ekki skipt yfir í D.“
Það er Helgi Guðmundsson, 42 ára,
fyrrum bæjarfulltrúi á Akureyri og
einhver þekktasti kosningasmali Al-
þýðubandalagsins, G-listans, sem
segir frá. Helgi fluttist fyrir tveim
árum suður og starfar við Menning-
ar- og fræðslusamband alþýðu.
Hann stóðst þó ekki mátið, mætti
norður skömmu fyrir hvítasunnu-
helgina í kosningaslaginn á Akur-
eyri, er kosningastjóri Alþýðubanda-
lagsins. Starf sem felst í því að
skipuleggja kosningabaráttuna,
fundi, tíma frambjóðenda fram að
kosningum og hafa yfirumsjón yfir
því hvað sé gefið út.
Ekta smali
Sérlega líflegur og hress maður
Helgi, ekta kosningasmali. „Ég hef
starfað við kosningar í meira og
minna 25 ár. Ég held ég hafi byrjað
fyrst að standa í þessu 15 eða 16 ára,
og hef unnið við hverjar einustu
kosningar síðan.
Ég var meira að segja á kafi við
tvennar forsetakosningar. Fyrst
vann ég fyrir Kristján, en þá bjó ég
fyrir sunnan, og síðan árið 1980 fyrir
Vigdísi."
Að sögn Helga hefur orðið inikil
breyting á kosningastarfinu frá því
sem áður var. „Þetta var áður miklu
meira maður á mann aðferðin. Menn
voru stöðugt að akitera á mannamót-
um.
„Flokkarnir voru líka með sinn
mann í kjördeildunum, sem fylgdist
með því hverjir væru búnir að kjósa.
Reyndist líklegur fylgismaður eiga
eftir að kjósa, var hringt í hann og
boðist til að aka honum á kjörstað.
í þá daga spilaði líka miklu meira
inn í hve bílaeign fólks var lítil. Nú,
og sumum fannst sér hreinlega mis-
boðið væri ekki hringt og spurt hvort
viðkomandi væri búinn að kjósa. Það
jaðraði við ókurteisi að hringja ekki
í þetta fólk.
Ekki lengur maður á mann
En nú er þessi kosningasmölun að
mestu búin. Nú eru það fjölmiðlarn-
ir, útgáfustarfsemi flokkanna, þar
sem áróðurinn fer að mestu fram.
Það fer sem sé minna fyrir maður á
mann aðferðinni,“ sagði Helgi Guð-
mundsson.
Ljúkum þessu með sögunni af
gömlu konunni sem hann ók á kjör-
stað fyrir mörgum árum, þá korn-
ungur og nýbyrjaður i kosninga-
smöluninni.
„Konan var svo glaðleg og bros-
mild, að ég hef aldrei fengið svar við
þeirri efasemd minni, hvort hún var
að gera grín eða ekki. En það breyt-
ir því ekki að þetta var sérlega
skemmtilegt atvik.“
„Það var í Borgarnesi 1951 sem ég
sá sjálfur um kosningaskrifstofu í
fyrsta skipti, þá voru aukakosningar
í Mýrarsýslu. Bjarni Ásgeirsson, sem
var þingmaður Mýramanna, var þá
gerður að sendiherra í Noregi og
Pétur Gunnarsson kom þar inn í
framboði. Það var fyrsta kosninga-
skrifstofan sem ég stjórnaði. Síðan
hef ég verið meira og minna alltaf í
þessu,“ sagði Óskar Friðriksson sem
stjórnar utankjörstaðaskrifstofu
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, en
fáir munu hafa meiri reynslu af kosn-
ingastarfi en hann.
„Þessi skrifstofa hér veitir upplýs-
ingar um allt sem viðkemur kosning-
um og okkar starf fer mikið í
kjörskrána, að athuga hvort fólk sé
á kjörskrá. Nú, ef svo er ekki þá er
að aðstoða fólk við að kæra sig inn
á kjörskrá, leiðréttingar á henni og
allt slíkt,“ sagði óskar.
„Síðan er náttúrlega
smalamennskan. Við fylgjumst með
hreyfingu á fólki og reynum að fá
upplýsingar um alla sem ekki verða
heima á kjördag. Fólk gleymir því
mjög oft að það er hægt að kjósa
utan kjörstaða. Ef við fréttum af
fólki sem ekki verður heima á kjör-
dag hringjum við í það og minnum
á að það sé hægt að kjósa utan kjör-
staðar, hvar það sé gert og hvenær.
Merkja við sitt fólk
Síðan erum við með merkingar í
kjördeildum. Við merkjum við okkar
fólk, hverjir kjósa og hringjum ef það
skilar sér ekki. Og fólk tekur þessu
vel. Það er nú reynsla min að það
er íjöldinn allur af fólki sem hrein-
lega ætlast til þess að það sé hringt
í það og bara verður fúlt ef ekki er
talað við það og það minnt á, og tel-
ur þá að það sé búið að gleyma því
og enginn hafi áhuga á því.“
- Misnotar fólk þjónustu kosninga-
skrifstofanna, lætur sækja sig eða
snúast með sig án þess að ætla að
kjósa flokkinn?
„Það veit maður náttúrlega aldrei
um. Ef einhver hringir hingað spyrj-
um við hann ekki hvernig hann ætli
að kjósa. Ég mundi aldrei hringja í
aðra flokka og biðja þá um að keyra
mig á kjörstað og ég geri bara ráð
fyrir að aðrir hugsi svipað."
Persónulegri kosningar
hér áður
- Þegar þú horfir aftur í tímann
finnst þér þetta mikið breytt starf?
