Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Page 48
m
FRETTASKOTIÐ
62 25 25
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Hafir þú ábendingu eða
vitneskju umfrétt-
hringdu þá í síma 62-25-25
Fyrir hvert fréttaskot, sem
birtist eða er notað í DV,
greiðast 1.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í
hverri viku greiðast 3.000
krónur.
Fullrar nafnleyndar er gætt.
Við tökum við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
Frjálst,óháð dagblað
MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1986.
Hassmálið:
Kaupanda
veitt
eftirför
í nokkr-
ar vikur
Fíkniefnalögreglan handtók níu
manns með 3 kíló af hassi á Hjarðar-
haga um helgina. Sjö var fljótlega
sleppt en tveir höíuðpauramir vom
settir í 30 daga gæsluvarðhald.
Að sögn Reynis Kjartanssonar, full-
trúa í fíkniefhalögreglunni, hefur
þetta mál verið í rannsókn í nokkrar
vikur og hafði lögreglan fylgst með
ákveðnum aðila á þeim tíma. Hann fór
á Hótel Loftleiðir á föstudagskvöldið
og sá lögreglan þá að hann og annar
maður skiptust á töskum. I framhaldi
af því var svo látið til skarar skríða á
Hjarðarhaganum.
Innflytjandinn mun hafa verið að
koma frá Hollandi en hann og kaup-
andi efhisins vom settir í gæsluvarð-
hald. Mun kaupandinn hafa l'tillega
komið við sögu fíkniefnalögreglunnar
áður. -FRI
Gleymdi steikinni
Það fór illa fyrir sunnudagssteikinni
hjá manni einum á Grettisgötunni því
hann stökk út frá henni í miðjum klíð-
um. Nágrannar í næsta húsi tilkynntu
slökkviliðinu skömmu seinna að reyk
legði út um eldhúsgluggann þar sem
steikin snarkaði á pönnunni. Slökkvi-
liðið kom að vörmu spori og slökkti í
steikinni sem þá var orðin nokkuð
þurr en ekkert sást til kokksins.
-FRI
Bílslys í Eyjum
Rumlega tvítugur Vestmannaeying-
ur stórslasaðist er hann ók bifreið
sinni út af vegi í Vestmannaeyjum
árla laugardagsmorguns. Var hann
fluttur á sjúkrahús suður til Reykja-
víkur og er líðan hans eftir atvikum.
-EIR
ALLAR GERÐIR
SENDIBÍLA
Skemmuvegur 50
LOKI
Og hafðu það
laxmaður!
Gagniýni á slökkvistarf við Ijömina:
ff
Aðeins hægt að
slökkva utanfrá
áá
Líklegast er talið að eldsupptök í
gamla Iðnskólanum við Tjömina
megi rekja til rafrnagns. Niðurstöður
rannsóknar munu liggja fyrir seinna
í dag.
Nokkurrar gagnrýni hefur gætt
hjá sjónarvottum sem telja að eldur-
inn hafi magnast um allan helming
eftir að slökkvilið kom á staðinn og
braut rúður til að komast að eldin-
um. Um þá gagnrýni segir Rúnar
Bjamason slökkviliðsstjóri:
„Ég er vanur því að fram spretti
nokkur hundrað sérfræðingar í
hvert sinn er eldur kemur upp í húsi
í Reykjavík. Þegar við komum á
staðinn var eldurinn mestur í gólfi
á milli annarrar hæðar og þriðju.
Tveir reykkafarar sem sendir vora
inn byrjuðu á því að slökkva þann
eld er þeir gátu á annarri haíð en f
risi var eldurinn svo magnaður að
þeir komust ekki að. Þann eld var
aðeins hægt að slökkva utanfrá.“
-EIR
sjá bls 2,3 og 4
Sjálfstæðisflokkur:
Wng-
flokkur-
0
i
ræðir \
Hafskips- á
■■
malm
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins
situr nú á fundi. Fjölmörg mál era á
dagskrá að sögn Ólafs G. Einarssonar,
formanns þingflokksins.
Vegna tímaskorts var horfið frá því
að halda fundinn í Grindavík og skoða
um leið fyrirtæki á Suðurnesjum. Er
fundurinn því í alþingishúsinu. Á
fundinum er meðal annars fjallað um
undirbúning fjárlaga og Hafskipsmál
sem snerta Albert Guðmundsson ráð-
herra. -HERB
TVeirhvalirádag
Mynd KAE
Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson sigruðu á Ford Escort í Olafsvikurrallinu sem haldið var siðast-
liðinn föstudag og laugardag. í öðru sæti urðu Hjörleifur Hilmarsson og Ari Arnórsson á Toyota
Corolia og þriðja sætið skipuðu þeir Þórhallur Kristjánsson og Úlfar Eysteinsson á Sunbeam Talbot.
Keppnin var hörkuspennandi og lengi framan af munaði ekki nema nokkrum sekúndum á keppend-
um. Jón og Rúnar höfðu þó vinninginn og voru 12 sekúndum á undan næsta keppanda í mark,
þeir fengu 1 klst. 31,36 í refsistig en næsti fékk 1 klst. 31,48 í refsistig. -s.Konn.
Veðrið á morgun:
Hlýtt
áfram
Á morgun verður hægviðri og
skýjað víða um land, sums staðar
þokuloft við sjóinn. Þó ætti að geta
orðið bjart veður inn til landsins,
einkum norðaustanlands. Hlýtt
verður áfram, 10-12 stig suðvestan-
lands og allt upp í 18 stiga hita fyrir
austan.
Hvalbátamir tveir vora í morgun á
leið að landi í Hvalfirði hvor með sinn
hvalinn. Samtals hafa veiðst 12 lang-
reyðar síðan hvalveiði hófst eða tvær
á dag. Alls má Hvalur hf. veiða 80
langreyðar og 40 sandreyðar.
Veiðin það sem af er þykir góð og
ef heldur áfram sem horfir lýkur veiði
langreyða í byijun ágúst, að sögn Stef-
áns Andreassonar, starfsmanns á
skrifstofu Hvals hf. í Hvalfirði. Veiði
sandreyða tekur þá við. Stefán sagði
að unnið væri dag og nótt við hval-
skurðinn. -KB
Laxar í
árekstri
Upp komst um veiðiþjófnað er ölv-
aður ökumaður ók bílaleigubifreið á
hús við Reykj avíkurhöfh um helgina.
Bílaleigubílinn hafði ökumaðurinn
tekið ófrjálsri hendi af félögum sínum
sem voru síður en svo hrifnir af uppá-
tækinu. Mislíkaði ökumanninum það
og bar því upp á félaga sína veiðiþjófn-
að í Elliðaánum fyrir allnokkra. Munu •
það hafa verið fimm laxar sem veiddir
vora í net.
Bílaleigubíllinn skemmdist nokkuð
er honum var ekið á húsið við höfhina
en laxamir era löngu seldir. -EIR