Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Qupperneq 43
DV. MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1986. 43 Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós 17. júiú í blíðskapar- veðri í New York Bima Hreiðaisdóttir, New York; Sautjánda júní-hátíð íslendingafé- lagsins í New York var haldin í blíðskaparveðri í Rye, litlum strand- bæ fyrir utan Manhattan. Hátt í fjögur hundruð manns sóttu hátíð- ina. Formaður félagsins, Pétur Thorsteinsson, ræðismaður í New York, setti hátíðina og fjallkonan mætti á staðinn. Að þessu sinni var það Þórunn Ólafsdóttir, sem skilaði því hlutverki með sóma. Ung stúlka, Júlía Rissinger, lék á flautu. Guðlaugur Einarsson sá um dagskrá fyrir yngri börnin og vakti það mikla lukku hjá smáfólkinu er hann klæddist í grýlugervi og fór með börnunum í skessuleik. Ágústa Lorencini þandi nikkuna af miklum krafti með hjálp Páls Önundarsonar og Þórólfs Sveinsson- ar, sem spiluðu á gítara. Var sungið og dansað fram eftir degi. Coldwater, Iceland Waters, Sam- bandið, Álafoss og Hörður Helgason sendiherra gáfu mat og drykkjar- * fong. Tókst hátíðin framúrskarandi vel. Næst á dagskrá íslendingafélags- ins í New York er sýning á leikriti Guðmundar Steinssonar, Brúð- kaupsmyndinni, sem verður þann 28. júní í Samuel Beckert Theater á Manhattan. Sjaldgæfar eru svona góðar myndir af Lisu Marie Presley. Ríkasti ungl- ingur Ameríku Rokkstjaman Elvis Presley var dáður um allan heim og er hann lést söfhuðust þúsundir aðdáenda hans saman fyrir framan heimili hans. Allt sem hann og aðstandendur hans gerðu var fréttamatur á sínum tíma og oft voru sérstakir blaðamenn hafðir til að fylgjast með ferðum Elv- is. 1 dag er nafn Presleys sjaldan nefnt í fjölmiðlum og fáir hafa áhuga á aðstandendum hans að undanskil- inni dóttur hans sem heitir Lisa Marie. Fjölmiðlar hafa þó ekki úr miklu að moða því Lisa Marie lifir svo sannarlega hljóðlátu einkalífi. Hún fer ávallt með leynd og er vel gætt af móður sinni, Priscillu Pres- ley. Lisa Marie varð 18 ára í febrúar og er ríkasti unglingur Ameríku. Þegar hún verður 25 ára mun hún erfa auðæfi föður síns sem eru talin nema um það bil 500 milljónum doll- ara. Priscilla gerir allt sem hún getur til að vemda dóttur sína og sumir telja hana ganga alltof langt í ein- angrunarstefnunni. Sjaldan fást myndir af dótturinni og enginn fær að eiga við hana viðtal. Móðir henn- ar ekur henni í og úr skóla og sama á við ef hún fer á stefnumót. Þegar Lisa byrjaði að fara út með fyrsta kærasta sínum var ávallt fylgst með þeim og núna, þegar hún er í tygjum við leikarann Meeno Peluce, vill mamma gamla fá að vita hvert hún fer og hverja hún hittir. Mörgum finnst strangleiki Priscillu minna á mann sem kastar steinum úr gler- húsi því hún var sjálf flutt inn til Elvis þegar hún var 15 ára gömul. Priscilla segist einungis vilja vernda dóttur sína þannig að hún geti upp- lifað unglingsár sín á eðlilegan máta. „Ég vil ekki að hún alist upp sem einhver fjölmiðlamatur,“ segir Dall- as-leikkonan. Einnig óttast Priscilla mikið að mannræningjar láti fyrr en síðar til skarar skríða. Spurningin sem menn velta nú fyrir sér er sú hvort Lisa Marie muni beygja sig öllu lengur undir járnaga þennan nú þegar hún er orðin 18 ára og lög- ráða. Telja sumir sig hafa séð glitta í gull á baugfingri hennar og kunn- ugir segja hana orðna langþreytta á ofverndun móður sinnar. Priscilla gerir allt sem hún getur til að halda blaðamönnum frá dótt- urinni. Hún lifir Eina konan í heiminum sem hefur atvinnu af nautaati er Raquel Mart- inez frá vesturströnd Bandaríkjanna. Martinez þvkir mjög fær nautabani og stendur körlunum alls ekki að baki nema síður sé. Hún lærði réttu tökin og hreyfingarnar í 10 ár undir leiðsögn mexíkanska nautabanans Jesus Menoz, betur þekktur sem E1 Ciego. Raquel æfir í 6 tíma á dag og reynir með því að koma í veg fyrir mistök í starfi. ..Líf mitt getur oltið á þvi að stíga ekki feilspor inni i hringnum." segir Raquel. Hún hefur aldrei slasast sem er óvenjulegt af « nautabana og e.t.v. er það séræfing- unum að þakka. Ys og þys, enda timinn naumur. Sumir vildu fyrlr enga muni fara úr peysunni aftur. um að hafa staldrað við á eyju lengst norður við íshaf og geta þannig bætt fleiri gripum í safn sitt, frá hinum ýmsu þjóðlöndum. Vinsælast meðal ferðamanna er örugglega lopinn og reyna þeir flestir að birgja sig upp af honum. Margir hafa haft á orði hve mikil synd það sé að ferðafólk þetta sjái ekkert annað en verslanir þegar það dvelst hérna. Er því ekki úr vegi að setja upp myndbandasýn- ingar í verslunum þannig að ferða- menn geti slegið tvær flugur í einu höggi, keypt lopa og horft á Gull- foss, Geysi og apana í Hveragerði. Nýlega var hér á ferð sovéskt skemmtiferðaskip með fjölda farþega innanborðs. Hafði það stutta viðdvöl hérlendis en lopainnkaupin í hlut- falli við dvalartima eru sennilega met. Sjálfsagt eru veturnir kaldir í Sovétríkjunum og ekki liggja þar lopavörur á lausu á útsöluverði!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.