Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Page 30
30
DV. MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1986.
DV-myndir EJ.
Sigurvegarar i fjórum gangtegundum fullorðinna.
Helgi Guðmundsson mótsstjóri afhendir sigurvegurum í töltkeppni unglinga verölaun.
Jón Gisli Þorkelsson á Stíganda, sigurvegari í töltkeppni fullorðinna.
Hann keppti á Limbó og sigraði í
töitkeppninni, fjórum gangtegund-
um og íslenskri tvíkeppni. Auk þess
varð hann stigahæstur knapa. í fj ór-
um gangtegundum varð í öðru sæti
Gísli G. Gylfason (Fáki) á Skáta,
Katrín Sigurðardóttir (Geysi) í
þriðja sæti á Tvisti, Birgir Gunnars-
son (Sleipni) fjórði á Hremsu og
Halldóra Eiríksdóttir (Sörla) fimmta
á Létti. í töltkeppninni varð í öðru
sæti Katrín Sigurðardóttir (Geysi) á
Tvisti, Þorvaldur A. Þorvaldsson
(Fáki) í þriðja sæti á Flugu, Halld-
óra Eiríksdóttir (Sörla) fjórða á Létti
og Hjörný Snorradóttir (Fáki)
fimmta á Ópal.
í flokki fullorðinna var Sigurbjöm
Bárðarson sigursæll að vanda. Hirti
fem af fimm gullverðlaunum, sigraði
í skeiðtvíkeppni og var auk þess
a
Flengreið
Suðurlandsmót i hestaíþróttum fór
ffam á Flúðum fyrir skömmu. Það
em hestamannafélögin Geysir í
Rangárvallasýslu, Sleipnir á Selfossi
og nágrenni og Smári á Skeiðum og
í Hreppum sem standa fyrir þessu
móti sem er opið öllum hestamönn-
um. Mótið er haldið til skiptis hjá
hestamannafélögunum og var haldið
á Flúðum að þessu sinni. Þátttaka
var alveg bærileg, þrátt fyrir mikla
úrkomu á laugardeginum. Helstu
úrslit urðu þessi:
í unglingaflokki varð Hörður Ár-
mann Harðarson (Fáki) tvöfaldur
sigurvegari á Háfi í tölti og fjórum
gangtegundum. Borghildur Ágústs-
dóttir (Smára) varð í öðm sæti á
Krumma í sömu greinum. Heiðar
Eiríksson (Andvara) var í þriðja
sæti á Von í sömu greipum. I tölt-
keppninni varð í fjórða sæti Erla
Jóna Ellertsdóttir (Sörla) á Skugga
og í fimmta sæti Ragna Gunnars-
dóttir (Sleipni) á Tjörva.í fjórum
gangtegundum varð í fjórða sæti
Ragna Gunnarsdóttir (Sleipni) á
Tjörva og í fimmta sæti Elín Ósk
Þórisdóttir (Smára) á Stjarna. Hörð-
ur Ármann Haraldsson hiaut alls
fem verðlaun því hann sigraði í ís-
lenskri tvíkeppni og varð auk þess
stigahæstur knapa.
Hákon Pétursson (Sörla) fetaði í
fótspor Harðar í bamaflokki því
hann fékk einnig fem verðlaun.
Fluðum
stigahæstur knapa. Sex gullverðlaun
alls. Úrslit urðu annars þessi: Sigur-
bjöm Bárðarson (Fáki) sigraði í
fjómm gangtegundum á Gára, Jón
Gísli Þorkelsson (Gusti) varð annar
á Stíganda, Gísli Gíslason (Faxa)
þriðji á Sóla, George Kristjánsson
(Gusti) fjórði á Herði og Atli Guð-
mundsson (Sörla) fimmti á Skag-
fjörð. Sigurbjöm Bárðarson (Fáki)
sigraði í fimm gangtegundum á
Kalsa. Hinrik Bragason (Fáki) var
annar á Kraka, Orri Snorrason
(Fáki) þriðji á Fjalari, Atli Guð-
mundsson (Sörla) fjórði á Stíganda
og Hermann Ingason (Geysi) fimmti
á Djassi.Jón Gísli Þorkelsson (Gusti)
sigraði í töltkeppninni á Stíganda.
Hann stóð sig vel, strákurinn, og
sigraði einnig í íslenskri tvikeppni.
Georg Kristjánsson (Gusti) var í
öðm sæti á Herði, Orri Snorrason
(Fáki) var í þriðja sæti á Kórali, Sig-
urbjöm Bárðarson fjórði á Gára og
Gísli Gíslason (Faxa) fimmti á Sóla.
Sigurbjöm Bárðarson (Fáki) sigraði
að sjálfsögðu í hlýðnikeppninni á
Gára. Jón Gísli Þorkelsson (Gusti)
varð annar á Stíganda, Steingrímur
Viktorsson (Geysi) var þriðji á
Grána og Jökull Helgason (Smára)
fjórði á Stássu. Sigurbjöm Bárðar-
son (Fáki) sigraði í gæðingaskeiði á
Kalsa, Guðni Jónsson (Fáki) varð
annar á Þyrli og Hermann Ingason
þriðji á Djassi.
Fær drottningin Skjónaling?
