Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1986, Side 14
14
DV. LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1986.
Erlend bóksjá
Erlend bóksjá
Erlend bóksjá
Erlend bóksjá
I faðmi
gyðjunnar hvítu
SELECTED POEMS.
Höfundur: Robert Graves.
Penguín Books. 1986.
Þótt enska skáldið Robert Gra-
ves, sem andaðist í desember
síðastliðnum, sé víðast einkum
kunnur fyrir sögulegar skáldsögur,
var hann afkastamikið ljóðskáld.
Hann samdi einnig áhrifamikla
bók um ljóðlistina sem hann
kenndi við hina miskunnarlausu
hvítu skáldskapargyðju.
Sem ljóðskáld var Graves afar
kröfuharður og endurskoðaði
gjarnan ljóö sín eftir að þau birtust
fyrsta sinni. Hann gaf þannig út
heildarsafn ljóða sinna oftar en
einu sinni með verulega breyttu
innihaldi.
Hér er ekki um að ræða heildar-
útgáfu heldur úrval ljóða Graves,
235 að tölu. Þau voru valin í sam-
/innu við höfundinn sjálfan.
' Þau Ijóðanna sem hvað sterkast
höfða til lesenda fjalla um ástina.
Ástríðueldurinn er þar haminn í
þeirri orðsins list sem markast af
einfaldleika og nákvæmni en jafn-
framt sterkri hrynjandi.
F EGYPT, MAIN
Fátækt fólk
í Maine
THE BEANS OF EGYPT, MAINE.
Höfundur: Carolyn Chute.
Penguin Books, 1986.
Þessi óvenjulega skáldsaga fjall-
ar af sérstæðum krafti um fátækt,
ómenntað alþýðufólk í því Iandi
allsnægtanna, Bandaríkjunum.
Þrátt fyrir gjörólíkan stíl sver
sagan sig að sumu leyti í ætt við
þjóðfélagslegar skáldsögur milli-
stríðsáranna. Sögusviðið er sveita-
þorp í Maine, viðfangsefnið ást,
hatur, vonbrigði og reiði harla
frumstæðra einstaklinga sem búa
við kröpp kjör og hafa allt frá fæð-
ingu orðið af ameríska draumnum.
Framan af er fylgst með uppvexti
Earlene Pomerleau í föðurgarði
handan heimilis Beans-íjölskyl-
dunnar þar sem böm virðast vera
í hverjum krók og kima og öll eins.
Faðir Earlene varar hana ákaft við
að hafa nokkuð saman að sælda
við þessa ógurlegu íjölskyldu. Að
sjálfsögðu fer það svo hér sem ann-
ars staðar að hið forboðna öðlast
óviðráðanlegt aðdráttarafl.
Þessi fyrsta skáldsaga Carolyn
Chute er skrifuð á einföldu en
kjamyrtu máli sem undirstrikar
það fábrotna mannlíf sem þrífst í
umkomuleysinu í Egypt, Maine.
Hirðfífl alþýðunnar
DARIO FO: PEOPLE’S COURT JESTER.
Höfundur: Tony Mltchell.
Methuen, 1986.
ftalski farsahöfundurinn og leik-
arinn Dario Fo á sér marga
aðdáendur hér á landi sem annars
staðar þar sem verk hans hafa ve-
rið sýnd.
En Dario Fo er ekki aðeins mað-
ur leikhússins. Lengst af, og alveg
sérstaklega frá árinu 1968, hefur
hann talið sig pólitískan boðbera
meðal fjöldans. Hann lítur hlut-
verk sitt svipuðum augum og
hirðfífl fyrri alda. Sá er þó munur-
inn að hirð Dario Fo er fólkið sjálft.
Hann er, samkvæmt eigin skil-
greiningu, eins konar hirðfífl
alþýðunnar.
