Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1986, Síða 19
DV. LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1986.
19
Myndin sem enginn
vill vita af
- „I giorni dell ira“ er kvikmynd
sem enginn vill vita af eða sjá fram-
leidda en samt munu allir ítalir ætla
sér að sjá hana. Leikstjórinn heitir
Giuseppe Ferrara og hefur ekki hing-
að til notið sérstakra vinsælda á
Ítalíu en þegar hann nú ætlar að
íjalla um Aldo Moro-málið á hvíta
tjaldinu hefur áhuginn skyndilega
vaknað.
Það eru liðin átta ár. Hingað til
hefur aðeins ein kvikmynd verið gerð
um ránið á leiðtoga kristilegra demó-
krata á Ítalíu. En nú er verið að
leggja síðustu hönd á gerð „I giorni
dell ira“ (Dagar reiðinnar) - mynd
um þá 55 daga sem Aldo Moro sat í
„fangelsi alþýðunnar". Myndin hefst
með mannráni Rauðu herdeildanna
- aðgerð sem heppnaðist til fullnustu
- og henni lýkur þegar Aldo Moro
fmnst látinn í farangursgeymslu bíls
sem finnst mitt á milli aðalstöðva
flokks kristilegra demókrata og ít-
alska kommúnistaflokksins í hjarta
Rómaborgar. Gian Maria Volonté
leikur Aldo Moro og er sagður
óhugnanlega líkur honum.
Umíjöllunarefni myndarinnar er
viðkvæmt og sumir vilja raunar
segja það nánast bannefni á Ítalíu.
„Hirðin“ er á lífi - en hirðin eða
höllin eru gæluheiti yfir pólitíska
foringja á Ítalíu, þ.e. þá Andreotti,
Fanfani, Craxi og fleiri. í mynd Ferr-
ara eru þessir menn allir nefndir á
nafn eins og þáverandi innanríkis-
ráðherra, Francesco Cossiga, sem
þótti setja hvað mest ofan vegna
Aldo Moro-málsins. Nú er sá sami
Cossiga forseti Italíu.
Reyndur maður
Guiseppe Ferrara er reyndur mað-
ur. Hann segist sjálfur vera óháður
pólitískt en hallast til vinstri. Hann
hefur hingað til framleitt og stýrt
ógrynni heimildamynda og
pólitískra ákærumynda, m.a. um
Alessandro Panagulis í Grikklandi,
um mafíuna og um CIA. Nýjasta
mynd hans, „Hundrað dagar í Pal-
ermo,“ fjallar um baráttu Dalla
Chiesa herforingja gegn Sikileyj-
armafíunni.
- Moro er enn eins og lík í fata-
skáp allra pólitískra afla á Ítalíu,
segir Ferrara. Kristilegir demó-
kratar vilja alls ekki að myndin verði
gerð. Það vilja kommúnistarnir ekki
heldur. Aðeins sósíalistarnir munu
hugsanlega verða ánægðir með
myndina en þeir eru svo sem ekki
heldur sérlega hressir með það að
fólk sé að róta í fortíðinni.
Ferrara segir að hægt sé að gera
heimildamynd svo að segja samtímis
atburðinum sem hún íjallar um -
reyndar skipti það litlu máli hvenær
atburðurinn hafi átt sér stað, öllu
skipti að gögn og upplýsingar liggi
fyrir.
Rauðu herdeildirnar
í mynd Ferrara um Moro-málið er
vitnað til margra samtala og einræða
Moros. Það efni er allt tekið úr bréf-
um hans og athugasemdum. Texti
hryðjuverkamannanna er fenginn úr
lögregluskýrslum og uppskriftum úr
yfirheyrslum og réttarhöldum.
Handritið byggir á samnefndri bók
eftir Robert Katz. Ferrara umskrif-
aði bókina í samvinnu við leikstjóra ;
myndarinnar, Armenicu Balducci,
en hún er reyndar eiginkona Vol-
onté.
- Við höldum okkur af afli í ritaðar
heimildir um þetta mál, segir Ferr-
ara. - Ella værum við að falsa eða
vera með vangaveltur um skjalfesta
sögu. Það er bannað.
