Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1986, Page 4
4
FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986.
Stjómmál
„Kann best við þegar for
mennimir hringja sjálfir“
- Davíð Scheving Thorsteinsson styrkir flokkana um hundruð þúsunda á ári
„Fyrirtækin halda öllum stjóm-
málaflokkunum uppi að verulegu
leyti. Okkar viðskiptavinir eru úr
öllum flokkum og þess vegna höfum
við oftast nær, þegar þannig hefur
staðið á, getað bmgðist vel við þegar
hinir ýmsu stjómmálaflokkar hafa
leitað til okkar. Við höfum þannig
um árabil stutt Alþýðubandalag,
Alþýðuflokk, Framsóknarflokk og
Sjálfstæðisflokk,“ sagði Davíð
Scheving Thorsteinsson iðnrekandi
í samtali við DV.
Báðir aðilar klárir á að þetta
eru styrkir
„Til viðbótar þessu höfum við að-
stoðað alla stjómmálaflokka við að
halda úti ýmsum dreifbýlistímarit-
____ u
um.
- í hvaða formi hefur þessi stuðn-
ingur verið?
„Yfirleitt hefur verið um að ræða
kaup á happdrættismiðum og í formi
auglýsinga í blöðum og tímaritum
sem ella hefði ekki verið auglýst í.
Báðir aðilar hafa verið þess fullviss-
ir að ekki hefur verið um venjulegar
auglýsingar að ræða heldur styrki.
Sama gildir auðvitað um happ-
drættismiðana, þar höfum við ekki
verið að vonast eftir vinning. Einnig
höfum við aðstoðað þingmenn við
útgáfu greinasafna."
Hundruð þúsunda á ári
- Hversu háar fjárhæðir er um að
ræða?
„Við höfúm greitt nokkur hundruð
þúsund króna á ári.“
-Hversu mikið látið þið af hendi
rakna í hvert skipti?
„Það er á bilinu 20-50 þúsund yfir-
leitt.“
- Hvemig er skiptingin milli
flokka?
„Ég get ekki svarað því. Meiri-
hluti eigenda þessa fyrirtækis fylgir
stærsta flokknum að málum. Hann
hefur notið þess.“
- En þið styðjið ekki hann einan.
Davið Scheving veitir stjórnmálamönnum stuðning á fleiri vegu en að greiða auglýsingareikninga og kaupa happ-
drættismiða. Hér er hann í þann veginn að gefa Guðmundi J. Guðmundssyni svaladrykk.
Hvað býr að baki, eruð þið að kaupa
ykkur velvild?
„Við höfum ekki gert þetta í þeirri
von að fá endurgreiðslu. Um slíkt
hefur aldrei verið að ræða og báðir
aðilar hafa staðið klárir á því. Við
vitum öll að lýðræðinu er nauðsyn
á að margir flokkar starfi, og að
þeir geti starfað með eðlilegum hætti
hver fyrir sig. Ég tel það borgaralega
skyldu fyrirtækisins að gera þetta.
Ég bendi á að viðskiptavinir okkar
styðja hina ýmsu flokka."
Benda á nýsköpun og við-
reisn
- Hefúr komið fyrir að stjóm-
málamenn höfði til stuðnings við
ákveðin mál sem geta verið þér eða
þínu fyrirtæki til hagsbóta.?
„Nei, það hefur ekki komið fyrir.
Þeir hafa höfðað til mín sem sjálf-
stæðismanns og sagt að ég og þeir
séum sammála um að koma á ný-
sköpun eða viðreisnarstjóm."
- Hverjir em það sem koma til þín
fyrir hönd flokkanna og biðja um
fjárstuðning?
Þeir hringja stundum frá Al-
þingi
„Það em stundum forsvarsmenn
flokkanna, stundum aðrir flokks-
menn, þingmenn utan af landi
hringja stundum í mig frá Alþingi.
