Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Page 15
DV. MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1986.
15
Þjóðavsátt um byggðastefnu
Á áratugnum 1970-1980 átti sér
stað einhliða atvinnuuppbygging í
sjávarútvegi og fiskvinnslu víða mn
land. Landbúnaðarframleiðslan óx
umfram eðlilegar markaðsaðstæður.
Gert var átak til að efla útflutnings-
iðnað. Tilraunir til stóreflingar
erlendrar stóriðju höfðu ekki erindi
sem erfiði. Byggðastefna þessa ára-
tugar var framleiðslustefha sem
aðhæfðist landkostum þjóðarinnar
og byggðahagsmunum dreift um
landið. Á þessum áratug stóð íbúa-
hlutfall höfuðborgarsvæðisins í stað.
Það tókst að ná búsetujafnvægi þótt
um stuttan tíma væri. Byggðastefna
þessa áratugar átti sinn stóra þátt í
þeim mikla hagvexti sem einkenndi
áratuginn. Mistökin í mótun
byggðastefhu þessara ára lágu í
tvennu: blindri trú á aukinn afla og
vanrækslu á að tryggja landsbyggð-
inni margfeldisáhrif af uppgangi
framleiðsluatvinnuveganna.
i
Byggðaröskun
Island er á jaðri hins byggilega
heims. Lækki hitastig í sjónum eða
straumar breytist eru fiskistofnar
okkar í hættu. Falli sumarhiti er
heyfengur í hættu. Hvoru tveggja
höfum við fengið að kynnast á síð-
ari árum. Á ráðstefnu um sjávarút-
veg 1975 var spáð að þorskaflinn
gæti orðið 700-800 þús. tonn.
Reynsla síðari ára sannar að engar
vonir eru um stóraukinn afla en aft-
ur á móti vitum við nú að heilu
árgangamir hafa misfarist í klaki
af náttúrulegum ástæðum. Hverjir
skyldu hafa trúað því, þegar við
stækkuðum landhelgina, að fljótlega
þyrfti að skammta fiskinn í sjónum
á milli veiðiskipanna? Skyldu þeir
sem hvöttu bændur til að rækta sem
mest hafa trúað því að nú er skipu-
lega unnið að því að fækka í
bændastétt með því að kaupa bænd-
ur frá búskap? Má vera að við séum
að færast niður á nýlendustigið
varðandi fiskiðnaðinn? Þessi hætta
er yfirvofandi alls staðar þar sem
skarast hagsmunir veiða og vinnslu
eða þar sem ekki gætir félagslegra
yfirráða í sjávarútveginum.
Á meðan þjóðarhagsmunir byggj-
ast á byggð um landið verður
landsbyggðarstefha óhjákvæmilega
undirstaða þróaðs samfélags. Um
þetta verður að takast þjóðarsátt á
milli höfuðborgarsvæðisins og
landsbyggðarinnar ella skiptist
þjóðin áfram í tvær fylkingar.
Siðan um aldamót hefur þjóðinni
fjölgað um 163 þús. íbúa. Á sama
tíma hefur íbúum höfuðborgarsvæð-
isins fjölgað um 132 þús. Þetta svarar
til 81% af þjóðarfjölguninni. íbúum
þéttbýlisstaða hefhr fjölgað um 194
þús. sem er aukning fram yfir þjóðar-
aukningu um 31 þús. íbúa. Þetta
sýnir búsetuþróun þjóðarinnar frá
dreifbýli til þéttbýlis.
Nú eru tæplega 90% þjóðarinnar
í þéttbýli. Hlutur höfúðborgarsvæð-
isins í þéttbýlismyndun er 61% af
íbúum þéttbýlis með 50 íbúa eða
fleiri. íbúar höfuðborgarsvæðisins
hafa verið yfir helmingur þjóðarinn-
ar síðan 1960 og eru nú 54,8% allra
íbúa landsins. Hlutfall höfuðborgar-
svæðisins í þéttbýlismyndun varð
mest 1970, 62%, lækkaði 1980 í tæp-
lega 60% en er nú, 1985, 61,4% og
sækir því í sama farið og var 1970.
