Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1986, Page 5
FÖSTUDAGUR 11. JÚLl 1986.
5
Stjómmál
Hverju var lofað og
hvað bókað um gengismál?
„Hvenær var þetta fyrirheit gefið og
hver gaf það? Það verð ég að vita. Ég
gaf ekki þetta fyrirheit" sagði Stein-
grímur Hermannsson forsætisráð-
herra er hann var spurður að því hvort
stjómvöld hefðu lofað fiskvinnslunni
ákveðnu gengi dollarans í kjarasamn-
ingunum sem gerðir voru í febrúar.
Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna, sagði í
viðtali við DV sl. miðvikudag að
stjómvöld hefðu gefið fyrirheit um að
gengi dollarans héldist í 42,30 krónum
og þess vegna hefðu forsvarsmenn
fiskvinnslunnar treyst sér til að skrifa
undir kjarasamninginn í vetur. Stjóm-
völd hefðu síðan ekki treyst sér til að
standa við fyrirheitið og dollarinn far-
ið á fleygiferð niður síðan kjarasamn-
ingar vom gerðir.
- Steingrímur lætur gera samantekt
Steingrímur Hermannsson segist ekki hafa gefið forsvarsmönnum fiskvinnslunnar fyrirheit um ákveðið gengi
dollarans. Hann er nú að láta gera úttekt hvenær og hvort slík loforð voru gefin.
„Þegar kjarasamningar vom undir-
ritaðir var gengi dollarans þegar
komið niður í 41,30. Þá höfðu atvinnu-
rekendur ekkert við það að athuga og
minntust ekki einu orði á málið. Ann-
ars er ég að láta gera ítarlega
samantekt á þessu máli, hverju var
lofað og hvað var bókað varðandi fisk-
vinnsluna og gengi dollarans þegar
gengið var til fiskverðsákvarðana á
árinu og kjarasamninga í febrúar. I
samantektinni verður einnig íjallað
um stöðu fiskvinnslunnar eins og hún
er nú og eins og hún var þá. Jón Sig-
urðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar,
er að gera þessa samantekt. Ég á von
á henni mjög bráðlega,“ sagði Stein-
grímur Hermannsson. _KB
Námsmenn og húsnæðislánin:
Kannað hvort þeir geti notið lánsréttinda
Forráðamenn Lánasjóðs íslenskra
námsmanna kanna nú hvort náms-
menn geti ekki notið lánsréttinda hjá
Húsnæðisstofiiun samkvæmt hinum
nýju lánareglum þar. Þá hefur Stúd-
entaráð boðað til fundar á þriðjudag-
inn þar sem þessi vandi námsmanna
verður ræddur.
Eins og skýrt hefur verið frá í DV
eiga þeir námsmenn, sem taka lán hjá
lánasjóðnum, kost á að greiða í Söfri-
unarsjóð lífeyrisréttinda. Undir
venjulegum kringumstæðum greiða
launþegar 4% af tekjum sínum til líf-
eyrissjóða og atvinnurekandi leggur
fram 6%. Hvað varðar námsmenn
greiða þeir 4% af láninu til söfnunar-
sjóðsins og síðan lánar lánasjóðurinn
6% til viðbótar. Námsmenn, sem ekki
taka lán hjá lánasjóðnum til fram-
færslu, eiga kost á að fá fyrmefiid 6%
að láni hjá LÍN og greiða sjálfir 4%
af ákveðinni framfærslu. Þetta ákvæði
heíur ekki enn verið notað. Nú er um
þriðjungur námsmanna sem greiðir til
söfriunarsjóðsins.
Vegna þess að sumir námsmenn
koma því ekki við að starfa á sumrin
og eru jafnvel erlendis í sumarvinnu
myndast eyður í greiðslunum til söfri-
unarsjóðsins. Það gerir það að verkum
að þeir ná ekki að afla sér lánsréttinda
hjá Húsnæðisstofiiun því gert er ráð
fyrir að viðkomandi hafi greitt sam-
fleytt í lífeyrissjóð.
