Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Qupperneq 27
DV. MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1986. 27 íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Keflvíkingar veltu KR úr efsta sætinu - sigruðu, 24, í Keflavík á föstudag Keflvíkingar gerðu vonir KR-inga um að halda forustunni í 1. deild að engu með því að sigra þá syðra, með tveimur mörkum gegn einu, í fjörug- um leik þar sem hraði og kraftur réð ferðinni. KR-ingar byrjuðu betur og skoruðu í fyrri hálfleik. Heimamenn undu því ekki, jöfnuðu og bættu um betur í þeim seinni, skoruðu tvö mörk sem gáfu þeim þrjú stig og fimmta sætið. ÍBK er nú með 12 stig, sömu tölu og KR, en óhagstæðari markatölu. Spennan helst í fyrstu deildinni því aðeins tvö stig skilja að efsta og fimmta liðið. Lítið má því út af bera til að röðin breytist svo það er eins gott fyrir liðin að halda vel á spöðunum. KR-ingar léku undan kaldanum fyrri hálfleikinn og sóttu öllu meira þótt uppskeran væri rýr - eitt mark. Vörn IBK var föst fyrir og erfitt að finna smugur í þeim múr og svo var við Þorstein Bjarnason að eiga þegar inn í vítateig var komið og hann er ekkert lamb að leika sér við þegar knötturinn er annars vegar. Samt sem áður tókst hinum snögga fram- herja KR-inga, Birni Rafnssyni, að rjúfa vamargarð ÍBK og senda knöttinn fram hjá Þorsteini Bjama- syni og í ÍBK-markið á 34. mín., 0-1. Margir álitu Björn vera rangstæðan en svo var ekki. Hann smaug inn fyrir varnarlínuna á réttu andartaki - það var rangstöðuaðferð Keflvík- inga sem brást en ekki línudómarinn. Keflvíkingar sóttu fast Keflvíkingar byrjuðu seinni hálf- leikinn eins og hungruð ljón í ætis- leit. Þeir sóttu mjög fast að marki KR-inga en Loftur Ólafsson og Hannes Jóhannsson voru fastir fyrir ásamt Stefáni Jóhannssyni mark- verði sem bæði varði vel og greip vel inn í leikinn. Litlu munaði að Skúli Rósantsson jafnaði í upphafi seinni hálfleiks en þrumuskot hans geigaði. Hins vegar fór knötturinn rétta boð- leið í markið á 57. mín., af fæti Óla Þórs Magnússonar, eftir að Stefán hafði tvívarið hörkuskot af stuttu færi frá Ingvari Guðmundssyni en 3. deild - 3. deild hélt ekki knettinum sem að lokum féll á fætur Óla Þórs, með fyrrgreind- um afleiðingum, 1-1. Eins og oft brennur við þá slaka leikmenn á við jöfnunarmörk og það henti ÍBK að þessu sinni. KR-ingar tóku sig á og ætluðu sér öll stigin. Ekki munaði miklu að þeim tækist það ætlunarverk. Hálfdán Örlygsson átti hörkuskot sem Þorsteinn varði, eins og honum er lagið, og Júlíus Þorfinnsson var ekki á skotskónum þegar um 10 mín. voru til loka. Knötturinn sveif rétt yfir þverslána úr hörkuskoti hans af um 15 metra færi. Eftir mikið miðjuhnoð, þar sem menn voru farnir að sætta sig við bróðurlega skiptingu stiga - að því er sýndist - gerist það nokkuð óvænt að heimamenn senda knöttinn inn í vítateig KR-inga. Stefán markvörður hleypur fram í teiginn í kappi við Óla Þór, verður aðeins fyrri til að slá knöttinn en Óli að skalla. Magn- ús Jónatansson dómari stöðvar leikinn. Vítaspyrna, því Stefán hafði víst tekið um höfuð Óla í leiðinni. Slíkt mun vera refsivert í knatt- spyrnu. Einar Ásbjörn var svo ekki í neinum erfiðleikum með að senda knöttinn í KR-markið, 2-1. Þrátt fyrir fjarveru Sigurðar Björg- vinssonar, sem var í leikbanni, var sami kraftur í Keflvíkingum og verið hefur í undanförnum sigurleikjum, sem nú eru