Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1986, Side 12
12
FÖSTUDAGUR 11. JÚLl 1986.
Neytendur
Sætmeti í morgunmat
í stórmarkaði í höfuðborginni voru
til sautján tegundir af jógúrt einn
morguninn i vikunni. Þar af eru þrjár
tegundir af svokallaðri léttjógúrt með
ákveðnu bragði og ein tegund án
ávaxta.
Nú eru flestir að gæta sín á of hita-
einingaríku fæði og vilja því gjaman
fá ffamleiðsluvörur sem ekki inni-
halda alltof mikið af sykri. Framleið-
endur mjólkurvöru virðast hafa
sérstakan áhuga á að bæta sykri og
sykruðum ávöxtum út í ffamleiðslu-
vörur sínar. Það er því betra að gæta
sín og skoða upplýsingar um innihald-
ið sem skráð er á umbúðir jógúrtarinn-
ar.
46 hitaeiningar eða 134
Sú jógúrtin sem er
hitaeiningasnauðust er léttjógúrt,
bæði til með gulrótum og hveitikoms-
hýði og einnig með gulrótum, eplum
og sellerí. Hún inniheldur aðeins 46
hitaeiningar í 100 gr. Það þýðir að í
litlu boxi em rúmlega 90 hitaeiningar.
Hreina jógúrtin, þ.e. án ávaxta, inni-
heldur 67 hitaeiningar í 100 gr eða 134
hitaeiningar í einu litlu boxi. Þessari
tegundir em ffá Mjólkursamsölunni.
Sú jógúrtin sem er hitaeiningaríkust
er einnig þaðan en það er svokölluð
sunnudagsjógúrt, til með tvenns konar
bragði, með rúsínum og með banönum.
Þær innihalda 134 hitaeiningar eða
um 250 hitaeiningar í lítlu boxi.
Léttjógúrt með rabarbara inniheldur
70 hitaeiningar pr. 100 gr., trefja- og
kaffijógúrt ffá Húsavík innihalda 80,5
hitaeiningar, jógúrt ffá MS með trefj-
um, blönduðum ávöxtum, banönum
og appelsínum og kókoshnetum og
með jarðarberjum og blönduðum
ávöxtum ffá Húsavík innihalda 85
hitaeiningar, kaffi- og lakkrísjógúrt
ffá MS innihalda 93 hitaeiningar og
hnetu- og karamellujógúrt ffá MS
inniheldur 96 hitaeiningar.
Lítið box inniheldur 180 gr, þannig
að óhætt er að nærri tvöfalda hitaein-
ingafjöldann sem gefinn er upp á
boxinu. Hann er miðaður við 100 gr.
Við höfðum skyndibragðkönnun á
sautján bragðtegundum. Dómamir
voru eins margir og mennimir sem
smökkuðu. Sumum þótti lakkrísjóg-
úrtin best, flestir voru á þeirri skoðun
að hnetu- og karamellujógúrtin væri
alltof væmin og að kókosjógúrtin væri
ekki velheppnuð. Flestum þótti gamla,
góða jarðarberjabragðið mjög gott.
Haft var á orði að léttjógúrtin væri
fullþunn, raunar að allar tegundimar
væm í þynnsta lagi.
Litlu boxin kosta 20,40 kr., án ávaxta
18,50 kr. Hálfslíterspakkningamar
kosta 45,60 kr., nema jógúrtin frá
Húsavík. Hún kostar 39 kr. í verslun
í Reykjavík. -A.BJ.
Það er mjög gott úrval af jógúrt á markaðinum. En það er óþarflega miklum sykri bætt í þessa annars ágætu mjólkurafurð. Sykursnauðari tegundirnar eru til
hægri á myndinni, þær em ekki nema þrjár, og loks hreina jógúrtin sem inniheldur raunar 67 hitaeiningar i 100 gr.