Að sögn Hrafris Sigurðssonar, fram-
kvæmdastjóra LÍN, hafa þegar farið
fram viðræður milli lánasjóðsins og
söfhunarsjóðsins um hvemig hægt sé
að haga iðgjöldum svo námsmenn
njóti fyllstu réttinda hjá Húsnæðis-
stofnun. Einnig er ráðgert að fara á
fund félagsmálaráðherra og kanna
hvemig aðild námsmanna hefur verið
hugsuð að hinum nýju lánareglum.
-APH
Herjólfiir:
„Pólitísk ráðning
framkvæmdastjóra'"
segir minnihluti stjómar
„Svona fer það þegar tekið er póli-
tískt á málum,“ sagði Tryggvi Jónas-
son, fulltrúi Alþýðuflokks í stjóm
Herjólfe. Magnús Jónasson var i gær
ráðinn framkvæmdastjóri Herjólfe í
Vestmannaeyjum. Fjórir stjómar-
menn Herjólfe greiddu Magnúsi
atkvæði en einn, Tryggvi Jónasson,
greiddi Elínu Ölmu Arthúrsdóttur,
skrifctofustjóra Herjólfe, atkvæði sitt.
„Ég er óánægð, ég leyni því ekki,
og það kom mér frekar á óvart að
þetta skyldi fara svona,“ sagði Elín
Alma Arthúrsdóttir í samtali við DV.
Elín Alma er viðskiptafræðingur að
mennt og hefur starfað hjá fyrirtækinu
í tæp tvö ár og eftir að framkvæmda-
stjórinn hvarf frá störfum vegna
veikinda hefur hún gegnt starfi hans.
Magnús Jónasson hefur verið for-
maður fulltrúaráðs Sjálfestæðisflokks-
ins í Vestmannaeyjum. Ellefu manns
sóttu um stöðu framkvæmdastjóra
Hetjólfe.
Guðmundur Karlsson, formaður
stjómar Herjólfs, neitaði að ræða
þessa ráðningu við blaðamann DV.
-ás.
Ný hreppsnefnd í Árneshreppi
Regina Thoraxensen, Gjögii
Þann 14. júni fóru sveitarstjómar-
kosningar í Ámeshreppi í Stranda-
sýslu fram. Á kjörskrá vom 97 menn
en 68 nýttu sinn kosningarétt. Eftir-
taldir menn vom kosnir: Adolf
Thorarensen, Gjögri, með 54 atkvæði,
Gunnsteinn Gíslason, Norðurfirði,
hlaut 48, Marínó Bjömsson, Felli, 24
atkvæði, Gunnar Finnsson, Finn-
bogastöðum, 23 atkvæði og Guðmund-
ur G. Jónsson, Munaðamesi, 21. Fyrsti
varamaður er Bjöm Þorvaldsson,
Melum. Þess má geta að þetta em
allt embættismenn í hreppnum, nema
Marínó og Bjöm sem em bændur.
Nýlega kom hin nýkjöma hrepps-
nefnd saman og var Gunnsteinn
Gíslason endurkosinn oddviti með
þremur atkvæðum. Gera hreppsbúar
sig ánægða með það, enda er Gunn-
steinn vinsæll meðal þeirra.
. FtTURNARÍ
HIU-HORNINU
ÓDÝR OG GÓÐUR SKYNDIBITI
'4%..
Fjölbreyttur matseðill hvort sem er í hádeginu eða
á kvöldin. Ljúffengar pítur með buffi, fiski, „taco“
og grænmeti. Einnig hamborgarar.
Meðlæti: Franskar kartöflur, hrásalat og sósur.
Sendum ef þess er óskað.
OPIÐ KL. 11 - 22 ALLA DAGA
PITU-HORNIÐ
Nóatúni 17, sími 28380