Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Blaðsíða 24
24 DV. LAUGARDAGUR 31.MAÍ 1986. Erlend bóksjá Erlend bóksjá Erlend bóksjá Erlend bóksjá ■á r’Á KKNNETH EAMAUGH *•<*«, - 'if *s* »■ m ipvE I ástarleit MR. LOVE. Höfundur: Kenneth Eastaugh. Methuen, 1986. Donald Lovelace er garðyrkju- maður á miðjum aldri sem alltaf hefur látið fara lítið fyrir sér. Hann hefur aldrei tekið þátt í frama- og Hfsþægindakapphlaupinu eigin- konu sinni og uppkomnum börnum til mikillar hrellingar. í augum flestra sem umgangast hann, jafnt á vinnustað sem heimili, er hann algjört núll. Donald lætur lífið í umferðar- slysi. Það vekur nokkra furðu að með honum í bílnum er ung og lag- leg stúlka. En fyrst kastar tólfun- um þegar útförin fer fram. Börn hans tvö hafa ekki fyrir því að mæta þar en hins vegar koma þangað tólf sorgmæddar konur á ýmsum aldri, konur sem eiginkona Donalds kannast ekkert við. Þetta vekur feiknaathygli og skrifað er í blöðin um þennan hægláta mann sem hafi lifað margföldu lífi og átt tólf ástkonur! En það er ekki allt sem Sýnist. Höfundurinn afhjúpar leyndar- j dóminn um leit Donalds að ástinni j í þessari skemmtilegu og mann- eskjulegu sögu, sem er byggð á j handriti Eastaughs að samnefndri J kvikmynd. -----------------------------j I Minnisháski DANGER: MEMORY! Höfundur: Arthur Miller. Methuen, 1986. Þessi litla bók hefur að geyma tvo nýja einþáttunga eftir helsta núlif- andi leikritaskáld Bandaríkjanna, Arthur Miller. Þeir eiga það sam- eiginlegt að fjalla um minnið, þann skrítna fugl, og hvemig dýpstu svarthol þess geyma það sem við viljum ekki muna. Annars eru einþáttungarnir, sem frumsýndir eru á þessu ár, gjörólík- ir. Sá fyrri, I Can’t Remember Anyt- hing, er ljúfsárt samspil tveggja gamalla vina, Leo og Leonoru, sem hittast eina kvöldstund sem oftar. Leo er umhugað um að vinkonan gleymi því ekki þegar þar að kemur að hringja í rannsóknarstofnun, sem á að fá líffæri hans til með- ferðar, en mesta kvöl Leonoru, sem bíður óþolinmóð eftir því sem koma skal, er að vera orðin öllum gangs- laus. Síðari einþáttungurinn, Clara, er harðneskjulegri. Þar rekur lögre- glufulltrúi gamir úr föður myrtrar stúlku, sem gefur leikritinu nafn. Miller spyrðir þar listilega saman fortíð og nútíð er lögreglumaður- inn knýr föðurinn til að ritja upp bældar tilfinningar og muna um leið nafn hins líklega morðingja, elskhuga dótturinnar. Lögmál Murphys eða hvers vegna allt mun fara úrskeiðis MURPHY’S LAW COMPLETE. Höfundur: Arthur Bloch. Methuen, 1986. Grundvallarlögmál það sem könnt er við Murphy er einfalt: „Ef eitthvað getur farið úrskeiðis þá muti svo fara.“ Hver var svo þessi bjartsýnis- maður, Murphy? Eftir því sem best er vitað var höfundur lögmálsins bandarískur verkfræðingur. Þegar hann vann við rannsóknir hjá fyr- irtæki í Bandaríkjunum árið 1949 gekk ein tilraunin illa vegna þess að maður nokkur tengdi alltaf víra rangt saman. Murphy varð illur vegna þessa og sagði stundarhátt um manngarminn: „Ef hægt er að gera þetta vitlaust mun hann gera það.“ Samstarfsmaður einn gaf yfirlýsingunni þegar í stað nafn- giftina Murphy-lögmálið. Margir hafa orðið til þess að auka við þetta lögmál og útfæra. Arthur Bloch hefur safnað því öllu saman í þrjár bækur sem hér birtast í einni. Hann hefur einnig leitað í skjóðu annarra höfunda. Hér má þannig lesa kjarnann úr lögmálum Peters og Parkinsons og margra fleiri. Sumt af því sem hér birtist eru skemmtilegir orðaleikir eða hnyttnar athugasemdir, en margar fullyrðingarnar endurspegla sann- leikskorn úr hversdagslífinu. Til dæmis þessi sannindi um fundahöld: „Ef vandamál leiðir til margra funda verða fundirnir að lokum mikilvægari en vandamál- ið.“ Eða eftirfarandi lögmál um banka: „Til þess að fá lán þarftu fyrst að sanna að þú þurfir ekki á því að halda.