Þá er yfirleitt um að ræða þingmenn
utan af af landi sem biðja um stuðn-
ing við tímarit. Þeir hringja gjarnan
frá Alþingi. Ef um stuðning við
flokksstarfeemina almennt er að
ræða hringir viðkomandi flokks-
formaður stundum. Ég kann best við
það, mér finnst það hreinlegast. Og
viðkomandi nýtur þess þá. Aðrir
flokkar hafa annan hátt á. Mér hef-
ur þá verið úthlutað eins og niður-
setningi til einhvers í flokkskerfinu
sem þykir hafa góðan aðgang að
mér. Mér er kunnugt um að þessi
háttur er hafður á gagnvart mörgum
fyrirtækjum. íþróttafélögin beita
sömu aðferðum."
Tugmilljónir til flokkanna
- Hversu miklu fé heldur þú að
fyrirtækin í landinu veiti til stjóm-
málaflokkanna á hverju ári?
„Það skiptir ábyggilega milljóna-
tugum á ári hverju“.
-Telurðu að þessi mál séu í réttum
farvegi eða ætti til dæmis ríkisstyrk-
ur að koma til?
„Ég tel að þetta sé í aðalatriðum
í réttum farvegi. Ríkisstyrkur er eit-
ur í mínum beinum, rétt eins og
ríkisstyrkir til dagblaða."
Auglýsingaliðurinn væri
hreinlegri
- Nú em þess dæmi úti í hinum
stóra heimi að framlög til stjóm-
málaflokka séu frádráttarbær frá
skatti. Værir þú fylgjandi því?
„Það væri miklu hreinlegra ef
beinlínis væri gert ráð fyrir þessu í
skattalögunum, því þá væri auglýs-
ingaliðurinn í bókhaldinu hrein-
legri. Ég held ekki að stóra mamma
ætti að taka þetta á sig, eigendur
fyrirtækjanna sjá vel um þetta.
-Geta fyrirtækin með þessu móti
haft óeðlileg áhrif á stefnu flokk-
anna?
„Ég hef ekki orðið var við það.
En þetta hjálpar stjómmálamönn-
unum að hafa jarðsamband og ég
held þeir þurfi á þvi að halda í ríkum
mæli.“
-Nú segir Svavar Gestsson í við-
tali við Þjóðviljann að „fyrirtækin
láti ekki peninga til okkar“.
„Ég held að Svavar segi þetta í
góðri meiningu. Það gæti kannski
verið að maðurinn sem ég læt fá
peningana skili þeim ekki í flokks-
kassann, en ég hef ekki trú á því,
þetta er heiðarlegur maður. Kannski
veit Svavar ekki hvað er að gerast
í eigin flokki, ég veit það ekki.“
- ás.
ii
„Við erum ekki
á eftir
vinningunum
- segir Víglundur Þorsteinsson
„Ég veit ekki dæmi þess að við höfum borgað
stjómmálaflokkum beina styrki en við höfum
keypt happdrættismiða og auglýsingar í blöðum
þeirra,“ sagði Víglundur Þorsteinsson iðn-
rekandi í samtali við DV.
„Við höfúm stutt flokkana í heild sinni á
þennan hátt og einnig einstök flokksfélög og
kjördæmasambönd. Þetta hefur hlaupið á
nokkrum tugum þúsunda á ári, kannski 10-20
þúsund krónur í hvert skipti. Það er auðveld-
asta leiðin að losna við þá að láta þá fá eitt-
hvað.“
- Þessar auglýsingar, sem þú nefndir, birtast
þær alltaf?
„Það veit ég ekki. Þetta em oft styrktarlínur
og það gefur augaleið að þær hafa ekki mikið
auglýsingagildi.“
- Fá allir flokkar stuðning á þennan hátt?
„Allir gömlu flokkamir, Sjálfetæðisflokkur,
Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Framsókn-
arflokkur, hafa fengið stuðning af þessu tagi.“
- Fá þeir misjafnlega mikið, fær Sjálfsstæðis-
flokkurinn til dæmis mest?
„Ég held að þeir aðgangshörðustu fái mest.
Nei, ég held að þetta fari ekki frekar til eins
en annars. Ég veit það ekki. Hann er stærsti
flokkurinn með flesta félaga.
- Lítið þið á þessi happdrættismiðakaup sem
styrki?
„Það er ekki mikið auglýsingagildi í styrkt-
arlínum og ekki kaupum við happdrættisvinn-
inga með vinninginn í huga.“
„Þetta hleypur á nokkmm tugum þúsunda á
ári,“ segir Víglundur Þorsteinsson, iðnrekandi
hjá BM Vallá, um stuðning fyrirtækis sins við
stjórnmálafiokkana.