Raddir neytenda
Strætisvagnafargjöid of há Nú þegar umtalsverð lækkun rekstur. Það er ekki rökrétt því hefur orðið á bensíni og dísilolíu að um leið og bifreiðareigandi á sl. sex mánuðum er spurt: Hve- sparar um 15-20 þús. kr. ætti nær lækkar í strætó? Eins og er lækkun fargjalds að vera 5 kr. eða þá er mun ódýrara að reka einka- 20 kr. í stað 25 kr. Annað er ekki bifreið nú en fyrir sex mánuðum sanngjamt. Ps.: Verð á dísilolíu í en samt hafa fargjöld ekki lækkað, dag er kr. 8,80 en komst hæst í sennilega til þess að geta notað 12,10 skv. uppl. frá olíusölu hér í mismuninn í aðeins minni halla- bæ. -RóG Móða til mæðu Guðrún hringdi: „Getur einhver sagt mér hvemig ég get losnað við móðu sem hefur myndast á milli rúðanna hjá mér? Þetta er svo ansi hvimleitt og vil ég losna við þetta hið snarasta. Mér hefur verið bent á að láta bora göt á rúðumar og þannig fari móðan en hver tekur þannig við- gerðir að sér? -RöG.
Sumargóðgæti
Hér fara á eftir þrjár uppskriftir að
gómsætum ávaxtaréttum sem gott er
að eiga í kæliskápnum:
Ávaxtaskál
1 bolli bláber
1 bolli jarðarber
2 bollar vel þroskaðar pemr
1 bolli steinlaus vínber
1 kiwiávöxtur
1 fema ávaxtaþykkni, appelsínu
eða ananas
Blandið ávöxtunum saman, nema
kiwiávextinum. Bætið þykkninu var-
lega út í ávextina. Skreytið barma
skálarinnar með kiwisneiðum og
nokkrum laufum af ferskri myntu.
Jarðarberja- og
ananasdraumur
1 bolli jarðarber
1 bolli ósætur ananas
1 salathaus
1 bolli ávaxtajógúrt
Raðið salatblöðunum á kringlótt fat.
Ananasinn er skorinn í sneiðar og lát-
inn á miðjuna og jarðarberjunum
raðað i kring. Berið jógúrtina fram i
skál sem idýfú. Dýfið hverjum bita
fyrir sig í jógúrtina um leið og þetta
er borðað.
Sólskinsdiskur
1 appelsina
1 bolli jarðarber
1 bolli vel þroskuð pera
'A bolli kotasæla
Berjasúpan er borin fram í fallegri glerskál og diskurinn undir henni skreyttur
með melónum og jarðarberjum.
Skerið ávextina í litla bita og blandið
saman við kotasæluna. Látið i skál
og berið fram skreytt með steinselju-
kvist eða myntublöðum. -A.BJ.
Sótthreinsandi
servíettur
Á ferðalögum, á hótelum, jám-
brautarstöðvum eða bara hvar sem
er kemur maður inn á salemi sem
§öldi fólks notar á degi'hverjum.
Núorðið þarf ekki að útskýra mjög
náið hvers kyns bakteríur og
óhreinindi geta borist á milli
manna af klósettsetum eins mikið
og fjallað hefur verið um þau mál.
Flestir sem koma inn á almenn-
ingssalemi hafa hingað til notast
við salernispappírinn til að strjúka
af klósettsetum áður en sest er á
þær eða umlykja setuna pappím-
um. Nú er komin sniðug lausn á
þessu máli, nefnilega sótthreins-
andi servíettur sem drepa alla
helstu sýkla og bakteríur sem
kynnu að hreiðra um sig á klósett-
setunum. Lítið fer fyrir hverju
servíettubréfi þannig að þægilegt
ætti að vera að bera þau á sér.
Það er heildverslunin Stormur
sem flytur þessa vöru inn og kost-
ar hver pakki með tíu servíettu-
bréfúm 75 kr. í heildsölu.
-RóG.