Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1986, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1986, Qupperneq 32
44 Sviðsljós > > Ólyginn sagði.... Gary Lineker, breska knattspyrnustjarnan sem varð markakóngur nýaf- staðins heimsmeistaramóts, gifti sig um daginn. Lineker, sem orðinn er 25 ára, hefur verið seldur til Barcelona á Spáni fyrir rúmar 190 millj- ónir króna og því munu brúðhjónin eiga fáa hveiti- brauðsdaga, hann þarf að mæta í vinnuna. Lineker giftist æskuást sinni, Mic- helle Cockayne, og fór vígslan fram í Leicester en með samnefndu liði lék Lineker forðum. Múgur og margmenni safnaðist saman fyrir utan kirkjuna til að óska brúðhjónunum til hamingju og þurftu þau á lögregluað- stoð að halda til að komast niður kirkjutröppurnar. Bette Davis, hin 76 ára gamla kvik- myndastjarna, hefur látið frá sér þá athugasemd að hún ætli ekki að gifta sig aftur. Hún segir sjálf að hún hafi aldrei hitt þann eina sanna þó hún hafi verið gift fjórum sinnum. Henni finnst fjórar áranguslausar tilraunir vera nóg og er hér með hætt að reyna. Hussein er nýorðinn nágranni Eng- landsdrottningar. Hann keypti Buckhurst Park Estate fyrir 285 milljónir króna en húsið á landareigninni snýr út að Great Windsor Park. Þar sem konungurinn á sér marga óvini og er af mörg- um talinn hin ákjósanlegasta skotskífa vill hann gera mikl- ar varúðaráðstafanir. Hus- sein vill fá varðliðasveitir, gráar fyrir járnum, og raf- straumsgirðingu kringum alla landareignina. íbúar héraðsins eru mjög áhyggjufullir og telja hérað- ið geta orðið skotmark hryðjuverkamanna og vett- vang allskyns óhæfuverka vegna þessa nýja sveitungs síns. A Italíu er Maradona umvafinn lögreglu og lifvörðum allan sólarhringinn. Frægasti, dýrasti og besti knatt- spymumaður heims heitir Diego Armando Maradona, á því leikur lít- ill vafi. Stjarna þessa 25 ára undra- bams hefur sjaldan skinið skærar en einmitt nú, að lokinni heimsmeist- arakeppninni í knattspymu. Mara- dona var fyrirliði heimsmeistara Argentínu og efast flestir um að liðið hefði náð svo langt ef hans hefði ekki notið við. Hann hefur þó ekki sloppið við gagnrýni og segja ýmsir hann vera óheiðarlegan og montinn. Benda menn einkum á fyrra mark hans gegn Englandi því til sönnun- ar. Maradona kippir sér þó ekkert upp við slíkar raddir enda fylgir vel- gengni ávallt töluverður hópur öfundarmanna. Maradona leikur með Napolí á Italíu og þar í borg er hann nánast í dýrlingatölu. Hann lék áður með Barcelona frá Spáni en var seldur fyrir stórfé. Mafían og borgarstjórnin slógu saman í Napolí em glæpaverk tiðari en víðast hvar annars staðar, fátækl- ingum fjölgar og félagslegt ástand borgarinnar er hið ömurlegasta. Mafían hefur geysisterk ítök þar í borg sem ekki er til að bæta ástand- ið. Þó að fullur fjandskapur hafi ríkt á milli mafíunnar og borgarstjómar Napolí náðist þó samkomulag um að kaupa besta knattspymumann ver- aldar til heimaliðsins í von um að árangur þess myndi batna. Kaup- verðið var í kringum 450 milljónir króna. Kaupin hafa gert sitt gagn Ýmsum kann að þykja það ámælis- vert að á meðan fólk hefur ekki í sig og á skuli slíku stórfé eytt í einn leik- mann. En fólkið vill víst brauð og leiki og í Napolí virðast leikimir vera mikilvægari. Glæpatíðni hefur minnkað og menn verða ekki eins áþreifanlega varir við fátæktina. Fólkið hefúr fengið eitthvað til að standa saman um, til að vera stolt af, og margir fórna matarpeningun- um til að komast á völlinn. Tnirækni hefur einnig aukist í borginni enda er Maradona mjög trúaður. Áður en hann hélt til Mexíkó fékk hann áheym hjá páfanum og blessun hans. „Þú ert þekktari en ég,“ sagði páfinn við Maradona sem sagðist vonast til að geta glatt fólk með náðargjöf sinni, knattspymunni. Hans heilag- leiki hvatti Maradona að auki til að giftast kærustu sinni, Juanitu, enda ekki talið æskilegt í kaþólskri trú að fólk búi saman án þess að vera gift. Hvort sem samtalið við páfann gerði útslagið eða ekki þá ætla þau skötuhjúin að láta pússa sig saman nú fljótlega eftir heimsmeistaramó- tið. Gleymir ekki fjölskyldunni Maradona hefur ekki gleymt fjöl- skyldunni þrátt fyrir frægðina. Stór hluti peninganna, sem hann þénar, rennur til fjölskyldunnar í Argent- ínu. Þegar hann hafði gert stórsamn- inginn við Barcelona 1982 var það hans fyrsta verk að kaupa bíl fyrir pabba sinn og sá var ekki af verri endanum, Mercedes Benz. „Ég gleymi ekki æsku minni þegar pabbi vann myrkranna á milli til að ég og systkini mín 8 hefðum nóg að bíta og brenna." 1 Napolí lifir Maradona umvafinn lífvörðum og lögregluþjónum. í Arg- entínu getur hann hins vegar slapp- að af og farið í veiðiferðir með Juanitu og bræðrum sínum. Hann getur jafnvel gengið um götur fá- tækrahverfa Buenos Aires og talað við gömlu vinina sína, verið Diegito aftur. Þó hann sé orðinn ríkur og frægur man hann eftir vinum sínum sem hann ólst upp með i fátækra- hverfunum. Hann er átrúnaðargoð fátæklinganna, bæði á Ítalíu og í Argentínu, maðurinn sem braust úr fátæktinni til frægðar og frama. n Er Maradona óheiðarlegur svindlari eða gerðist atvikiö í hita leiksins?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.