orðnir fjórir í röð. Sam- virkni liðsins er alltaf að aukast. Gunnar Oddsson sýnir miklar fram- farir og er að verða einn besti maður liðsins, hefur mikla yfirferð og gott auga fyrir samleik. Annars var eng- inn veikur hlekkur hjá IBK, allir sýndu sínar betri hliðar. Sömu orðin má nota um KR-inga. Harðfrískir piltar en sóknarleikur þeirra var ekki upp á marga fiska þegar að marki dró. í þennan leik vantaði þeirra snjallasta sóknar- mann, Sæbjörn Guðmundsson, sem var meiddur og það hafði áreiðanlega sitt að segja. Maður leiksins: Óli Þór Magnússon, ÍBK. Lið ÍBK: Þorsteinn Bjamason, Rúnar Georgsson, Valþór Sigþórs- son, Einar Ásbjörn Ólafsson, Gísli Grétarsson, Gunnar Oddsson, Sigur- jón Sveinsson, Skúli Rósantsson, Freyr Sverrisson, Ingvar Guðmunds- son, Óli Þór Magnússon. Lið KR: Stefán Jóhannsson, Hálfdán Örlygsson, Willum Þór Þórsson (gult spjald í f.h.), Gunnar Gíslason, Hannes Jóhannsson, Ágúst Már Jónsson, Ásbjöm Björnsson, Björn Rafhsson, Júlíus Þorfinnsson, Jó- steinn Einarsson, Loftur Ólafsson. Áhorfendur 711. emm DV-lið 7. umferðar Gunnar Straumland (FH) Ingvar Guðmundsson (2) Ormar Orlygsson (Val) (Fram) Sigurður Lárusson Guðni Bergsson (4) (ÍA) (Val) Ólafur Þórðarson(3) Pétur Ormslev (2) Valur Valsson (2) (ÍA) (Fram) )Val) Halldór Áskelsson (3) Óli Þór Magnússon Guðmundur Torfason (4) (Þór) (ÍBK) (Fram) Þeir Guðmundur Torfason og Guðni Bergsson hafa oftast allra verið í DV-liðinu. Hvor þeirra hefur verið valinn í 4 skipti. Óli Þór Magnússon var KR-ingum erfiður, skoraði fyrra mark Keflvíkinga og fiskaði síðan víti. ÁRMÚLA 36 REYKJAVÍK, SlMI 82166 OG 83830. FÓTBOLTAR 0G FÓTBOLTASKÓR QUATRO GRASKÓR Jafntefli hjá efstu liðunum - í B-riðli 3. deildarinnar Leiftur frá Ólafsfirði og Tindastóll gerðu jafntefli á Ólafsfirði, bæði lið gerðu 1 mark. Óskar Ingimundarson skoraði fyrir Leiftur en Eyjólfur Sverrisson fyrir Sauðkrækinga. Þróttur frá Neskaupstað hefði get- að skotist upp í efsta sæti riðilsins með sigri en þeir náðu aðeins jafn- telfi við Reyni frá Árskógsströnd, 2-2. Svanleifur Þorsteinsson og Öm Viðar Arnarson skoruðu fyrir Reyni en Marteinn Guðgeirsson og Birgir Ágústsson svöruðu fyrir aðkomu- mennina. Valur, Reyðarfirði, og Magni gerðu jafntefli, 0-0. Á Eski- firði sigruðu heimamenn Leikni, Fáskrúðsfirði, örugglega með 2 mörkum gegn engu. Mörk Austra gerðu þeir Unnar Eyþórsson og Kristján Svavarsson. Staðan í B-riðli Leiftur 5 3 2 0 10- 3 11 Þróttur, N. 5 2 3 0 10- 4 9 Tindastóll 4 2 2 0 0- 3 8 Magni 4 2 1 1 5- 4 7 Reynir, Á. 5 1 2 2 7- 9 5 Austri, E. 4 1 1 2 4- 5 4 Valur, Rf. 4 1 1 2 2- 5 4 Leiknir, F. 5 0 0 5 1-12 0 -JFJ. NÚ SKALT ÞÚ GERA EITTHVAÐ SKEMMTILEGT - við sjáum um uppvaskið BW 200K D 14 D 48 D 53 h: 82 h: 82 h:156,5 h: 172 b: 59,5 b: 59,6 b: 64,5 b:160 d: 60 sm d: 60 sm d: 68 sm d: 75 sm Uppþvottavél í hæsta gæðaflokki, fyrir heimili, 12-14 manns. Verð kr. 30.820,- Uppþvottavél fyrir veit- ingastaði, mötuneyti og félagsheimili, allt að 26 bakkar/klst. Verð kr. 149.900,- Uppþvottavél fyrir veit- ingastaði og mötuneyti, allt að 40 þakkar/klst. Verð kr. 326.000,- Uppþvottavél fyrir veit- ingastaði og mötuneyti, allt að 115 bakkar/klst. Verð kr. 820.000,- VIÐ HÖFUM HEILDARLAUSN Á SÉRHVERJU UPPÞVOTTAVANDAMÁLI. Electrolux , _ . . j • Leiöandifynrtœki Vörumarkaðurinn M. | Ármúla 1 a, s: 686117 og 686114

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.