í þessari ágætu bók gerir Tony
Mitchell, sem kunnur er af skrifum
sínum um leikhús í ýmis tímarit
og þýðingar sínar á nokkrum leik-
rita Fo, skilmerkilega grein fyrir
ferli Dario Fo og konu hans og
samverkamanns, Franca Rame, og
fjallar um öll helstu verk hans.
Skýrðar eru uppsprettur Fo, bæði
þær sem liggja í aldagömlum hefð-
um frá tímum farandsöngvara,
hirðfífla og götuleikara og í stjórn-
málaviðburðum samtímans. Þetta
tvennt tvinnar Fo gjarnan saman
í leikritum sem fela í sér harða
gagnrýni á stjórnmálaandstæðinga
(Fo er til vinstri við ítalska kom-
múnistaflokkinn) og þá spillingu
sem blómstrar i ítölsku þjóðlifi.
Gagnrýnin er færð í búning farsans
þar sem vægðarlaust háð er beitt-
asta vopnið.
Mitchell rekur einnig leikaraferil
Fo sem reyndar er svo nátengdur
frumsömdum verkum hans' sjálfs
að oft er erfitt að greina þar á
milli. Reyndar er Fo hinn fjöl-
hæfasti leikhúsmaður sem getur
brugðið sér i nánast hvaða líki sem
er í leikhúsinu: höfundur, leikari,
leikstjóri, leikmyndasmiður, söng-
textahöfundur - listinn um það sem
hann hefur gert er eiginlega jafn-
fjölbreytilegur og störfin í leikhúsi.
Fo hefur lagt svo mikla áherslu
á pólitísku hliðina í verkum sínum,
og persónulega túlkun í sýningum,
oft utan hefðbundinna leikhúsa (t.
d. á vinnustöðum), að reynst hefur
verulegum erfiðleikum bundið að
færa verk hans upp lítið breytt í
þeim löndum öðrum þar sem áhorf-
endur hafa litla þekkingu á stjórn-
málaviðburðum á Ítalíu. Mitchell
gerir nokkra grein fyrir því hvern-
ig til hefur tekist með staðfærslu
verka Fo í breskum uppfærslum
þar sem vikið hafi verið, að hans
mati, í veigamiklum atriðum frá
hugmyndum höfundarins.
Sem leikhúsmaður hefur Fo alla
tið haft að markmiði að brjóta nið-
ur fjórða vegginn, sem svo er
kallaður - þ.e. vegginn milli sviðs
og salar, leikara og áhorfenda.
Þetta hefur honum oft tekist afar
vel. En slíkt er ekki á allra færi
og því er alltof oft harla mikill
munur á uppfærslum verka Fo eftir
því hvort þau eru sýnd á Italíu eða
utan .
Þessi bók er afar skýr og greinar-
góð úttekt á Dario Fo og gefur
margvíslegar upplýsingar sem
auka skilning á manninum og
verkum hans.
Italska sjónvarpið hefur myndað
mörg verka Dario Fo með hann
sjálfan í aðalhlutverkinu. Hvernig
væri að fá einhver þeirra í íslenska
sjónvarpið?
Ulysses með um fimm
þúsund leiðréttingum
ULYSSES.
Höfundur: James Joyce.
Penguln Books, 1986.
Skoðanir eru harla skiptar á
meistaraverki írska rithöfundarins
James Joyce, skáldsögunni Ulys-
ses. Sumir láta sér fátt um finnast
og telja hana hafa verið ofmetna
af gagnrýnendum og bókmennta-
fræðingum. Þeir munu þó fleiri sem
telja Ulysses eina merkustu skáld-
sögu aldarinnar, ef ekki þá sem
gnæfi þar ein á tindinum.
Þótt ýmsum muni þykja ógjörlegt
að velja þannig eina sögu úr mislit-
um fjöldanum og veita henni slíkan
sess, þá fer ekki á milli mála að
fáar, ef nokkur, skáldsaga á öldinni
hefur haft jafnmikil áhrif á þróun
skáldsagnagerðar.
