Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1986, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1986, Side 21
ttír Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir DV. FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 1986. • Fögnuður danskra knattspyrnu- unnenda eftir sigur Dana gegn Skotum i gærkvöldi var ekkert venjulegur. Hvarvetna i Kaup- mannahöfn safnaöist fólk saman á götum úti og söng og dansaði eins ■ og sést á þessari mynd sem tekin var í nótt. Símamynd/Reuter. SLATURFELAG SUÐURLANDS Ariö 1985 boröuöu Islendingar hvorki meira né minna en 17 milljónir og eitt hundraö þúsund (17.100.000) SS pylsur. Það gera liðlega 100 pylsur á hvert mannsbarn sem náö hefur „kiötaldri'1. Betri meömæli eru vandfundin. SS pylsur á síðasta ári. „Vissulega var það smáheppni að sigra“ - sagði HM-þjálfari Dana, Sepp Piontek, eftir sigurinn á Skotum „Skotar munu hafa alla samúð okkar í komandi leikjum í riðlinum og ég viðurkenni að vissulega var það smá- heppni að sigra þá hér í leiknum í Nezahualcoyolt. Sigurinn á að gefa okkur byr undir báða vængi,“ sagði landsliðsþjálfari Dana, hinn pólskætt- aði Sepp Piontek, eftir að lið hans hafði sigrað Skota, 1-0, i HM-leik liðanna i hinum erfiða E-riðli í gærkvöldi. Fyrsti leikur Dana í keppninni og sigur í fyrsta leik sem Danir hafa háð í úr- slitakeppni HM. Piontek, þessi mikli málasnillingur, sem talar sex tungu- mál, var mjög hógvær á blaðamanna- fundi eftir leikinn. Vildi ekki gera of mikið úr sigri sinna manna. „Ég vil minna Skota á að við töpuð- um okkar fyrsta leik á Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Komumst þó í undanúrslit. Ég vona að Skotar geri það sama hér og þeir hafa möguleika á að komast í aðra umferð þrátt fyrir þetta tap,“ sagði Piontek enníremur. „Þegar við komum hingað vissum við að líkur eru á að aðeins tvö efstu liðin í riðlinum komist áfram. Við verðum nú að standa okkur vel í þeim tveimur leikjum sem við eigum eftir. Ég tel að við höfum leikið vel gegn Dönum, sýnt hæfni okkar, og ég held að við komumst áfram. Danir voru heppnir þegar Elkjær skoraði. Það var heppni leiksins og Danir urðu að breyta leikaðferð sinni í síðari hálf- leik. Þeir höfðu átt í erfiðleikum gegn okkur,“ sagði Alex Ferguson, þjálfari Skota, eftir leikinn. Elkjær þjóðhetja Þrátt fyrir ummæli þjálfara liðanna hér á undan fór ekki á milli mála að Darnr verðskulduðu sigurinn. Preben Elkjær er nú þjóðhetja hjá Dönum. Hann skoraði eina mark leiksins á 57. mín. og fékk tækifæri í leiknum til að skora fyrstu þrennuna á HM. Skæður miðherji en vissulega var svolítill heppnisstimpill á markinu. Preben lék inn í vítateiginn, fékk knöttinn aftur af Willie Miller og skoraði neðst í markhomið hjá Jim .Leighton. Harð- skeyttur þar. Fyrst í síðari hálfleikn- um hafði Preben átt skot í hliðamet marks Skota úr þröngri stöðu og skömmu eftir að hann hafði skorað fékk hann eitt besta færið í leiknum. Michael Laudrup lék þá inn í teiginn. Gaf knöttinn á Preben sem spymti framhjá. Danir byrjuðu betur í leiknum en smám saman náðu Skotar undirtök- unum. Mistök á stundum í vöm Dana þó fyrirliðinn Morten Olsen ætti stór- leik. Besti