Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1986, Side 2
2
FOSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986.
Fréttir
Enn magnast skærur
í Alþýðubandalagi
Miðstjóm Alþýðubandalagsins
mun koma saman til íundar næst-
komandi mánudagskvöld. Tvö mól
em ó dagskrá: stjómmálaviðhorfin
og atburðir síðustu vikna, svo og
tillögur um verkalýðsmálaráð
flokksins.
Mjög óvenjulegt er að miðstjómin
skuli vera kölluð saman til fimdar ó
þessum árstíma, og þá með jafiistutt-
um fyrirvara og nú er gert en átökin
í flokknum á undanfömum vikum
hafa gert það að verkum að innan
Alþýðubandalagsins er hið óvenju-
lega nánast orðið hversdagslegt.
Guðmundarmál
Ríkissaksóknari mun sennilega
greina frá því í dag hvort frekari
aðgerða er að vænta af hálfu ákæm-
valdsins í máli Guðmundar J.
ræða málefhi Guðmundar sérstak-
lega. Fram að þeim tíma höfðu
forystumenn flokksins ekki átt nein-
ar formlegar viðræður um þau mál.
Engin ályktun var gerð á fundin-
um á miðvikudag en samþykkt, að
tillögu þeirra Svavars Gestssonar,
formanns flokksins, Kristínar Á.
Ólafsdóttur varaformanns, Ragnars
Amalds, formanns þingflokksins, og
Ólafs R. Grímssonar, formanns fram-
kvæmdastjómar, að halda mið-
stjómarfund næstkomandi
mánudagskvöld.
Á hann að segja af sér eða
ekki?
Ljóst er að mörgum alþýðubanda-
lagsmönnum finnst að Guðmundur
eigi ekki að láta af þingmennsku
nema <annist að hann hafi brotið
um. Þá virðist enginn vita með vissu
hvor fylkingin er sterkari, sú sem
vill að Guðmundur sitji áfram eða
sú sem vill hann burt. Má því reikna
með að mikið verði skrafað og
skeggrætt innan flokksins um helg-
ina og smalað á fundinn á báða bóga.
Gert er ráð fyrir miklu fjölmenni á
fundinum á mánudag en um 130
manns em í miðstjóm Alþýðubanda-
lagsins ef varamenn em taldir með.
Ritstjórinn blæs
En það hefur fleira verið að gerast
í Alþýðubandalaginu í vikunni.
Með ummælum sínum í tímaritinu
Heimsmynd blés Össur Skarphéðins-
son, ritstjóri Þjóðviljans, nýju lífi í
deilur andófshóps við svokallað
flokkseigendafélag í Alþýðubanda-
laginu. Össur segir í viðtali að mikil
lagsins. Reyndar telur Össur að
Ásmundur sé að reyna að leggja
undir sig Alþýðubandalagið og að
ótökin í kringum það kunni að
hrinda flokknum fyrir ættemisstapa.
Viðtahð við Össur féll vægast sagt
ekki í góðan jarðveg. Ásmundur
Stefánsson sagði til dæmis í samtali
við DV að það væri liður í óróðurs-
herferð ákveðins hóps í Alþýðu-
bandalaginu sem stefndi að því að
kljúfa flokkinn. Hann sagðist engar
ákvarðanir hafa tekið um framboð
til Alþingis eða formennsku í Al-
þýðubandalaginu.
Dr. Ólafur Ragnar Grímsson sagð-
ist heldur engar ákvarðanir hafa
tekið um þingmennsku og for-
mennsku. I viðtali við DV á mið-
vikudag benti hann hins vegar ó eitt
og annað sem kemst nokkuð nærri
tíðkast hefur í verkalýðshreyfing-
unni. Hann viðurkenndi síðan að
deilumar í Alþýðubandalaginu væm
famar að einkennast æ meira af við-
horfi manna til stjómarsamstarfs:
„Það er náttúrlega undirtónninn í
þessu öðrum þræði. Það er sem sagt
hin stóra spuming hvort menn em
fylgjandi því að Alþýðubandalagið
taki höndum saman með Alþýðu-
flokknum til að stjóma með íhaldinu
eða hvort Alþýðubandalagið eigi að
beita sér fyrir því að félagshyggju-
fólk í landinu myndi valkost sem
kæmi í staðinn fyrir íhaldsöflin í
landinu og leiti þá eftir félags-
hyggjufólk irrnan Framsóknar-
flokksins, Kvennalistans og annars
staðar. Það er kannski hin stóra
pólitíska spuming sem þarf' að
ræða,“ sagði Ólafúr.