Hlutur höfuðborgarsvæðisins í
heildaríbúafjöldanum hefur aldrei
verið hærri en nú, 1985. Hann var
nokkum veginn í jafhvægi 1970-
1980, eða um 53%. Með þeim hraða,
sem hefur verið í byggðaröskun síð-
ustu árín, má reikna með að á
höfuðborgarsvæðinu verði um 65%
alls þéttbýlis í landinu í lok áratug-
arins. Það er ljóst af þróun síðustu
ára að þéttbýli landsbyggðarinnar
er að fara halloka. Sá ávinningur,
sem varð 1970-1980, þegar lands-
byggðin bætti stöðu sína um 2% í
þéttbýlismyndun, er allur farinn.
Mannfjöldaþróun
Ef varpað er ljósi á þróunina síðan
á stríðsárunum sést að skil hafa ver-
ið að myndast á milli höfuðborgar-
svæðisins og landsbyggðarinnar. Sé
grannt skoðað eru þetta skil á milli
þjónustukjamans á höfuðborgar-
svæðinu og frumvinnslu- og úr-
vinnslusvæðanna á landsbyggðinni.
Byggðastefna síðasta áratugar sýnir
að uppgangur undirstöðuatvinnu-
greinanna er haldbesta ráðið til að
efla landsbyggðina. Margfeldisáhrif-
in hafa að mestu verið á höfuð-
borgarsvæðinu, þar með talin
stækkun ríkisgeirans sem hefur átt
stóran þátt, vegna staðsetningar
sinnar, í að skekkja efnahagsgrund-
völlinn. Erlendir fjárstraumar hafa
að mestu lent inn á suðvesturhomið.
Á nfunda áratugnum hefur verið
beitt erlendum lántökum til að halda
neyslustiginu uppi. Útflutningsat-
vinnuvegimir hafa orðið að sætta
sig við verðlagningu erlends gjald-
eyris sem ekki tekur mið af þörfum
þeirra. Öllum er ljóst að við svo
búið getur ekki staðið til lengdar.
Áskell Einarsson
framkvæmdastjóri
Það ætti einnig að vera öllum ljóst
að þjóðin getur ekki byggt upp einn
þéttbýliskjama fyrir landið ef ekki
fara saman undirstöðuhagsmunir i
þjóðarbúskapnum.
Þjóðinni er að verða ljóst hvert
hún sækir lífskjörin. Reynsla síðari
ára sýnir að umframeyðsla neyslu-
samfélagsins geti stefht fiárhagslegu
sjálfstæði þjóðarinnar í hættu. Nú
er verið að vinna sig út úr vandan-
um. Samtímis því að reynt er að
styrkja lífskjörin eru hagsmunir
framleiðsluatvinnuveganna látnir
sitja eftir í von um betri tíð. Þjóðin
verður að treysta á sjávarútveginn
og útflutningsiðnaðinn sem undir-
stöðu lífskjara svo að þeir eigi í fullu
tré við þjónustubáknið.
Búsetuþróun áranna 1980-1985 er
um margt athyglisverð. Árin 1980-
1983 skipta landsbyggðin og höfúð-
borgarsvæðið íbúaáukningunni á
milli sín. Höfuðborgarsvæðið eykur
hlutdeild sína úr 68% í 79% en hlut-
ur landsbyggðar lækkar á sama tíma
úr 32% í 21%. Milli 1983 og 1984
gerast skilin. Höfuðborgarsvæðið
nær allri aukningunni og 20 íbúum
frá landsbyggðinni. Milli 1984 og
1985 lendir öll íbúaaukningin á höf-
uðborgarsvæðinu, auk þess 290
íbúar frá landsbyggðinni. íbúahlut-
fall höfuðborgarsvæðisins hækkar
milli 1984 og 1985 um 0,46 prósentu-
stig. Haldi þessi þróun áfram ættu
íbúar höfuðborgarsvæðisins að
verða 61,7% íbúafiöldans árið 2000
og sennilega 66% um 2020.
