Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1986, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1986, Síða 23
DV. FIMMTUDAGUR 5. JÚNl 1986. 23 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Landsbanka- hlaup háð á laugardag Landsbanki Islands stendur í sam- vinnu við Frjálsíþróttasamband íslands fyrir Landsbankahlaupi næsta laugardag, 7. júní. Eru þetta undanrásir þar sem úrslitahlaup fer fram i Reykjavík 6. september nk. Sigurvegarar á hinum ýmsu stöðum öðlast þátttökurétt í því hlaupi og mun Landsbankinn standa allan straum af ferðakostnaði. Búist er við mestri þátttöku í Reykjavík en þar fer hlaupið fram í Laugardal og hefst kl. 11.00. Skráning fer fram í öllum útibúum bankans. Keppendur skulu vitja keppnisnúmera við stúku Laugar- dalsvallar á tímabilinu kl. 9.30-10.30 á keppnisdag. Einnig er hægt að skrá sig þar á sama tíma. Þátttökugjöld eru engin. Allir þátttakendur fá viðurkenningu fyrir þátttökuna en sigurvegarar auk þess verðlaunapening og þátttökurétt í úrslitahlaupinu eins og áður getur. Dregið verður um kjörbækur með 2000 kr. innstæðu úr hópi þátttak- enda á hverjum stað. Foreldrar eru eindregið hvattir til að fylgja bömum sínum tímanlega til keppni og fylgjast með hlaupinu og hvetja unga fólkið til dáða. Fréttatilkynning FRÍ Dómarar gagmýndir * 4 KNATTSPYRNUSKÓLI VÍKINGS Fyrsta námskeiðið hefst 9. júní. Hvert námskeið mim standa í tvær vikur, tvær klukkustundir á dag. Markmið skólans er að kenna undirstöðuatriði í knattspymu og fá þátttakendur til að kynnast hver öðrum. Margt annað en knattspyma verður þó til skemmtunar. M.a. keppni milli skóla í knattþrautum og kappleikir. Boðið er upp á skemmtiferð í tívolíið með verulegum afslætti. Þá munu þekktir knatt- spymumenn koma í heimsókn á hverju námskeiði. Haldið verður lokahóf eftir hvert námskeið þar sem veitingar verða á boðstólum og þátttakendur fá viðurkenn- ingarskjöl. Þeir duglegustu verða einnig verðlaunaðir sérstaklega. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða þeir Einar Ein- , arsson og Ólafur Ólafsson íþróttakennarar. Skráning jjÉRpip í símum 32385 (Einar) og 33894 (Ólafur) á kvöldin. Innritun föstudag 6. júní kl. 14-17 í Víkingsheimilinu. Námskeiðsgjald er kr. 1.000,- Allir eru velkomnir jafnt stúlkur sem drengir á aldrin- um 5-14 ára. „Leikurinn var mjög grófúr og dóm- arinn var alls ekki nógu harður gagnvart ljótum brotum leikmanna," sagði Tele Santana, þjálfari Brasilíu- manna, eftir leik N-Ira og Alsír, en þessi lið leika með Brasiliumönnum i D-riðli. Þessi ummæli Santana eru að nokkru dæmigerð fyrir þá miklu gagn- rýni sem dómarar á HM í Mexíkó hafa orðið fyrir. Dómgæslan til þessa hefur alls ekki þótt nógu góð og mörg vafaat- riði komið upp. „Dómarar hafa í raun óhlýðnast þvi sem íyrir þá var lagt fyrir keppnina. Þeir hafa ekki farið eftir tilmælum FIFA um að fylgjast með ljótum „tæklingum" aftan á leikmenn. Einnig áttu þeir að taka hart á mótmælum leikmanna og staðsetningum vamar- veggja. Þetta hefur allt brugðist,“ sagði Jorge Valdano, sóknarmaður Argentinumanna, sem skoraði tvö mörk á móti S-Kóreu. -SMJ íþróttatöskur í mörgumi stærðum og gerðum. xzJdo$.<Q.e.úJí ÁRMÚLA 38 REYKJAVlK, SlMI 82168 OG 83830. Hjörtu Portúgala tóku kipp á þriðjudagskvöld þegar atvikið að ofan átti sér stað í HM-leiknum við England. Bryan Robson, fyrirliði enska liðsins, átti þá hjól- hestaspymu og knötturinn rétt straukst yfir þverslá marks Portúgal. Portúgalar í sigurvímu „Stórkostlegur leikur - stórkostleg- ur sigur,“ sagði Mario Soares, forseti Portúgal, eftir sigur Portúgal á Eng- landi í heimsmeistarakeppninni á þriðjudagskvöld og bergmálaði þar með stolt þjóðar sinnar vegna sigurs- ins. Sendi strax heillaóskaskeyti til leikmanna í Mexíkó. Portúgalar voru í sigurvímu, sem stóð til morguns víð- ast. Meðan leikurinn var sýndur beint í sjónvarpinu sást varla maður á götu. Eftir hann þusti fólk út á götur og torg, einkum í Lissabon. Þar varð fáum svefnsamt, söngur og gleði alls staðar og vélhjólakappar þeyttu flaut- ur sínar næturlangt. „Sigurinn var sætari vegna þess að hann var óvæntur en við ættum að skammast okkar fyrir hve litla trú við höfðum á liði okkar,“ sagði leigubíl- stjóri í Lissabon við fréttamann Reuters þar í borg. Fáir höfðu reiknað með góðum árangri gegn Englandi vegna fyrri úrslita í landsleikjum þjóð- anna. Aðeins annar sigur Portúgal á enskum frá upphafi. „Búnir að launa þeim lambið gráa“ var rosafyrirsögn í stærsta íþrótta- blaði Portúgal, O’Jogo. Þar átt við sigur Englands á Portúgal í undanúr- slitum í heimsmeistarakeppninni 1966 - leikur sem Portúgalar gleyma aldr- ei. Öll blöð Portúgal voru með há- stemmdar lýsingar á leiknum. Lofið, sem leikmenn Portúgal fengu, gífur- legt. hsím • Guðmundur Magnússon (Dadú) þjálfar meistaraflokk Gróttu í hndknattleik næsta vetur. Dadú þjátfari Gróttu Nú er ljóst að Guðmundur Magnús- son (Dadú) mun þjálfa meistaraflokk Gróttu í handknattleik næsta vetur. Guðmundur hefur sem kunnugt er þjálfað FH-inga tvö síðustu keppnis- tímabil með góðum árangri en áður var hann leikmaður með FH um ára- bil. Mikill hugur er nú í Gróttumönnum og vænta þeir góðs af samstarfinu við Guðmund. Töluverðar breytingar hafa orðið hjá Gróttu að undanfómu. Gauti Grétarsson, sem hefur þjálfað liðið um skeið, er nú farinn til Noregs og þjálf- ar þar næsta vetur. Þá hefur einn besti maður liðsins, unglingalandsliðsmað- urinn Ámi Friðleifsson, gengið til liðs við Víking. í staðinn hafa Gróttumenn fengið Bjöm Bjömsson sem lék með HK og þar áður með Val. -SMJ Soares forseti sendi heillaskeyti. Þverholti 11 iþróttabúninga og trimmgallar til æfinga og keppni. alla vikuna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.