Skrafað og skeggrætt á fundi framkvæmdastjórnar og þingflokks á miðvikudagskvöld: Á meöan verkalýðsforystan
fylkir sér um Ásmund Stefánsson ræðast við frammi á gangi þeir Svavar og Olafur Ragnar. Ragnar Arnalds og
Össur Skarphéðinsson voru sposkir á svip með hendur í vösum úti við glugga. DV-mynd GVA
Guðmundssonar alþingismanns.
Ekki er talið líklegt að ákæra verði
gefin út á hendur Guðmundi en það
breytir engu þeirri skoðun margra
alþýðubandalagsmanna að hann eigi
samt sem áður að segja af sér þing-
mennsku.
Nú þegar hafa tvö alþýðubanda-
lagsfélög úti á landi, á Ákureyri og
ísafirði, ályktað að Guðmundur eigi
að láta af þingmennsku. Samkvæmt
upplýsingum DV hefur verið farið
fram á það við fleiri alþýðubanda-
lagsfélög á landsbyggðinni að þau
sendi frá sér svipaðar ályktanir en
ákveðinn hópur manna í flokknum
komið í veg fyrir það með ýmsu móti.
Þá hafa nokkrir félagar í miðstjóm
Alþýðubandalagsins farið af stað
með undirskriftasöfiiun til að for-
dæma það að „starfandi stjómmóla-
menn þiggi fjárstyrki til persónu-
legra þarfa frá ráðherrum eða öðrum
fjársterkum aðilum í þjóðfélaginu".
Áð sögn þeirra sem að söfiiuninni
staoda er hér um ákveðið „prinsipp-
mál“ að ræða og hvergi minnst á
nafii Guðmundar J. Guðmundsson-
ar. Söfiiun þessi hófst fyrir rúmri
viku og er ekki lokið enn. Góðar
undirtektir við hana munu hins veg-
ar hafa átt stóran þátt í því að
þingflokkur og framkvæmdastjóm
Alþýðubandalagsins ákváðu að efna
til fiindar á miðvikudagskvöld til að
eitthvað af sér. En sá hópur er einn-
ig fjölmennur sem telur að það eitt
að þiggja peninga fró ráðherra í
Sjálfstæðisflokki sé næg ástæða til
afsagnar. Innan þess hóps em hins
vegar skiptar skoðanir um hvort
flokkurinn eigi að krefjast afsagnar
Guðmundar eða hvort hann eigi að
hafa frumkvæði að því sjálfúr.
Það veldur síðan nokkrum erfið-
leikum að Guðmundur skyldi hafa
verið lagður inn á sjúkrahús á
mánudag. Hann þjáist af of háum
blóðþrýstingi og læknar hafa ráðlagt
honum að leita sér hvíldar. Undan-
fama daga hefur Guðmundur þvi
verið í hálfgerðri einangrun á
Landspítalanum og veit enginn með
vissu hvað hann ætlar sér, hvort
hann hugleiðir afsögn eða hvemig
hann myndi bregðast við áskomn
þess efriis frá flokknum.
Það er því ekki með öllu ljóst
hvemig tekið verður á máli Guð-
mundar á miðstjómarfundinum á
mánudag. Þeir alþýðubandalags-
menn, sem DV hefur talað við, segja
að það verði að minnsta kosti rætt
ofan í kjölinn og jafnvel til lykta
leitt með einum eða öðrum hætti.
