Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Blaðsíða 26
DV. LAUGARDAGUR 31.MAÍ 1986. Innilokaður biskup -í' Fræg norsk kennslubók í skák hefst með þessum fleygu orðum: „Fyrir alla muni, ekki leika af þér!“ í raun og veru þarf byrjandinn ekki að muna meira til þess að geta teflt skák sóma- samlega. Hins vegar vandast málið er í ljós kemur hvað afleikimir geta ve- rið af margvíslegum toga. Sumir uppgötvast ekki fyrr en að skákinni lokinni og aðrir koma aldrei upp á yfirborðið. Meira að segja snjöllustu stórmeistaramir gera sig oft á tíðum seka um að þverbrjóta grundvallar- reglumar. Byrjendum er jafnan ráðlagt að koma öllum mönnum sínum á fram- færi áður en lagt er til atlögu. „Ekki fara með drottninguna út of snemma," er gjaman sagt og bætt við að þá geti léttu menn mótherjans og peðin ógnað henni og vegna þess hve hún er verð- mæt verður hún sífellt að hörfa, sem kostar dýrmætan tíma. A meðan horf- ir liðsafli drottningarinnar bjargar- laus á og getur sig hvergi hrært. Sömu sögu má segja um peðsrán í byrjun tafls, sem oftast er á kostnað venju- legrar liðsskipunar. Samt er erfitt að segja til um það hvort mótherjinn geti notfært sér „tímamismuninn" eða hvort peðið komi til með að segja til sín á endanum. Fyrrverandi heimsmeistari, Vassily Smyslov, er einmitt þekktur fyrir næ- man stöðuskilning og „fagran sam- hljóm“ manna sinna en hann er ekki óskeikull fremur en aðrir mennskir menn. Sennilega hefur hann þó sjald- an mátt horfa upp á jafnömurlega stöðu, eins og er hann tefldi við Eng- lendinginn Tony Miles á skákmótinu í Dortmund, sem var síðasta æfing Miles áður en hann tefldi gegn Ka- sparov. Smyslov þáði peð í byijuninni og vildi ekki sleppa því aftur en á meðan biðu menn hans á kóngsvæng að- gerðalausir. Miles náði miklum stöðuyfirburðum og eftir umskipti á öllum mönnunum, nema kóngs-hrók og biskup, sat Smyslov uppi með von- lausa stöðu. Biskup hans var nefhilega fangi hvítu peðanna og átti enga von um náðun. Skákin var tefld í fyrstu umferð og hafði, eins og við er að búast, slæm áhrif á Smyslov sem náði sér ekki aftur á strik. Hvítt: Tony Miles Svart: Vassily Smyslov Slavnesk vöm 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 RfB 4. Rc3 dxc4 5.Re5 Miles kærir sig kollóttan þótt Smyslov nái nú að valda c-peðið. Venjulega framhaldið er 5. a4 ásamt e2-e3 og Bxc4 en þar er Smyslov öllum hnútum kunnugur - með fjörutíu ára reynslu. 5. - b5 6. g3 Rg4?! Eðhlegra er 6. - Bb7 7. Bg2 Dc8 - Smyslov skiptir upp á eina manninum sem kominn er út úr borðinu. 7. Bf4 Rxe5 8. Bxe5 Rd7 9. Bg2 Rxe5 10. dxe5 Bd7 Ekki hefði heldur 10. - Db6 11. a4 Bb7 12. a5 Da6 13. Re4 eða 12. - Dc5 13. a6 boðað gæfu og enn síður 10. - Dxdl +11. Hxdl Bd712. Rxb5 o.s.frv. 11. a4 b4 12. Re4 Dc7 13. Dd4! Hd8 14. 0 04) Be6?! Hvemig átti hann að þróa kóngs- vænginn? Ef 13. - e6? þá 14. Rd6+ og enn lakara er 13. - g6? vegna 14. e6! Kannski var 13. - Bf5!? eini möguleik- inn. 15. Dxd8+! Dxd8 16. Hxd8+ Kxd8 17. Rg5 Kc718. Re6 + fxe619. h4! g6 20. f4! Nú verða mislitir biskupar síst til þess að auka jafnteflislíkumar því að sá svarti er grafinn lifandi - kemst ekki gegnum hvítu peðafylkinguna og verður að halda sig á fjórurn reitum í hominu. í reynd er hvítur manni yfir og vinningurinn ætti því aðeins að vera „spuming um tæknilega úr- vinnslu“, eins og sagt er. 20. - h6 21. Kd2 Bg7 22. Hcl Hd8+ 23. Ke3 c3 24. bxc3 b3! Smyslov reynir að gera honum eins erfitt fyrir og mögulegt er, þótt það dugi skammt. 