“ Ætli ýmsir sem hafa keypt nýtt tæki megi ekki taka til sín eftirfar- andi ráðleggingu: „Þegar allt annað bregst skaltu lesa leiðbein- ingarnar." Starfsmenn fyrirtækja og stofn- ana fá vænan skammt í þessari bók. Lögmál Conway er gott dæmi þar um: „í sérhverju fyrirtæki er alltaf einhver sem veit hvað er að gerast. Þann mann verður að reka.“ Og eftirfarandi um vanda starfs- manna: „Hversu mikið sem þú gerir er það aldrei nóg.“ Sérfræðingarnir fá einnig sitt. Dæmi: „Sérfræðingur er maður sem veit meira og meira um minna og minna þar til hann veit allt sem hægt er að vita um ekki neitt.“ Vafalaust leynist sannleikskorn í Clarke-lögmálinu: „Sérhver bylt- ingarkennd hugmynd kallar á þrjú stig viðbragða sem best verður lýst með þessum þremur setningum: 1. Þetta er ógerlegt - hættu að sóa tíma mínum. 2. Þetta er gerlegt en ekki þess virði að framkvæma það. 3. Ég sagði alltaf að þetta væri góð hugmynd." Murphyistar eru ekki beinlínis uppfullir af trú á það góða í mann- inum. Dæmi: „Það er mannlegt að gera mistök og enn mannlegra að kenna öðrum um.“ Jones-lögmálið tekur á hliðstæð- um þætti manneðlisins: „Sá sem getur brosað þegar eitthvað fer úrskeiðis hefur áttað sig á því hverjum hann getur kennt um.“ Það verður ekki sagt að Murp- hyistar séu bjartsýnir þótt því sé reyndar haldið fram í einni fullyrð- ingunni í bókinni að Murphy hafi verið bjartsýnismaður. „Ekkert er svo slæmt að það geti ekki versn- að,“ segir hér. Og Pardo nokkur hefur þetta að segja um lífsins gæði: „Allt það sem gott er í lífinu er annaðhvort ólöglegt, siðlaust eða fitandi.“ Það er ótrúlegt hversu margir hafa stundað þá heilaleikfimi að búa til nýjar og nýjar kennisetn- ingar sem eiga ættir að rekja til upphaflega Murphy-lögmálsins. Um það vísast til þessa upplífgandi rits nema hvað rétt er að minna hér í lokin á lykilhugsun Murphy- heimspekinnar: „Brostu - morgun- dagurinn verður ennþá verri!" Ástkona Vitu I VIOLET TREFUSIS. A BIOGRAPHY. Höfundar: Philippe Jullian og John Phillips. Methuen. 1986. Þeir sem á annað borð kannast við nafn Violet Trefusis minnast hennar líklega eingöngu vegna ástríðuþrungins ástarsambands hennar við Vitu Sackville-West. Hver er nú það? kann einhver að spyrja. Jú, Vita var rithöfundur, gift þekktum breskum diplómata, Sir Harold Nicolson. Hún skrifaði sjálf opinskáa frásögn um ástar- samband sitt og Violet en birti hvergi. Sonur hennar, Nigel, fann handritið eftir lát hennar og kom því á þrykk í bókinni Portrait of a Marriage sem vakti gífurlega at- hygli á síðasta áratug. Ritverk Vitu eru þó ekki víða lesin í dag. Hún er miklu fremur kunn meðal bók- menntaáhugafólks sem fyrirmynd- in að Orlando í samnefndri skáldsögu Virginiu Woolf. Violet var skilgetið afkæmi þeirr- ar bresku aðalsstéttar sem nú er að verulegu leyti horfin. Móðir hennar, Alice Keppel, var um langt árabil ástkona Eðvarðs sjöunda Englandskonungs. Það opnaði Violet dyr samkvæmislífsins þar sem hún kunni alltaf svo vel við sig. Eftir hneykslið sem samband hennar við Vitu olli - en þær flúðu um tíma saman frá eiginmönnum sínum til meginlands Evrópu - dvaldi hún lengst af í Frakklandi og á Ítalíu í félagsskap aðalsfólks af ólíku tagi og áhrifamanna í stjórnmálum og listum. Hún hélt „salon" í París, átti marga elsk- huga og komst í kynni við ýmsa helstu stjórnmálamenn og lista- menn aldarinnar - til dæmis svo ólíka menn sem Proust og Mussol- ini. Hún vakti hvarvetna athygli - á yngri árum fyrir framkomu og fegurð en einkum fyrir sérkenni- legheit þegar líða tók á ævina. Þótt vissulega sé forvitnilegt að lesa um lif Violet eftir að ástarmál- um hennar og Vitu lauk, svona ekki ósvipað og það er notalegt að virða fyrir sér suðræna skrautfugla stundarkorn, eru það þó þessi ástríðuþrungnu ár þeirra í kringum fyrri heimsstyrjöldina sem gerir sögu hennar áhugaverða. Þá er hún gagntekin af sterkum tilfinn- ingum og hugfangin af draumum um líf þar sem aðeins tvennt skipt- ir máli: ástin og fegurðin. Birt eru í bókinni bréf sem Violet skrifaði til vinkonu sinnar, sum af tilfinningaeldi æskuástarinnar. Það lifði reyndar enn í þeim glæð- um áratugum síðar þegar þær Violet og Vita hittust á ný. Ævisagan er skrifuð af samúð og vinarþeli. Hún fyllir út í þá mynd sem gefin er í ágætri ævisögu Vitu Sackville-West eftir Victoriu Glendinning og bætir þar við nokkrum dráttum. i PHH.IPPE JLAliAN & JOHN PW.UPS BiOGRAPHY e-XMGXfd ^CjKHí WfTU y-?A vocvlií WIÍT Metsölulistar - pappírskiljur BANDARÍKIN 1. Barbara Taylor Bradford: HOLD THE DREAM. 