Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Blaðsíða 28
28 DV. MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1986. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir „Þessi tvö lið hefðu átt að leika úrslítaleik HM“ - sagði Tele Santana, þjátfari Brasilíu, eftir sigur Frakka „Að mínum dómi hefði leikurinn í dag átt að vera úrslitaleikurinn í heimsmeistarakeppninni. Reyndar hefðu þessi tvö lið einnig átt að leika til úrslita í síðustu heimsmeistara- keppni," sagði Tele Santana, þjálfari Brasilíu, eftir hinn stórkostlega leik Frakka og Brasilíumanna á laugar- daginn. Það er mál manna að þetta hafi verið einhver mest spennandi og best leikni knattspymuleikur sem sést hefur í heimsmeistarakeppni og það er hægt að taka undir með Santana þegar hann sagði að þessi tvö lið hefðu átt að mætast í úrslitaleiknum. Það var hrein og klár synd að annað liðið skyldi þurfa að tapa leiknum. Santana var að vonum vonsvikinn eftir leikinn og taldi að þetta væri endirinn á þjálfaraferli sínum. „Ég mun nú halda til Brasilíu og hætti lík- lega öllum afskiptum af knattspymu," sagði Santana sem hefur nú aðra heimsmeistarakeppnina í röð komið með frábært lið til leiks án þess að ná að vinna til neinna verðlauna. „Frakkar verða heimsmeistar- ar“ „Frakkar hafa mjög sterku liði á að skipa en miðjan hjá þeim er alveg frá- bær. Mér fannst okkur takast ágæt- lega að gera sóknarleik Frakka skaðlausan og við náðum að stjóma hraðanum í leiknum. Bæði liðin fengu góð markatækifæri en ég tel að markatækifæri Brasilíu hafi verið betri og við áttum að vera búnir að gera út um leikinn fyrir framleng- ingu,“ sagði Santana sem taldi franska liðið mjög gott. Hann bætti því við að nú hefðu Frakkar góða möguleika á því að verða heimsmeistarar í fyrsta skipti. „Svona er knattspyrnan" „Við hverju er hægt að búast þegar Zico og Sókrates, tvær af bestu víta- skyttum Brasilíu og leikmenn með ótrúlega reynslu, bregðast í sama leiknum. Þeir misnotuðu tækifæri sín og það sama gerði meira að segja Plat- ini. Svona er nú einu sinni knattspym- an,“ sagði Santana. Frakkar mæta nú V-Þjóðverjum í undanúrslitum alveg eins og í síðustu heimsmeistarakeppni. Velta menn nú þvi fyrir sér hvort sagan endurtaki sig og V-Þjóðveijar seiglist i úrslitaleik- inn á kostnað hins frábæra franska liðs. Bats hetja Frakka Eins og áður sagði verður þessi leik- ur án efa lengi í minnum hafður. Bæði liðin léku stórkostlega og ótrú- leg spenna var í leiknum. Það vom Brasilíumenn sem urðu fyrri til að skora þegar Careca sendi þrumufleyg í markið eftir frábæra sókn hjá Brasilíumönnum. Markið kom á 17. mínútu. Frakkar hertu sókn sína eftir markið og uppskám jöfnun- armark á 41. mínútu. Var þar sjálfur Michel Platini að verki eftir að knött- urinn hafði borist til hans eftir fyrir- gjöf Rocheteau. Ekkert mark vár skorað i seinni hálfleik þrátt fyrir fjölmörg tækifæri. Besta tækifærið kom á 75. mínútu. Þá fékk BrancO frábæra sendingu frá Zico inn í vítateig og var felldur þar af Joel