Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1986, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 14. JÚLl 1986. Fréttir Hér sjást nýir hluthafar í Amarflugi takast í hendur og óska hver öðrum til hamingju. A myndinni sjást Guðlaugur Bergmann, Axel Gíslason, Helgi Þór Jóns- son, Agnar Friðriksson, Helgi Jóhannsson og Hörður Einarsson. DV-myndir Óskar öm Nýir eigendur að Amarflugi Á aðalfundi Amarflugs, sem haldinn var um helgina, var gengið frá hluta- fjáraukingu í félaginu upp á um 52 milljónir og búist er við að næstu daga bætist við um 43 milljónir til viðbótar. Hluthafafúndur hafði áður samþykkt að lækka verðgildi hlutafjár niður í 10% af nafovirði og hafa um 60 aðilar skrifað sig fyrir hlutafjáaukningu í Amarflugi þannig að heildahlutafé verður um 111 milljónir. Á aðalfundi félagsins kom fram að fyrstu 5 mánuði ársins var um 20 til 25 milljón króna tap á rekstri félagsins gagnstætt því sem spáð hafði verið um batnandi rekstrarhorfur. í ársskýrslu fyrir árið 1985, sem gert var grein fyr- ir á fúndinum, kom í ljós að tap félagsins á síðasta ári var tæpar 70 milljónir og sagði Agnar Friðriksson framkvæmdastjóri meginástæður þess vera lélega afkomu milfilandaflugs, tap á innanlandsflugi og að erlend verkefrú hafi ekki skilað félaginu eins miklu og búist hafði verið við. Agnar sagði rekstarhorfur nú vera mun betri og að búist væri við að pílagrímaflug- ið, sem hefst 20. júlí, mundi skila félaginu 20 til 25 milljónum. Ný stjóm var samþykkt samhljóða og eiga í henni sæti 7 menn sem kjöm- ir em til eins árs í senn. Hin nýja stjóm Amarflugs er nú skipuð þeim Axel Gíslasyni, Guðlaugi Bergmann, Helga þór Jónssyni, Herði Einarssyni, Jóhanni Bergþórssyni, Lýð Friðjóns- syni og Magnúsi Gunnarssyni. -S.Konn. Hin nýja stjóm er skipuð Herði Einars- syni, Magnúsi Gunnarssyni, Helga Þór Jónssyni, Axel Gislasyni, Guð- laugi Bergmann, Jóhanni Bergþórs- syni og Lýö Friðjónssyni. Hér sést Hörður Einarsson flytja ávarp fyrir hönd nýrrar stjómar Amarflugs. „Þessi flugleið hefur aldrei verið til skiptanna“ - segir Sigurður Helgason, forstjórí Flugleiða „Við reiknum með að British Mid- land verði veitt flugleyfið til að halda uppi áætlunarflugi til íslands, því er fatt til fyrirstóðu. Við erum við- búnir samkeppni, en hins végar er ótrúlegt að það sé grundvöllur fyrir daglegt flug á þessari leið ,Heatrow- Keflavík, fyrir tvö flugfélög. Þessi flugleið hefúr aldrei verið til skipt- anna. Þótt þama bætist við sam- keppnisaðili erum við lítið farnir að hugsa um breytingar á okkar áætlun með þessa flugleið enda er máhð á frumstigi,“ sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, aðspurður um hvaða áhrif það gæti haft ef breska flugfélagið British Midland myndi hefja áætlunarflug, London - Glas- gow - Keflavík, jafiivel daglega til íslands í haust. Flugtélagið British Airways hefúr haidið flugleyfúm sínum á áætlunar- flugi til íslands frá því félagið hélt uppi ferðum til landsins fyrir 12 árum en ekki nýtt sér það síðan. BM hefur sótt um flugleyfið til bresku flugmálastofnunarinnar og fær það án fyrirstöðu ef BA mótmælir ekki, en litlar líkur em taldar á því. „Við höfúm ekki haft samband við BM út af þessu máli, þetta er ennþá innanríkismál í Bretlandi," sagði Sigurður. „Ef af þessu verður mun- um við eiga samvinnu við félagið ' um hvemig áætlunarferðum verður háttað. Ég vil ekkert segja um hvaða áhrif það hefur ef BM kemur til með að bjóða hagstæðari fargjöld, sem ég raunar tel ekki líklegt, fargjald Flugleiða er þegar mjög hagstætt á þessari leið. Áuk þess er það samn- ingsatriði milh flugmálastjóma viðkomandi landa hver fargjöldin eru.