Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1986, Qupperneq 13
DV. FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1986.
13
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Óþrif í
garðlnum
Það er ekki eintóm sæla fólgin í því
að eiga garð, a.m.k. ekki ef eigandinn
leggur einhvem metnað í að hann
beri sér gott vitni. Fyrir utan hin árs-
tíðabundnu garðverk fylgir sumrinu
einnig ýmis ófögnuður sem getur vald-
ið eigendunum ómældri gremju og
vandræðum.
Hér í Reykjavík er það Sölufélag
garðyrkjumanna sem hefur eitt rétt til
að selja eitur í garða þó hægt sé að
fa hættuminni efhi á þensínstöðvum
og í hlómaverslunum. Út um landið
er venjan að apótekið selji eiturefnin.
Neytendasíðan fór og kannaði helstu
eiturtegundir sem til sölu eru við al-
gengum vandamálum eins og blaðlús,
mjöllús, fiðrildalirfum, sniglum, arfa,
fíflum, mosa o.fl.
tumar. Best er að vökva einu sinni til
tvisvar um mánaðamótin júní-júlí.
Geigy
Þetta lyf er ætlað á illgresi í gang-
stéttum og mosa og gras á milli
gangstéttarhellna. Eitrið er leyst upp
í vökva og á að duga í 3 ár.
Preeclone
Preeclone er notað á illgresi í görð-
um og einnig á matjurir því það eitrar
ekki niður í jörðina. Þetta eitur má
nota hvenær sem er en það er í hættu-
flokki C. Verðið er 343 krónur.
Parmasect
Þetta eitur er í C-hættuflokki og
nýtur sívaxandi vinsælda því það er
ekki eins hættulegt og þau eiturefni
sem áður hafa verið notuð í garðaúð-
un. Parmasect er breiðvirkt plöntulyf
og útrýmingarefhi og er einkum ætlað
gegn mjöllús og blaðlús á skrautplönt-
um, ætum gróðurhúsaplöntum og til
útrýmingar á ýmsum hryggleysingjum
i híbýlum manna. Parmasect er þynnt
með vatni og svo úðað á efra og neðra
yfirborð plantna. Úða skal strax og
óþrifa verður vart og endurtaka með-
ferðina með 5-10 daga millibili þar til
óþrifin hverfa. Efnið er vel merkt en
er ekki eins bráðeitrað og eldri efni
og kosta 100 ml 540 kr.
Voress-kverk
Þetta er hormónalyf sem virkar vel
á fífla og skriðsóleyjar. Eitrinu skal
dreifa á fíflana þegar blöðin eru orðin
stór því þá klofnar rótin og þeir drep-
ast. Ef eitrað er of snemma hefúr það
þveröfug áhrif. 250 ml kosta 175 krón-
ur.
Basudin
Þetta eitur er í B-flokki og þarf því
að kvitta fyrir þegar það er keypt.
Basudin virkar helst á kálmaðk og því
er blandað út í vatn og vökvað á plön-
Melatonin
Þetta er í B- hættuflokki og er mik-
ið að víkja fyrir Permasect. Melatonin
er ætlað gegn meindýrum í gróðri, s.s.
blaðlús, roðamaur, fiðrildalirfum, kál-
maðki o.fl. 100 ml kosta 246 krónur
og er 15-20 ml blandað í lítra af vatni.
Snile-kverk
Þetta er sniglaeitur og er því stráð
á þá staði sem sniglar herja á. Dós
með sniglaeitri kostar 255 krónur.
Garðsaltpétur
Garðsaltpétur er mjög áhrifaríkur á
mosa og er honum dreift eins og áburði
fyrst á vorin. Menn verða þó að sýna
þolinmæði og láta saltpéturinn liggja
á í 3 vikur til mánuð og á þá að hafa
slegið verulega á mosann. Garðsalt-
péturinn er seldur í pokum og kosta
12,5 kíló 203 krónur.
Nokkur atriði ber að hafa í huga
þegar eitra á garðinn; allt eitur ber
að geyma fjarri fæðu og fóðri og auð-
vitað þannig að böm nái ekki til.
Kynnið ykkur allt sem að notum gæti
komið áður en þið eitrið. Þær upplýs-
ingar er best að fá hjá þeim sem selja
eitrið, sum efnin virka vel á eina teg-
und illgresis en ekki aðra og ber
sérstaklega að fara varlega þegar eitr-
að er á matjurtir.
-S.Konn.
Heillaráð
... snið sem þarf að nota
mikið er betra að klippa út
úr léreftstusku eða ódýru
veggfóðri. Það endist langt-
um lengur en venjuleg
pappírssnið úr smjörpapp-
ír...
... ef dökkur skóáburður
hej'ur óvart verið settur á
Ijósa skó má reyna að
bjarga sér með því að nota
strokleður...
Heillaráð
Holl húsráð
Aldur rauðvíns og gæði
ráðin af lit
Rauðvín er pressað úr bláum vín-
þrúgum og hýðið er í leginum meðan
á geijun stendur. Glæný vín eru næst/
um blárauð á litinn en síðar, þegar
vínið hefur legið í tunnum eða flösk-
um, verður liturinn djúprauður en
nálgast síðar brúnleitan blæ. Liturinn
sést gjörla ef glas með víni er borið
að ljósu blaði og ljósið látið skína á
ská.
Ódýr vín em oftast rauðblá af því
að þau eru yfirleitt ung.
Margar tegundir af garðaeitri eru á boðstólum en hér í Reykjavík hefur Sölufélag garðyrkjumanna einkaleyfi á sölu á
sterku eitri. Ef mikil óþrif eru i heilu hverfunum næst enginn árangur nema grannar taki sig saman og úði garðana
samtimis. Mynd:KAE
GÓÐUR?
FjÁRÖFLUN
5. OG 6. JÚNÍ 1986
til tækjakaupa fyrir endurhæfingardeild
hjartasjúklinga að Reykjalundi
LANDSSAMTÖK HjARTASjUKLINGA