- Hefúr verið höfðað til stuðnings við einstök
mál?
„Nei, aldrei. Það væri mjög vafasamt ef slíkt
ætti sér stað, það er enginn stjómmálamaður
svo skyni skroppinn að gera það.“
- Hvers vegna styrkið þið flokkana, er það
til að skapa ykkur velvild?
„Við fáum ekkert fyrir þetta. Það er oft fljót-
legast áð láta þá fá einhveija peninga. Við
styrkjum ekki bara stjómmálaflokka, það er
sami háttur hafður á með kaup á happdrættis-
miðum hjá ýmsum félagasamtökum," sagði
Víglundur Þorsteinsson. -ás.
„íhaldið á greiðastan
aðgang að fyrirtækjum"
- segir ión Baldvin Hannibalsson
„Mér er ekki kunnugt um að fyrirtæki hafi
styrkt Alþýðuflokkinn," sagði Jón Baldvin
Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins.
„Fyrirtæki hafa hins vegar keypt happdrætt-
ismiða og auglýsingar, sérstaklega í aukablöð-
um Alþýðublaðsins sem gefin hafa verið út i
stærra upplagi en vanalega. Útgáfa slíkra blaða
er ein helsta tekjulind flokksins."
- Því er haldið fram að fyrirtæki borgi auglýs-
ingareikninga án þess að auglýsingamar birt-
ist?
„Það kemur fyrir. Fyrirtæki óttast að það sé
slæmt fordæmi þannig að ýmis 'félagasamtök
sjái sér leik á borði og sigli í kjölfarið og eigi
greiðari leið að forsvarsmönnum en ella.“
- En er þetta ekki styrkur?
„Það má líta þannig á það. Hér er um hrein
viðskipti að ræða og fyrirtækin geta talið það
sér i hag að auglýsingin birtist ekki. Fyrirtæki
styrkja auðvitað fleiri en stjómmálaflokka og
oft er það gert með þvi einu að nafns þess er
getið í einni línu. Það em margar slíkar línur
í Stefni til dæmis.“ '
- Hvað með happdrættismiðakaup.
„Ég hef ekki handbærar upplýsingar um
hversu mikið fyrirtæki gera að þvi að kaupa
miða, en ég hef grun um að upphæðimar séu
ekki háar. Alþýðuflokkurinn er ekki þeirrar
gerðar að fyrirtækin sjái sér mikinn hag í þessu.
Ég held að forstjórar vilji ekki neita neinum
en þeir borga líklega einum flokki mest.“
- Hefur verið beðið um styrk hjá fyrirtækjum
á þeim forsendum að þið stefnduð að viðreisnar-
•stjóm?
„Ég get hvorki játað þessu né neitað, ég er
að heyra þetta í fyrsta sinn. Ég ræði ekki um
pólitík við forsvarsmenn fyrirtækja í sömu
„Tilraunir tii breytinga á málefnum flokkanna
hafa strandað á Sjálfstæöisflokknum," segir
Jón Baldvin.
andrá og auglýsingar eða kaup á happdrættis-
miðum eða slíkt.“
- Óttast þú ekki að fyrirtæki geti náð vissu
pólitísku taki á flokkum með því að veita þeim
stuðning á þennan hátt?
„Ég óttast það ekki.
Flokkar þurfa á fjármagni að halda til starf-
semi sinnar og fjáröflunin er rekin með sjónar-
mið viðskipta að leiðarljósi án þess að um
skuldbindingar um pólitísk málefni sé að ræða.
Flokkar á Norðurlöndum búa við aðra hagi
en við. Löggjöf er um starfsemi þeirra og þeir
njóta verulegra opinberra styrkja. Það hefur
verið gerð tilraun til að koma þessum málum
hér í svipaðan farveg en það hefur strandað á
Sjálfstæðisflokknum. Andstaða þess flokks
markast auðvitað af því að hann á greiðari
aðgang að fyrirtækjum en aðrir,“ sagði Jón
Baldvin Hannibalsson. - ás.