Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1986, Page 19
DV. FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1986.
19
Menning Menning Menning Menning
Hamrammur snillingur
Það fer ekki ó milli mála að sýning-
in Picasso - Exposition Inattendue
(Óvænta listsýningin) að Kjarvals-
stöðum er mesti myndlistarviðburður
sem Listahátíð í Reykjavík hefur stað-
ið fyrir írá upphafi.
Nokkrar myndir eftir Picasso, þenn-
an jötun í nútímamyndlist, hafa áður
sést á sýningum hér, örfáar grafík-
myndir, kannski tvö málverk. En 55
verk á einu bretti er stærri skammtur
en við gátum nokkum tímann átt von
á að sjá hér á landi. Aðeins Louisiana-
safnið í Danmörku hefur fengið fleiri
Picassoverk til sýningar.
Látum vera þótt einungis fá þessara
verka séu í hæsta gæðaflokki, enda
tæplega við öðru að búast þar sem
franska ríkið er búið að fá blómann
af því sem Picasso lét eftir sig og ætt-
ingjar hans fengu síðan að moða úr
afganginum.
Návist þessara verka skiptir öllu
máli og er til marks um menningarlega
reisn okkar og stöðug tengsl okkar
við heimsmenninguna.
Þökk sé þeim sem komu á þessari
veislu.
Úr einu í annað
Verkin á sýningunni eru of fá og
sundurleit til að gefa okkur heillega
mynd af ferli Picassos. Elsta myndin
er fiá 1917 (Le Musicien), þegar kúb-
íska byltingin er um garð gengin og
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
listamaðurinn er aftur farinn að fikra
sig í átt til einfaldaðs raunsæis (Les
Trois Graces & Marie Laure de Noail-
les), og síðan er stiklað á stóru, (1927,
1932, 1934,1937,1938,1939,1942,1945,
1946, 1947, 1951, 1954 o.s.frv.) allt til
apríl 1972, óri fyrir dauða meistarans. ■
En jafnvel smæstu og lítilvægustu
verk mikils myndlistarmanns veita
okkur innsýn í hugarheim hans.
Hér má sjó hvemig Picasso veltir í
sífellu upp nýjum hugmyndum, teflir
saman viðteknum sjónarmiðum og
nýbreytni, til að finna sér fótfestu í
samtímanum. Le Musicien er vissu-
lega síð-kúbískt púsluspil, samansaín
óhlutbundinna litaflata, en ef grannt
er skoðað hrannast þessir fletir saman
og mynda trúð sem situr á stól og leik-
ur á lútu, en það mótíf má rekja allt
aftur til 18. aldar í franskri sjónlist.
Viðræður við forverana
Sitjandi kona (nr. 11) er konuímynd
sem skipt hefúr verið niður í reiti og
krýnd með kringilegum hatti. En það
þarf ekki ýkja mikla skarpskyggni til
að sjá að þessi sundurlimaða kona
sver sig einnig í ætt við þær spænsku
hefðarkonur sem E1 Greco, Zúrbarán
og Goya máluðu forðum daga.
Hér var aldrei um „lán“ eða beinar
(ilvitnanir að ræða heldur hélt Picasso
alla ævi uppi stöðugum viðræðum við
forvera sína í listinni.
Seinna tók hann til við að rannsaka
einstök verk þeirra til hlítar. (Delacro-
ix, Poussin, Velazquez). Mörg hinna
Picasso - Figure, 1927, olia á striga.
stórkarlalegu andlita í síðustu mynd-
unum eru visast ættuð úr verkum
gamalla spænskra meistara, Rubens
o.fl.
Picasso hikaði heldur ekki við að
stökkva ó milli stílbngða er þörf
krafði.
Teikningin af hefðarfrúnni de Noail-
les (nr.3) er frá þeim tíma þegar
Picasso var sæmilega sáttur við lífið
og tilveruna í „betri“ kreðsum París-
arbúa og hamingjusamlega kvæntur
ballerínunni Olgu. Enda er myndin
hrein, klár í formi og settleg.
