Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1986, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1986, Page 19
FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986. 31 PV_________________________________ Meistarar Vals sluppu fyrir hom í Grindavík * - sigruðu þó 6-2 í mjólkurbikamum eftir framlengingu Magnús GisGasan, DV, Saðumesjum; Leikmenn þriðju deildar liðs Grinda- víkur veittu Islandsmeisturum Vals heldur betur mótspymu í 16-liða úr- slitum mjólkurbikarkeppninnar á malarvellinum í Grindavík í gærkvöld í stórskemmtilegum bikarleik þar sem um tíma virtist stefna í mjög óvænt úrslit. Valsmenn skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins en Grindvíkingum tókst að jaíha í 2-2 og þá voru átján mínút- ur til leiksloka. Eftir að þeim hafði tekist að jafna voru þeir betra liðið og allt gat skeð. Ekki tókst heima- mönnum þó að knýja fram sigur og var jafnt, 2-2, eftir níutíu mínútur og þurfti því að framlengja. Þá voru ís- landsmeistaramir sterkari og skomðu fjögur mörk. Sigmðu þeir því 6-2 í þessum ágæta leik og skomðu öll fjög- ur mörkin í síðari hálfleik framleng- ingarinnar - þrjú á síðustu sjö mín. Þá vom leikmenn Grindavíkur alveg búnir í hinum erfiða leik og Valsmenn gengu á lagið. Þeir em því komnir í átta liða úrslit keppninnar en naumt var það. Valur fékk óskabytjun í leiknum. Guðni Bergsson skoraði eftir aðeins 42 sekúndur af stuttu færi úr þvögu við mark Grindvíkinga. Þá bjuggust áhorfendur, sem vom á fimmta hundr- að, við að Islandsmeistaramir myndu heldur betur mala heimamenn. En það varð ekki. Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn og lítið um færi og leikur Grindvíkinga, sem í fyrstu hafði ein- kennst af mikilli virðingu fyrir mótherjunurn, lagaðist mjög þegar leikmenn liðsins hættu stóm spymun- um en héldu knettinum þess í stað niðri. Rétt í lok fyrri hálfleiksins komst Valur Valsson einn inn fyrir vöm Grindavíkur en markvörðurinn kunni, Ögmundur Kristinsson (áður Víkingi), varði laglega. Valur komst í 2-0 í síðari hálfleiknum byrjuðu Grind- víkingar betur en Valsmenn skomðu svo í sinni fyrstu sókn. Það var á 49. mínútu eftir slæm vamarmistök. Sig- uijón Kristjánsson skoraði á auðveld- an hátt - Ömmi kominn úr markinu. Aðeins þremur mín. síðar tókst Grindvíkingum að minnka muninn og það gaf þeim byr undir báða vængi. Guðlaugur Jónsson lék upp hægri kantinn, gaf vel fyrir og Steinþór Helgason skoraði úr þröngri stöðu. Mjög fallegt mark. Tiu mín. síðar varð Stefán Amarson, markvörður Vals, að taka á honum stóra sínum til að koma í veg fyrir að Grindavík jafh- aði. Það tókst honum - sló knöttinn yfir þverslá eftir skalla Ólafs Ingólfs- sonar. En Grindvíkingum tókst að jafna. Það var á 72. mín. Guðlaugur Jónsson komst þá frír að marki Vals. Stefán hljóp út á móti honum en Guðlaugur lyfti knettinum laglega yfir hann í markið - heldur betur óvænt, 2-2, og það sem eftir lifði leiktímans, eða fram að níutíu mínútum, vom Grindvíking- ar aðgangsharðari en tókst þó ekki að koma knettinum í mark Vals. Fjögur Valsmörk Það þurfti því að framlengja í tvisv- ar sinnum fimmtán mínútur. Ekkert mark var skorað fyrri 15 mínútumar. í byijun síðari hálfleiksins, eða á 106. mín., hættu vamarmenn Grindavíkur sér of framarlega. Valur Valsson fékk knöttinn og fátt varð til vamar. Það nýtti Valur sér vel og skoraði. Jón Grétar Jónsson, sem komið hafði inn sem varamaður fyrir Sigurjón Kristj- ánsson, lét mikið að sér kveða eftir markið. Komst hann tvívegis frír að marki Grindvíkinga en Ögmundur varði í bæði skiptin. En á 113. mín. tókst Ömma ekki að koma í veg fyrir að Jón Grétar, sem