Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1986, Qupperneq 15
DV. FIMMTUDAGUR 5. JÚNl 1986.
15
Dregur að næstu lotu
„Sjálfstæðisflokkurinn varð vissulega að þola nokkurt tap, en hann vann
einnig sigra.“
Þá eru sveitarstjórnarkosningarn-
ar afetaðnar í stærstu byggðunum
og nú fara stjómmálamenn að huga
að næstu lotu, þingkosningunum,
sem verða í síðasta lagi að ári. Sú
barátta, sem fram undan er, verður
víða háð. Næsta þing verður ábyggi-
lega hreint kosningaþing. Stjómar-
andstaða mun eðlilega láta þar
öllum illum látum og vafalítið munu
einhverjir þingmenn úr stjómarhð-
inu, sem ekki vænta mikils fylgis
vegna merkra afreka á þingi, reyna
að afla sér eftirtektar og fylgis með
einhverri óþekkt við flokksforystu.
Og kosningabaráttan verður víðar
rekin. Reynt verður að efha til ófrið-
ar á vinnumarkaði, eftir því sem
tækifæri gefast. Stjómarandstaðan
er að verða úrkula vonar um að
samningamir frá því f vor mistakist
nema utanaðkomandi verk verði til
þess. Hún hefur nú á nokkrum stöð-
um í hendi sér að fylgja eftir hinu
svokallaða Bolungarvíkursam-
komulagi og lyfta lægstu launum
meðal fámennra hópa bæjarstarfe-
manna. Með því gæti hún valdið
vemlegum óróa á vinnumarkaði, því
slík hækkun á lægstu töxtum myndi
valda gífurlegri hækkun launa, þar
eð mikill hluti ákvæðisvinnu byggir
á þeim. Að vísu nær Bolungarvíkur-
samkomulagið ekki til þeirra í orði
kveðnu, en nærri má geta hvort ekki
yrði reynt að knýja slíkt fram í
samningum, fljótlega eftir að þeir
samningar yrðu fyrirmynd stórra
sveitarfélaga.
Síðast og ekki síst mun almennur
áróður verða stórhertur. Reynt verð-
ur að grafa upp hvert það smá-
hneyksli sem finnast kann, að ekki
sé nú talað um stærri málin, og eins
miklu ryki þyrlað upp og mögulegt
reynist og reynt að tengja stjóm-
málamönnum. Ef að líkum lætur
mun takast að reyta æruna af þó
nokkrum mönnum næsta árið, enda
slíkt ekki aðeins pólitísk nauðsyn
sumra, heldur og hin ákjósanlegasta
söluvara, því fátt gleður fremur augu
almennra samborgara.
Hvernig fór - og hvers vegna?
Satt besta að segja urðu merm
ekki mikils vísari við að hlýða á for-
ystumenn stjómmálaflokkanna að
afloknum kosningunum rseða um
það hvemig kosningamar í raun og
vem hefðu farið, og þaðan af síður
hvers vegna. Auðvitað er ljóst af
einfóldum prósentuútreikningi að
stjórnarflokkamir töpuðu og stjóm-
arandstaðan vann á. Hins vegar em
sigramir og ósigramir misjafhlega
Kjallari
á fimmtudegi
Magnús
Bjarnfreðsson
þýðingarmiklir og bæði orsakir og
afleiðingar ofit á tíðum óljósar.
Lítum á hvem flokk fyrir sig og
byrjum á stjómarflokkunum.
Sjálfetæðisflokkurinn varð vissu-
lega að þola nokkurt tap, en hann
vann einnig sigra. Vafalaust er
flokksmönnum hans jafiit og forystu
efet í huga að þeir héldu Reykjavík.
í raun og vem held ég að þeim finn-
ist það jafhast á við allt það sem
þeir töpuðu, og jafnvel þótt það hefði
orðið miklu meira. Heildartap
flokksins getur heldur alls ekki tal-
ist mikið, þegar tillit er tekið til þess
að hann á aðild að ríkisstjóm, og
er til dæmis hreint smáræði miðað
við það sem gerðist árið 1978.
Tap Framsóknarflokksins varð
vissulega miklu meira og hann vann
hvergi neinn umtalsverðan sigur.
Segja má raunar að svipuðu gegni
um hann og Sjálfetæðisflokkinn að
ósigurinn varð ekkert svipaður og
1978. Vafalaust hafa líka margir
glaðst yfir því að flokkurinn hélt
sæti sínu í Reykjavík. Það er eftir-
tektarvert að flokkurinn tapar um
allt land, þótt undantekningar séu á
einstökum stöðum. Hvergi er þó tap-
ið eins gegnumgangandi og í
Reykjaneskjördæmi. Vafalaust veld-
ur það mörgum hugsandi mönnum
í flokknum miklum áhyggjum, þótt
öðrum sé væntanlega sama.
