Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Page 2
2 DV. MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1986. Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Slökkviliðsmenn berjast við eldinn i rishæö hússins og rjúfa þakið. DV-myndir S Stórbruni við Tjómina „Við sendum tvo reykkafara strax inn í húsið og þeir komust upp á aðra hæð. Þegar þeir brutu rúður til að lofta út sáu þeir að allt risið logaði og þangað var ógjömingur að komast," sagði Ragnar Sólonsson, varðstjóri hjá Slökkviliði Reykja- víkur, en það barðist við magnaðan eld í gamla Iðnskólanum á homi Lækjargötu og Vonarstrætis allt laugardagskvöldið. „Tilkynning um eldinn kom til okkar klukkan 17.49 og við fórum þegar með allt tiltækt lið á staðinn. Þegar við komum niður í Lækjar- götu sáum við að reyk lagði upp úr reykháfi og gluggar á annarri hæð og í risi vom kakkbrúnir og svartir að innan. Við byggðum því upp starfið eins og um margra tíma bar- áttu væri að ræða,“ sagði Ragnar. Baráttan við eldinn við Tjömina stóð í fjórar klukkustundir. Klukkan 22 var allur eldur slökktur og slökkvihðsbifreiðir yfirgáfu svæðið rétt fyrir miðnætti. Vakt var höfð við húsið fram undir hádegi á sunnu- dag. Um tíma óttuðust menn að eldur- inn myndi breiðast út í áfastar byggingar sem em gamla Búnaðar- félagshúsið, þar sem Leiklistarskóli ríkisins er til húsa, og Iðnó. Þessum byggingum tókst að bjarga þótt tæpt stæði um tíma: „Eldurinn var að krækja sig yfir í þak Búnaðarfélags- hússins en okkur tókst að koma í veg fyrir það á síðustu stundu. Brunaveggur, sem er þama á milli, hélt,“ sagði Ragnar Sólonsson. Gífúrlegt tjón varð í bruna þessum. Leikfélag Reykjavíkur missti nær allt búningasaih sitt, hljóðupptökur á gömlum verkum og leikhljóð. í risi brann baðstofa Iðnaðarmannafé- lagsins sem byggð var árið 1924, listilega útskorinn af Ríkharði Jóns- syni tréskurðarmeistara. Þar við hliðina var lítil íbúð sem í bjó ung flugfreyja. Hún var ekki heima er eldurinn kom upp. Hafði farið í flug snemma laugardagsmorguns. Gamli Iðnskólinn við Tjömina var byggður um aldamótin og undan- farin fimm ár hafði farið fram gagnger endumýjun á húsinu. Rannsókn á eldsupptökum er í hönd- um Rannsóknarlögreglu ríksins. -EIR Stefán Baldursson leikhússtjóri fylgist með baráttu siokkviliösins við eldinn á laugardagskvoldió. Með honum eru leikaramir Guðrún Gísladóttir, Guðmundur Pálsson og Sigríður Hagalín. DV-mynd S Þór Magnússon þjóðminjavörður: „Vatn á myllu niðunffsafla“ „Þetta er náttúrlega óskaplegt tjón en hræddastur er ég um að þessi bruni verði vatn á myllu nið- urrifeafla sem vilja láta rífa öll gömul hús í raiðbænum. Það er venjan þegar gömul timburhús brenna,“ sagði Þór Magnússon þjóðminjavörður i samtah við DV. Þór stóð þá í útbrunnum tumi gamla Iðnskólans og þótti aug- sýnilega sárt að h'ta eyðilegging- una. „Þetta hús verður að byggja upp afW, það væri gert í öllum menn- ingarlöndum. Á þennan bruna að hugsa {ægar um menningar- verður að líta sem hvert annað verðmæti er að ræða,“ sagði Þór slys. Þegar maður slasast er farið Magnússon. með hann á sjúkrahús og reynt að -EIR lækna hann. Þannig verður einnig

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.