Fjórum árum síðar er þessi tilvera
að drepa listamanninn á sálinni og
grípur hann þá til frumstæðrar form-
gerðar til að láta í ljós innibyrgða
angist og óþol.
Þá verða til nokkrar myndir í sama
dúr og Figure (nr. 4), sem sýna eins
konar skrímsli af kvenkyni, venjulega
með tennt sköp.
f þessari tvíhyggju sinni, hæfileika
til að fara úr einu í annað án þess að
tapa niður sannfæringarkrafti, er Pic-
asso einstakur.
Sporgöngumenn
í leiðinni stráði hann um sig með
hugmyndum sem síðari tíma listamenn
hafa tekið upp og unnið úr. Stórir,
órofnir fletimir í verki eins og Figure
(nr.5), birtast í myndum margra seinni
tíma afstraktmálara, existensíalistar í
myndlistinni (Buffet o.fl.) skoðuðu
myndir eins og „Madame Z“ ( nr. 16),
og breyttu eins, og nokkrir ungir mál-
arar kynntu sér án efa síðustu „bar-
okk“ myndir Picassos, þar sem hann
málar upp á líf og dauða.
Hvert sem litið er í nútíma málara-
list og skúlptúr djarfar fyrir fótsporum
Picassos.
Þrátt fyrir gífúrleg afköst Picassos
(ca 15.000 málverk, auk teikninga,
grafíkur, skúlptúra, keramíkur, leiktj-
alda, bókalýsinga, o.fl.), hélt hann sig
við tiltölulega fá mótíf sem hann skoð-
aði út frá öllum mögulegum og
ómögulegum sjónhomum.
Umfram allt málaði Picasso konur
og túlkun hans breyttist með hveiju
nýju ástarsambandi.
Lífið sem nautaat
Hann málaði þær sem gyðjur (Les
Trois Graces, nr. 2), ófreskjur (Figure,
nr. 4), sem náttúmöfl (Figure, nr. 5)
en oftast nær sem kyntákn (Fantasme,
nr. 24, Couple Espagnol, nr. 30, Co-
uple, nr.31.).
Alla ævi var Picasso einnig hlýtt til
hljóðfæraleikara og dansara og málaði
fjöldann allan af myndum af slíku
fólki. Meðal þeirra em Le Musicien,
Couple (nr.31) og Musiciens (nr.52).
Lífi og starfi Picassos hefur oftar en
einu sinni verið líkt við þjóðaríþrótt
Spánverja, nautaat (nú síðast í nýrri
sjónvaipsmynd). Nautaatið var hon-
um sjálfum tákn fyrir lífeháskann,
Picasso - Frú Z, 1954, olía á striga.
dauðann, en jafnframt fyrir sigur lífe-
ins yfir myrkrinu.
Því miður em allt of fáar þessara
nautaatsmynda á sýningunni að
Kjarvalsstöðum. Þó er þar ein af-
bragðs mynd af þeirri gerð, Tauromac-
hie (nr. 6), sem sýnir naut ganga í
skrokk á vamarlausum hesti lensu-
berans, píkadorsins, í drungalegu
kvöldhúminu. Samt er eins og þessi
tvö dýr séu samvaxin og heyi sitt
dauðastríð í sameiningu.
Síðan kemur nautaat óbeint við sögu
í myndröð Picassos af nokkrum kostu-
legum nautabönum og lensuberum
(Torero, nr. 28, Torero, nr. 29, og
Picador, nr.34) en þar er listamaðurinn
að skopast góðlátlega að múndering-
unni á þeim.
Við skulum alls ekki gleyma því,
hvað karikatúrinn, skrumskælingin, á
sterk ítök í Pieasso. Fyrstu teikningar
hans vom skopmyndir og sans hans
fyrir hinu fárónlega í fari fólks var
alla tíð hóþróaður. I því ljósi má hæg-
lega skoða „hausana hans Picassos" f
restina.
