Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Page 21
DV. MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1986. . ‘ ,í,áá; x. íþróttir íþróttir íþróttir Maradona sló knött- inn í maik Sigurbjöm Aðalsteinsson, DV, Landan. ,Það voru vonbrigði að tapa á þenn- an hátt vegna mistaka dómara og línuvarðar. Ég hef mikla samúð með leikmönnum mínum vegna hins ólög- lega marks Maradona. Það er erfiður biti að kyngja," sagði Bobby Robson, landsliðseinvaldur Englands, eftir tap- ið gegn Argentínu á HM í gær. Gífurleg umfjöllun var í enska sjón- varpinu í gær, bæði hjá BBC og ITV, eftir leikinn, um fyrra mark Argentínu sem Maradona skoraði á 51. mínútu leiksins. Atvikið var margsýnt í báðum stöðvunum og þar fer ekki milli mála að knötturinn fór í uppréttan hand- legg Maradona og í markið. Allir sérfræðingar stöðvanna voru á einu máli um að markið hefði verið koló- löglegt. Atvikið var sýnt mjög hægt og greinilegt eins og mest má vera að Maradona skallaði ekki knöttinn i markið. Hann fór af handlegg hans í markið. í fyrstu, þegar Maradona hafði skorað og markið dæmt gilt, voru sjónvarpsmennimir að furða sig á því hvemig hinn smávaxni Mara- dona gat stokkið hærra en Shilton..I hægri endursýningu kom svo hið rétta í ljós. í viðtölmn eftir leikinn hélt Diego Maradona því stöðugt fram að hann hefði skallað knöttinn í mark. Breskir fréttamenn vom undrandi á því að Maradona skyldi halda þessu fram eftir að hafa séð atvikið í sjónvarpi. Miklu minna er gert úr þvi hjá ensku sjónvarpsstöðvunum að Maradona var búinn að vera rangstæður um tíma áður en knötturinn'kom inn í vítateig- inn - reyndar frá einum ensku leik- mannanna, Steve Hodge. „Ég leit strax til línuvarðarins þegar knötturinn fór yfir Shilton í markið. Taldi ömggt að hann væri með flagg sitt á lofti. Ég var ekki í vafa um að markið var ólöglegt og varð undrandi þegar línuvörðurinn gerði enga at- hugasemd,“ sagði Bobby Robson. Ensku blöðin taka tapinu ekki illa, hæla frekar enska liðinu en hitt. Allt annar tónn en var eftir tvo fyrstu leiki Englands á HM. Hins vegar mikið rætt um mistök dómarans - í annað skipti í keppninni sem dómara verða á alvarleg mistök hvað mörk snertir og sjónvarpið afhjúpar mistökin. Hið fyrra þegar Spánverjar skomðu gott mark gegn Brasilíu en ekkert dæmt. Fulltrúi FIFA á leiknum í gær, Thom- as Wharton, sagði eftir leikinn. „Hvað FIFA viðkemur verður ekkert gert í málinu - ekkert hægt að gera. Úr- skurði dómarans verður ekki breytt." hsím • Svanhildur. Islandsmet Svanhildar Svanhildur Kristjónsdóttir, Breiða- bliki, setti íslandsmet í 200 m hlaupi á móti í Oxford á Englandi fyrir helgi. Hljóp á 24,1 sek. Handtímataka. ÓU/hsím Staðaní 1. deild - 8. umferð hefst í kvöld Úrslit í leikjunum í 7. umferð í 1. deild urðu þessi: Valur-Víðir 1-0 Breiðablik-Akranes 1-4 Keflavík-KR 2-1 Fram-Vestmannaeyjar 3-0 Þór-FH 2-1 Staðan er nú þannig: Akranes Fram Valur KR Keflavík Keflavík Þór Víðir FH Breiðablik ÍBV 1 14- 1 13- 2 9- 1 11- 0 1 4 4 4 5 8 12 8 12 10-13 10 3- 5 8 8-13 7 5-10 7 4- 17 1 6- 6- 14 14 13 12 Markahæstu leikmenn eru nú: Guðmundur Torfason, Fram, 7 Valgeir Barðason, Akranes, 5 Ingi Björn Albertsson, FH, 4 Áttunda umferðin hefst í kvöld með leikjum FH-ÍBV í Kaplakrika og Víðis-Fram í Garðinum kl. 20. A þriðjudag leika Akranes-Keflavík á Akranesi, KR-Valur í Laugardal og Þór-Breiðablik á Akureyri. Leikirn- ir hefjast kl. 20. -hsím r I I Brasilía kærir ekki til FIFA 21 vegna vrtaspymu Belione „Við erum nú að leita álits sér- fræðinga og það fer eftir viðbrögðum þeirra hvort við sendum FIFA, al- þjóðaknattspymusambandinu, kæru vegna málsins," sagði Nabi Abi Chebid, varaforseti brasilíska knatt- spjTnusambandsins, í Guadalajara í Mexíkó í gær. í nótt bárust hins vegar þær fréttir frá Chebid í Guadalajara að Brasilía mundi ekki kæra atvikið til FIFA en við skulum samt halda áfram með viðtalið sem tekið var við Chebid