I upphafi var ráð fyrir því gert að
hryðjuverkamennirnir Adriana Far-
anda og Valerio Morucci yrðu hjálp-
leg við gerð þessarar myndar en frá
því var fallið - m.a. eftir að ítölsk
dagblöð höfðu fjallað um málið og
sýndist flestum að greinilega ætti að
gera mynd sem væri hliðholl málstað
hryðjuverkamanna.
Mjög snemma á undirbúningstíma
„I giorni dell ira“ var afráðið að
Gian Maria Volonté færi með hlut-
verk Aldo Moro. Ekki eru nema tíu
ár síðan hann lék Moro í annarri
mynd, „Meðborgari sem er hafinn
yfir allar grunsemdir“, en i þeirri
mynd var Aldo Moro reyndar aldrei
nefndur á nafn.
Volonté er þekktur fyrir einbeit-
ingu sína og rækilegan undirbúning
fyrir sérhvert hlutverk. Áður en tök-
ur „I giorni dell 'ira“ hófust lokaði
hann að sér inni á heimili sínu í tutt-
ugu daga, bjó í einu herbergi til að
finna það á sjálfum sér hvernig það
væri að vera lokaður inni. Jafnframt
var hann klæddur þeim fötum sem
hann átti að nota í myndinni til að
finna hlutverkið nær sér - eða vaxa
inn í það. Upptakan var síðan látin
fara fram í réttri tímaröð þannig að
m.a. skeggvöxtur Volonté breyttist
dag frá degi.
Eitt meginviðfangsefni heimilda-
myndarinnar eftir Ferrara er um-
fjöllun um það viðkvæma efni: Hvers
vegna var ekki hægt að bjarga Aldo
Moro?
- Þessi mynd fjallar ekki svo mjög
um völdin í þjóðfélaginu. Hún fjallar
miklu fremur um falsið og skinhelg-
ina í hinum pólitísku fordyrum. I
fyrstu vildu menn alls ekki semja við
hryðjuverkamenn. En svo skiptu
menn nú aldeilis um skoðun. Og það
eru einmitt innri andstæður og tog-
streitan í stjórnmálunum sem Ferr-
ara hefur Qallað um í fyrri myndum
sínum.
- Pólitísk kvikmynd? segir Ferr-
ara. -- Hún tekur þátt í pólitískri
baráttu og er þar með afl sem
splundrar fylgi flokka. Brecht sagði
alltaf að ef dramað ekki sundraði
áhorfendum þá væri það ekki pólit-
iskt. Hugsið ykkur drama sem
sameinaði fasista og andfasista - það
væri víst ógjörningur að búa til
þannig verk.
En þessi mynd um Aldo Moro - hún
á eftir að sundra almenningi.
Aldo Moro.
Alfa Romeo 33QV. Vél 105 DIN Hö. 0-100 km. 9,5 sek. Hámarkshraði 190 km/klst.
Praumur
Nú getum viö loksins boöiö þér upp
á allar geröir Alfa Romeo Alfa 33 á
ótrúlegu veröi:
Alfa 33 SL________________kr. 409.200.-
Alfa 33 QV________________kr. 504.400.-
Alfa 334x4
kr. 514.500.-
Innifalið í veröi er m.a.: Rafdrifnar rúöur,
miöstýröar hurðalæsingar (nema í Alfa
33 SL), veltistýri, litaö gler, fjarstilltir úti-
speglar, upphituö framsæti, hreinsibún-
aöur á framljósum, bílbelti í fram- og aftur-
sætum, 5 gíra gírkassi, ,,digital“ klukka,
snúningshraðamælir, niðurfellanlegt aftur-
sæti (tvískipt), læst bensínlok, purrka og
sprauta á afturrúöu (nema í Alfa 33 SL),og
margt fleira.
BILASÝNING UM HELGINA.
OPIÐ KL. 13-17.
JÖFUR HFÍ
NÝBÝLAVEGI 2 • SÍMI 42600
Þóra Dal, auglýsingastofa