Samkvæmt þessu, miðað við
mannaflaþróun, samkvæmt nýjustu
mannfiöldaspá, verða íbúar höfuð-
borgarsvæðisins um 157-160 þús. um
næstu aldamót en íbúafiöldi lands-
byggðar á bilinu 90-101 þús. Þetta
þýðir fækkun á landsbyggðinni um
8-9 þús. manns. Ibúahlutfall lands-
byggðar myndi lækka úr 45% í 38%.
Þessi mannfiöldaspá gerir ráð fyrir
minnkandi frjósemislíkum og er í því
efni miðað við reynslu annarra
þjóða. Milli 1984 og 1985 hafa átt sér
stað skil í búsetuþróun þjóðarinnar.
Nú virðist sem hinir fámennari ár-
gangar séu að hafa áhrif á mann-
fiöldaþróunina.
Efnahagsleg sjálfhelda
Ef vinnuaflsþróunin er skoðuð i
Reykjavík kemur í ljós að 57,4%
hafa framfæri af þjónustugreinum
árið 1965 en árið 1984 71,7%. Til-
færslan er mest á kostnað úrvinnslu-
greinanna, eða 92%. Nú fer saman
íbúahlutfall höfuðborgarsvaBðisins
og atvinnuhlutfall þjónustugrein-
anna í landinu. Það er ekki fyrr en
eftir 1980 sem atvinnuþátttaka þjón-
ustustéttanna nær íbúahlutfalli
höfuðborgarsvæðisins. Þetta er á
sama árabili og þegar höfuðborgar-
svæðið nær til sín allri þjóðaraukn-
ingunni og gott betur. Svo virðist
sem þama séu vaxtarbroddar þjóð-
félagsins - sterkur þjónustukjami
ásamt beinni úrvinnslu sem tengist
þjónustustarfseminni. Annarri at-
vinnustarfsemi er haldið gangandi
vegna brýnnar þjóðamauðsynjar og
þá oftast með efriahagslegum til-
færslum, undir yfirskini byggða-
stefriu eða til að forðast stöðnun
atvinnuveganna.
Þetta þjóðfélag getur lent fljótlega
á ný í efhahagslegri sjálfheldu ef og
þegar núverandi uppsveiflu í sjávar-
útvegi lýkur. Verður þá gripið til
ráðanna upp úr 1980, að fleyta sér á
erlendum lántökum, eða verður
hemaðarstaða landsins nýtt og sam-
ið við vemdara vora um náðar-
brauð? Báðir þessir kostir standa
nærri hugum margra manna ef á
reynir. Við höfum reynslu annarra
þjóða að varast í þeim efhum. Sú leið
er ekki fær að spoma gegn upp-
byggingu þjónustusamfélags. Spum-
ingin er um forgangsröð í þjóðfélag-
inu. Um sinn er það sjávarútvegur-
inn sem er undirstaða lífskjara í
þessu landi. Á meðan svo er verður
að tryggja þeim atvinnuvegi þau
skilyrði að þangað leiti fiármagnið.
Meginskekkjan í uppbyggingu þjóð-
félagsins er hve við höfúm vanrækt
iðnaðaruppbyggingu í landinu og
nýtingu orkulinda landsins. Bæði
vegna pólitískrar handvammar og
bamalegra sjónarmiða hefur vitandi
og óafvitandi verið klúðrað öllum
möguleikum til að fá inn í landið ’
erlent áhættufiármagn í atvinnuvegi
landsins, t.d. stóriðju.
Landkosta- og byggðastefna
Milli 1950 og 1970 gerðu fbúar
höfuðborgarsvaBðisins sér ljóst að
búseturöskun landsbyggðarinnar
var þeim hættuleg atvinnulega og
byggðarlega séð. Nú er staðan öllu
verri ef svo horfir sem raunin hefur
verið síðustu árin. Framundan er að
æ færri vinnufærar hendur leiti út á
vinnumarkaðinn. Það getur horft til
byggðarauðnar á útkjálkum og að
landbúnaður þyrpist í nábýli við
stærsta þéttbýlið. Sú spuming vakn-
ar hvort þessari þjóð takist að sitja
land sitt. Vanræki hún undirstöðu-
atvinnuvegi þess verður hún að opna
landið fyrir útlendingum til að vinna
ófínni verkefni í framleiðslustarf-
seminni. Þannig hafa aðrar þjóðir
farið að og sitja uppi með erlenda
minnihlutahópa í landi sínu. Vísir
að tveim þjóðum í sama landi er ís-
lendingum andstætt.