2. Mary Higgins Clark: STILLWATCH. DANMÖRK 3. Colleen McCullough: A CREED FOR THE THIRD MILLENNIUM. 4. Michael Korda: 1. Fay Weldon: QUEENIE. VENINDER (1). 5. Larry Niven og Jerry 2. Isabel Allende: Pournelle: FOOTFALL. ÁNDERNES HUS (2). 6. Dana Fuller Ross: 3. Karen Blixen: TENNESSEE! DEN AFRIKANSKE FARM (3). 7. Alice Walker: 4. Alice Walker: THE COLOR PURPLE. FARVEN LILLA (6). 8. Danielle Steel: 5. Judith Thurman: FAMILY ALBUM. KAREN BLIXEN. (4). 9. Shiriee Busbee: 6. Karen Blixen: THE SPANISH ROSE. BREVE FRA AFRIKA (7). lO.Janelle Taylor: 7. Carsten Jensen: MOONDUST AND MADNESS. SJÆLEN SIDDER I 0JET (5). 8. Mario Puzo: Rit almenns eðlis: SICILIANEREN (10). 1. Isak Dinesen (Karen Blixen): 9. Frans Lasson og Clara Selborn: KAREN BLIXEN (8). 10. Karen Blixen: SYV FANTASTISKE FORTÆLLINGER 0)- OUT OF AFRICA AND SHADOWS ON THE GRASS. 2. B.D. Hyman: MY MOTHER’S KEEPER. 3. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELED. (Tölur innan sviga tákna röö viðkomandi 4. Leo F. Buscaglia: bókar á listanum vikuna á undan. Byggt LOVING EACH OTHER. á Politiken Söndag). (Byggt á New York Tlmes Book Review.) Umsjón: Elías Snæland Jónsson Skyndibylting GRANTA 18. Ritstjórl: Bill Buford. Granta Publications og Penguin Books, 1986. Enn kemur Granta ánægjulega á óvart. Að þessu sinni með óvenju magnaðri frásögn af valdaskiptun- um á Filippseyjum eftir þekktan breskan blaðamann, ljóðskáldið James Fenton. Hann hefur hæfi- leika til að vera á réttum stöðum á örlagastundum: í Kambódíu á tímum blóðbaðsins þar, í Saigon þegar borgin var að falla í hendur skæruliða og nú á Filippseyjum þegar Markos hraktist frá völdum. Fenton sýnir ástand mála á Filippseyjum frá ólíkum hliðum. Hann ræðir jafnt við háttsetta stjórnmálamenn og hershöfðingja sem fátæklingana á öskuhaugum Manilaborgar. Hann heimsækir bækistöðvar skæruliða kommún- ista (þar sem allir höfðu séð Rambo), fylgist með kosningas- vindlinu og er með þeim fyrstu inn í höll Markosar eftir flótta hans (kemst inn í einkaíbúð Markosar- hjónanna, spilar þar á píanó hins fallna forseta og nælir sér í hand- klæði með stöfum Imeldu). í frásögn sinni nær Fenton að lýsa hringiðu flókinna atburða svo ljóslega að lesandanum finnst á stundum sem hann sé þar staddur sjálfur. Slíkt er aðeins á færi bestu blaðamanna. Spekiorð ALL TRIVIA Höfundur: Logan Pearsall Smlth. Penguln Books, 1986. „Heilt bókasafn í smækkaðri út- gáfu.“ Þannig kemst bandaríski rithöfundurinn Gore Vidal að orði um þetta safri smáritgerða og spak- rnæla eftir Logan Pearsall Smith - Bandaríkjamann sem gerðist breskur ríkisborgari árið 1913 og tengdist þeim hópi menningarvita sem kenndur var við Bloomsbury. Logan var ákafur unnandi en- skrar tungu og samdi smásögur og málfræðirit. En kunnust verka hans eru þær stuttu en meitluðu hugleiðingar og spekiorð um lífið og tilveruná sem hér birtast í heild- arútgáfu. „Most people sell their souls, and live with a good conscience on the proceeds" er líklega eitt þekktasta spakmæli Smith. Hér er margt ann- að sem hittir vel í mark. Sumt er kannski í háfleygara lagi fyrir jarð- bundna efasemdarmenn á síðustu áratugum aldarinnar. Allir hljóta hins vegar að hrífast af fáguðum texta og orðgnótt höfundarins, sem andaðist árið 1946.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.