Ásgeir Gunnlaugsson, bóndi á Syðra-Sýrlæk, sýnir hve auðvelt þaö er að
iðka knattspymu i túninu heima. DV-mynd ej.
„Wona að ekki komi
fjósalykt af Platini4
Nú hefur sannast hið fomkveðna
spakmæh að grasið sé grænna hin-
um megin við lækinn. Komið hefur
í ljós að grasið á Syðra-Sýrlæk í
Villingarholtshreppi í Flóa virðist
grænna og betra en annars staðai-.
Iþróttafélagið Fylkir, Garðabæjar-
kaupstaður og Reykjavíkurborg
hafa keypt þökur af vissri túnspildu
af bóndanum Ásgeiri Gunnlaugssyni
til að nota á grasvelli sína.
„Þeir báðu um þetta,“ segir Ás-
geir. Ég sá mann á vappi hér á
túnunum í vor og reyndist vera þar
á ferð Ámi Bragason jurtaerfða-
fræðingur.Hann var að leita að
heppilegum þökum. Síðar kom hann
með Bjama Helgason jarðvegsfræð-
ing og þeim leist vel á túnið. Þetta
er túnvingull.rennislétt tún og sést
varla snarrót. „Þeir geta fengið 2
hektara," segir Ásgeir.
„Nú er verið að taka um 2000 fer-
metra á Laugardalsvöllinn en hitt
verður tekið síðar í sumar, sennilega
ekki fyrr en ég er búinn að slá. Eg
veit að Frakkar eiga að spila við
íslendinga í haust. Eg vona bara að
ekki komi fjósalykt á Platini því ég
er nýbúinn að bera haug á túnið,“
segir Ásgeir að lokum.
Olíklegt er þó að Platini muni
reynast erfitt að spila á túnþökum
bóndans á Syðra-Sýrlæk. Þær verða
orðnar grónar í Laugardalnum og
Platini ef til vill orðinn heimsmeist-
ari í haust.
flest þessara 60 hrossa sem hann er
að kaupa nú. Það er langt síðan að
yfir eitt hundrað hross hafa verið
seld til sama aðila. Að sögn Gunnars
Bjamasonar ráðunautar hefur slíkt
ekki gerst síðan árið 1969 er sænsku
hestakaupmennimir Berl Gutenberg
og Knut Nilson fluttu út í einu lagi
365 hross.
Verð á þessum hrossum er frá 30.
000 til 50.000 kr. og meðalverð um
40.000 krónur. Flestir þessara hesta
eru svokallaðir bamahestar, eða
hestar fyrir byrjendur og mjög lítt
vana hestaimenn. Sigurður Ragnars-
spn telur verðið ekki vera of lágt.
„Menn eru að tala um lágt verð, en
markaðurinn er mjög erfiður. Flutn-
ingar á hrossum em dýrir og erfitt
að skipuleggja þá. Til dæmis erum
við í erfiðleikum nú að koma út
keppnishestum sem hafa verið
keyptir af sænskum hestamönnum.
Þessa hesta á að nota á sænskum
félagsmótum um þessar mundir. Við
höfum beðið erlend flugfélög svo og
Flugleiðir um tilboð í flutninga á
hestum en tilboðin sem við höfum
fengið eru ekki nægilega lág,“ segir
Sigurður.
Fyrirkomulag hestasoiunnar er á
þann veg að Jens Marcussen mætir
á fyrirfram auglýstan stað og þangað
mæta hestamenn með fáka sína,
sýna þá og selja. Marcussen mælir
hestana og kynnir sér eiginleika
þeirra og að lokum er prúttað. Lík-
legt er að Marcussen komi á lands-
mótið sem haldið verður á Hellu í
bvrjun júlí og kaupi hesta þá.
Grettir Bjömsson og Jens Marcussen innsigla sölu á Skjónaling. „Þú sérð
til þess að drottningin tái hann Skjónaling," sagði Grettir. DV-myndir EJ
Áhugi Dana á íslenska hestinum
hefur aukist töluvert undanfama
mánuði. Hestakaupmaðurinn Jens
Marcussen kom hér i apríl síðast-
liðnum, keypti 42 hesta og seldi
jafnóðum. Aftur er hann kominn og
hefur hug á því að kaupa nú 60
hesta. Þegar hefur hann keypt þá
langflesta. Hann kom við á Ákur-
eyri, Egilsstöðum og í Reykjavfk.
Sigurður Ragnarsson hjá búvöm-
deild Sambands íslenskra samvinnu-
félaga hefúr vénð honum ti)
aðstoðar, í.nánu sambandi við félag
hrossabænda.
Að sögn Sigurðar Ragnarssonar
mun félag hrossabænda og SÍS sjá
um að flytja hestana til Seyðisfjarð-
ar. Marcussen kom með tvo flutn-
ingabíla, mun setja hestana í þá og
flvtja til Danmerkur í Norröna. Eins
og flestir hestamenn vita er bannað
að flytja lifandi dýr til útlanda í
gámum og hafa dýralæknar sett
ströng ákvæði um flutning hross-
anna í þessum flutningabílum. Eins
og fyrr segir keypti Maroussen 42
hross í apríl. Þegar hefur hann selt