Einhveijar tillögur verða lagðar
fram en hvort þar verður um að
ræða almennar ályktanir um
óánægju eða ákveðnar kröfúr um
afsögn virðist enginn geta sagt til
óánægja ríki með vinnubrögð og
ákvarðanatöku innan Alþýðu-
bandalagsins, að kjaramálastefna
flokksins sé röng og að hún sé mótuð
algerlega af fulltrúum flokksins í
verkalýðshreyfingunni. Hann telur
líkur á að umskipti verði á vinstri
væng stjómmálanna á næstunni, að
þær aðstæður gætu komið upp sem
kljúfi Alþýðubandalagið sem flokk
og að margir af yngri kynslóðinni í
Fréttaljós
Erling Aspelund
Alþýðubandalaginu, hinn svokallaði
lýðræðishópur, eigi ef til vill meira
sameiginlegt með Bandalagi jafnað-
armanna, vinstri væng Álþýðu-
flokksins og Kvennalistanum en
gamla flokkseigendafélaginu og
verkalýðsforystunni. Þær aðstæður
gætu komið upp sem steyptu þessum
hópi í einn farveg.
I viðtalinu spóir ritstjórinn því
jafnframt að framundan séu mikil
og hörð átök um þingsæti og for-
mennsku í Alþýðubandalaginu.
Hann segir að þar muni helst eigast
við þeir Ásmvmdur Stefánsson, for-
seti Alþýðusambandsins, og dr.
ólafúr Ragnar Grímsson, formaður
framkvæmdastjómar Alþýðubanda-
því að vera kjaminn í málflutningi
andófshópsins.
„Þýðir ekki að segja heilum
stjórnmálaflokki fyrir verkum“
Ólafur sagði að komið hefði fram
að margt yngra fólk í flokknum teldi
mikla þörf á auknu samstarfi félags-
hyggjuafla til mótvægis við Sjálf-
stæðisflokkinn í íslenskum
stjómmálum. Forsenda þess væri
aukið umburðarlyndi forystumanna
Alþýðubandalagsins og verkalýðs-
hreyfingarinnar gagnvart skoðun-
um annarra. Sagði Ólafúr: „Sú
gamla tíð, sem áður fyrr var tekin
góð og gild í íslenskum stjómmálum,
að allt væri agað undir einhvem
einn vilja, hún er einfaldlega liðin.
Menn verða að átta sig á því að ef
flokkar vilja vera stórir og öflugir
þá verða þeir að túlka nútímaleg
vinnubrögð og nútímahugsunarhátt.
Það þýðir ekkert fyrir einn eða tvo
eða þijó menn, hvaða titla sem þeir
kunna að hafa, að ætla sér að segja
heilum stjómmálaflokki fyrir verk-
um.“
Ólafúr sagði að fulltrúar Alþýðu-
bandalagsins í verkalýðshreyfing-
unni væm andvígir hugmyndum
sem þessum en fylgjandi því að taka
upp sams konar samstarf við Sjálf-
stæðisflokkinn í landsmálum eins og
Örlagaríkt kvöld
Það er einnig spuming hvort þessi
mál verða að einhverju leyti tekin
til umræðu ó miðstjómarfundinum
á mánudagskvöld. Smásmugulegir
menn hafa vakið á því athygli að í
fundarboði formanns miðstjómar,
Kristínar Á. Ólafsdóttur, er sagt að
fyrsta mól á dagskrá verði „stjóm-
málaviðhorfin", í fleirtölu, og „at-
burðir síðustu vikna“. Með
„atburðum síðustu vikna“ er eflaust
ótt við mólefni Guðmundar J. Guð-
mundssonar sem verður aðalefni
fúndarins. En í því að hafa orðið
„stjómmálaviðhorf' í fleirtölu frek-
ar en eintölu, eins til siðs hefur
verið, gæti hugsanlega leynst ein-
hver boðskapur.
Einnig hefur vakið athygli að á
fundinum er ætlunin að fjalla um
tillögur um verkalýðsmálaráð
flokksins sem verið hafa í smíðum
að undanfömu. Þar gæti verið kom-
ið tilefni til að ræða opinberlega þá
miklu óánægju sem ríkt hefur innan
andófshópsins með kjaramálastefnu
Alþýðubandalagsins og viðhorf
verkalýðsforystunnar til samninga-
mála.
í dagskrá miðstjómarfundarins
virðist því leynast margt. Mánu-
dagskvöldið gæti reynst örlagaríkt.
-EA