Vonir Framsóknar
Það virðist vonlítið fyrir flokkinn
að ná aftur þingsæti í kjördæminu
innan árs eftir þá útreið sem hann
fékk nú. Eitthvað mikið þarf einnig
að gerast í Reykjavík til þess að það
takist. Án þess er flokkurinn orðinn
þingmannslaus meðal yfirgnæfandi
meirihulta þjóðarinnar og hans bíð-
ur ekkert annað en hægur dauðdagi
áhrifalauss minnihlutahóps.
Vafalítið reyna einhverjir að
kenna stjómarsetu flokksins um, en
því miður er hún ekki nema lítill
hluti ástæðunnar til þess hvemig er
komið fyrir flokknum. Innanflokks-
eijur og baktjaldamakk eiga líka
sína sök. En að langmestu leyti er
þetta afleiðing þess hver afetaða
þingflokks flokksins hefur verið til
þessa landshoms. Ekki fyrst og
fremst sem heildar, heldur þeirra
einstaklinga sem hann mynda. Sú
þróun, sem nú er að ná hámarki með
dauða flokksins á svæðinu, hófst
með byggðastefhunni 1971, og þótt
löngu hafi verið snúið af þeirri braut,
sem þá var mynduð í offorsi, em
afleiðingamar enn að koma fram á
svæðinu og fólk treystir flokknum
ekki. En það grátlega er að enn
skilja ekki nema tiltölulega fáir
þingmenn flokksins ástæðuna, og
mig grunar að þeir muni aldrei gera
það!
Ávinningar stjórnar-
andstöðunnar
Stjómarandstaðan vann á í kosn-
ingunum. Alþýðubandalagsmenn
vom þó hógværir eftir sigurinn og
létu sér um munn fara að þeir hefðu
vænst betri útkomu. Það skil ég vel.
Það hljóta að hafa verið þeim von-
brigði að uppskeran varð ekki meiri.
Alþýðuflokkurinn vann stærstu
sigrana. Fylgi flokksins jókst um
nær allt land, mest þó í Reykjanes-
kjördæmi.
Formenn stjómarandstöðuflokk-
anna reyndu eðlilega að þakka það
andstöðu sinni við ríkisstjómina að
þeir unnu á. Það var hins vegar
ekki mjög sannfærandi og skal enn
vitnað til 1978. Það var líka áber-
andi að þegar talað var við liðsodda
stjómarandstöðunnar, þar sem
mestu sigramir unnust, þá minntust
þeir lítið á að andstaða við ríkis-
stjómina hefði ráðið úrslitum. Þeir
vitnuðu til staðbundinna ástæðna
en ekki ríkisstjómar.
Vafalítið á andstaða við ríkis-
stjómina einhvem þáti í sigri stjóm-
arandstöðunnar. En ég held að
meginástæðan hggi í betri áróðurs-
aöferðum, einkum hjá krötum. Þar
skorti augljóslega ekki íjármagn og
þeir komu fram með ýmsar nýjung-
ar, svo sem með útvarpsstöð. Þó
komust þeir merkilega upp með það
að blekkja kjósendur í húsnæðismál-
um, með því að gera þau að kosn-
ingamáli í sveitarstjómarkosning-
um, sem alls ekki ráðast þar, heldur
á alþingi. Það kann að reynast þeim
skammgóður vermir, því vafalítið
kunna hinir flokkamir að svara
þessum tillögum í þingkosningun-
um. Því er hætt við að Ámundi
þurfti að fara aftur til Svíþjóðar fyr-
ir þær.
Magnús Bjamfreðsson.
„Sú barátta, sem fram undan er, verður
víða háð. Næsta þing verður ábyggilega
hreint kosningaþing.“
Ævintýri og galdrar
Á aflíðandi sumri 1983 hittust að
máli nokkrir samherjar í baráttunni
við „rauða dauða“ til að viðra þá
hugmynd að stoftia samtök hjarta-
sjúklinga. Kjami þessa fámenna
hóps hafði fylkt sér um Ingólf Vikt-
orsson loftskeytamann sem síðar átti
eftir að verða sporgöngumaður og
driffjöður í þeirri hröðu viðburðarás
sem fylgdi.
