Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Blaðsíða 13
13 1. Af ótal kostum þessarar frönsku lúxuskerru er fjölskyldufaðirinn hrifnastur affrábærum aksturseigln- leikum BX-ins. 2. Hagsýn húsmóðirin er I sjöunda himniyfirþví að öll þæglndin skuli ekki kosta meiri fjárútlát. 3. Pjakkurinn las í blaði að meðalaldur Citroén í Svíþjóð er 13 og háfft ár. Hann ætlar að segja öllum vinum sínum frá því. 4. Systir hans er ánægð með allt rýmið og mjög montin aföllum öryggisbelt- unum. 5. Amma hefurýmsu góðu kynnst um dagana, en í þægilegri bílsætum hefur hún aldrei setið og vökva- fjöðrunin er í hennarhuga ekkert ómerkari uppfinning en rafmagnið. 470.000,--Kr kostar Citroén BX 14 E (sbr. mynd) og er það auðvitað veiga- mesta ástæðan. Citroén BX Leader er enn ódýrari; aðeins 443.000,- kr. BX 16 TRS kostar kr. 568.000,-og glæsivagninn BX 16 RS Break (station) kostar nú aðeins 615.000,- krónur. Ekki síðri ástæða ergreiðslukjör- in; allt niður í 30% útog afgangur- inn á allt að tveimur árum. Innifalið í þessu verði erryðvörn, skráning, skattur, stútfullur bensíntankur og hlífðarpanna undir vél. Einnig má nefna framhjóiadrifið, en Citroén hefur verið framhjóla- drifinn lengst allra bíla - eða síðan 1934, og hæðarstillinguna sem skipar Citroén í sérflokk við akstur í snjó og ófáerð. BX-inn er líka alliaf í sömu hæð frá jörðu, óháð hleðslu. Falleg innrétting og listræn hönnun á öllum hlutum vega líka þungt þegar Citroén ér borinn saman við aðra bíla. Líttu inn í Lágmúlanum eða sláðu á þráðinn. Sölumenn okkar vilja segja þér margt fleira um þessa frábæru bíla. n/nhi /QH LÁGMÚLA 5 VJiVJkJU'OF SÍMI 681555 GOTT FÓLK / SÍA DV. LAUGARDAGUR 31.MAÍ 1986 IL NY A PAS QUE CES CINQ RAISONS QUI FONT DE LA QTROÉN BX UNE DES MEILLEURES VOITURES FAMILIALES DISPONIBLESICI* 'ÞAÐ ERU FLEIRIÁSTÆÐUR EN ÞESSAR FIMM SEM GERA CITROÉN BX AÐ EINUM BESTA FJÖLSKYLDUBÍLNUM SEM HÉR FÆST. Hann myndaði fræga fólkið Cecil Beaton var eflaust einhver frægasti Ijósmynd- ari sinnar tíðar. Hann myndaði helst enga aðra en konungborna - og svo al- frægustu leikarana. Um hríð var hann elskhugi sjálfrar Grétu Garbo. A íjórða, fimmta og sjötta áratug ald- arinnar þóttu sumar ljós- mynda hans allt að því klúrar - og þegar borin var upp hugmynd um sýningu á verkum hans á vegum Kon- unglega listaráðsins í Englandi höfðu sumir uppi harðorð mótmæli. Eigi að síður hefur nú verið opnuð sýning á verkum Be- atons í Barbican-listasafn- inu. Það safn er kannski ekki hárrétta umgjörðin um verk hins mjúkgerða og hægláta ljósmyndara því þar er allt úr stáli og steinsteypu en einn sýningarsalanna var tjaldaður innan með rauðu og þar búið til aðlað- andi andrúmsloft sem hæfir verkum Beatons. Cecil Beaton var á ferli með ljósmyndavélina á dög- um kreppunnar miklu. Hann myndaði Wall-Street ,,krakkið“, ef svo má að orði komast - myndaði fyrirfólk- ið dansandi og drekkandi kampavín á meðan milljónir sultu og voru atvinnulausar. Forsvarsmenn listasafnsins segja reyndar að nú sé rétti tíminn til að sýna margar af kreppumyndum Beatons því í Bretlandi séu nú millj- ónir manna atvinnulausar og í Bandaríkjunum séu fjörutíu milljónir manna við hungurmörkin. Beaton myndaði sjálfan sig og segja sumir að hann sjálfur hafi verið sín uppá- haldsfyrirsæta. Sjálfsmyndir Beatons hafa víða ratað. Picasso hefur notað sjálfs- sýn Beatons í verki - og það sama hefur nútímalistamað- urinn Andy Warhol gert. Cecil Beaton var fyrirmynd persónu einnar í þekktri skáldsögu eftir Evelyn Waugh. Sú bók hét „Decline and FaH“ og kom út 1928. Kóngafólk og leikarar? Ekki einvörðungu. í stríðinu sendi konunglegi breski flugherinn, RAF, Beaton til Austurlanda og þar tók hann margar sérlega for- vitnilega mannlífsmyndir. Þær gefur nú að líta í Bar- bican ásamt fallegri mynd af ástmey hans, Grétu Gar- bo.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.