Bats markverði Frakka. Það var Zico sem tók spymuna en Bats gerði sér lítið fyrir og varði slakt skot Zico. Ekkert mark var skorað í framleng- ingunni sem íslenskir sjónvarpsáhorf- endur misstu að mestu af. I vitaspymukeppninni varði síðan Bats spymu Sókratesar en Julio Cesar skaut í stöng. Þetta dugði Frökkum til sigurs þó að Piatini misnotaði víti sitt á 31. afmælisdegi sínum. Þeir Stop- yra, Amoros, Bellone og Femandez skomðu fyrir Frakka en þeir Zico, Alemao og Branco skomðu fyrir Bras- ilíu. Áhorfendur: 65.777 Liðin: Brasilía: Carlos, Josimar, Edinho, Ju- lio Cesar, Branco, Elzo, Sókrates, Junior (Silas á 91. mín.), Alemao, Muller (Zico á 70. min.) og Careca. Frakkland: Joel Bats, Manuel Amo- ros, Maxime Bossis, Patrick Battiston, Thierry Tusseau, Luis Femandez, Michel Platini, Alain Giresse (Jean Marc Ferreri á 84. mín.), Jean Tigana, Yannick Stopyra, Dominique Roc- heteau (Bmno Bellone á 100. mín.). Dómari: Ioan Igna frá Rúmeníu. -SMJ • Það var Luis Femandez sem tryggði Frökkum sigurinn á Brasilímönnum þegar hann skoraði örugglega úr síðustu spyrnu vítakeppninnar. Fernandez, sem er 26 ára að aldri og leikur með frönsku meisturunum PSG, trylltist, sem von er, a( fögnuði eftir markið. Símamynd/Reuter 4. deild - 4. deild - 4. deild - 4. deild - 4. deild Afturelding óstöðvandi Lið Aftureldingar frá Mostellssveit hefur unnið alla leiki sína til þessa í B-riðli 4. deildar og um helgina sigraði það helstu keppinauta sína, Hvergerð- inga. Einnig sýna Bolvíkingar og Þingeyingar mikla yfirburði í sínum riðlum, a.m.k. hingað til. A-riðill: Haukar-Augnablik frestað Gmndarfj.-Skotfél. Rvk. 1-1 Þór, Þ.-Snæfell 2-2 Mörk Þórs skoruðu Jón Hreiðarsson og Ármann Sigurðsson en Pétur Rafiisson og Bárður Eyþórsson fyrir Snæfell. B-riðill: Víkingur, Ól.-Stokkseyri 1-1 Afturelding-Hveragerði 3-0 C-riðill: Hafhir-Leiknir, 4-1, Guðmundur F. Jónasson, Ólafur Sólmundsson, Þórð- ur Þorbjömsson og eitt sjálfsmark tryggðu sigur heimamanna en Jóhann Viðarsson lagaði stöðuna fyrir Reykjavíkurfélagið. Grótta-Árvakur, 1-3. Mörk Seltim- inga gerði Valur Sveinbjömsson, en þeir Bjöm Pétursson og Friðrik Þor- bjömsson tryggðu Árvakri toppsætið. Snæfell Skotfél. Haukar Augnablik Þór, Þorl. Grundarfj. 5 3 1 1 10- 7 10 5 2 1 2 10- 9 7 Árvakur 3 2 0 1 6- 3 6 Leiknir, R. 3 2 0 1 10- 8 6 Grótta 5 1 1 3 6-12 4 Hafriir 3 0 1 2 3- 6 1 Eyfellingur 4 3 1 0 16- 6 10 4 2 1 1 11- 8 7 4 2 0 2 9- 5 6 4 2 0 2 10- 7 6 4 0 0 4 3-22 0 E-riðiU: Kormákur-Höfðstrendingur, 2-1. Mörk Kormáks gerði Rúnar Guð- mundsson, 2, en Hjalti Þórðarson svaraði fyrir gestina. Svarfdælir-Vaskur 0-2. Þeir Valþór Brynjarsson og Valdimar Júlíusson tryggðu stöðu Vasks á toppnum. Vaskur Hvöt Svarfdælir Kormákur Höfðstrendingur 4 3 1 0 7-1 10 3 2 1 0 2-0 7 4 1 1 2 34 4 3 1 0 2 4-8 3 4 0 1 4 2-5 1 HSÞ, B 4 4 0 0 21- 4 12 Tjömes 4 3 0 1 15- 2 9 Núpar 3 1 0 2 8- 8 3 Austri, R. 2 0 0 2 0-21 0 Æskan 3 0 0 3 3-12 0 G-riðiU: Höttur-Neisti, 5-0. Mörk Seyðfirðinga gerðu þeir Magnús Steinþórsson, 2, Jóhann Sigurðsson, 2, og Grétar Eg- gertsson. Súlan-Huginn, 2-1. Mörk Súlunnar gerðu þeir Ævar Ármannsson og Jón- as Ólafeson en Birgir Guðmundsson svaraði fyrir aðkomumenn. Sindri-Hrafrikell, 7-1. F-riðUl: Höttur Austri, R.