lék mjög vel, skor- aði, 2-4, og þá var allur vindur úr heimamönnum. Á tveimur síðustu mínútunum skoraði Valur tvívegis, fyrst Jón Grétar og síðan Hilmar Sig- hvatsson. Þar með var þessum skemmtilega leik lokið og hann verður lengi í minnum hafður í Grindavík. Magnús Jónatansson dæmdi piýði- lega. hsím Átta Faxaflóalið eftir í bikamum Það verður jalht skipt milli Reykjavíkur- og landsbyggðarliða þegar dregið verður til átta liða úrslita mjólkurbikarkeppninnar. í hattinum verða fjögur Reykjavíkurlið - Fram, KR, Valur og Víkingur og fjögur utan af landi - Akranes, Breiðablik, FH og Keflavík svo segja má að keppnin hafi þróast upp í Faxaflóakeppni. í gær lauk 16 liða úrslitunum með sigri Valsmanna í Grindavík. Frjálsíþróttafólkið er mjög i sviðljósinu nú enda rekur hvert stórmótið annað, NT Galan i Stokkhólmi, Bislett4eikarnir i Osló og nú friðarleikarnir i Moskvu. Frábær árangur hetur náðst en hæst ber þö heimsmet norsku konunnar Ingrid Kristiansen i 10000 m hlaupi í Osló. Hún hljóp á 30:13,75 min. og bætti heimsmet sitt um næstum 46 sekúndur. Met hennar nú er aðeins þremur sekúndum lakara en íslandsmet karla á vegalengdinni. Myndin að ofan var tekin á Bislett4eikunum rétt áður en Ingrid setti heimsmet sitt. Þar eru bandarísku hlaupararnir frægu, Sydney Maree og Steve Scott, og mílli þeirra norski kringlukastarlnn Knut Hleltnes sem sigraði á Bls!ett4e!kunum i kringlukasti, kastaðl 67.22 metra. Hin þrituga Ingrid brosandi ti! hæqri. íþróttir • Valbjöm Þorláksson. Valbjörn og meistarametið - 85 sinnum íslandsmeistari Valbjöm Þorláksson, KR, hefúr oftast allra orðið Islandsmeistari í frjálsum íþróttum eða alls í 85 skipti. Þetta kom fram, þegar Meistaramót Islands var háð um síðustu helgi og hafði Ólafur Unn- steinsson tekið saman skrá um íslands- meistara í tilefhi 60. mótsins. Valbjörn varð 48. sinnum íslandsmeistari sem KR-ingur, 28 sinnum sem ÍR-ingur og 17 sirmurn sem Ármenningur. Hann hef- ur unnið meistaratitla sína í átta greinum auk boðhlaupa. Oftast í stang- arstökki eða 19 sinnum. 13 sirmurn í 110 m grindahlaupi og tíu sinnum í tug- þraut. Átta sinnum í 200 m og fimmtar- þraut, fimm sinnum i spjótkasti og einnig 100 m hlaupi og fjórum sinnum í 400 m grindahlaupi. Þá varð þann 13 sinnum Islandsmeistari í boðhlaupum. Valbjöm keppti um langt árabil og er meira að segja að enn þó kominn sé á sextugsaldur, ótrúlega fjölhæfur íþróttamaður og vann afrek sín í ýmsum greinum eins og fram kom hér á undan. -hsím Ungmennafél. Vaka fimmtíu ára Svemn ESguiðssan, DV, SefossL Ungmennafélagið Vaka í Villinga- holtshreppi verður 50 ára 19. júlí næstkomandi. Félagið var stofhað 1936 að frumkvæði Jóns Konráðssonar sem þá var kennari í hreppnum. Alla tíð síð- an hefur félagið haldið uppi öflugri íþrótta- og félagsstarfsemi. Má nefna að á fimmta áratugnum var félagið þekkt fyrir mikla glímugarpa. Félagið hefur ákveðið að halda upp á afinælið með því að bjóða hreppsbúum og öllum gömlum félögum til afmælis- hátíðar í Þjórsárveri að kvöldi afmælis- dagsins og hefst hún kl. 21. Brasilía vann Spán á HM Brasilía sigraði Spán, 86-72 (44-37), á heimsmeistaramóti í körfubolta í Zara- gosa á Spáni í gær. Fyrsti tapleikur Spánveija. Þá sigruðu Bandaríkin ítal- íu, 86-64 (40-25), í Malaga og þar töpuðu Italir sínum fyrsta leik. Israel vann Kúhu, 88-78, Sovétríkin sigruðu Ástral- íu, 122-92, og Vestur-Þýskaland vann Kína, 81-80. -hsím Valur vann Akranes Tveir leikir voru í 1. deild kvenna á fslandsmótinu í knattspymu í gær. Val- ur sigraði Akranes, 1-0, á Laúgardals- velli og KR vann Hauka, 8-0.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.