„Já, mikið breytt. Harkan er ekki
eins mikil í smalamennskunni eins
og var hér áður. Það varð alveg
grundvallarbreyting 1959 þegar kjör-
dæmin stækka. Þetta var allt miklu
persónulegra áður, t.d. í alþingis-
kosningunum, þegar einmennings-
kjördæmin voru, þá gat kannski ein
fjölskylda ráðið úrslitum um hver
yrði þingmaður kjördæmisins.
Það var t.d í Mýrasýslu 1956 að
tveimur atkvæðum munaði á sjálf-
stæðismanninum og Halldóri E.
Sigurðsyni, fyrrverandi ráðherra,
sem fór þá fyrst inn á þing. Og í
Vestur-Skaftafellssýslu var ein fjöl-
skylda sem kaus svona sitt á hvað
og eftir því fór hvor yrði þingmaður,
framsóknarmaðurinn eða sjálfstæð-
ismaðurinn.
Vissu úrslitin fyrirfram
Þetta voru miklu skemmtilegri
kosningar. Þá vissi maður lika
hvernig hver fjölskylda kaus. Hér
áður þekktu góðir kosningasmalar
flest fólkið - vissu hverra manna það
var o.s.frv. Breytingin verður mikil
í kringum 1970. Áður gastu merkt
börnin eins og foreldrana. Þetta var
viðtekin venja - ef foreldrarnir voru
sjálfstæðismenn eða kommúnistar,
eða hvað það var, þá flokkaðir þú
börnin eins og það var nokkuð rétt.
En upp úr 1970 varð gjörbreyting.
Það lá við að þú gætir flokkað börn-
in þveröfugt við foreldrana.
Þegar ég var að byrja í þessu þótti
slæmt ef það voru ekki svona sjötíu
til áttatíu prósent af kjörskránni
merkt. Þá vissi maður nokkurn veg-
inn hver úrslitin yrðu. Þetta er hins
vegar liðin tíð því sá hópur sem kýs
sitt á hvað fer alltaf stækkandi. En
spennan hefur aukist við þetta vegna
þess að maður er ekki með úrslitin
eins vel á hreinu og var.
Atkvæðin á farmskrá
Mér er það minnisstætt úr síðustu
sveitarstjórnarkosningum að togari
frá Siglufirði fór óvænt í slipp úti í
Grimsby. Var hann þar í söluferð en
átti að vera kominn heim fyrir kosn-
ingar og því hafði enginn um borð
kosið áður en farið var. Síðan tafðist
áhöfnin úti út af þessari slippvið-
gerð. Hún kaus öll á ræðismanns-
skrifstofunni á fimmtudegi fyrir
kjördag. Atkvæðunum var komið á
flug á föstudaginn, þau lenda í flug-
fragt og eru komin heim seint á
föstudagskvöld.
Strax á laugardagsmorgun er byrj-
að að djöflast í að fá þessi atkvæði,
en þetta hafði sgm sagt lent í flug-
fragt og þar af leiðandi á farmskrá
og því þurfti að tollafgreiða atkvæð-
in. Og það vafðist mjög fyrir mönnum
í hvaða tollflokk ætti að setja at-
kvæði. En þetta hafðist og við
komum þessu með harmkvælum á
Siglufjörð í tæka tíð.
Engin gegnumlýsingartæki
Það er alltaf mat í hvert skipti
hvað atkvæði hefur mikið gildi þegar
það er komið á staðinn. Þess vegna
er mjög nauðsynlegt að fylgjast sem
allra best með og gera sér einhverja
grein fyrir hvernig viðkomandi komi
til með að kjósa.
En við vísum engum frá með at-
kvæði. Fólk kemur hér með atkvæð-
in sín í löngum bunum og biður
okkur um að koma þeim til skila.
Og við tökum við þeim, við erum
ekki með gegnumlýsingartæki
hérna, þannig að við komum öllu til
skila sem okkur er trúað fyrir. Ég
minnist þess ekki að hafa nokkru
sinni neitað manni um að koma hans
atkvæði til skila."
Byrjaði snemma að
lesa kjörskrár
- Er þetta erfitt starf?
„Já, maður er orðinn svolítið lang-
þreyttur. Maður er hérna svo að
segja allan sólarhringinn síðustu
dagana og vikurnar. Sá sem gefur
kost á sér í kosningar verður að vera
í því og engu öðru. Þetta eru tuttugu
og fjórir tímar á sólarhring sem þú
er í þessu og þá skiptir annað ekki
máli. Fjölskylda og annað er ein-
hvers staðar langt í fjarska. Meðan ,
maður er í þessu er flokkurinn núm-
er eitt.
En ég er alinn upp við þetta. Faðir
minn var forvstumaður fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn í Borgarnesi og
Mýrasýslu. Kosningastarf fór allt
fram heima þannig að ég er ekki
óvanur þessu. Það má segja að ég
sé alinii upp við kosningabaráttu.
Ég byrjaði snemmma að lesa kjör-
skrána."
-VAJ
„A meðan maður er i þessu er flokkurinn númer eitt,“ segir Oskar Friðriksson sem stýrir utankjörstaðaskrifstofu
Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik. DV-mynd GVA
JIBVerslunarxniðstöð Vesturbæjar -Opið til kl. 16
Rafdeild 2. hæð -
Munið JL-grillið
Sérverslanir i JL-portinu
Barnagæsla á 2. hæð
JIE
KORT
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121 Simi 10600
Matvörumarkaður 1. hæð -
Húsgagnadeild 2. og 3. hæð -
Gjafa- og búsáhaldadeild 2. hæð
Ritfangadeild 2, hæð -