Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Blaðsíða 20
20 DV. LAUGARDAGUR 31.MAÍ 1986. Reykingar hættulegri - segja sænskir sérfræðingar um geislunina frá Chemobyl „Við treyst- um kjarnorku- verunum í Svíþjóð hafa jafnt almenningur sem yfirvöld verið skelfingu lostin eftir að íréttir bárust um kjamorku- slysið í Chemobyl í Ukraínu. Geisl- unin mældist meiri víða í Svíþjóð en annars staðar um Norðurlönd, að Finnlandi undanskildu. Kýr og annar fénaður hefur staðið á húsi, þótt sumarið sé komið og gróður fyrir nokkru kominn í blóma. Sæn- skir bændur hafa hellt niður ókjör- um af mjólk - og allur almenningur spyr ráðaleysislegra spuminga í blöðunum. - Við skiljum vel ótta fólksins og viðbrögð við þeim upplýsingum sem birtar hafa verið, sagði Gunnar Bengtsson, aðalforstjóri geisla- vamastofnunar Svíþjóðar (SSI), - en það verður að meta allar upplýsingar í réttu samhengi við aðrar hættur sem að manninum og umhverfi hans steðja. „Landsvirkjun" gerir lítið úr geisluninni Landsvirkjunin þeirra í Svíþjóð, sem reyndar heitir Vattenfall, rekur allar orkustöðvar Svía, þar á meðal kjamorkuverin í Forsmark, Oscars- hamn, Ringhals eitt og tvö og Barsebáck á Skáni, orkuverið sem Danir vilja að minnsta kosti út í hafsauga og helst lengra í burtu. í blaði sem Vattenfall gefur út em Svíar fullyrða að mjög mikill munur sé á rússneskum og sænskum kjam- orkuverum. Rússar hófú sína fyrstu framleiðsluáætlun á kjamorku í lok fimmta áratugar aldarinnar. 1950 var ákveðið að byggja fyrsta kjamaofn- inn. Nú reka Sovétmenn 30 kjamaofna og nú framleiða þeir um 10% allrar raforku sinnar í kjamorkuverum. Sú leiddir fram ýmsir postular sem telja að geislunin frá Chemobyl valdi ekki neinum straumhvörfúm varð- andi sænska þjóðarheilsu. „Rúss- neska kjamorkuslysið veldur tveimur krabbameinstilfellum til viðbótar á fjömtíu árum,“ segir í fyrirsögn á „Aktuell Information" sem Vattenfall gefur út. Sænsku dagblöðin hafa hins vegar leitt fram ýmsa sérfræðinga sem hafa bent á að geislunin svari til þess að sérhvert mannsbam sé sett í magaröntgenmyndatöku einu sinni. - Slysið í Sovétríkjunum mun valda tveimur krabbameinstilfellum til viðbótar á næstu 40 árum. Það er að sjálfsögðu harmsefni og hin versta óhamingja. En við verðum að bera þetta saman við aðra hættu sem að okkur steðjar, sagði fyrmefhdur Gunnar Bengtsson. Radonhus og reykingar hættulegri - Á þessu sama tímabili munu ra- donhúsin í Sviþjóð (einingahús úr sérstöku, unnu steinefni) valda 44. JX) krabbameinstilfellum eða 1.100 á ,»ri. Reykingar valda margskonar krabbameini - um það bil 5000 tilfell- um á ári miðað við 40 ára tímabil, . samtals 80.000 krabbameinstilfellum. orka er um það bil jafhmikil og öll raforka sem Svíar framleiða. Kjamorkuofiiar hafa þróast í þrjár áttir. Á Vesturlöndum nota menn að- allega vatnskælda oíha en í Sovétríkj- unum em notaðir svonefndir grafít- ofhar eins og sá sem bilaði í Chemo- byl. Leysiö skepnurnar! Gunnar Bengtsson og sérfræð- ingalið hans hjá geislavamastofh- uninni hafa sett sig