Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1986, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1986, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 1986. Sviðsljós Ólyginn sagði... Sylvester Stallone neitaði án umhugsunar 500 milljóna króna tilboði um að skrifa sjálfsaevisögu sína. Segist Stallone vilja halda einkalífi sínu út af fyrir sig, honum sé alveg sama hve hátt útgefendur fari í tilboðum sínum, sjálfsævisögu muni hann aldrei skrifa. CharleneTilton, sem við könnumst kannski bet- ur við sem Lucy Ewing, er ægiglöð um þessar mundir. Henni hefur verið lofað hlutverki Lönu Turner í samnefndri kvik- mynd um ævi stjörnunnar. Tilton hafði áður verið nefnd í hlutverkið en þá sagði Lana sjálf nei. Fannst henni Tilton alltof búttuð til að leika sig. En eins og við höfum áður greint frá hefur Tilton grennst mikið á stuttum tíma og nú er ekkert eftir sem minnir á litlu budduna, Lucy. Árangur megrunarkúrsins lætur heldur ekki á sér standa. Hlutverkið er hennar og allir eru ánægðir. Ljósmyndasamkeppni Vikunnar að Ijúka Nú er að ljúka ljósmyndasam- keppni Vikunnar sem efnt er til vegna 200 ára afmælis Reykjavík- urborgar. Nokkur fjöldi mynda hefur nú þegar borist en skilafrest- ur er til 18. júlí. Fyrstu verðlaun, auk heiðursins, eru glæsileg ljós- myndavél, nýkomin á markað, sem Hans Petersen veitir. Um alla borg hefur mátt sjá ljósmyndara á öllum aldri og með ýmsan búnað reyna að finna sem best myndefni. Einu skilyrðin eru þau að myndefnið sé úr eða í Reykjavík. Af slíku er nóg að taka og því ekki að efa að keppnin verður hörð. Menn eiga því ekki að láta góðar myndir úr borginni gleymast inni í albúmi heldur leyfa fleiri að njóta. Sjálfsagt eru margir úti um borg og bæ með myndavélina á lofti. Joan Collins og eiginmaður hennar, Peter Holm, eru langt frá því að vera hjátrúarfull. Nýlega keyptu þau hús eitt á um 120 milljónir króna i Beverly Hills. Skelltu þau hjón- in skollaeyrum við aðvörunum margra enda er almennt talið i Hollywood að yfir húsinu hvíli bölvun. Þrjár Hollywoodstjörn- ur hafa áður búið I húsinu og allar hafa þær látist. Þetta eru þau Laurence Harvey, David Janssen og Totie Fields. Joan Collins segist hvergi vera smeyk og heldur áfram að innrétta nýja heimilið. Telur hún að draugar, tröll og forynjur heyri fortíðinni til. Snóker-hattur Þegar hinar konunglegu Ascot-veðreiðar fara fram á Englandi er víst baráttan utan vallar engu minni en sú sem fram fer inni á vellin- um. Keppnin er á milli kvenna sem reyna að mæta á veðreiðarnar með eins frumlega hatta og hægt er að ímynda sér. Ekki virðast kon- urnar skorta ímyndunaraflið því á hverju ári koma fram nýjar hugmyndir, hverri annarri frumlegri. Á myndinni hér að ofan má sjá einn þátttakandann með allsérstæðan hatt. Að öllum líkindum hefur þessi frú komið sterklega til greina þegar sigurvegarinn var valinn. Hatturinn vakti mikla athygll á Ascot-veðrelöunum. Richard Pryor er þekktur fyrir að lenda upp á kant við leikstjóra og kvik- myndaframieiðendur. Nú hefur Pryor ákveðið að taka fyrir það vandamál svo um munar í næstu kvikmynd sinni. Sú mynd mun bera hei- tið Yes Yes Dancer, your life is calling. Til að allt fari ágreiningslaust fram er aðal- leikari, aðstoðarmaður við handritsgerð, leikstjóri og framleiðandi enginn annar en Richard Pryor.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.