Ef hin íslenska þjóð ætlar að eiga
ein sitt land verður nú að taka upp
framleiðslustefnu, sem jafnframt er
landkostastefna og byggðastefna,
fyrir landið í heild. Þetta tekst ekki
ef áfram verður stuðlað að myndun
borgarríkis stefhulaust, án tillits til
hinna raunvemlegu búsetuhags-
muna sem þessi þjóð verður að sætta
sig við.
Það verður að hverfa frá þjónustu-
kerfisstefhu til landkosta- og
byggðastefnu sem er undirstaða
sjálfstæðis og velgengni þessarar
þjóðar í bráð og lengd. Höfuðborgar-
svæðið á mest undir því að þetta
takist og að þjóðarsátt náist, í stað
hyldýpis á milli landsbyggðar og
höfuðborgar. Nú eru sannarlega
tímamót til að fylkja liði í þessu
máli, þegar þjóðin er að komast út
úr hafvillum eftirstríðsáranna á
kaldan sjó raunveruleikans, um að
duga ein og óstudd í landi sínu. Það
þarf að endurmeta stöðnuð viðhorf.
Breyta verður valdakerfi þjóðarinn-
ar og beina kröftunum að atvinnulíf-
inu. Það verður að dreifa valdinu
bæði í stjómarráðinu, fiármálaheim-
inum og stofhunum þjóðfélagsins út
til byggðanna i stað myndunar borg-
arríkis sem þjóðinni er ofviða að
standa undir og mun fyrr eða síðar
leiða til bvggðaeyðingar í þessu
landi.
Áskell Einarsson
Fátæktartalið og félagsmálastjórar
Það bar við skömmu fyrir sveitar-
stjórnarkosningamar, að félags-
málastjóramir í landinu efridu til
ráðstefnu um fátækt. Þeir komust
þar að þeirri niðurstöðu, að hún
hefði stóraukist á síðustu árum.
Fjórðungur landsmanna væri neðan
sérstakra fátæktarmarka. Ég var
staddur erlendis, þegar þessi ósköp
fréttust, en mér er sagt, að sjaldan
eða aldrei hafi einni ráðstefnu verið
gerð jafngóð skil í ríkisfiölmiðlunum
og á Þjóðviljanum. En ég er satt
að segja hissa á því, að menn hafa
ekki tekið málflutningi félagsmála-
stjóranna af meiri tortryggni en raun
varð á. Það ætti þó að vera aug-
ljóst, að þessir ágætu menn hafa hag
af þvi að gera eins mikið úr fátækt
og þeir geta, þar sem þeir lifa bein-
línis af henni. Um leið og fátæktin
hyrfi, hlytu þeir að missa atvinnuna.
En hér ætla ég að leyfa mér að leggja
örfá orð í belg um þetta mál.
Villandi tölur
Ég skal nefha þrennt, sem vekur
efasemdir um sumar þær tölur, sem
farið var með á þessari ráðstefnu.
Menn geta í fyrsta lagi auðvitað allt-
af skilgreint fátækt með þeim hætti,
að einhver tiltekinn hluti þjóðarinn-
ar teljist fátækur (til dæmis fiórð-
ungur hennar). En það, sem skiptir
mestu máli, er hversu mikið fátæk-
asti hluti þjóðarinnar getur keypt
fyrir tekjur sinar. Það hefur á síð-
ustu áratugum aukist, en ekki
minnkað.
Við getum í öðru lagi aldrei treyst
opinberum tölum um tekjur manna
fullkomlega. Því hærri skattar sem
lagðir eru á landsmenn, því meiri
verður tilhneiging þeirra til þess að
hörfa niður í neðanjarðarhagkerfið,
og tekjur þeirra þar koma eðli máls-
ins samkvæmt ekki fram á neinum
opinberum skýrslum. Það sýnir,
hversu áreiðanlegar þessar tölur
voru, að fiöldi sjálfstæðra atvinnu-
rekenda var samkvæmt þeim undir
fátæktarmörkum!