í samband við marga sem sýnt hafa merki um óró- leika vegna Chemobyl-slyssins. - Maður verður náttúrlega að meta svona hluti i réttu samhengi, sagði Gunnar Bengtsson. - Helsti vandinn varðandi þessa geislun er það kapphlaup sem við eigum í við vorið. Og nú getum við andað léttar hvað stór landsvseði snertir. Það má leysa kýmar á Hallandi, Skáni, Blekinge og á Eylandi. Við erum að vonast til þess að geta fikrað okkur norður eftir hér- uðunum, gefið bændunum leyfi til að sleppa út skepnunum um leið og þeir fara fram á það. Engin ástæða til að örvænta Gunnar Bengtsson sagði að engin ástæða væri til að örvænta. - Sem stendur er ástandið gott. Jafhvel þótt veðrið breyttist, vindáttin yrði önnur nú á næstunni, þá ætti það ekki að hafa merkjanleg áhrif í Sví- þjóð. En sú spá er náttúrlega ekki alveg pottbétt. Sú spá reiknar með að ekki virði frekari útgeislun frá kjamorkuverinu í Chemobyl og að þarlend yfirvöld hafi náð stjóm á þróuninni. Miðað við þær forsendur teljum við að geislunin muni ekki aukast í Svíþjóð. Bömin út í sandkassana! Geislavamastofhunin hefur svar- að mörgum almennum spumingum frá fólki. Almenningur hefúr velt fyrir sér ótal spumingum í sambandi við geislunina. Fólk hefur spurt hvort hættulaust sé að drekka mjólk. Og hvort óhætt sé að gefa koma- bömum brjóst; eða hvort stærri böm megi leika sér í sandkössum. - Fólk ætti að neita sér um græn- meti fyrst um sinn, sagði Gunnar Bengtsson. - Einkanlega á það við um snemmsprottnar jurtir eins og steinselju og raunar fleiri. - Við treystum á öryggisbúnað kjamorkuvera okkar. Þau em hönnuð út frá ákaflega ströngum kröfum um öryggi. Starfemenn okkar em hæfir og sérfræðingar okkar em sjóaðir varðandi öryggismálin.. .það er fyrir hendi umfangsmikil þekking í tengsl- um við öryggisfrágang kjamorku- vera.. .segja forstjórar sænsku kjamorkuveranna í Ringhals og Fors- mark. Þeir heita Carl Erik Nyquist og Lars Gustafeson og em leiddir fram á síðum blaðs þess sem sænska lands- virkjunin (Vattenfall) gefur út. - Þessar skoðanir okkar breytast ekki við það slys sem varð í Chemo- byl. Okkur þykkir leitt að í Sovétríkj- unum skuli yfirvold ekki hafa skilið að það gildir að uppfræða fólkið þegar í stað þegar svona lagað gerist. Réttmæt gagnrýni Sænsku orkuveraforstjóramir segja að þeir taki heils hugar undir þá gagn- rýni sem sænska ríkisstjómin hefur beint að Rússunum vegna Chemobyl- slyssins. - Þegar við nú berum saman ástandið í okkar kjamorkumálum og þeirra í Sovét þá verðum við að muna eftir nokkrum atriðum. En þó fyrst og fremst að við höfiun náð langt hvað snertir öryggismál. Allur okkar hugs- unarháttur í þessum efhum þýðir að öryggið er sett ofar öllu, segja forstjór- amir, Gustafsson og Nyquist. Og rétt er að minna á í því sambandi að nokk- uð er síðan sænsk yfirvöld ákváðu að losa sig við kjamorkuna. Áætlað er að árið 2010 verði Svíar ekki lengur háðir raforkuframleiðslu kjamorku- veranna en sem stendur em um 20% raforku þeirra framleidd í kjamorku- verum. Ákvörðunin um að loka kjamorkuvemnum (draga fyrst úr framleiðslu þeirra og loka þeim svo) var tekin eftir bandaríska kjamorku- slysið á Þriggja mílna eyju við Harris- burg þegar geislun fór að berast ffá kjamaofni þar. En þótt fordæmi séu fyrir því að kjamorkuofnar gefi sig em Svíamir samt kokhraustir varðandi sín eigin kjamorkuver. - Við þurfum aldrei - t.a.m. af hag- kvæmnisástæðum - að velta því fyrir okkur að draga úr öryggisbúnaði. Þessu getum við lýst yfir opinberlega. Og allir þeir staxfsmenn okkar sem einvörðungu sinna öryggismálunum geta staðfest þetta. - Þegar við endurtökum það aftur og aftur að slysið í Harrisþurg hafi kennt okkur mikið stafar sú endur- tekning af því að það er ástæða til að minna á það. Eitt er það sem neftia má og er nýtt eftir Harrisburg: síubún- aðurinn sem byggður var við Barsebáck. Öll kjamorkuver í Svíþjóð verða búin sams konar síum. Öryggið þróast - Við getum slegið því föstu - og miðað við útbúnaðinn við Barsebáck núna og þar með væntanlegan út- búnað við önnur kjamorkuver - að þótt kjamaofh springi og slys verði þá mun ekki verða nein umtalsverð geislun. - Rússneski kjamaofninn, sem bil- aði, er gerólíkur okkar. Rússneskar öryggiskröfur em líka frábmgðnar okkar. Sænsku orkuversforstjóramir em ömggir með sig og gera mikið úr reynslu Svía og þeim alþjóðlega upp- lýsingabanka sem nú sé fyrir hendi og kjamorkumönnum stoð og stytta í öryggismálunum. - Við verðum að nýta kjamorkuna - að minnsta kosti enn um sinn, sagði Nyquist - við getum ekki dregið hrað- ar en svo úr raforkuframleiðslunni. Þegar dregur að árinu 2010 er áætlað að nýjar orkuuppsprettur hafi verið fundnar og kannaðar og ný spamað- aráætlun fyrir heimilin komin á fót. Þýðingarmikill munur Sænsku orkuveraforstjórarnir, Carl Erik Nyquist og Lars Gustafsson. Sænskur kjamaofn. Sjö metrar. I Köfnunargas. Rússneskur kjamaofn. Sum kjamorkuver hafa ekki auka rafkerfi. Einfaldur steinsteypuveggur, ekkert úöunarkerfi. Steypa. Steypa. Stál. Veggurinn sem er einangraöur inni í ofninum. Raforka úr fjórum mismunandi kerl- um, m.a. fyrir kælivatnsdælur. Úðunarkerfi sem dælir vatni viö bil- un. Brunaofn í tanki fylltur með vatni. Vatn streymir á milli hitakerfanna. Vatnsgeymir sem kælivatniö er sótt Gasþétt hylki. '• Brunaofn einangraður inni í graf- itstöngum. Vatn kemst aðelns gegnum stangimar. Vestrænir kjamaofnar eru almennt vatnskældir og brunastangimar umluktar vatni. Kælingin skiptir öllu máli og er þýðingarmesta öryggisráðstöfunin í kjamaofni, því illa fer ef vélamar ofhitna. Svíar - og reyndar vestrænir raforkuframleiðendur yfirleitt - em vissir uro að þeir gæti öiyggis kringum kjam- orkuver sín betur en Rússar. Og fullyrða raunar að hugsunarhátturinn sé allt öðmvísi fyrir vestan en fyrir austan. Það skiptir vestræna kjamorkumenn vitanlegn miklu máli að almenningsálitið snúist ekki gegn þeim meira en orðið er. Og þess vegna reyna þeir nú að sýna fólki fram á að þeim sé hægt að treysta - þótt ekki sé hægt að treysta Rússum fyrir kjamorku. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.