-Æskan frestað Súlan HSÞ, B-Tjömes 2-1 Hrafhkell Sindri Það var Hörður Benónýsson sem Huginn gerði bæði mörk Þingeyinga í upp- Neisti gjöri toppliðanna. 4 3 0 1 11- 1 9 4 2 11 4-5 7 4 2 11 4-8 7 4 2 0 2 10- 6 6 4 1 0 3 6- 8 3 4 0 2 2 5-11 2 JFJ „Sýnir sfyrk franskrar knattspymu" - sagði Henri Michel „Þetta er stór stund fyrir franska knattspymu. Við vorum heppnir en til að vinna leik þarf alltaf á einhverri heppni að halda,“ sagði Henri Michel, þjálfari Frakka, eftir leikinn á móti Brasilíu. Michel var að von- um ánægður eftir leikinn en játaði að þetta hefði verið erfið- asti leikur Frakka síðan hann tók við franska landsliðinu. „Við erum nú komnir í irndan- úrslit í annað skiptið í röð sem sýnir styrkleika franskrar knatt- spymu. Brasilíumenn eru frá- bærir knattspymumenn og að sigra þá hér í þeirra helsta vígi, Guadalajara, er hreint ótrúlegt afrek,“ sagði Michel sem vildi gefa fyrrverandi þjálfara Frakka, Michel Hidalgo, hluta af heiðrin- um. „Ég vil óska Michel Hidalgo til hamingju en ég tel að hann eigi stóran hlut í þessum sigri.“ Hidalgo var þjálfari Frakka í síð- ustu heimsmeistarakeppni og leiddi þá síðan til sigurs í Ev- rópukeppninni 1984. „Réttlætinu var fullnægt" „Ég tel að þar hafi réttlætinu verið fullnægt. Ef höfð em í huga öll þau skipti sem brotið var á leikmönnum mínum á lokamín- útunum og ekkert dæmt þá má segja að mark Bellone hafi verið hæfileg sárabót,“ sagði Michel. Mark Bruno Bellone í víta- spymukeppninni, þegar boltinn hrökk úr stönginni í bakið á brasilíska markverðinum og þaðan inn í markið, hefur valdið miklu deilum. -SMJ I Sovétríkin sigruðu A- Þýskaiand Sovétnkin sigmðu Austur-Þýskaland í landskeppni í frjálsum íþróttum i Tallin um helgina, sigmðu í karlaflokki með 122 stigum gegn 90 og í kvennaflokki með 88 stigum gegn 78. Snjall árangur náðist í keppninni og tvö heimsmet vom sett. Frá þeim er sagt á bls. 23. Heike Dreschler, sem setti heimsmetið í langstökki kvenna, sýndi hve íjölhæf frjálsíþrótta- kona hún er þegar hún sigraði í 200 m hlaupi á 22,13 sekúndum, langt á undan Silke Gladisch, báðar A-Þýskalandi, sem hljóp á 22,45 sek. Gífurleg keppni var í | 800 m hlaupi kvenna. Sigmn ■ Wodars, A-Þýskalandi, sigraði á I snjöllum tíma, 1:57,98 mín. Ly- I ubova Gurina, Sovét, varð önnur ■ á 1:58,67 mín. og Katrin Wuehn, I A-Þýskalandi, þriðja á 1:58,70 J mín. Tatyana Samolenko, Sovét, I sigraði í 3000 m hlaupi á mjög . snjöllum tíma, 8:36,00 mín. 1 200 | m hlaupi karla sigraði Andrei ■ Fyodorov, Sovét, á 20,89 sek. I Stefan Bringmann, A-Þýska- I landi, annar á 20,97 sek. Hans- • Joakim Mogalle, A-Þýskalandi, I sigraði í 8oo m á 1:47,38 mín. og J í 400 m grindahlaupi sigraði I Alexander Vasilev, Sovét, á 48,76 _ sek. hsím j I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.