“ Þórður Öm Sigurðsson, deildar- stjóri í alþjóðadeild Flugmálastjóm- arinnar, sagðist ekki búast við að BM kæmi til með að bjóða sérsak- lega lág fargjöld á íslandsfluginu þótt það gilti t.d. um flug félagsins til Amsterdam þar sem það býður 30% lægri fargjöld en BA. „Milli Bretlands og Hollands ríkir sérstakt samkomulag um fargjöld sem gerir það að verkum að BM getur boðið svo lágt. Það er ekki sambærilegt við fargjöld í Islandsflugi," sagði Þórður. „Ég hef ekki trú á að við gerum þannig samkomlag við bresk flugmálayfirvöld." -BTH Amarflug: Starfsmenn harma vinnudeil- urnar Á aðalfundi Amarflugs lýsti starfe- mannafélag Amarflugs yfir óánægju sinni með þá vinnudeilu sem nú stend- ur á milli flugvirkja og stjómar félagsins og hljóðaði samþykkt starfe- mannafélagsins eftirfarandi: Stjóm Starfemannafélags Amar- flugs harmar þá vinnudeilu, sem verið hefúr milli Amarflugs og Flugvirkja- félags Islands, þar sem ríkt hefur skilningsleysi stéttarfélagsins gagn- vart hagsmunum fyrirtækisins og starfemanna þess. Rekstur Amarflugs hefur eins og kunnugt er staðið mjög höllum fæti undanfarin ár. Nú hillir loks í að blaði verði snúið við. Það er takmark stars- manna að rekstur Amarflugs haldi áfi'am. Skapa verður væntanlegum stjómendum tíma og svigrúm til að endurskipuleggja megi reksturinn. Öll sundrung og óeining starfsmanna og stjómenda þess er einungis til þess falhn að veikja stöðu fyrirtækisins og starfsmanna um leið. Stjóm starfemannafélags Amarflugs væntir góðrar samvinnu við nýja stjómendur fyrirtækisins og lýsir ánægju sinni með þátttöku nýrra eig- enda og óskar þeim alls góðs í starfi sínu til endurreisnar félagsins. -S.Konn. Amarflug kært vegna vanskila Lífeyrissjóður atvinnuflugmanna hefur nú kært Amarflug vegna van- goldinna greiðslna í lífeyrissjóðinn. Hér er um að ræða greiðslur flug- manna auk fi-amlags félagsins frá því í september á síðasta ári. „Þetta em fjármunir upp á 7 til 8 milljónir sem ekki hafa skilað sér á réttan stað. Við höfum þvi lagt fram kæm til Rannsóknarlögreglunnar og hún mun rannsaka hvert þessir fjár- munir hafa runnið. Það liggur svo sem í augum uppi að þeir hafa lent í rekstr- inum, en rannsóknar er engu að síður þörf,“ sagði Gunnar Guðjónsson, stjómarmaður í Lífeyrissjóði atvinnu- flugmanna, í samtali við DV. Málið er nú í vinnslu hjá Rannsókn- arlögreglu ríkisins og verður henni væntanlega lokið innan skamms. -S.Konn. Vestmannaeyjar - Færeyjar: Smyrill a þjóðhátíð Vestmannaeyingar hafa leigt hið velþekkta skemmtiferðaskip Smyril til siglinga í sambandi við þjóðhátíð er haldin verður í Eyjum um verslunar- mannahelgina. Smyrill er leigður í 6 daga og mun flytja Færeyinga á þjóð- hátíðina með viðkomu á Austfjörðum þar sem Austfirðingum verður gefinn kostur á að sigla með. Á meðan á þjóð- hátíð stendur verður Smyrill í sigling- um á milli lands og Eyja með gesti. Smyrih tekur 1000 farþega. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.