maður á vellinum. Mark- vörðurinn, Troels Rasmussen, var allt annað en sannfærandi í leik sínum. Úthlaup hans oft afar slæm. Bakvörð- urinn, Richard Gough, fékk besta færið í fyrri hálfleiknum. Fékk knött- inn frir inn í vítateig Dana og var mikil rangstöðulykt af því. Troels hljóp út úr marki sínu en Gough spymti yfir autt markið. í síðari hálfleiknum komu Danir mjög ákveðnir til leiks, náðu undir- tökunum sem þeir héldu til loka. Þó nokkuð varkárir lokakaflann þegar sigurinn blasti við. Tveimur vamar- mönnum, John Sivebæk og Jan Mölby, skipt inn á fyrir Frank Ame- sen, sem var meiddur, og Jesper Olsen. Skotar sendu einnig báða varamenn sína inn á. Það reyndist ekki vel því tíu mín. fyrir leikslok slasaðist Charlie Nicholas eftir ljótt brot Klaus Berggreen. Charlie var borinn af velli, Daninn bókaður og Skotar því einum færri lokakaflann. Fréttamenn vom nær sammála eftir leikinn að þetta hefði verið einn besti leikur keppninnar hingað til. Mikil breyting frá þeim ósköpum sem sást í leik Umguay og Vestur-Þýskalands í sama riðli fyrr í gær. Rnattspyman alltaf í fyrirrúmi. Auk Morten Olsen átti Amesen snjallan leik hjá Dönum, einnig Berggreen framan af. Oft gam- an að sjá til Laudrup og Jesper Olsen vann geysivel. Hins vegar kom minna út úr Sören Lerby en oft áður þó snjall sé. Skaði fyrir Dani að geta ekki haft hann og Mölby saman á miðjunni. Hjá Skotum bar fyrirliðinn Graeme Souness af eins og oftast áður. Af- burðasnjall leikmaður. Nicholas bestur í framlínunni og skoska liðið í heild mjög jafnt. Liðin vom þannig skipuð: Danmörk. Rasmussen, Busk, Morten Olsen, Ivan Niélsen, Jesper Olsen (Mölby 80. min),Berggreen, Bertelsen, Amesen (Sivebæk 75. mín) ,Lerby, Elkjær og Laudmp. Skotland. Leighton, Gough, McLeish, Miller, Strachan (Bannon 75. mín), Souness, Nicol, Malpas, Nic- holas, Aitken og Sturrock (McAvennie 61. mín). hsím • Preben Elkjær Larsen er hér í þann veginn að skora sigurmark Dana gegn Skotum í gærkvöldi án þess að skoski varnarmaðurinn komi vömum við. Símamynd/Reuter • Charlie Nicholas leikur ekki meir á HM. Nicholasúr! leik á HM | „Charlie Nicholas, Arsenal, mun . ekki leika meira í heimsmeistara- | keppninni. Það slitnaði liðband í ■ fætiþegarhannslasaðistf leiknum I við Dani. Þetta er áfall fyrir okk- I ur,“ sagði Alex Ferguson, þjálfari ■ Skotlands, eftir HM-leikinn í gær. I Þá sagði hann að litlar líkur væm I á að Paul Sturrock geti leikið gegn | Vestur-Þýskalandi á sunnudag. ■ Hann er með tognuð liðbönd. | hsím _ Irskur i i harðhaus j Rabah Madjer, einn af leik- | mönnum Alsír, liggur enn á ■ sjúkrahúsi eftir að hafa lent í I kröftugu samstuði við Mal Donag- I hy í leiknum við N-írland á þriðju- ■ daginn. Leikmennimirskölluðuþá I saman og Madjer rotaðist í þijár i mínútui'. Hann varð auðvitað að | fara af leikvelli og var síðan fluttur . á sjúkraliús. Það reyndist hins | vegar vera þykkari hauskúpan á ■ íranum. Hann hristi bara hausinn I og hélt áfram í leikríum eins og I ekkert hefði í skorist. óvíst er ■ hvort Alsírbúinn getur leikið I meira með i keppninni. -SMJj Þú borðaðir rúmlega eitt hundrað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.