25. Hbl Hb8 26. Be4 g5 27. h5! Sleppir biskupnum ekki út úr búr- inu. 27. -b2 28. Kd2 Hb3 29. Bc2 Hb6 30. Bd3 Hb3 31. Bc2 Hb6 32. c4 c5 33. Kc3 a5 34. Bb3! gxf4 35. gxf4 Kd7 36. Hxb2 Ke8 37. Hbl Kf7 38. Hgl Bh8 39. Bc2 Bg7 40. Bg6+ Kg8 41. Hdl - Og í þessari vonlausu stöðu gafst Smyslov upp. Hvítur vinnur annað- hvort a- eða c-peðið og myndar sér óstöðvandi frelsingja. „Ég tefldi við skrímsli“ Heimsmeistarinn ungi, Garrí Ka- sparov, lét sér ekki nægja að sigra í einvíginu við Miles í Basel, héldur reyndi hann allt til þess að sigurinn gæti orðið sem stærstur. „Ég tefldi við skrímsli," sagði Miles eftir sjöttu skákina og þá síðustu, sem Kasparov Vassily Smyslov, fyrrverandi heims- meistari. vann. Úrslit einvígisins urðu því 5 1/ 2-1/2 Kasparov í vil. Karpov er næstur í röðinni en það er harla ólíklegt að hann verði svo léttvægur fundinn. Eins og sjá mátti af skák Miles við Smyslov hér að framan er þar enginn viðvaningur á ferð. í einvíginu í Basel réðst Miles aftur á móti á vegg. Ka- sparov tefldi betur í flóknum miðtafls- stöðum en gleggstur var þó munurinn hvað byijanaundirbúningi áhrærði. Kasparov var vel með á nótunum og hristi nokkrar snjallar nýjungar fram úr erminni. í sjöttu skákinni endur- bætti hann áratugagamla „teóríu“ og vann sannfærandi sigur. E.t.v. besta skák Kasparovs í einvíginu af mörgum góðum. Hvítt: Tony Miles Svart: Garrí Kasparov Meran-vöm 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. e3 e6 5. Rf3 Rbd7 6. Bd3 Góð landkynning í málgagni banda- ríska bridge- sambandsins Þótttakendur í stórmóti BSÍ og Flugleiða muna eflaust eftir tveimur ungum, geðþekkum Bandaríkjamönn- um. Annar þeirra, Michael Polowan, rit- aði nýlega grein um mótið í málgagni bandaríska bridgesambandsins, The Contract Bridge Bulletin. Greinin er mjög jákvæð fyrir okkur og henni lýkur með þakklæti til Flug- leiða og forseta Bridgesambandsins, Bjöms Theódórssonar. Nokkur spil fylgja greininni og hér er eitt þeirra. Austur gefur/allir á hættu. Norouk + K107 <2 G1043 0 Á8 + D1076 Austimi A 65 V Á652 0 DG105 + ÁK8 SutKUt + G83 <3> D8 O 763 + G9543 Það er Pakistaninn, Zia Mahomood sem leikur aðalhlutverkið. Þar sem hann og makker hans, Barry Myers, sátu a-v, gengu sagnir á þessa leið: Austur Suður Vestur Norður ÍG pass 2L pass 2H pass 3S pass 3G fpass pass pass Grandið lofaði 12-14 punktum og suð- ur ákvað að spila út laufaljarka. Sagnhafi sá ó útspilinu að líklega skiptist laufið 5-4 og þess vegna þýddi ekki að gefa. Zia sótti síðan tígulásinn og drap laufið sem fylgdi í kjölfarið. Síðan tók hann tfgulslagina og norður kastaði einum spaða og einu laufi sem reyndist einu laufi of mikið. Nú spil- aði Zia laufáttunni og vömin varð að gefast upp. Ef suður tók ekki laufslag- ina var hann úr leik. Tæki hann hins vegar laufslagina myndi norður lenda í kastþröng í hálitunum. Með því að spá rétt í endastöðuna náði Zia sér í 600 og fast að því öll stigin. Norður átti hins vegar að finna út að óhætt væri að kasta einu hjarta í stað laufsins. Austur hafði þegar sýnt D-G í tígii og Á-K í laufi, og þar af leiðandi gat hann ekki átt Á-D í hjarta, vegna þess að hann hafði opnað á 12-14 punkta grandi. Sumarbridge hafið Sumarbridge 1986 að Borgartúni 18, á þriðjudögum og fimmtudögum, hefur farið vel af stað. Fyrstu vikuna mættu yfir 70 pör til leiks og þessa viku yfir 80 pör. Þriðjudaginn 27. maí var spilað í þremur riðlum og urðu úrslit þessi (efstu pör). A) stig Anton Haraldsson-Úlfar Kristinsson 198 Gunnar Þórðarson-Sigfús Þórðarson 176 Esthcr Jakobsdóttir-Valgerður Kristjónsd. 