I þriðja lagi nægir ekki fyrir okkur
að Ííta aðeins á tölur um beinar pen-
ingatekjur fólks, þegar við reynum
að meta lífskjör þess. Við verðum
líka að taka með í reikninginn, hvað
það fær í sinn hlut án þess að þurfa
að greiða sjálft fyrir það. Einstæðar
mæður njóta til dæmis niðurgreiddr-
ar bamagæslu.
Hvað sýnir fátæktartalið?
Allt gefúr fátæktartalið reyndar
tilefni til að spyrja félagsmálastjór-
ana einnar óþægilegrar spumingar:
Ef þetta tal á við einhver rök að
styðjast, hefur þá velferðarríkið alls
ekki náð tilgangi sínum? Útgjöld
Frjálshyggjan er
mannúðarstefna
Kjallarinn
Dr.Hannes
Hólmsteinn
Gissurarson
ríkis og bæja til velferðarmála hafa
hækkað ár frá ári, en samt á fátækt
að hafa aukist. Hvert hefur allt þetta
fé runnið? Hefur það staðnæmst í
félagsmálastofhunum? Svari hver
þeirra sem betur getur.
Fátæktartalið veitir ennfremur
nokkra vísbendingu um, að almenn
lífskjör hljóta að hafa batnað og
kröfúr fólks til lífsins aukist, þar sem
kaupmáttur, sem hefði verið talinn
ágætur fyrir tuttugu eða þrjátíu
árum, er nú skyndilega talinn allt
of lítill. Það er samanburðurinn við
betri kjör annarra, sem skiptir sumt
fólk mestu máli, og þá gleymist, að
það býr sjálft við betri hag en það
gerði fyrr á árum, þótt tekjur þess
hafi ekki aukist jafnhratt og ann-
arra.
ísland iáglaunasvæði
Ég er sannfærður um, að sú fá-
tækt, sem félagsmálastjóramir og
fiölmiðlungamir, vinir þeirra, upp-
götvuðu á dögunum, sé mjög orðum
aukin. Fátækasti hluti þjóðarinnar
kemst nú betur af en áður, en það
merkir, að raunvemleg fátækt hefúr
minnkað, ekki aukist. Hitt er degin-
um ljósara, að almenn vinnulaun em
hér allt of lág. ísland er því miður
orðið hálfgert láglaunasvæði í sam-
anburði við mörg önnur lönd
Norðurálfunnar.
En við bætum ekki úr því með
auknum útgjöldum til félagsmála-
stjóranna, því að þeir skapa ekki
verðmæti, heldur skipta því, sem
aðrir hafa skapað. Af sömu ástæðu
bætum við ekki heldur úr því með
harðri kjarabaráttu, eins og reynsl-
an sýnir. Það, sem við þurfum að
gera, er að nýta það fé betur, sem
við höfum handanna á milli, en það
felur í sér, að við megum ekki af-
henda stjómmálamönnum eins
mikinn hluta þess og nú er. Ef við
lækkum skatta og aðrar álögur á
fólk og leyfúm ftjálsri samkeppni að
knýja fólk áfram, þá geta almenn
vinnulaun smám saman hækkað
sjálfkrafa.
Fólk komist út úr fátækt
í umráeðunum um fátækt á íslandi
rekast tvær skoðanir á, þótt aðeins
hafi heyrst í talsmönnum annarrar
í ríkisfiölmiðlunum. Sú, sem þar er
kynnt, er, að auðvelda eigi fátæku
fólki að sitja föstu í fátækt með
beinni aðstoð við það. Félagsmála-
stjóramir hafa auðvitað þá skoðun,
því að hún veitir stofhunum þeirra
tilverurétt.
Hin skoðunin er, að auðvelda eigi
fátæku fólki að komast út úr fá-
tækt með því að fiölga tækifærunum
í atvinnulífinu, ekki síst með því að
opna allar atvinnugreinar upp á
gátt. Þeir, sem fylgja sannri mann-
úðarstefhu, trúa því, að flestu fólki
sé ekki fyrirmunað að bjarga sér af
eigin rammleik. En til þess má ekki
loka fyrir því leiðum með höftum,
boðum og bönnum.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson