Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1986, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1986, Blaðsíða 40
FRETTASKOTIÐ 62 25 25 Ritstjórn - Auglýsingar * Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Hafirþú ábendingu eða I vitneskju um frétt - hringdu þá í síma 62-25-25 Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 3.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 1986. Að lenda eða ' lenda ekki á Blönduós- flugvelli Nema í flugstjómarlist varð heldur betur fótaskortur á hálum ís stað- háttaþekkingar á fostudagskvöldið. Hann hugðist lenda vél sinni á flug- vellinum á Blönduósi og gerði það eftir sinni bestu vitneskju. Þegar niður var komið fékk hann ýmsar óvéfengjan- legar ábendingar um að ekki væri allt með felldu. Brátt rann upp íyrir hon- rum ljós: hann hafði alls ekki lent á flugvellinum heldur skeiðvellinum skammt frá Blönduósi. Var ekki um annað að ræða en að taka á loft á ný og lenda á flugvellinum. Neminn var einn um borð í vél frá flugskólanum Flugtaki. Engum varð meint af lendingunni, hvorki flug- manni, flugvél né hrossum. Loftferðaeftirlitinu er kunnugt um málið en ólíklegt er að það dragi dilk á eftir sér enda mun það hafa komið fyrir reynslumeiri menn að lenda á flugvöllum ímyndunarafls síns. Guðmundur aftur á þing - Albert þegir Guðmundur J. Guðmundsson segist ákveðinn í að setjast aftur á þing hvað sem líður óskum miðstjórnar Alþýðu- bandalagsins. í viðtali, sem birt er á bls. 4, segist hann ætla að taka við fyrri störfum hjá Verkamannasam- bandinu og Dagsbrún. DV hefur þráfaldlega reynt að fá Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra til að tjá sig um atburði síðustu vikna en án árangurs. Síðast náðist í Albert í morgun en hann neitaði að tala við blaðamann. -EA ALLAR GERÐIR SENDIBÍLA Skemmuvegur 50 LOKI Hann hefur haldið sig vera hrossaflugu! Nýtt félag. innanlandsflugi? „Ein hugmyndin, sem við erum að athuga núna, er að hafa forgöngu um að stofha nýtt félag sem sæi um innanfandsflugið. Það er alveg ljóst að við munum ekki hætta flug- rekstri innanlands án þess að eitt- hvað annað komi í staðinn þannig að þjónustunni við fólk á lands- byggðinni verði við haldið,“ sagði Hörður Einarsson, nýkjörinn stjóm- arformaður í Amarflugi, í samtali viðDV. Innanlandsflugið hefur frá byrjun verið rekið með halla og í þeirri erf- iðu stöðu sem félagið er nú verður leitað ráða til að endurskipuleggja rekstur og þjónustu Amarflugs. „Ég tek það fram að þetta er ein- ungis ein hugmynd af mörgum sem koma til greina en ef stofoað yrði nýtt félag, sem sæi um innanlands- flugið, gætu hugsanlegir hluthafar orðið starfsmenn innanlandsdeildar Amarflugs og aðilar í þeim sveitar- félögum sem við höfum viðskipti við. Einnig gæti Amarflug orðið hlut- hafi. Innanlandsflugið hefúr ekki gengið nógu vel en miðað við tapið sem hefur verið á félaginu skiptir það minnstu máli,“ sagði Hörður. Hin nýja stjóm hefur nú skipt með sér verkum og var Hörður Einarsson kjörinn stjómarformaður, Magnús Gunnarsson varaformaður og Axel Gíslason ritari. -S.Konn. Reykjadalur: Bíll eyðileggst íveltu Fólksbíll af Ford gerð gjöreyðilagð- ist í veltu en engin slys urðu á fólki í Reykjadalnum á leið upp Mývatns- heiðina aðfaranótt laugardagsins. Tveir vom í bílnum og vom þeir að koma frá dansleik á Laugum. Missti ökumaður stjóm á bílnum. Er talið að hann hafi verið undir áhrifúm áfengis. -BTH TVeir stórslasaðir eftir bílveltu við Grundartanga 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 j4 4 Slökkviliðið að störfum í gærkvöldi. DV-mynd S Eldur í húsi við Barónsstíg Laust fyrir klukkan átta í gær- kvöldi barst slökkviliðinu tilkynn- ing um að eldur væri í húsi við Barónsstíg. Þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn var húsið fullt af reyk. Ein kona var stödd í húsinu þegar eldurinn kom upp og komst hún út af eigin rammleik. Gat hún gefið slökkviliðinu upplýsingar um hvar eldurinn væri og fóm þrír reyk- kafrirar inn í húsið. Fundu þeir eld í stofú og eldhúsi á annarri hæð. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og vann slökkviliðið við að lofta út úr húsinu fram eftir kvöldi. Töluvert tjón varð í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp og íbúðir á neðri hæð og í risi skemmdust einnig töluvert af reyk. Eldsupptök em ókunn en kon- an, sem var íbúi hússins, reyndist undir áhrifúm áfengis. Hún var flutt í vörslu lögreglunnar. -ÞJV Veðrið á morgun: Skúrir mestallt land Fremur hæg breytileg átt og smáskúrir á víð og dreif um mest- allt land, hitastig verður á bilinu 10-14 stig. Tveir menn um tvítugt slösuðust alvarlega í bílveltu á afleggjaranum að Gmndartanga, skammt við bæinn Fellsenda, snemma í gærmorgun. Vom fjórir í bílnum en slösuðust ökumaður ög farþegi í aftursæti mest og vom þeir sóttir af þyrlu Landhelgisgæsl- unnar skömmu seinna og fiuttir á spítala í Reykjavík. Hinir tveir vom fluttir á spítala á Akranesi. Að sögn lögregluvarðstjóra á Akra- nesi er talið að bíllinn hafi verið á mikilli ferð og að ökumaður hafi misst stjóm á honum. Fór bifreiðin ótal velt- ur og stöðvaðist ekki fyrr en um 80 metra frá veginum. Köstuðust menn- imir fjórir úr bílnum áður en hann staðnæmdist. Þeir vom ekki spenntir í öryggisbelti. Grunur leikur á að ökumaður hafi verið undir áhrifum áfengis. Er bif- reiðin, sem er frá Akranesi, gjörónýt. -BTH 4 4 4 4 4 4 4 Banaði kettí með steini í Maður var handtekinn á laugar- dagskvöldið eftir að hafa banað heimilisketti með steini. Atburðurinn átti sér stað í húsi í vesturbænum í Reykjavík. Kötturinn kom inn þar sem maðurinn var gest- komandi og var tvívegis hent út. í síðara skiptið hélt maðurinn í humátt á eftir kettinum og barði hann í höfuð- ið með steini. Kona í nágrenninu sá þessar aðfarir og gerði lögreglunni viðvart. Var maðurinn fluttur á lög- reglustöðina og játaði við yfirheyrslur að hafa drepið köttinn í æðiskasti. Hann hefur nú verið kærður fyrir brot á dýravemdunarlögunum. -ÞJV I I $ 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.