173 Guðlaugur Sveinsson-Magnús Sverrisson 170 Guðmundur Aronsson-Jóhann Jóelsson 165 B) stig Jóhann Jónsson-Kristinn Sölvason 130 Einar Jónsson-Hjólmtýr Baldursson 130 Anna Sverrisdóttir-Karl Logason 128 Árni K. Bjarnason ísak örn Sigurðsson 123 C) Lórus Hermannsson-Sveinn Sigurgeirsson 98 Jaquie McGreal-Björn Theodórsson 96 Albert Þorsteinsson-Sigurður Emilsson 90 Þeir Gunnar Þórðarson og Sigfús Þórðarson eru efstir í þriðjudags- spilamennskunni með 34 stig hvor en næst eru þau hjónakom, Kristín Guðbjörnsdóttir og Bjöm Arnórsson, með 32 stig. Fimmtudaginn 29. maí var spilað í 4 riðlum og urðu úrslit sem hér segir (efstu pör): A) stíg Guðm. Kr. Sigurðsson-Erlendur Björgvinss. 246 Lórus Hermannsson-Sveinn Sigurgeirsson 240 Ásthildur Sigurgísladóttir-Lórus Arnórsson 231 Eyjólfur Magnússon-Steingrímur Þórisson 230 Murat Serdar-Þorbergur Ólafsson 230 B) stig Anton R. Gunnarsson-Friðjón Þórhallsson 194 Magnús Ólafsson-Póll Valdimarsson 179 Ásgeir P. Ásbjörnsson-Friðþjófur Einarsson 179 VtSTI K * ÁD942 V K97 O K942 + 2 stig Sybil Krístinsdóttir-Matthías Þorvaldsson 160 Jón Þorvarðarson-Jörundur Þórðarson 160 C) Magnús Halldórsson Sveinn Þorvaldsson 131 Hulda Hjólmarsdóttir-Þórarinn Andrewsson 125 Böðvar Magnússon-Rúnar Magnússon 124 Hjólmtýr Baldursson Einar Jónsson 116 Jóhann Jónsson Kristinn Sölvason 116 D) stig Helgi Ingvarsson-Gissur Ingólfsson 130 Magnús Aspelund-Steingrímur Jónasson 122 Erlendur Jónsson-Gunnar Jónsson 121 Dóra Friðleifsdóttir-Guðjón Ottósson 110 Og efstu spilarar í fimmtudags- spilamennskunni eru: Anton R. Gunnarsson, 38 stig, Magnús Aspe- lund og Steingrímur Jónasson, 36 stig hvor, og fjöldi með 32 stig. Eins og áður hefur komið fram ráða bronsstig alfarið röð efstu spilara að þessu sinni. Framvegis verður húsið opnað kl. 18.30 (hálfsjö) á þriðjudögum en kl. 18 (sex) á fimmtudögum. Um leið og hver riðill fyllist (þ.e. þeir tveir fyrstu hverju sinni) hefst spilamennska. Sumarbridge í Reykjavík 1986 er opinn öllu bridgeáhugafólki. Hvert spilakvöld er sjálfstæð keppni þann- ig að tilvalið tækifæri gefst fyrir bridgespilara að reyna nýjan spilafé- laga. Fyrir þá sem aldrei hafa áður spilað keppnisbridge er upplagt að þreifa fyrir sér í sumarbridge. Þar eru meistarar jafnt sem byrjendur, á öllum aldri, af báðum kynjum. Umsjónarmenn eru Ólafur og Her- mann Lárussynir. Frá Bridgesambandi íslands Innkoma gjafabréfa í Guðmundar- sjóðinn, sem á að fjármagna húsa- kaup Bridgesambandsins og Reykjavíkurborgar að Sigtúni 9, gengur fullhægt. Hér með er skorað á velunnara innan hreyfingarinnar að taka nú við sér og undirrita gjafa- bréf og senda það til Bridgesam- bandsins, pósthólf 156, 210 Garðabæ, eða koma því á annan hátt til Ólafs Lárussonar, framkvæmdastjóra BSÍ. Bridge Stefán Guðjohnsen Þeim sem finnst upphæðin á „stöðl- uðu“ bréfunum of hátt (10.000 kr. til 3 ára, án vaxta og verðtryggingar) má benda á að heimilt er að rita hvaða upphæð sem er á bréfið og yfirstrika þá upphæð sem gefin er upp. Látum draum okkar bridgefólks í áraraðir rætast og tökum á með Guðmundi Kr. Sigurðssyni. Guð- mundur á það skilið að grundvöllur sjóðsins verði traustur og húsakaup- in þar með tryggð. Bridgesambandið hefur í hyggju að hrinda af stað landstvímenningi í október í haust. Hugmyndina eiga þeir Ásgeir P. Ásbjörnsson og Vigfús Pálsson, tölvumenn, og munu þeir koma til með að undirbúa fram- kvæmdina í samráði við BSÍ. Meiningin er að öll félög á landinu, sem nú eru 47 talsins, taki þátt í þessum landstvímenningi og spiluð verða 26-33 spil. Það „dekkar“ frá 8-16 pör í riðlum (yfirseta skiptir ekki máli), þannig að öll félög geta verið með. Síðan verða spil númer

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.