Með hraða ljóssins snerust hjólin:
Fjölmennur könnunarfundur með
líflegum undirtektum, undirbúning-
ur stofnsamkundu, smíðar uppkasts
að lagafrumvarpi o.s.frv. Kjölur var
lagður að stofnun nýrra sjúklinga-
samtaka.
Stofnfundur var haldinn' áttunda
dag október eða rúmum mánuði eft-
ir fæðingu hugmyndarinnar. Á
stofiifundi var saman komið hálft
þriðja hundrað manna. Nýbomum
króganum var gefið ábúðarmikið
nafn: Landssamtök hjartasjúklinga.
En þrátt fyrir brennandi áhuga, sem
skein úr andliti sérhvers fundar-
manns, var þó í reynd ekki annað
upp á að bjóða né fram að færa en
takmarkalausa bjartsýni og óbilandi
trú á það að þessum samtökum væri
ætlað að lyfta Grettistaki í barátt-
unni fyrir sameiginlegu markmiði.
Ævintýrin
Auðvitað vom óteljandi ljón á veg-
inum sem menn höfðu ekki komið
auga á í bjartsýnisvímunni. En ljón-
in hurfu á brott hvert af öðm og við
tók ævintýrið.
Af einhverri tilviljun, sem ég kann
ekki skýringu á, hafði fyrsta eintak
á leið til Evrópu fró framleiðendum
í Bandaríkjunum af svokölluðu óm-
skoðara strandað um skamman tíma
á Landspítalanum hér án þess að
ráðamenn hefðu nokkra möguleika
til að halda tækinu hérlendis.
Stjóm Landssamtaka hjartasjúkl-
inga fékk pata af þessum blankheit-
um stjómvalda og áður en nokkur
tími gæfist til umhugsunar var ten-
ingnum varpað: Stjóm Landssam-
bands hjartasjúklinga tók málið í
sínar hendur, gaf loforð um að reiða
af hendi tæpa milljón þegar til henn-
ar væri kallað.
Fyrsta fjáröflunamefhd samtak-
anna var sett á laggimar og hjólin
snemst með ævintýralegum hraða.
Skömmu eftir áramót 1983-84 eða
rúmum þrem mánuðum eftir stofnun
samtakanna var stjómendum
Landspítalans afhent andvirði óður-
nefndra tækja.
I kjölfar þessarar fyrstu vel heppn-
uðu herleiðingar samtakanna fylgdu
stórgjafir til Landspítala og Borg-
arspítala, sem ekki verða tíundaðar
hér. Hitt er önnur saga, að fjáröflun-
in og örlæti samborgaranna ósamt
frískleika félagsmanna samtakanna
var engu öðm lík en ævintýri þá þau
Björn Bjarman
lögfræðingur
gerast skemmtilegust og með mest-
um ólíkindum.
Galdrar
Þá kemur að Rúriksþætti í sögu
samtakanna. Eitt af fjarlægum
markmiðum nýstofriaðra samtaka
var að fá hjartaskurðlækningar á
heimavígstöðvar. Leitað var til
stjómvalda. Undirtektir misjafhar
eins og gengur, en þó skal ekki und-
an dregið að fyrrverandi heilbrigðis-
ráðherra, Matthías Bjamason, sýndi
málinu ótrúlega mikinn áhuga - og
skilning og er mér til efe að umrædd
áform hefðu komist á koppinn ef
vilja hans og styrks hefði ekki notið
við.
Undireins og stjóm samtakanna
sá hilla undir áður fjarlæg markmið
var hafist handa.
Skipuð var ný fjáröflunamefhd
undir stjóm galdrameistarans Rú-
riks Kristjánssonar. Með sölu
merkja, sem sumum þótti ekki væn-
leg leið til fjáröflunar, tókst galdra-
karlinum Rúrik og hans fólki að
hanka upp nægilega margar milljón-
ir til að endar næðu saman um
upphaf hjartaskurðlækninga hér-
lendis sem em mjög á næsta leiti.
Og enn mundar Rúrik galdratólin
og hefur í sigti framlag til endur-
hæfingar hjartasjúklinga sem starf-
að hefur að Reykjalundi.
Þrátt fyrir öll ævintýri og galdra
þá em það fyrst og síðast þið, ágætu
samborgarar, sem eigið leikinn þeg-
ar leitað verður til ykkar með litlu
hjörtun sem em góð tókn um þau
störf sem samtök hjartasjúklinga
munu ótrauð beita sér fyrir.
Bjöm Bjarman
„Þrátt fyrir öll ævintýri og galdra þá eru
það fyrst og síðast þið, ágætu samborgar-
ar, sem eigið leikinn þegar leitað verður
til ykkar með litlu hjörtun...“