Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1986, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1986, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 11. JÚLl 1986. Spumingin Hvernig finnast þér íslenskir ökumenn? Lárus Lúðvíksson iðnrekandi: Ég treysti mér ekki til að svara því, vegna þess að ég hef enga viðmiðun. Gunnar Jónsson fiskifræðingur: Hroðalegir og ég er sennilega verst- ur. Agnar Markússon sjómaður: Ja, nú er það, mér finnst þeir bara þokka- legir. Kjartan Birgisson birgðastjóri: Eru þeir ekki bara ágætir þegar þeir loks- ins gefa réttinn? Árni Stefánsson kennari: Þeir eru auðvitað ákaflega misjafnir en ég held nú samt að megnið af þeim séu kurteisir. Egill Jóhannsson sjómaður: Ekki verri en aðrir ökumenn, þó eru þeir verstir í Reykjavík því allir eru að flýta sér. Lesendur Reiðir og langþreyttir hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar skrifa. Við erum hér nokkrir hjúkrunar- fræðingar sem vilja gera athuga- semdir vegna greinar Davíðs Gunnarasontir, forstjóra Ríkisspítal- anna, í DV 26. júni. Þessi grein vakti mikla reiði og furðu hjá okkur. Ef Davíð ætlar sér að gera allt til að manna ríkisspítalana með hjúkr- unarfræðingum þá er aðeins ein leið til þess og hún er mjög einföld. Að borga okkur mannsæmandi laun, laun sem við getum lifað af, það getum við ekki í dag. Davíð talar um að landsbyggðin „plokki" hjúkrunaríiræðinga frá Reykjavík. Ástæðan er aðeins ein, hjúkrunarfræðingar geta lifað af launum sínum þar. Mörg dæmi eru um að laun hjúkrunarfræðinga séu meira en helmingi hærri þar en hér í Reykjavík. Við hjúkrunarfræðing- ar erum orðnir láglaunastétt hér í Reykjavík miðað við landsbyggðina. Við trúum því ekki að ekki sé hægt að greiða okkur hærri laun. Við getum ekki hjúkrað af hugsjón einni saman, við þurfum einnig að geta brauðfætt okkur og okkar fjöl- skyldu. Ekki má gleyma því að fjöldi hjúkrunarfræðinga eru einir um að framfæra sig og sín böm, við erum ekki allir giftir, það er svo langt í frá. Ef laun okkar verða ekki lagfærð, og það verulega, stefhir í enn meira neyðarástand á spítölunum, þá kem- ur að allsherjaruppsögnum og hvað þá? Við skorum á þig, Davíð Gunnars- son, og ykkur hina karlmennina, sem skammtið okkur sultarlaun, borgið okkur mannsæmandi laun, þá fáið þið nóg af hjúkrunarfræðing- um til starfa. Lausnin er ekki að mennta hjúkrunarfræðinga á færi- bandi því þeir koma ekki í vinnu upp á þetta skítakaup. Eins og er er til nóg af hjúkrunarfræðingum í landinu en þeir koma ekki til vinnu vegna smánarlauna. Við skorum á þig, Davíð Gunnars- son, upplýstu okkur, gjaman með svarbréfi í DV. Hvað hefur þú í laun? Hugleiddu vandlega hvort þú mynd- ir treysta þér til að framfleyta þér og þínum á skitnum 30.000 krónum á mánuði. Við vonumst eftir svari frá þér, Davið. Bréfritari segir að kaup hjúkrunarfræðingar í Reykjavík sé allt of lágt. Rikshaw, besta hljómsveit landsins Ein að norðan skrifar. Ástæðan fyrir því að ég skrifa er sú að ég vil þakka drengjunum í Rikshaw fyrir tónleikana sem þeir héldu á Ak- ureyri í júní. Ég er sammála Gurrý sem skrifaði í DV þann 1. júlí sl. og sagði að Rikshaw væri besta hljómsveit landsins. Ég sá Rikshaw í Höllinni á Listapoppi og vom þeir bestir íslensku hljómsveitanna og þeir vom ekkert verri en Fine Young Cannibals, Simple Red og hinar hljómsveitimar. Rikshaw flytja vandaða og góða tón- list sem maður getur hlustað á án þess að fá leið á þeim. Þeir flytja ekki svona væl eins og Duran Duran og Wham. Ég vil svo sannarlega mót- mæla því, eins og Gurrý gerði í sinu bréfi, sem tveir strákar sögðu að Riks- haw hefðu verið lélegir í Höllinni. Þetta er alrangt. Þeir vom æðislegir. Rikshaw eiga svo sannarlega skilið að vera kölluð besta hljómsveit lands- ins. Það sem sannar þetta em öll lögin sem komust inn á vinsældalista rásar 2. Fólk færi ekki að biðja um lag með hljómsveitinni ef hún væri ekki góð. Mér finnst ekki rétt af fólki að vera að rakka þá niður. Rikshaw, ég vona að þið látið þetta ekki á ykkur fá, haldið þessu endilega áfram. Aðdáend- ur ykkar munu styðja við bakið á ykkur og þeir em fleiri en ykkur getur gmnað. Vonandi komið þið aftur til Akureyrar. Ég vil nota tækifærið og þakka starfsfólki og stjóm rásar 2 fyrir æðis- legt útvarp, sérstaklega þeim sem sjá um morgunþættina og vinsældalist- ann. Stillið brennívíns- drykkjunni í hóf Hestavinur skrifar: Ég hef umgengist hesta í 40 ár og veit því með vissu að brennivín og hestar eiga ekki saman. Undanfarið hef ég orðið mikið var við að dmkkið fólk er á hestbaki. Að mínu mati er þetta fólk ekki dýravinir. Hestar em gáfaðar og tilfinninganæmar skepnur og þola illa að drukkið fólk umgangist þá. Ef ykkur hestafólki þykir vænt um hestana ykkar og viljið að þeim líði vel þá sleppið öllu áfengi. Það er ekki aðeins betra fyrir hestana, það er líka betra fyrir ykkur, þið munuð njóta hestamennskunnar hundraðfalt betur. Hljómsveitin Rikshaw á ekki skilið að vera rökkuð niður. Hvar era kökuformin? Karola Hængsdóttir hringdi. Ég fór á matvælasýninguna sem var í Laugardalshöll í sumar. Þar hitti ég á konu sem var að selja kökuform og pantaði ég hjá henni form. Mér var sagt að ég fengi heimsendan gíróseðil og síðan kæmu formin. Nú hefur ekk- ert gerst og ég bíð enn eftir þessu. Bamaafmæli er í vændum hjá mér og bráðvantar mig því kökuformin. Ég vil endilega komast í samband við konuna, er einhver sem getur hjálpað? 40 ár í fangelsi Sigriður skrifar Ég vil þakka sjónvarpinu fyrir sjón- varpskvikmyndina um fangelsisvist Rudolfs Hess sem sýnd var mánudag- inn 7. júlí. Ekki einungis var leikurinn góður og handritið, heldur er aldrei of oft minnt á hvemig Þjóðverjar fóm með gyðinga í seinni heimsstyijöld- inni. Eg vona að sjónvarpið sýni oftar þætti sem þennan því við getum heilm- ikið lært af þeim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.