Ulysses gerist sem kunnugt er á
einum degi í Dublin árið 1904, ekki
hvað síst í huga sögupersónanna.
Hún er afar juðug að fyrirmyndum
og tilvísunum í ólíkustu áttir. Upp-
bygging hennar á ættir að rekja til
Ödysseifskviðu Hómers. Joyce not-
ar flestar þær frásagnaraðferðir
sem fyrirfinnast í skáldsagnagerð. •
Auðgi textans og margræðni er slík
að við endurlestur vaknar oft nýr
skilningur á orðum Joyce. En text-
inn er víða afar erfiður viðfangs
og stundum harla torskilinn, enda
hafa margir gefist upp við lesturinn
í miðjum klíðum.
Útgáfusaga Ulysses er ein út af
fyrir sig merkileg. Þetta verk, sem
átti alla krafta Joyce um árabil,
var svo byltingarkennt að útgef-
endur fórnuðu höndum og vald-
hafar gripu til ritskoðunar og
reyndu hvað þeir gátu til að gera
skáldsöguna upptæka.
Þannig var staðið að útgáfunni
að ýmsar villur slæddust inn í hinn
prentaða texta. Eða því halda sér-
fræðingar í Joycefræðum fram.
Þess vegna birtist þessi „rétta“ út-
gáfa skáldsögunnar sextíu og
tveimur árum eftir að hún kom
fyrst út. Og hér er hún komin í
kiljubroti, arftaki Penguin-útgáf-
v nnar frá 1968 sem margir kannast
við.
Það tók Joyce sjö ár að skrifa
Ulysses. Sérfræðingamir voru jafn-
lengi að fara yfir handrit sögunn-
ar, prófarkir og önnur gögn sem
Joyce lét eftir sig til þess að finna
r ftl Iti •fltHlJlMtK l
ULYSSES
THE CORRECTEDTEXT
Metsölulistar
- pappírskiljur
hinn eina rétta texta Joyce. Af-
raksturs þess starfs sér stað í
þessari nýju útgáfu i meira en fimm
þúsund „leiðréttingum" frá eldri
prenttexta.
í formála gerir Richard Ellmann,
höfundur viðurkenndrar ævisögu
Joyce, grein fyrir helstu leiðrétt-
ingunum og verkinu sjálfu. Þar
kemur fram að langflestar breyt-
inganna eru minniháttar, stafsetn-
ingar- og prentvillur sem eru
leiðréttar. En í öðrum tilvikum
hafa sérfræðingarnir sett inn orð
og setningar sem þeir segja að hafi
fallið niður í eldri prenttexta.
Að mati sérfræðinganna er hér
kominn texti Ulysses eins og Joyce
vildi raunverulega hafa hann.
BANDARIKIN
BRETLAND
1. Jilly Cooper:
RIDERS.
2. Catherine Cookson:
A DINNER 0F HERBS.
3. Dick Francis:
PR00F.
4. Colin Maclnnes:
ABSOLUTE BEGINNERS.
5. Martin Amis:
MONEY.
6. Frank Herbert.
CHAPTER HOUSE DUNE.
7. Maeve Binchy:
ECHOES.
8. Sidney Sheldon:
IF T0M0RR0W COMES.
9. Anita Brookner:
HOTEL DU LAC.
10. Ruth Rendell:
AN UNKINDNESS OF RAVENS.
Rit almenns eðlis:
1. Delia Smith og Terry Wogan:
THE F00D AID C00KERY.
2. Isak Dinesen:
OUT OF AFRICA.
3. Maurice Hanssen Thorsons:
E FOR ADDITIVES.
4. Maurice Hanssen Thorsons:
E FOR ADOITIVES SUPERMARKET SHOPP-
ING GUIDE.
5. Mark MacCormack:
WHAT THEY DONT TEACH YOU AT HAR-
VARD BUSINESS SCH00L.
