Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Page 3
DV. MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1986. 3 Baðstofa Iðnaðarniannafélagsins: Útskurður Ríkharðs orðinn að ósku og sóti í tumherbergi gamla Iðnskólans var baðstofa í gömlum stíl í eigu Iðnaðar- mannafélagsins, einhver sú fallegasta á landinu. Þar var allt útskorið, vegg- ir jafiit sem bekkir og önnur húsgögn, og heiðurinn af því átti Ríkharður Jónsson tréskurðarmeistari. I brunan- um á laugardagskvöldið brann bað- stofan til kaldra kola, listaverk Ríkharðs er nú ekki annað en aska og sót. „Ríkharður vann þetta verk árið 1924 og hér höfiim við haldið félags- fundi okkar alla tíð síðan,“ sagði Siguroddur Magnússon, ritari Iðnað- armannafélagsins, í samtah við DV. Iðnaðarmannafélagið hefur fullan hug á því að endurbyggja baðstofuna í upphaflegri mynd sinni þó Ríkharður Jónsson sé allur: „Nemendur hans lifa, það ætti að vera hægt að vinna verkið á ný,“ sagði Þór Magnússon þjóð- minjavörður. -EIR Siguroddur Magnússon og félagar hans úr Iðnaðarmannafélaginu bjarga því sem bjargað verður af listaverkum Rikharðs Jónssonar i baðstofunni i tumher- bergi gamla Iðnskólans. DV-mynd PK Eini íbúinn að heiman Gamli Iðnskólinn við Tjömina var mannlaus er eldurinn kom upp á laug- ardagskvöldið. I húsinu er lítil íbúð í risi þar sem ung flugfreyja hefur búið undanfarin ár. Hún var ekki heima á laugardagskvöldið, hafði farið í flug þá um morguninn. Ibúðin í risinu, sem er tveggja her- bergja, er ákaflega illa farin eftir brunann. Þar er fatt eftir sem gefur vísbendingu um að um mannabústað hafi verið að ræða. -EIR VERKFRÆÐISTOFUR, PRENTSMIÐJUR, AUGLÝSINGASTOFUR, IÐNSKÓLAR, TÆKNISKÓLAR, MYNDUSTARSKÓLAR OG HEMLL Á ÖLLUM ÞESSUM STÖÐUM ERU NEOLT TEIKNIBORÐ OG FYLGIHLUTIR ÞEIRRA ÓMISSANDI. Það er gott að eiga annað borð heima fyrst maður vinnur á annað borð heima Hjólaskáp u teikninga Hraðbátar í æðarvarpi Hraðbátar steíndu æðarvarpi í að bmna á íullri ferð í aðeins nokk- Brautarholti á Kjalamesi í hættu urra metra fjarlægð frá landi, fugli um helgina. og bónda til mikillar hrellingar. Þó lög geri ráð fyrir að bátar megi Lögreglan vinnur nú að því að ekki fara nær landi en 300 metra í hafa upp á siglingamönnunum og stórstraumsfjöru þar sem æðarvarp segja þeim til syndana. er létu sjókappar sig ekki muna um _EIR Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir NEOLT vörumar eru framleiddar af einum stærsta teiknivöruframleiðanda í heimi. Þær eru vandaðar og á hagstæðu verði. NEOLT teikniborð em nú í vaxandi mæli einnig notuð við teiknivinnu í heimahúsum. Þau em óneitanlega þægilegri en eldhúsborðið eða borðstofuborðið. Við NEOLT teikniborðið ertu alltaf í réttum stellingum og reynir ekki um of á bakið. Að lokinni notkun má leggja það saman. Þannig geymist það auðveldlega til dæmis á bakvið hurð. Það ber mörgum saman um að gott sé að eiga annað borð. Nú er nýkomið frá NEOLT: Teikniborð, margar gerðir og stærðir með stiUanlegri hæð og halla. KL teiknivélar, sem em arftakar JOKER teiknivélanna. Hirslur fyrir teikningar, bæði skápar til að geyma hangandi teikningar, skúffuskápar og grindur fyrir teikningar. Ljósaborð í þremur stærðum með fjómm útfærslum. Hæð og halli stillanlegt. Hjólaskápar fyrir ýmsa smáhluti og skjöl. Lampar og aðrir fylgihlutir, svo sem pennabakkar og rennur. ALLT í EINNI FERÐ Hallarmúla 2 Sfmi 83211 I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.