í Brasilíumenn telja að rúmenski dómarinn, Ioan Igna, hefði ekki átt að dæma mark þegar Bruno Bellone tók þriðja víti Frakklands í víta- spymukeppninni eftir leikinn. Knötturinn fór í stöng, þaðan af brasilíska markverðinum Carlos í markið. Brasilíumenn segja að um leið og knötturinn hitti stöngina hafi hann verið úr leik. Það virðist þó heldur veigalítil röksemd en Chebid sagði. „Við höldum því fram að þegar knötturinn haihar í stöng þá sé ekki hægt að dæma mark ef knötturinn fer síðan í markvörðinn og í markið." Dómarinn dæmdi mark og það hlýtur að gilda eins og annað sem hann dæmir í leiknum. Hins vegar virtust flestir forsvars- menn Brasilíu í Guadalajara í gær vera á þeirri skoðun að það væri til lítils að kæra í málinu. Kæra yrði I • Tele Santana, hættur með tands- liðs Brasílíu. aldrei tekin til greina og þeir vildu hraða heimför sem mest. Flestir vildu fara strax í gær en ekki varð þó af því. Sennilega halda Brasilíu- menn heim í dag. Leikmenn Brasilíu tóku tapinu gegn Frakklandi allt öðruvísi en þegar þeir töpuðu fyrir Italíu, 3-2, í heimsmeistarakeppninni á Spárú. Þá var grátur og gristan tanna en í höfúðstöðvum þeirra í Guadalajara þremur klukkustundum eftir tapið gegn Frakklandi voru leikmennimir I I I flestir mjög rólegir. Sorgin leyndi sér J þó ekki i andliti þeirra. Þeir ræddu | talsvert um óheppni - einnig um ■ miklahæfhifrönskuleikmannanna. I „Ef guð vill það ekki þá skeður | ekkert. Áform guðs eru ekki alltaf . hin sömu og okkar,“ sagði hinn tví- | tugi Silas sem kom inn sem vara- ■ maður. Hann tilheyrir trúflokki I baptista. Miðheijinn Careca, sem I skoraði fimm mörk á HM, það ■ fimmta og síðasta gegn Frakklandi, | var greinilega sorgbitnastur leik- manna Brasilíu. „Höfuð mitt beinlínis brennur, I gerðu það fyrir mig að spyrja mig ■ ekki neins nú. Kannski á morgun.“ I En hann ætlaði með félaga sínum z Casagrande á veitingastað. Casa- | grande sagðist ekki hafa tíma til að . ræða við fréttamenn en hins vegar | „tíma til að drekkja sorgunum við ■ víndrykkju". I „ Ég ætla að hætta sem atvinnuþjálf- I ari í knattspymu. Það er alltof erfitt ■ starf, tekur of mikið á taugamar," I sagði Tele Santana, HM-þjálfari * Brasilíu, þegar hann sagði af sér í I Guadalajara i gær eftir tapleikinn _ gegn Frökkum. Hann var einnig | þjálfari HM-liðs Brasilíu á Spárú ■ fyrir fjórum árum en hætti sem þjálf- I ari Brasilíu eftir þá keppni. Tók hins ■ vegar við brasilíska liðinu fyrir I nokkrum mánuðum eftir slakan ár- * angur þess. I hsim _ Terry Fenwick brotlegur gegn Diego Maradona fyrst i leiknum og var bókaður. Símamynd Reuter. ..Skorað með hendi Guðs“ - sagði Maradona „Hönd Guðs hjálpaði knettinum í markið," sagði Diego Maradona á fréttamannafundi í Mexíkóborg í nótt að íslenskum tíma og átti þar við fyrra mark Argentínu gegn Eng- landi á Azteca-leikvanginum í gær. Hann vildi ekki viðurkenna opin- berlega að hann hefði skorað markið með handleggum - neitaði því þó ekki eins og fyrst eftir leikinn. Fréttamenn vom mjög ágengir við hann í sambandi við markið og Maradona sagði þá. „Markið var skorað með hendi Guðs að nokkru leyti og að nokkru leyti með höföi Maradona." Fleira fékkst hann ekki til að segja. Hins vegar var félagi hans, Jorge Valdano, hress í skapi á frétta- mannafundinum og grínaðist í sambandi við markið. „Diego var svo leiður vegna marksins að hann ák- vað að hann yrði að skora annað,“ sagði miðheijinn. Þar átti hann við mark Maradona eftir mikinn einleik frá eigin vallarhelmingi þar til hann lék á Peter Shilton í lokin inni und- ir markteig áður en hann renndi knettinum í markið. Shilton hafði verið fyrstur til að mótmæla fyrra marki Maradona. Hann hefði skorað það með handleggnum. Aðrir leik- menn Englands vildu meina að Maradona hefði verið rangstæður og hlupu á eftir dómaranum og mót- mæltu. hsím I I I I I I I I I J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.