Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1986, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1986, Side 16
16 DV. FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1986. Spurningin Kaupir þú mikið af hljómplötum? Katrín Guðmundsdóttir nemi: Nei, ég hef einfaldlega ekki efni á því. Þær eru alltof dýrar. Tuomas Jarvela blaðamaður: Nei, bæði eru þær of dýrar og eins er ekki mikið úrval af klassískri tón- list. Pálheiður Einarsdóttir húsmóðir Nei, ekki nú orðið. Ég keypti mikið af piötum hér áður fyrr og læt mér að mestu nægja að hlusta á þær. Jón Helgi Eiðsson logsuðumaður: Nei, ég hef ekki efni á því. Ég læt allt annað ganga fyrir á þessum dýr- tíðartímum. Jón Þór Eyþórsson veitingamað- ur: Nei, ég kaupi ekkert að ráði nema til gjafa fyrir jólin. Ingimar Ingimarsson nemi: Nei, ég hef meiri áhuga á að kaupa mér föt. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Að hækka í állli Jón S. hringdi: að launin hækki ef allt annað hækkar þá hugsa ég með hryllingi til þess að saman sem emn maður í þessu máli. Alltaf er verið að tala um launa- í leiðinni. Þetta höfum við launþegar stjómarandstaðan ætli sér að fara að Ef þeir gera það þá hækka þeir ekki hækkanir i þessu þjóðfélagi. Og víst iðulega rekið okkur á, þangað til í brjóta niður það sem áunnist hefur. svo mikið launalega séð. En þeir er að launin hækka líka stundum, síðustu samningum. Þar sem þing- Mér finnst að pólitíkusamir, í hvaða hækka verulega í áliti og sú hækkun þökk sé ötulli baráttu verkalýðshreyf- kosningar em ekki svo langt undan flokki sem þeir em, eigi að standa ætti að koma þeim vel. ingarinnar. En það er bara ekki nóg Pólitikusar eiga að standa saman i launabaráttunni. Við það hækka þeir ekki í launum heldur i áliti - segir Jón S. A heims- mæli- kvarða G.B. hringdi: I tileíhi af því að sífellt er verið að rífast í Bjama Felixsyni þá lang- ar mig aðeins að fá að leggja orð í belg. Fótbolti er og verður langvin- sælasta sjónvarpsefhið. Það er ekkert vafamál. Það er fáránlegt að ætla fara sýna myndir af silung- sveiði eða frjálsíþróttamóti þegar viðburður eins og heimsmeistara- keppnin stendur sem hæst. Bjami Fel. hefur staðið sig frábær- lega. Hann skilur þarfir okkar sparkara. Ég legg til að eftir að þess- ari HM-keppni lýkur verði hann sæmdur fálkaorðu íslenska ríkisins. Frammistaða hans er á heimsmæli- kvarða eins og reyndar knattspym- an sem sést í sjónvarpinu um þessar mundir. Það er eitthvað annað en það sem sést í fyrstu deildinni hér. „Frammistaða Bjama er á heims- mælikvarða eins og HM í sjón- varpinu.“ Ógæti- legur akstur Fóstra hringdi: Mig langar að biðja bílstjóra um að sýna bömum meiri tillitssemi í um- ferðinni. Við bamaheimilið, þar sem ég starfa, er mikil umferð og mér finnst bílstjóramir ekki taka nægilega mikið tillit til að meirihluti vegfarenda er böm. Þau eiga erfitt uppdráttar, grey- in, og mér finnst við eiga að hjálpa þeim frekar en að hræða þau með hraðakstri. Ungl- ingar engir let- ingjar Guðríður hringdi: Ég vil alfarið mótmæla því sem ein- hver skrifaði í DV um daginn að unglingar, sem vinna hjá bænum, séu einhveijir letingjar. Þetta er alls ekki rétt. í gamla bænum, þar sem ég bý, em og hafa verið flokkar ungs fólks við margs konar störf. Ég fæ ekki bet- ur séð en að þetta séu harðduglegir og kátir krakkar sem hafa reglulega gaman af að taka til hendinni. Ég er viss um að það em margir sammála mér hvað þetta varðar. Mér finnst alveg óþarfi að vera að skamma þessa krakka þegar þeir eiga það ekki skilið. Unglingar eru engir letingjar, mótmælir Guðríður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.