(Byggt á The lllustrated
London News.j
1. Stephen King:
SKELETON CREW.
2. Dominick Dunne:
THE TWO MRS. GRENVILLES.
3. Louis L'Amour:
JUBAL SACKETT.
4. Jacqueline Briskin:
T00 MUCH T00 S00N.
5. Fem Michaels:
TEXAS HEAT.
6. Johanna Lindsey:
WHEN LOVE AWAITS.
7. Robert B. Parker:
A CATSKILL EAGLE.
8. Larry Niven og Jerry Pournelle:
F00TBALL
9. Christopher New:
SHANGHAI.
10. Barbara Taylor Bradford:
HOLD THE DREAM.
Rit almenns eðlis:
1. Mark Baker:
COPS.
2. M. Scott Peck:
THE ROAD LESS TRAVELED.
3. Isak Dinesen:
OUT OF AFRICA
og SHADOWS ON THE GRASS.
4. Connell Cowan og
Melvin Kinder:
SMART WOMEN,
F00LISH CHOICES.
5. Leo F. Buscaglia:
LOVING EACH OTHER.
(Byggt á New York Times
Book Review.)
Umsjón: Elías Snæland Jónsson
í undirheimum
EDMOND.
Höfundur: David Mamet.
Methuen, 1986.
Edmond, sem finnst hann vera
hlekkjaður í ástlausu hjónabandi
og vanabundnu dægurstriti í
bandarísku milljónaborginni New
York, yfirgefur konu sína og heim-
ili í leit að lífsfyllingu. Hann sækist
eftir ævintýrum sem nái að eyða
þeim yfirþyrmandi leiða sem ein-
kennt hefur tilveru hans.
En hann er sem vængbrotinn fugl
í næturlífi borgarinnar þar sem
allt er falt fyrir peninga. Leit hans
snýst fljótlega upp í martröð sem
endar með eldgosi reiði og örvænt-
ingar.
I þessu nýja verki sínu sýnir
Mamet, sem er einn af,athyglis-
verðustu yngri leikritahöfundum
Bandaríkjanna um þessar mundir,
leiftur frá undirheimalífi stórborg-
arinnar þar sem mannleg reisn er
troðin í svaðið. Hér er djarft teflt.
Glæpir, hrottaskapur og mannleg
eymd dregin fram undanbragða-
laust.
Þegar martröð Edmond hefur náð
hámarki veltir hann því skiljan-
lega fyrir sér hvort hann sé kannski
kominn til vítis. Og er leiðin þang-
að, eftir á að hyggja, óhjákvæmi-
leg?
Skólastjóra-
raunir
CLOCKWISE.
Höfundur: Michael Frayn.
Methuen, 1986.
Hvers vegna er virðulegur skóla-
stjóri ensks framhaldsskóla í
munkakufli úti á þjóðvegi að reyna
að „húkka“ sér far til Norwich?
Er það satt að hann hafi rænt ungri
stúlku, einum nemenda sinna? í
stolnum bíl? Og hvað er bíllinn að
gera fastur í for úti á miðjum akri?
Slíkar spurningar vakna við lest-
ur þessa bráðfyndna gamanleiks
eftir farsahöfundinn vinsæla Mic-
hael Frayn. Þetta er reyndar
kvikmyndahandrit, hið fyrsta sem
Frayn hefur samið. I myndinni fer
hinn óviðjafnanlegi John Cleese
með hlutverk skólastjórans
óheppna.
Söguþráðurinn byggir á röð at-
vika sem eru hvert öðru fáránlegra,
en eiga upphaf sitt að rekja til
smávægilegra mistaka skólastjór-
ans sem er um of með hugann við
ræðu sem hann ætlar að flytja
Norwich. Sannast hér, sem í öðrum
góðum försum, að oft veltir lítil
þúfa þungu hlassi.