Hausarnir hans Pablo
Þetta hausamótíf er raunar mjög
mikilvægt ó ferli listamannsins en
engan veginn eins afinarkað og mörg
önnur mótíf hans. Hausamir em „týp-
ur“, til dæmis spjátmngar og mstar,
en þeir era líka af gamalmennum, og
getur sundurgerð þeirra þá verið tókn
um lífsorku þeirra og sköpunargleði.
Þeir geta líka verið staðgenglar fyr-
ir listamanninn sjálfan í ellinni þar
sem harrn hefur ofan af fyrir ungu
barni með pentskúfum sínum og lit-
speldi ( Peintre ’a lenfant, nr. 26 ) eða
þar sem hann hlustar á fuglasöng,
(Homme a loiseau, nr. 33), en Picasso
hafði ávallt mikla ánægju af dýrum
(sjá hundinn í Buffet de Vauvenargu-
es, nr. 19, og fuglana í Oiseaux a La
Califomie, nr. 20).
En þessi upptalning á mótífum gefur
Picasso - Spænskt par, 1970, olia á
striga.
einungis takmarkaða hugmynd um
andríki Picassos og lífsgleði. Við njót-
um kannski sýningarinnar best með
því að fara eins nálægt síðustu mynd-
um hans og lögreglan leyfir, og lofa
augunum að reika eftir litflekkjunum,
rókunum og strokunum, sem ganga
fram og aftur eftir striganum í ofea-
fengnum dansi.
Um leið skulum við hafa það hug-
fast að það er níræður maður sem um
pentskúfinn heldur. Sú staðreynd ætti
að vera okkur öllum hughreysting.
-ai
BILAR SEM TEKIÐ ER
MMC Pajero, styttri gerð, bensin, árg.
1S86, ekinn 6 þús. km, sem nýr bill -
litur silfur, 5 gira - vökvastýri - út-
varp/seguiband. Ath. skipti á ódýrari
bifreið. Verð 800 þús.
Mazda 626 GLX 2000 árg. 1984.
ekin 37 þús. km, 5 gira - vökvastýri -
framdrifin - litur hvitur. Ath. skipti á
ódýrari. Verð 420 þús.
EFTIR
Nissan Sunny coupé árg. 1986,
ekinn aðeins 6 þús. km, útvarp - litur
rauður. Ath. skipti á ódýrari. Verð 400
þús.
Daihatsu Delta disil 4X4 árg. 1982,
ekinn 8 þús. km á vél - 5 gira - vökva-
stýri - breið dekk/White Spoke -
driflokur - 9 manna - útvarp/segulband
- ýmist hægt að nota sem sendibil eða
til farþegaflutninga, t.d. sem skólabil
- ýmis skipti koma til greina á ódýrari
bifreið eða stærri sendibil. Verð 700.
þús.
ekinn aðeins 4 þús. km - 5 gira - vökva- ekinn 13 þús. km - 5 gira - vökvastýri
stýri - centrallæsingar - útvarp. Bein - centrallæsingar - útvarp/segulband.
sala. Verö 575 þús. Bein sala. Verð 670 þús.
VANTAR ÝMSAR GERÐIR BIFREIÐA Á
STAÐINN. GÚÐ SALA I ÖLLUM VERÐ-
FL0KKUM BIFREIÐA.
SUBARU JUSTY 4x4, árg. ’85.
CITROEN BX, árg. '83-'84.
COROLLA árg. ’84-'85.
FIAT UNO árg. '85.
BMW 318 I eða 323 I, árg. ’85-’86.
Range Rover, 4ra dyra, árg. '82-'83, í
skiptum fyrir Range Rover '81.
Tískuúrin
komin
aftur.
Allir litir.
Sendum í póstkröfu.
Laugavegi 39, sími 12211.