Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1986, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1986, Qupperneq 15
DV. LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1986. 15 Japanir Japanir eru „hataraki bachi“ - vinnudýr sem aldrei una sér hvíld- ar eða leyfis í venjulegri Vestur- landamerkingu. Taki Japani sér leyfi í eina eða tvær vikur ó ári gerir hann það ekki í þeim tilgangi að skemmta sér heldur til þess að hvílast og safna kröftum fyrir næsta ár. Þetta hljómar auðvitað sem al- hæfing yfir svo fjölmenna þjóð en hún styðst við tölfræðilegar stað- reyndir. Samkvæmt opinberri könnun eiga Japanir yfirleitt rétt á tveggja vikna fríi á ári. En innan við helmingur starfandi manna nýtir þennan rétt. 56% þeirra taka sér aðeins átta daga leyfi og geyma sér afganginn af fríinu til að nýta í tengslum við veikindi ellegar óríðandi persónuleg erindi. Enn er það viðtekin skoðun í Japan, einkum á meðal eldra fólks, að vinnan sé miklu þýðingarmeiri en allt annað í lífinu, einkum þó leyfi frá störfum. Tölfræðin sannar þetta líka. Hún segir að 40% Jap- ana líti svo á að þeir frídagar sem þeir eigi rétt á dugi þeim meira en nógu vel. Yfirvinna Japanskar eiginkonur kvarta undan því að menn þeirra séu gift- ir fyrirtækjunum og að þeir vinni stöðugt yfirvinnu jafnvel þótt vinnuvikan sé „aðeins“ fimm dag- eru vinnudýr ar. Aðeins helmingur starfandi karla nær því að snæða kvöldverð með fjölskyldu sinni. Hinir koma ekki heim fyrr en bömin hafa sofn- að og aðeins frúin er uppistandandi á heimilinu til að taka á móti þeim. En hvað gera Japanir þá þegar þeir fara í sitt stutta frí? Algengast er að þeir sitji heima hjá sér og horfi á sjónvarpið - og líður þó yfirleitt fremur illa. Þeir em óör- uggir og vita ekki hvað skal taka sér fyrir hendur vegna þess að iðju- leysið er þeim óþekkt og framandi. Meðaljóninn í Japan hefur held- ur ekki efni á að fara í för til útlanda þótt japanska yenið sé sterkt á heimsmarkaði. Flestir Jap- anir segjast ekki einu sinni hafa efni ó að taka sér það frí sem þeir hafa rétt á. Venjulegast er að borgarbúar taki sér stutta ferð á hendur til að heimsækja ættingja úti í sveit. Kannski skella menn sér líka í hópferð að einhverju minnismerki um sögufrægan atburð. Sú för tek- ur yfirleitt ekki nema einn eða tvo daga og þar með hefúr meðaljóninn lokið sínu órlega ferðalagi. Þrengsli á heimilum Andúð ó lengri fríum kemur einnig til vegna þrengsla heima fyrir. Bústaðir Japana em svo litlir að ekkert rými er til að vinna við einhvers konar dægradvöl. Heimil- ið er hinum vinnandi Japana aðeins skýli til að sofa í. Þar dvelja menn ekki lengi né umgangast aðra í fjölskyldunni. Yfirvöld í landinu reyna nú - sökum þrýstings fró umheiminum - að breyta afstöðu Japana til vinn- unnar og frítímans. Rfkisstjómin hefur hvatt þegna sína til að fara í lengri leyfi og eyða meira fé ó sjólfa sig. En það viðfangsefhi er í raun ómögulegt nema ríkisstjómin megni að breyta gersamlega afstöðu manna til vinn- unnar. Eiginlega verða Japanir að skilja að borði og sæng við vinnuveitend- ur sína eigi einhver árangur að verða af þessari nýju stefnu ríkis- stjórnarinnar. (DN/GG) Innkaupastj órar athugið! Vorum að taka upp: Kúreka- og indíánabúninga, dúkkuvagna og vörubíla. Einnig sumarleikföng (sandleikföng) í ótrúlegu úrvali. INGVAR HELGASON HF. VONARLANDI V/SOGAVEG, SÍMI 37710. MYIilDIR SEM HITTAIMARK JUNOMEDIAAS mf Erik Estrad og Morgan Fairchild fara á kostum í þessari frábæru boxxnynd. Ekki síðri en Rockymyndimar. George Segal er frábær í þessari einstöku fjölskyldumynd. Spennandi frá upphafi til enda. Frábær framtíðarmynd: Árið 2035 upp- götva vísindamenn, sem eru í könnunarferð í geimnum, nýja tegund lífs. Þessi upp- götvun ógnar baráttu þeirra, eigin lífi. Eru til á öllum betri mynd- bandaleigum landsins. Grínmynd Spennumynd T S dreifing Vog S., dreifing, Skúlagötu 63, sími 21735.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.