Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1986, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1986, Page 3
FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986. 3 Fréttir Foreldrar dvelja daglangt á bamadeild Hringsins: „Viljum ekki vita af bam- inu nánast ósjálfbjarga“ „Það eru gerðar óhugnanlega mikl- ar kröfur til hjúkrunarfræðinganna á þessari deild. Það er alveg ótrúleg pressa á starfsliðinu. Engir hjúkrunar- fræðingar hafa komið í stað þeirra sem hafa hætt. Það er endalaust bætt á þær sem fyrir eru. Þessar stúlkur hafa reynst okkur frábærlega. Hins vegar eru takmörk fyrir hvað hægt er að bjóða fólki. Mælirinn er fúllur. Þær geta einfaldlega ekki meira.“ Eins og greint var frá í fréttum DV á dögunum er mikill skortur á hjúkr- unarfræðingum á bamadeildum Hringsins á Landspítalanum. Nýlega þurfti að loka deild 13 E, annarri af tveim bamadeildum spítalans, vegna sumarleyfa hjúkrunarfræðinga. Að- eins bráðatilfellum er sinnt á hinni deildinni. Henni verður lokað þegar 13 E verður opnuð að nýju um næstu mánaðamót. Átján mánaða dóttir hjónanna Hauks Eyjólfssonar og Guðrúnar Vil- hjálmsdóttur, Hrefna, hefur verið að meðaltali einu sinni í mánuði á deild 13 E á Hringnum, allt upp í 3-4 vikur í senn. Haukur og Guðrún hafa orðið áþreifanlega vör við fækkun hjúkr- unarfræðinga á deildinni. „Allt frá þvi að Hrefha kom fyrst á deildina í febrúar 1985 höfum við horft upp á fækkun hjúkrunarfræðinga. Það hafa engir komið í stað þeirra sem hafa hætt. Eins og málum er háttað í dag komast þessir starfsmenn ekki yfir allt sem þarf að gera. Við erum ekki í rónni vegna þess að ekki er hægt að veita Hrefhu þá umönnun sem hún þarfnast." Annarri lokað, hin fyllt „Við vorum viðstödd um daginn þeg- ar deildinni sem Hrefna er á var lokað. Reynt var að senda eins mörg böm heim og mögulegt var. Þrátt fyrir það var hin deildin yfirfull. Það var komið fyrir rúmum á ganginum, á skrifstof- unni og á kaffistofunni. Hrefnu var komið fyrir í skoðunarherberginu. Mikið óöryggi Við höfúm þurft að eyða miklum tíma á deildinni með Hrefhu. Starfs- fólkið er þakklátt fyrir allt ómak sem við tökum af því. Þeir föstu starfsmenn sem vinna þarna komast ekki til að sinna henni nægilega vel. Nú er þessi deild lokuð. Ef Hrefna veiktist núna og þyrfti að leggjast inn þekkir fólkið á hinni deildinni ekkert til hennar, íyrir utan að það kæmist vart til að sinna henni vegna anna. Það þarf að þekkja Hrefnu vel til að geta skilið þarfir hennar. Við megum ekki til þess hugsa að hún liggi þama nánast ósjálfbjarga. Við erum mjög óömgg með Hrefhu eins og málin em í dag. Það kemur oft fyrir að við stöldrum aðeins lengur við hjá henni til að sjá hversu margir hjúkrunarfræðingar verði á nætur- vakt. Við værum miklu ömggari með hana ef deildin væri eitthvað nálægt því að vera fullmönnuð." Fleiri að hætta „Sem betur fer getum við eytt nokk- uð miklum tíma með Hrefhu á deild- inni, þó auðvitað bitni það á vinnunni. Að því leyti erum við lánsamari en sumir foreldrar sem eiga böm þama. En svona gengur þetta ekki til lengd- ar. Það situr allt annað á hakanum á meðan þetta ástand varir. Fyrir utan það þá er aðstöðuleysi foreldra bamanna á deildinni algjört. Við eyðum heilu dögunum þama og getum hvergi verið með bömunum. Ástandið á bamadeildum Hringsins er hrikalegt. En við og fleiri foreldrar óttumst að það eigi eftir að versna. Okkur er kunnugt um að meira en helmingur þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa á þessum tveimur deildum hyggjast segja upp störfum eða em þegar búnir að því. Deildimar á að opna báðar eftir sumarleyfi 1. sept- ember en tvísýnt er að það verði ef heldur fram sem horfir. Það er ljóst að það verður að gera eitthvað í launamálum hjúkmnar- fræðinga ef halda á þessum deildum gangandi. Við foreldrar erum í hrika- legri aðstöðu. Hvað eigum við að taka til bragðs ef þessum deildum verður endanlega lokað? Yfirvöld spítalanna verða að gera eitthvað í þessum mál- um. Það verður að stöðva þennan starfsflótta áður en það er um seinan.“ ÞJV Aframhaldandi „þunglyndi“ háskólamenntaðra: Skurðaðgerðum frestað á Landsprtalnum Nokkrum skurðaðgerðum varð að fresta á Landspítalanum vegna þess að hluti háskólamenntaðra hjúkr- unarfræðinga tilkynnti veikindafor- föll. Þeir gripu til þessa ráðs til að lýsa yfir óánægju sinni með dóm Kjaradóms um launamál þeirra. Búist er við að á morgun verði einnig boðuð „veikindaforföll" Hjá Landspítalanum fengust þær upplýsingar að allar lífsnauðsynlegar aðgerðir hefðu verið framkvæmdar í gær. Aðeins hefðu verið frestað að- gerðum sem þola bið. Vegna mann- fæðar var einnig gripið til þess að senda sjúklinga heim þar sem því var við komið. Mesta röskunin var á hand- og lyflækningadeildum spítalans. I gær fengust ekki upplýsingar hversu margir hefðu verið „veikir“. Störf á Borgarspítalnum og Landa- koti röskuðust ekki í gær og var mæting góð meðal háskólamenntaðra hj úkrunarfræðinga. Davíð Á. Gunnarsson, forstöðumað- ur Ríkisspítalanna, sagði að ef þetta héldi áfram yrði að grípa til sérstakra ráðstafana. Fimm lífifræðingar og einn hjúkr- unarfræðingur mættu ekki til starfa hjá Blóðbankanum í gær og báru við þunglyndi. Ljóst er að röskun verður á blóðgjöfum ef þessir aðilar mæta ekki til starfa. Á Hafrannsóknastofnun var óvenj- umikið um „veikindi". Þar tilkynntu 19 háskólamenntaðir starfsmenn for- föll í gærmorgun. Aðeins komu 10 starfsmenn í vinnu og tilheyra þeir allir BSRB. ' -APH Haukur og Guðrún með dófturina Hrefnu. „Hvað eigum við að taka til bragðs et deiidunum verður lokað7“ F / A T Regata dísn RÚMGÓÐUR OG VANDAÐUR DÍSILBÍLL Á ÓTRÚLEGA HAGSTÆÐU VERÐI kr. 494,000.- (gengi 3/7 ’86) INNIFALIÐ í VERÐI M.A.: Rafdrifnar rúður rafmagnslæsingar 5 gíra gírkassi ★ vönduð innrétting 2000 cc aflmikil dísilvél it veltistýri ★ framhjóladrif Komið og kynnið ykkur kjörin, sýningarbíll á staðnum. umboðið, r Skeifunni 8, s. 688850.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.